Morgunblaðið - 23.07.2005, Síða 39

Morgunblaðið - 23.07.2005, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. JÚLÍ 2005 39 MINNINGAR Þau mistök urðu er greinar birtust um Gest á útfarardegi hans 19. júlí síðastliðinn að sagt var að sumarið 1994 hefði hann kennt þeirra meina er drógu hann til dauða en þar átti að standa sumarið 2004. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum Kæri bróðir. Í dag ertu borinn til hinstu hvílu í kirkjugarðinum á Bíldudal, við hlið pabba eins og þú óskaðir, og ég kveð þig með miklum trega og söknuði. Fyrir 19 mánuðum greindist Finn- bogi bróðir með krabbamein, Ingi bróðir tveimur mánuðum seinna og þú síðan í apríl 2004, og nú eruð þið báðir farnir, þú og Finnbogi. Þvílíkt reiðarslag fyrir ykkur og fjölskyld- una, þrír bræður á 4 mánuðum, stundum er lífið óskiljanlegt og órétt- látt. Þú sem ætlaðir að flytja í bæinn frá Tálknafirði, þar sem þú hafðir bú- ið síðustu 2–3 ár eftir skilnað ykkar Guðrúnar, og hefja nýtt líf, gera svo mikið fyrir börnin þín og þig þegar þú værir kominn nær þeim. Þessir síðustu 15 mánuðir hafa verið mér dýrmætir og ógleymanleg- ir, að kynnast þér svo náið. Ég tók þá ákvörðun að fylgja þér frá þeim degi sem þú greindist og styðja þig í þess- ari miklu raun. Og þú varst svo dug- legur, svo bjartsýnn og ákveðinn í að þetta lagaðist, lagðir í margar að- gerðir, viss um að þetta lagaðist allt saman. Hugur þinn var alltaf hjá börnunum þínum, Elvari, Ásdísi og Arnari, að gera veikindi þín sem létt- ust fyrir þau, og hvað þú ljómaðir við að fylgjast með því sem þau voru að gera, þessum myndarlegu og vel gerðu börnum, sagðir þú. Sveitin heima var líka í huga þér fram á sein- asta dag, þú fylgdist með öllu því sem Jón, Ingi og Víðir voru að gera, og þú naust þess að rabba við þá og heyra um allt sem fram fór hjá þeim. Oft rifjuðum við upp hvernig var þegar við vorum að alast upp í Hvestu. Síðustu tvo veturna sem ég var heima áður en ég fór í skóla suð- ur, veturna sem við 5 systkinin áttum að sjá um verkin úti, meðan pabbi var að vinna á Bíldudal. Við áttum að mjólka, vatna og gefa fénu og kúnum. Þú, Kata, Dagur og Ragnar áttuð að hjálpa mér en þið lékuð ykkur bara að naglbítunum í fjósglugganum öll- um stundum, gáfuð þeim að borða, „míum og þíum“. Þetta sögðuð þið ykkar á milli og ég lagði mig ekki nið- ur við að skilja þetta mál, því verkin varð að vinna. Oft var ég reið því þeg- ar þið áttuð að hjálpa mér, þá var skipst á að segja „bíddu, við komum GESTUR BJARNASON ✝ Gestur Bjarna-son fæddist í Fremri-Hvestu í Arnarfirði 2. janúar 1962. Hann andaðist á líknardeildinni í Kópavogi 10. júlí síðastliðinn og var útför hans gerð frá Safnaðarheimilinu í Sandgerði 19. júlí. Minningarathöfn um Gest verður í kirkjunni á Bíldudal í dag og hefst hún klukkan 13.30. Jarðsett verður í Bíldudals- kirkjugarði. bráðum“ og tíminn leið. Ég hélt að ég væri aldeilis heppin að láta ykkur allavega sjá um að vatna í stampana hjá fénu, færa slöng- una á milli garða, en öðru nær, naglbítarnir þurftu að borða og þeir gengu fyrir. Kannski þið gæfuð ykkur tíma seint og um síðir að færa slönguna milli 2–3 stampa en einnig gerði ég það fyrir ykk- ur. Og hvað þið voruð dugleg og með mikið hugmyndaflug við að virkja lækinn og rafvæða fyrir hornabúið yfir sumarið og gera veg- ina fyrir bílana sem þið bjugguð til enda voruð þið mjög samrýnd. Eftir að leiðir okkar skildu, ég fór að búa og þú, höfðum við samt alltaf