Morgunblaðið - 23.07.2005, Side 37

Morgunblaðið - 23.07.2005, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. JÚLÍ 2005 37 MINNINGAR syngja með sinni blíðu rödd. Afi var hafsjór af fróðleik og kunni marga sálma og lög. Hann vissi nafnið á hverjum fugli sem við sáum og hverri jurt sem við gengum framhjá. Mér eru minnisstæðar sumarbú- staðaferðirnar með ömmu og afa, þegar afi gekk með mér um lóðina. Trén á lóðinni voru nefnd eftir okkur barnabörnunum og síðan var hlúð að þeim af alúð, rétt eins og amma og afi hlúðu að okkur. Afi fylgdist alltaf vel með okkur og var umhugað um að okkur gengi vel. Afi var blíður og traustur maður, þannig að bæði menn og dýr hændust að honum. Hann tók öllum með opnum hug og opnum örmum. Afi hafði yndi af sjónum og fjörunni. Þær voru ófáar ferðirnar sem við fórum saman í fjöruna á Eyrarbakka og Stokks- eyri. Þá sagði afi mér sögur af sér og einna kærust var minning hans um föður sinn, sem hann missti ungur, þegar þeir fóru saman út á bát að veiða. Amma og afi voru sérstaklega samrýmd og máttu ekki af hvort öðru sjá. Það var alltaf svo gott að koma til þeirra og tekið á móti manni af mikilli hlýju.Elsku amma mín, þú hefur misst mikið. En minningin um góðan afa mun alltaf lifa í hjarta mínu. Ég bið góðan guð að veita okk- ur styrk og kveð afa með ljóðinu sem hann söng fyrir mömmu og hún söng síðan fyrir mig: Sofðu rótt, sofðu rótt, nú er svartasta nótt. Sjáðu sóleyjarvönd geymdu’ hann sofandi í hönd. Þú munt vakna með sól Guð mun vitja um þitt ból. Góða nótt, góða nótt, vertu gott barn og hljótt. Meðan yfir er húm situr engill við rúm. Sofðu vært, sofðu rótt eigðu sælustu nótt. (Jón Sigurðsson frá Kaldaðarnesi.) Ingibjörg Jónsdóttir. Elsku afi Dóri, mig langar að þakka þér fyrir allt sem við höfum gert saman og allar góðu samveru- stundirnar okkar. Það var svo gam- an að heimsækja þig bæði heima og í sumó, syngja með þér og hlæja því hláturinn þinn var svo skemmtileg- ur. Takk fyrir að hafa alltaf sýnt mér virðingu og hafa alltaf haft áhuga á því sem ég var að gera. Láttu nú ljósið þitt loga við rúmið mitt. Hafðu þar sess og sæti, signaði Jesús mæti. (Höf. ók.) Guð geymi þig elsku afi minn. Þinn Andri Björn Jónsson. Elsku afi, líkami þinn hefur kvatt okkar líf og ég sakna þín mjög, en veit að sál þín lifir enn í hjörtum allra sem fengu þau forréttindi að kynnast þér. Mér líður betur þegar ég hugsa um allar þær minningar sem ég á um þig og ömmu, því aldrei fóruð þið langt án hvors annars, ekki eru allir jafn heppnir með makana sína og þið. Það er þrennt sem stendur upp úr þegar ég hugsa til þín: Hláturinn þinn var sá besti og ég hlæ með sjálfri mér þegar ég hugsa um hann og mun hlátur þinn óma í hjarta mínu. Svo er það áhugi þinn á tónlist og þegar við sungum öll saman á ,,ættarmótinu“ hjá Önnu frænku á síðasta ári. Ekki má gleyma virðingunni sem ég og allir aðrir báru fyrir þér og minnir það mig á eitt skipti í sumó þegar ég var í frekjukasti og grenj- aði og öskraði á mömmu, þá þurfti ekki annað en augnaráð frá þér og það heyrðist ekki meir frá mér þann daginn. Og frá þessu mun ég segja henni Ásu Kristínu, systur