Morgunblaðið - 23.07.2005, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 23.07.2005, Qupperneq 40
40 LAUGARDAGUR 23. JÚLÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Ég kynntist Þór- unni Einarsdóttur þegar ég hóf störf sem framkvæmdar- stjóri Barnavinafélagsins Sumar- gjafar haustið 1975. Þá hafði hún hafið störf nokkrum mánuðum áður á skrifstofu Sumargjafar með starfsheitið umsjónarfóstra, sem var nýtt hér á landi, og lagði fyrstu drög að faglegri stoðdeild, sem fluttist síðar með skrifstofunni und- ir stjórnsýslu Reykjavíkurborgar. Það var ekki tilviljun að Þórunn var ráðin til þess starfs, en þá hafði hún verið forstöðukona í 25 ár, lengst í Hagaborg. Þá sat hún einn- ig í stjórn Sumargjafar, en þar hafði hún gegnt stjórnarstörfum í áratugi. Var það ómetanlegt fyrir mig að njóta stuðnings og leiðsagnar konu með þessa yfirsýn og þekkingu, þegar ég kom til starfa sem yf- irmaður stofnana, sem ég þekkti lít- ið til áður. Það bætti um betur að Þórunn hafði góða kímnigáfu og var fljót að sjá spaugilegar hliðar á vandamálunum þegar á þurfti að halda. Ráðagóð var hún enda vel gefin og hafði góða yfirsýn yfir það ÞÓRUNN EINARSDÓTTIR ✝ Þórunn Einars-dóttir fæddist í Vestdal á Seyðis- firði 20. janúar 1920. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut þriðju- daginn 12. júlí síð- astliðinn og var jarðsungin frá Dóm- kirkjunni 22. júlí. sem máli skiptir. Ég átti Þórunni allt gott að gjalda og á sam- starf okkar bar aldrei neinn skugga. Á þeim áratugum sem við störfuðum saman urðu stórfelld- ar breytingar í þjóð- félaginu. Þórunn var einn af frumkvöðlum umbyltingar, sem urðu á málum yngstu borgara Reykjavíkur á þeim tíma. Hún út- skrifaðist úr Uppeld- isskóla Sumargjafar árið 1948, þá 28 ára gömul, og vann af trú- mennsku sitt ævistarf í forystu leik- skólamála. Hún var vel gefin kona, stéttvís og trú sinni köllun, en barst ekki á og var aldrei áberandi. Hún var formaður Fósturfélags Íslands árin 1968-1972. Þá var hún skipuð í nefnd á vegum mennta- málaráðuneytisins, sem vann að stöðluðum teikningum að dagvist- arheimilum, sem varð hvatning fyr- ir sveitarfélög að nauðsynlegri upp- byggingu leikskólakerfis. Sjást ummerki starfa nefndarinnar í hús- næði víðsvegar um landið í dag. Það var ánægjulegt fyrir okkur gamla samstarfsmenn hennar að fá að hitta hana í samkvæmi, þegar við kvöddum skrifstofu okkar í Hafnarhúsinu nú í vor. Hún var hress og glöð í anda og sjálfri sér lík, en kraftarnir farnir að bila. Ég sendi ættingjum hennar sam- úðarkveðjur. Minningar um Þór- unni munu lifa. Bergur Felixson. Þórunn Einarsdóttir fóstra, köll- uð Tóta, var ein besta vinkona móð- ur minnar, Láru Gunnarsdóttur, sem einnig er fóstra. Tóta hefur því verið hluti af lífi mínu frá því ég man eftir mér. Og þegar slíkt fólk kveður, þá hverfur hluti af manns eigin lífi – og það er hvorutveggja sem við syrgjum. Það sem var, er ekki lengur. Það er órökvíst að verða hissa þegar aldurhnignir vin- ir og ættingjar deyja að löngum og góðum lífdögum loknum. Lífið hef- ur sinn gang og dauðinn sinn tíma og dugar skammt að fjargviðrast yfir því. Tóta var einmitt prýðisfyrir- mynd. Í starfi sínu og lífi var hún ekki þeirrar gerðar að rífa hár sitt og fjargviðrast, ef eitthvað fór úr- skeiðis. Hún var jafnlynd og róleg, þó hún væri ekki skaplaus. Hafði sínar skoðanir og reglur sem vörð- uðu veg hennar í lífinu. Að heim- sækja Tótu, hvort heldur var nú í Tjarnarborg þegar hún var þar for- stöðukona, í Hagaborg eða á Meist- aravellina, var á við andlega íhug- un. Friðsælt – rólegt – gott fyrir sálina. Það fannst mér líka sem barni og unglingi. Mér fannst hún Tóta svo falleg þegar ég var barn. Og það var hún líka; falleg, snyrti- leg og vel klædd. Það fylgdi henni allt til enda. Í áratugi starfaði hún við sitt fag. Þær tína nú óðum tölunni þessir frumherjar í leikskólastarfi á Ís- landi. Og ætti að vera búið fyrir löngu að næla í þær riddarakrossum