samband, en mest þó seinustu árin. En ég kynntist þér í raun og veru ekki fyrr en þú veiktist, því þú varst svo dulur og lokaður. Ég komst inn fyrir skelina á þér og það er mikil gæfa að hafa kynnst þér. Við spjöll- uðum mikið saman, trúðum hvort öðru fyrir mörgu sem við höfðum upplifað og reynt í gegnum árin, okk- ar drauma í lífinu. Þínir draumar rætast vonandi á betri stað, því þú varst orðin svo þreyttur og þráðir hvíld seinustu vikur. Gamansemin og spaugið eru ógleymanleg, öllum okk- ur systkinunum gafst þú nöfn, Jóni, sem þú kynntir sem bestu hjúkku sem fæðst hefur í vor, þegar þú varst fyrir vestan í Hvestu og varst svo veikur, Kitta sem kom á hverju kvöldi hingað í kvöldkaffi til okkar, það fannst þér vera mjög dýrmætt og þú stólaðir á, Sigríði sem eldaði ófáar máltíðir og bauð þér í mat eða kom til okkar og eldaði hér heima. Og oft varst þú hjá Víði frænda og Mæju í Grænhlíð. Allar stundirnar þegar systkinin komu í heimsókn til okkar þessa síðustu mánuði var mikið spaugað og rifjað upp það sem skeði þegar við vorum lítil, og seinni ár. Þú sagðir svo skemmtilega frá og mikið var hlegið og hvað þú varst fróður um margt, t.d. fugla landsins, þekktir þeirra staði á landinu, svona gæti ég lengi talið. En nú er komið að kveðjustund, elsku bróðir. Takk fyrir allar sam- verustundirnar sem verða mér ógleymanlegar og minning þín lifir í hjarta mér. Ég trúi því að pabbi og Finnbogi bróðir hafi tekið á móti þér og þér líði betur, þrautirnar farnar. Elsku Elvar, Ásdís, Arnar, Guð- rún, Linda og Ævar, megi guð styrkja og vernda ykkur í þessari miklu sorg. Að endingu þakka ég, fyrir mína hönd og Gests, hjúkrunar- fólki og læknum á Landspítalanum við Hringbraut og í Fossvogi, Karit- ashjúkrunarkonunum Ásdísi, Berg- lindi, Valgerði, Bergþóru og Hrund, fyrir frábæra og yndislega aðhlynn- ingu og hlýhug og einnig starfsfólki líknardeildarinnar í Kópavogi, Val- gerði lækni fyrir frábæra og yndis- lega aðhlynningu, bæði fyrir Gest og okkur fjölskylduna alla. Þú lifir í minningu okkar, elsku bróðir. Hvíl þú í friði. Þín systir Gestný. þeirra aftur á bak og áfram. Það var hrein unun að hlusta á yfirburða- þekkingu hans um allt það sem sneri að útgerð. Við stórfenglegar aðstæður á Hornströndum varð úrtak hinna sterku til. Jóhann var sannarlega fulltrúi hinna sterku sem tók þétt- ingsfast í erfiðar aðstæður. Um leið og hann óx til vits og ára skapaði hann hundruðum atvinnu á mestu umbrotatímum til nýsköpunar í at- vinnu Íslendinga. Slíkir menn eru fjársjóðir hverrar þjóðar. Ég er ein ótal margra sem votta Jóhanni einlæga virðingu með þakk- læti fyrir lærdómsrík, ógleymanleg og gefandi kynni. Guðrún Þórsdóttir. Kæri Jói, mig langar til að kveðja þig, kæri vinur, og þakka þér fyrir samveruna og allar skemmtilegu stundirnar sem við höfum átt saman. Mér finnst eins og það hafi gerst í gær þegar við Gréta og þú vorum í sumarbústaðnum á Hellnum á Snæ- fellsnesi með Kristjáni og Ingu og áttum þar yndislegar stundir, þar byrjuðum við að spila og höfum við stytt okkur margar stundirnar við það og haft gaman af. Það var líka gaman þegar við fórum niður í fjör- una og þú tíndir steinana sem voru svo mjúkir eftir öldurótið og þú sagð- ir að þetta væru lukkusteinar. Ég minnist þess einnig þegar við duttum fyrir utan Björnsbúð um miðjan vetur í hálkunni og þá var nú ekki annað en hlæja að öllu saman. Ég man hvað við ræddum oft um Ísa- fjörð, hvað það væri orðið fallegt