minni, eins oft og unnt er, því hún mun ekki muna eftir því hvað hún bar mikla virðingu fyrir þér og ekki heldur hlátrinum eða söngnum. Er vorið hlær og fagrar grundir gróa og geislar himins leika’ um hæð og mó, er syngur „dírrin dí“ í lofti lóa og ljóssins englar dansa um strönd og sjó. Við komum, elsku afi, til að kveðja með ástarþökk og bænarljóð á vör. Þín æðsta sæla var að gefa og gleðja, og góðir englar voru í þinni för. Þótt dagar komi og æviárin líði mun aldrei fenna þín í gengin spor, og bros þín veita blessun lífs í stríði og breyta vetrar nótt í sól og vor, þótt aldrei framar ómi röddin kæra og aldrei heyrist fótatakið þitt, frá draumsins löndum líður ljósið skæra, er ljóssins börn þér flytja lagið sitt. Ó, hjartans afi, öll þín heitt við söknum því enginn var eins góður á okkar braut. Á angurs nótt og vonar morgni er vöknum þá vakir andi þinn í gleði og þraut og „gleim mér ei“ að þínu lága leiði við leggjum hljótt og brosum gegnum tár, sem maísól, er brosir blítt í heiði þú blessar okkar stundir daga og ár. (H.P.) Þú varst langbesti langafi í heimi. Inga Berglind. Að vera maður er að gæta mann- orðs síns og fjölskyldu sinnar. Að vera maður er að vera trúr í starfi og heiðarlegur í hvívetna og gæta orða sinna, gera rétt og þola ei órétt. Margt fleira gæti ég talið upp, um Halldór Jónsson bróður minn, sem við kveðjum nú í dag frá Eyrar- bakkakirkju. Ég þekkti hann alla mína ævi og ekki öðruvísi en svona, og svo held ég að hafi verið um fleiri. Að lokum ein lítil ljóðakveðja. Í kærleiksfaðminn ferðu þann er flytur þig í himins rann sem lítið barn Hann ber þig heim nú burtu eru öll þín mein. Ég kveð þig kæri bróðir minn og kveð þig nú í hinnsta sinn er geng ég við þinn grafarbarm þá glitra tár um sollin hvarm. Elsku besta Vala, við vitum að þú og börnin ykkar öll syrgið hann, sem eiginmann, föður, tengdaföður, afa og langafa, það gerum við hin líka. Með einlægri samúð, Sigurjón og Kristín, Sjónarhóli. Með nokkrum orðum langar mig að kveðja kæran vin. Frá fyrsta degi er ég kom inn á heimili ykkar Valgerðar fann ég fyr- ir þeirri hlýju og ástúð sem þið bár- uð hvort til annars. Þið máttuð vart hvort af öðru sjá. Stolt sýnduð þið myndir af börnum, barnabörnum og barnabarnabörnum og varð mér það strax ljóst að þið áttuð einstaklega samheldna og trausta fjölskyldu sem stóð þétt saman, sama hvað á gekk. Stutt var í glettnina og glampa í augum, þrátt fyrir erfið veikindi gat Halldór séð skoplegar hliðar lífsins og átti létt með að segja sögur um allt það sem á daga hans og Valgerð- ar hafði drifið. Það var eftirtektarvert hversu samhent þið hjónin voruð, Valgerður að hekla sjölin og Halldór að hnýta kögrið, allt gert eftir kúnstarinnar reglum.Halldór, þú varst einstakur maður með stórt hjarta, sem rúmaði allan heiminn. Ég kveð þig og þakka fyrir ynd- isleg kynni. Elsku Valgerður og fjölskylda, ég votta ykkur innilega samúð mína og megi góður Guð gefa ykkur styrk og huggun í sorg ykkar. Kveðja vinir, vegir skilja, visna blóm á kaldri braut. Ei neitt er hægt fyrir dauða dylja, dvín þar líf og hverfur þraut. Upp til ranna sólar svífur sálin