og orðum í bak og fyrir. Þær fengu góða og gagnlega menntun, enda nutu þær bestu fáanlegrar kennslu þar sem úrvalsfólk þess tíma á sviði uppeldisfræði raðaðist í kennara- stöður við Fóstruskólann. Þær báru svo síðar hitann og þungann af því að koma á fót þessu kerfi; und- irstöðu leikskólans eins og við þekkjum hann nú. Og það veit ég að þessar gömlu fóstrur eru yf- irleitt ánægðar með starfið sem fer fram nú í leikskólum landsins, þar sem börn læra til dæmis enn ljóð og lög, sem væru löngu horfin í gleymsku, ef leikskólakennarar stæðu ekki á verðinum. Tóta, sem nú er kvödd, var frá- bær fulltrúi sinnar stéttar. Hún er kvödd af virðingu og með vænt- umþykju. Missir hennar mömmu er mikill, þær höfðu alltaf mikið sam- band. Á engan er hallað þó Gunnu Siggu, systurdóttur Tótu, sé sér- staklega þakkað fyrir einstaka um- hyggjusemi síðustu árin. Hún var Tótu í senn stuðningur og félagi, heimsótti hana daglega. og var sannkölluð hjálparhella eftir að heilsu Tótu fór verulega að hraka. Við mæðgur, Gunnar bróðir minn og afkomendur okkar, vottum henni og öðrum ættingjum alla samúð okkar. Guðrún Ægisdóttir. Tóta var alltaf svo góð við alla, konur og kalla. Nú er hún farin til himna, til mömmu sinnar og pabba, nú er hún engill og henni líður vel. Kær kveðja, Birna, Nikulás Torfi og Ísak Þráinn. HINSTA KVEÐJA Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, KRISTMUNDAR JÓHANNESSONAR bónda að Giljalandi, Haukadal, Dalasýslu. Sigríður Bjarnadóttir, Sigurbjörg Kristmundsdóttir, Pétur Guðsteinsson, Bjarni Kristmundsson, Áshildur Eygló Björnsdóttir, Hallur Kristmundsson, Aðalheiður Hanna Björnsdóttir, Jóhanna Gísladóttir, Fernand Lupion, afabörn og langafabarn. Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, JÓHÖNNU BÁRU GUÐMUNDSDÓTTUR, Reynimel 78, Reykjavík. Þorlákur Halldór Arnórsson, Bárður Guðmundsson, Ingibjörg Júlíusdóttir, Svanur Þorláksson, Þröstur Þorláksson, Gestur Þorláksson, Unnur Þorláksdóttir, Jón Anton Holm, barnabörn og barnabarnabörn. Hjartans þakkir færum við öllum þeim, sem sýndu okkur vinarhug og samúð þegar móðir okkar, LAUFEY ANDRÉSDÓTTIR, Fjóluhvammi 4, Hafnarfirði, veiktist og féll frá. Við þökkum starfsfólki heimahjúkrunar heilsu- gæslustöðvar á Sólvangi, krabbameinsdeildar Landspítala, heimahlynn- ingu Krabbameinsfélags Reykjavíkur og líknardeildarinnar á Landakoti umhyggju og hlýju. Sigurþór Aðalsteinsson, Gunnar Aðalsteinsson, Sigríður Helga Aðalsteinsdóttir. Móðir okkar, GUÐLAUG GÍSLADÓTTIR, fyrrum húsfreyja á Hnappavöllum í Öræfum, lést á hjúkrunardeild Heilbrigðisstofnunar Suð- austurlands laugardaginn 16. júlí sl. Útför hennar fer fram frá Hofskirkju í Öræfum þriðjudaginn 26. júlí og hefst athöfnin kl. 14.00. Ingunn Jónsdóttir, Guðrún Jóhanna Jónsdóttir, Gísli Sigurjón Jónsson, Kristbjörg Jónsdóttir. Þá hefur elskulegur tengdafaðir kvatt þetta líf saddur líf- daga. Okkar kynni stóðu í 40 ár. Ég kom 13 ára gömul í Ásgarðinn til að hitta Guðna son hans sem síðar varð eiginmaður minn Ég fann strax að við tengda- pabbi vorum andlega skyld. Aldrei urðum við ósátt þessi ár, sammála í pólitík og flestu öðru. Þegar hann flutti í Holtsbúðina, þar sem ég vann, varð ég mjög ánægð að geta verið nálægt honum og hugsað um hann. Honum leið vel þessi ár enda einstaklega ljúfur maður en hafði þó mikið skap sem hann kunni að fara vel með. Tengdapabbi veiktist rúmri viku áður en hann lést, að morgni 16. júlí. Ég hygg að hann hafi verið sáttur bæði við guð og menn. Ég er þakklát fyrir að hafa fengið að hugsa um hann þennan tíma, allt til enda. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Við Guðni og börnin okkar send- um starfsfólki Holtsbúðar innilegar þakklætiskveðjur fyrir hlýja og góða umönnun. Guð blessi ykkur. Ég kveð þig eins og ég gerði ávallt á kvöldin: Góða nótt, elsku Bjössi minn, sofðu rótt. Þín Snjólaug (Dódó). Elsku afi minn, takk fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum sam- an. Ég á margar góðar minningar úr Ásgarðinum sem ég mun ávallt geyma, bæði þegar við mamma bjuggum hjá þér um tíma og þessi ófáu skipti sem þú passaðir mig seinna meir. Það má svo sannarlega segja að þú hugsaðir alltaf vel um mig. Ég man þegar ég gisti hjá þér, þá hitaðir þú alltaf sængina mína á ofninum, komst með hana og vafðir henni utan um mig. Þú gættir þess vel að ég yrði ekki svöng enda var það fátt sem þú gast ekki matbúið; eftir að við mamma fluttum úr Ás- garðinum komum við örugglega oft- ar í mat til þín en við elduðum heima. Þegar við lögðum svo af stað heim vorum við birgðar upp af flatkökum og hálsbrjóstsykri svo við hefðum nú alltaf nóg. Það má með sanni segja að okkur leiddist aldrei saman í Ásgarðinum. Eins og ég gat eytt mörgum stund- um í að gramsa og skoða allt gamla BJÖRN FRIÐBJÖRNSSON ✝ Björn Frið-björnsson fædd- ist á Fáskrúðsfirði 5. júlí 1923. Hann lést á hjúkrunar- heimilinu Holtsbúð í Garðabæ laugar- daginn 16. júlí síð- astliðinn og fór út- för hans fram frá Garðakirkju 22. júlí. dótið uppi á háalofti og á meðan fann ég hvernig þú vaktaðir mig niðri svo ég dytti ekki í stiganum. Þú varst líka alltaf tilbú- inn að spila við mig enda fannst mér svo gaman hvað ég vann alltaf öll spil, þótti það ekkert grunsamlegt þá en seinna meir komst ég að því að það var engin tilviljun, þannig varst þú afi minn, vildir alltaf gleðja alla. Á sumrin dunduðum við okkur svo í garðinum, slógum gras- ið, klipptum trén og tíndum rabar- bara. Stundum gerðist það þó að fugl flaug á gluggann þinn og þá grófum við hann í garðinum og bjuggum til fallegt leiði úr trjágrein- um og blómum. Elsku afi minn, það var alltaf svo gott að vera hjá þér og mun ég ætíð láta minningarnar um þig fylgja mér, til æviloka. Þín dótturdóttir Guðlaug Birna. Elsku Bjössi minn, mig langar að kveðja þig með nokkrum orðum um leið og ég þakka þér fyrir allar góðu stundirnar sem ég og fjölskyldan áttum með þér. Það var alltaf gott að koma í Ásgarðinn til þín, svo hlýlegt og vinalegt, þú stjanaðir við okkur á alla lund, lagaðir kaffi og með því, eða bauðst okkur í mat. Og þegar við kvöddum var alltaf eitthvert nammi eða annað góðgæti í vösum okkar. Þannig varstu, Bjössi minn, ljúf- menni og góðmenni, sem hugsaðir um að gleðja aðra fyrst og fremst. Eftir að þú fluttir úr Ásgarðinum, fannst mér eitthvað vanta í lífið, að geta ekki skroppið í kaffisopa til afa Bjössa, eins og við kölluðum þig allt- af, hjálpað við að slá blettinn, dyttað að húsinu eða bara legið í sólbaði. Meðan heilsan leyfði, varstu alltaf eitthvað að dunda, ef ekki í garð- inum eða við húsið, þá að lesa eða bara að leggja kapal. Þannig mun ég ávallt minnast þín, Bjössi minn, hvíl í friði, góður guð veri með þér og fjölskyldu þinni allri. Þinn tengdasonur Diðrik Á. Ásgeirsson. Elsku afi, mér þykir svo leitt að eiga engan afa lengur og ég sakna þín mikið. En ég veit að þú ert á góð- um stað hjá Guði og líður vel núna. Það var alltaf gott að koma til þín, þú varst alltaf svo góður við mig. Þú áttir alltaf brjóstsykur í skúffunni þinni og þegar þú vannst nammi í bingói eða spilum vildir þú alltaf gefa mér það. Mér þykir leitt að Ás- geir, litli bróðir minn, fær ekki að kynnast þér en ég skal vera dugleg að segja honum frá því hvað þú varst góður afi og sýna honum myndir af þér. Elsku afi minn, við ætlum að biðja góðan Guð að passa þig. Þín barnabörn, Lilja Dögg og Ásgeir Elí. Morgunblaðið birtir minningar- greinar alla útgáfudagana. Skilafrestur Ef birta á minningar- grein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Ef út- för hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birt- ingardegi. Þar sem pláss er tak- markað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skila- frestur rennur út. Undirskrift Minningargreinahöf- undar eru beðnir að hafa skírnar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Minningar- greinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.