og hvað þér þótti vænt um bæinn og fólkið sem býr þar og vorum við svo sannarlega sammála. Það var nú ekki leiðinlegt að ferðast með þér bæði innanlands og utan og ég man sérstaklega eftir ferðinni þegar ég ásamt Kristjáni, Ingu, Hansínu og Gunnari Jónasi sóttum þig til Austurríkis og keyrð- um saman þaðan til Frankfurt. Alltaf varstu glaður og kátur og líf- ið svo yndislegt að það var ekki hægt annað en smitast og fara í sama gír og mikið hlógum við saman. Ég vona nú, kæri Jói, að þú sért búinn að hitta hana Grétu þína sem þér var svo kær og að þið svífið sam- an í eilífðinni. Vertu svo kært kvaddur, þín vin- kona Herdís Björnsdóttir. Það tekst ekki nema að litlu leyti að lýsa Jóhanni Júlíussyni með orð- um. Menn þurftu að upplifa hann. Og það var vissulega skemmtilegt og lærdómsríkt að kynnast honum. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að kynnast honum fyrir hálfri öld. Hann var vinur foreldra minna, ætt- aður úr Sléttuhreppi eins og þau og á milli fólksins af þessum slóðum lágu afar sterkar taugar sem bundu það saman fyrir lífstíð. Jói var úr Fljótavík þar sem ein- angrun var enn meiri en víðast ann- ars staðar í þessu harðbýla héraði. Ungir menn og konur horfðu út á haf- ið og á fjöllin sem aðskildu þetta fólk frá öðrum byggðarlögum. Hvað skyldi ungi maðurinn, Jói Júl, hafa hugsað þegar hann horfði út á hafið úr Fljótavík ? Ég held og veit reynd- ar að hugur hans stefndi hátt. Hann var staðráðinn í því að láta drauma sína rætast. Og í huganum urðu til hugmyndir, margar góðar en aðrar trúlega fantasíur sem ekki var vert að tala mikið um. Hann var hugmynda- ríkur og fljótur að sjá tækifæri þar sem aðrir sáu ekki. Í minningargrein, sem ekki má vera of löng, er ekki tækifæri til að fara nákvæmlega út í lífshlaup Jóa Júl. En hefði hann fæðst í New York og alist upp í Wall Street, þá hefði heimurinn vissulega vitað af honum. En sem betur fór settist hann að á Ísafirði og það var þar sem samborg- arar hans nutu góðs af framtakssemi hans og áræði. Hann hafði einstakt lag á því að ræða við fólk og hefði þess vegna get- að orðið góður pólitíkus, og þegar kom að því að fá aðra til fylgis við hugmyndir sínar þá skorti ekki sann- færingarkraftinn. Þótt Jói Júl kæmi nálægt marg- víslegum verkefnum um ævina, varð útgerð og fiskvinnsla hans helsta áhugamál. Árið 1955 stofnaði hann með bróður sínum, Þórði og Jóni B. Jónssyni, skipstjóra, og eiginkonum hlutafélagið Gunnvöru. Með útsjónarsemi og dugnaði óx Gunnvör og dafnaði og með árunum varð félagið eitt öflugasta útgerðar- félag landsins og það eru engar ýkj- urað segja, að Gunnvör hafi gegnt lykilhlutverki í endurreisn og upp- byggingu atvinnulífs á Ísafirði. Þegar umsvif voru mest er óhætt að segja að félagið hafi verið í hópi tíu öflug- ustu útgerðar- og fiskvinnslufyrir- tækja á landinu og var það ekki síst fyrir áræði og framsýni Jóhanns Júl- íussonar. Ungi maðurinn úr Fljótavík hafði ásamt félögum sínum náð því takmarki að eignast afar öflugt fyr- irtæki sem veitti miklum fjölda fólks vinnu og öryggi í lífinu. Því vissulega var það lykilatriði að miðla af vel- gengninni út í samfélagið. Að sjá hjól- in snúast og horfa á fólkið og vélarnar vinna og vera í stöðugu sambandi við skipin sín á fiskimiðunum, það var það sem þessi öðlingsmaður, Jói Júl, lifði fyrir. Hann var maður fram- kvæmda og framfara og á Íslandi á þessum árum lágu möguleikarnir fyrst og fremst í sjávarútvegi. Hefði