þreytt í himingeim, lífsins hinsta löður klýfur, líður burt og kveður heim. Okkar leið er allra að skilja, enginn sér þar kaupir frí ei er spurt um vinarvilja eða vitað nokkrum manni í. Þreyta bæði og sárar sorgir syrgjendanna hjörtu sker, upp til himins háar borgir minn hugur fer og mætir þér. (Sigurunn Konráðsdóttir.) Unnur. Elsku Stína mín. Í dag hefðir þú, frum- burðurinn minn, orðið fimmtug og mig langar til að minnast þín í til- efni dagsins. Þú komst sem sólargeisli inn í líf okkar pabba þíns þegar við vorum ung að árum. Þú varst ekki bara okk- ar sólargeisli heldur allrar fjölskyld- unnar, en við bjuggum á Hringbraut- inni hjá föðurömmu þinni og afa og Heiðu heitinni fyrstu æviárin þín, á meðan pabbi þinn stundaði nám í Menntaskólanum á Laugarvatni. Þetta voru góð ár og þú fékkst gott atlæti frá okkur öllum. Minningarnar sem standa upp úr frá þessum tíma eru um samverustundirnar okkar á Þingvöllum þar sem við dvöldum flestar helgar yfir sumartímann með ömmu þinni og afa. Þingvellir voru líka alltaf þinn uppáhalds staður þrátt fyrir að seinna hafir þú ferðast víða og heimsótt framandi lönd. Þú varst einkabarnið okkar til sjö ára aldurs en þá fæddist Auður og fimm árum síðar Stefanía. Systrum þínum unnir þú mjög og þær þér. Þeim fannst mikið til stóru systur sinnar koma og litu upp til þín. Það var heldur ekki að ástæðulausu því þú varst hæfileikarík og hafðir svo margt gott til brunns að bera. Við huggum okkur við það nú þeg- ar þú ert öll að þú náðir að lifa inni- haldsríku og skemmtilegu lífi lengst framan af. Þú varst flugfreyja og ferðaðist um heiminn, þú menntaðir þig sem kennari og sinntir því starfi af alúð, þú giftir þig og eignaðist fal- legt heimili, þú eignaðist augastein- inn þinn hana Heiðu, og þú áttir nán- ar og góðar vinkonur og vini. Fyrir rösklega áratug síðan bank- aði sjúkdómurinn upp á, og því miður reyndist hann ólæknandi í þínu til- viki. Þú fékkst þó alltaf góð tímabil á milli og þá nutum við þess að vera samvistum við þig. Minningarnar um þær samverustundir geymum við vel í hugum okkar. Það var glens og gaman þegar þú varst nálægt enda varstu glaðvær og mikill húmoristi. Allt var það þó á góðlátlegum nótum og ekki á neinn hallað, enda var það aldrei þinn stíll að gera grín að öðr- um. Þvert á móti varstu velviljuð fólki og hafðir samúð með þeim sem áttu á einhvern hátt undir högg að sækja. Það sýndi sig til dæmis í því hversu oft þú opnaðir heimili þitt og skaust skjólshúsi yfir aðra, þó að um vandalaust fólk væri að ræða. Þannig hafa margir notið góðmennsku þinn- ar. Við erum svo lánsöm að eiga hana Heiðu eftir þig, en hún hefur fengið það besta frá ykkur foreldrunum. Hún er vel gefin, falleg og góð stúlka, og vonandi veistu að við hlúum öll eins vel að henni og við getum. Ég bið góðan Guð um áframhald- andi styrk handa mér, Heiðu, dætr- um mínum tveimur og öðrum ætt- ingjum og vinum. Þó að lífið haldi áfram þá tekur það okkur tíma að venjast því eftir að þú hvarfst af braut og við eigum enn um sárt að binda. Faðir vor, þú sem ert á himnum. Helgist þitt nafn, til komi þitt ríki, verði þinn vilji, svo á jörðu sem á himni. Gef oss í dag vort daglegt brauð, og fyrirgef oss vorar skuldir, svo sem vér og fyrirgefum vorum skuldu- nautum. Eigi leið þú oss í freistni, heldur frelsa oss frá illu. Því að þitt er ríkið, mátturinn og dýrðin að eilífu. Amen. Blessuð sé minning þín og hafðu KRISTÍN MARÍA HAFSTEINSDÓTTIR ✝ Kristín MaríaHafsteinsdóttir fæddist í Reykjavík 23. júlí 1955. Hún lést á heimili sínu laugardaginn 30. apríl síðastliðinn og var jarðsungin í maí. þökk fyrir allt, Stína mín. Mamma. Við sjáum að dýrð á djúpið slær, þó degi sé tekið að halla. Það er eins og festingin færist nær, og faðmi jörðina alla. Svo djúp er þögnin við þína sæng, að þar heyrast englar tala, og einn þeirra blakar bleikum væng, svo brjóst þitt fái svala. Nú strýkur hann barm þinn blítt og hljótt, svo blaktir síðasti loginn. En svo kemur dagur og sumarnótt, og svanur á bláan voginn. (Davíð Stefánsson.) Elskulega vinkona, í dag hefði þú orðið 50 ára. Ég skrifa til þín nokkrar línur í tilefni dagsins og þakka þér fyrir það sem þú gerðir fyrir mig á sínum tíma. Þú mundir eftir því þeg- ar ég var að bíða eftir stórri aðgerð, þótt sjálf værir þú orðin mikið veik. Þú spjallaðir við mig, þú róaðir mig og við kvöddumst um leið og svæf- ingalæknirinn kom. Svo ætlaðir þú að koma í heimsókn, en því miður hafði þessi sjúkdómur sem þú varst með yfirhöndina. Alltaf varstu að reyna að rísa upp úr þessum sjúk- dómi, en þér hefur verið ætlað annað hlutverk hinum megin, veit ég vel að þú hefur hlotið góða heimkomu. En takk Krístín mín fyrir að hafa fengið að kynnast þér og hafa þig að vin- konu þennan stuttan tíma sem við áttum saman. Þú vildir allt til vinna til að geta lifað góðu lífi, talaðir mikið um hana Aðalheiði þína, þú varst stolt af henni, hvað henni gekk vel, enda átti hún ekki langt að sækja sína hæfileika. Þú hafðir mikla hæfi- leika, meðal annars þakka ég þér fyr- ir að hafa aðstoðað mig með mína les- blindu. Ég kveð þig, elskulega vinkona, minning um þig mun lifa í hjarta mínu um ókomin ár. Ég sendi Að- alheiði og fjölskyldunni allri samúð- arkveðju. Ólöf Jónsdóttir. ÚTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST Önnumst alla þætti útfararinnar Þegar andlát ber að höndum Arnór L. Pálsson framkvæmdastjóri Ísleifur Jónsson útfararstjóri Frímann Andrésson útfararþjónusta Svafar Magnússon útfararþjónusta Hugrún Jónsdóttir útfararþjónusta Guðmundur Baldvinsson útfararþjónusta Halldór Ólafsson útfararþjónusta Ellert Ingason útfararþjónusta Okkar ástkæra, MARGRÉT HJÁLMTÝSDÓTTIR, Sléttuvegi 17, Reykjavík, andaðist á Landspítala Landakoti 15. þ.m. Útför hennar hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Starfsfólki Landspítala háskólasjúkrahúss á deild- um B-2 og K-1 þökkum við ljúfa umönnun. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á líknarstofnanir. Erlendur Haraldsson, Margrét Jónsdóttir, Einar Þór Jónsson, Ásgeir Þór Jónsson. Hjartans þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa, langafa og langalangafa, SIGURJÓNS BJÖRNSSONAR fyrrverandi stöðvarstjóra Pósts og síma í Kópavogi. Aðstandendur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.