hann verið upp á sitt besta þegar hlutabréfamarkaðir og bankabrask hélt innreið sína á Íslandi, hefði hann verið áberandi á síðum dagblaða og tímarita. En lífið var ekki bara fiskur. Áhugamál Jóa Júl voru margvísleg. Hann lifði lífinu bráðlifandi og gat rætt við alla, um allt, hvenær sem var. Áhugi hans á þjóðmálum var mikill og ekki síst pólitík. Ég tel að hann hafi verið frjálslyndur sam- vinnu- og jafnaðarmaður sem elskaði einkaframtakið. Sem sagt sannur framsóknarmað- ur og það mun hann hafa verið alla tíð. Hann var líka höfðingi sem hafði gaman af að umgangast og ræða við aðra höfðingja. Og þar var ekkert verið að skafa utan af hlutunum, menn fengu að vita hvað hann vildi. Oft varð ég áheyrandi að samtölum Jóa og Steingríms Hermannssonar, fyrrverandi forsætisráðherra, sem var heimagangur hjá Jóa og hans góðu konu Margréti Leós, og oftar en ekki var Steingrímur í vörninni. Jói var í hópi þeirra sem nýttu sambönd sín til að koma góðu til leið- ar ef þess var nokkur kostur. Húmor Jóa var alþekktur en meiddi þó aldrei neinn. Hann sagði mér að þegar hann sem eldri maður var farinn að afgreiða í skóverslun fjölskyldunnar í Hafnarstræti á Ísa- firði, sér til gamans, hefði komið til sín kona og sagt sér að þegar hún hafi farið að skoða skóna, sem hún keypti deginum áður, hefði komið í ljós að báðir skórnir voru upp á sama fótinn. „Ég bauð henni bara afslátt“ sagði kappinn og hló ógurlega. Konan varð víst hálfvandræðaleg en skyldi þó húmorinn. Jói var með eindæmum frændræk- inn og mikill vinur vina sinna. Ég held að hann hafi ekki átt neina óvini í lífinu. Það þótti öllum vænt um hann sem kynntust honum og honum þótti vænt um aðra. Þannig var hann. En auðvitað hvessti oft í kringum hann, þegar þess þurfti með, og öllu óþol- inmóðari manni hef ég varla kynnst, því hann vildi oft vera búinn að fram- kvæma hugmyndirnar áður en hann hafði sagt nokkrum manni frá þeim. Það var oft gaman í návist hans þegar sá gállinn var á honum. Hugmyndir fæddust og þá var lýðræðið ekki látið flækjast fyrir. Nóg var nú pappírs- flóðið og fundafarganið. Það er margs að minnast. Það eru margir áratugir síðan Jói leitaði til mín til að vinna með sér og sínu fólki. Síðar treysti hann mér fyrir vanda- sömum verkefnum í fyrirtækjum fjöl- skyldnanna. Fyrir það er ég þakk- látur, það var ánægjulegt og gefandi samstarf sem ég hefði ekki viljað missa af. Að leiðarlokum kveðjum við Guð- rún og fjölskylda okkar Jóhann Júl- íusson með virðingu og þakklæti og sendum Kristjáni og Ingu, Leó og Eriku og Lóu og Birki og fjölskyldum þeirra hugheilar samúðarkveðjur við þessi kaflaskipti í lífi þeirra. Magnús Reynir Guðmundsson. Hann Jói Júl hefur kvatt okkur. Drengurinn úr Fljótavík sem á langri starfsævi markaði djúp spor í sam- félag okkar. Það er stundum sagt að menn fæðist með silfurskeið í munni eða að það sé mokað undir þá. Slíkt er án efa til, en þó er alveg ljóst að hann Jói fyllti ekki þann hóp. Sveitadrengurinn úr Sléttuhreppi sem kom úr stórum barnahópi hafði fátt annað veganesti með sér þegar hann flutti til Ísafjarðar en bjartsýn- ina og dugnaðinn, sem átti þó eftir að reynast honum drjúgt þegar á reyndi. Eins og margir ungir menn hóf hann ferilinn í þéttbýlinu með því að stunda sjóinn og var sjómaður um árabil. Þegar sjómennskuferlinum lauk var Jói enn á góðum aldri og stundaði um tíma vörubílaakstur og öku- kennslu. Upphaf ævintýris lífs hans var þó þegar hann hóf fiskvinnslu með bróður sínum, Þórði. Um það leyti var umsvifamikill fiskkaupandi í Grimsby í Bretlandi sem keypti ís- lenzkan fisk í miðri landhelgisdeilu okkar við Breta þrátt fyrir tilmæli þarlendra stjórnvalda um að snið- ganga viðskipti við Íslendinga. Nafn hans, Dawson, varð brátt á allra vörum á Íslandi. Þegar umsvif þeirra bræðra hófust, gengu þeir oft undir nafninu Dawson-bræður og varð það að teljast sæmdarheiti því Dawson var um þessar mundir hetja Íslend- inga fyrir að bjóða stjórnvöldum sín- um birginn. En þeir bræður áttu sjálfir eftir að sýna að dugnaður, atorka og áræði áttu eftir að bera árangur í lífsbarátt- unni. Þeir stofnuðu árið 1955 útgerð- arfélagið Gunnvöru ásamt þekktum skipstjóra, Jóni B. Jónssyni, og létu skipasmiðinn á Ísafirði, Marzellíus Bernharðsson, smíða fyrsta bátinn sem fékk nafnið Gunnvör. Jói gerðist útgerðarmaður bátsins og þar með var lagður grunnur að löngu og far- sælu ævistarfi. Um áratug síðar keypti Gunnvör sig inn í eitt af stærstu fiskvinnslufyrirtækjum landsins, Íshúsfélag Ísfirðinga og sat Jói í stjórn þess félags um árabil. Ég átti mikil samskipti við Jóa þegar hann var útgerðarmaður Gunnvarar og mér var þá ungum og óreyndum falið að byggja upp fyrir- tækið Sandfell hf. sem útvegsmenn og skipstjórar á Vestfjörðum höfðu stofnað. Jói sýndi starfsemi þessa fé- lags, sem stundaði innflutning á veið- arfærum og útgerðarvörum, bæði áhuga og velvild og lagði sitt af mörk- um til að efla starfsemi þess. Hann var viðskiptavinur eins og menn myndu helzt kjósa. Árið 1980 kom mikill kraftur í skreiðarverkun á landinu og þá lágu leiðir okkar Jóa enn saman er hann var kjörinn í stjórn Félags vest- firzkra skreiðarframleiðenda sem var sameiginlegt útflutningsfélag skreið- arframleiðenda á Vestfjörðum. Mér var falinn daglegur rekstur þessa fé- lags og áttum við Jói þá mikil og góð samskipti. Ætti ég að lýsa Jóa í stuttu máli væri það eitthvað á þann veg að hann var fastur fyrir þegar hann hafði myndað sér skoðun, en traustur og hreinskiptinn í öllum samskiptum. Þar á ofan hafði hann góða kímnigáfu og voru hnyttin tilsvör hans til þess fallin að skapa góðan anda í kringum hann. Mér fór því eins og öðrum sem áttu samleið með honum. Mér varð hlýtt til hans og lærði að meta hans góðu kosti. Eins og í atvinnulífinu var Jói gæfumaður í einkalífi sínu. Kona hans Margrét Leósdóttir frá Ísafirði var mikil mannkostakona og er ekki að efa að flestar ákvarðanir hefur hann borið áður undir konu sína og síðan framkvæmt með hennar bless- un. Margrét lézt um aldur fram og var að henni mikill söknuður. Þau eign- uðust saman synina Leó, sem búsett- ur er í Austurríki, og Kristján Guð- mund, sem hefur tekið upp merki föður síns og er einn af aðaleigendum Hraðfrystihússins Gunnvarar stærsta sjávarútvegsfyrirtækis á Vestfjörðum. Að leiðarlokum vil ég færa Jóa al- úðarþakkir fyrir traust og góð sam- skipti sem engan skugga bar á. Ég sendi aðstandendum hans samúðar- kveðjur og bið Guð að blessa minn- ingu góðs drengs. Ólafur Bjarni Halldórsson. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs sonar, bróður, mágs og frænda, SVEINS ÓMARS ELÍASSONAR, Miðtúni 48, Reykjavík. Alda Ármanna Sveinsdóttir, Jón Júlíus Elíasson, Kristín Þóra Harðardóttir, Margrét Elíasdóttir, Ólafur Sigtryggsson, Sigurður Þór Elíasson, Alda, Hörður, Arnaldur Ingi, Elías Kári, Andri Bergmann og Sigtryggur Sveinn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.