Morgunblaðið - 23.07.2005, Page 41

Morgunblaðið - 23.07.2005, Page 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. JÚLÍ 2005 41 MINNINGAR Raðauglýsingar 569 1100 Atvinnuauglýsingar  á Grenivík. Verður að hafa bíl til umráða Upplýsingar gefur Ólöf Engilberts- dóttir í síma 569 1376.  Upplýsingar í síma 569 1122 í afleysingar í Fossvog og smáíbúða- hverfi einnig í Haga- og Melahverfi. Nauðungarsala Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir: Hverfisgata 34, (207-6430), Hafnarfirði, þingl. eig. Ásmundur Þórðar- son og Harpa Þórðardóttir, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Lánasjóður íslenskra námsmanna, miðvikudaginn 27. júlí 2005 kl. 10:30. Miðhraun 22, 2106, (224-7223), Hafnarfirði, þingl. eig. Eignin ehf., gerðarbeiðendur Garðabær og sýslumaðurinn í Hafnarfirði, miðviku- daginn 27. júlí 2005 kl. 11:00. Óseyrarbraut 3, (207-8496), Hafnarfirði, þingl. eig. Dánarbú Péturs Auðunssonar, gerðarbeiðendur Íslandsbanki hf. og Tryggingamið- stöðin hf., miðvikudaginn 27. júlí 2005 kl. 13:00. Þrastanes 22, (207-2601), Garðabæ, þingl. eig. Ragnhildur Kristjáns- dóttir, Margrét Rós Jóhannesdóttir og Ægir Oddgeirsson, gerðarbeið- andi Íbúðalánasjóður, miðvikudaginn 27. júlí 2005 kl. 11:30. Sýslumaðurinn í Hafnarfirði, 22. júlí 2005. Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á skrif- stofu embættisins í Bæjarhrauni 18, Hafnarfirði, sem hér segir: M.b. Arnarborg, skipanr. 7324376, þingl. eig. SKAGA ltd, gerðarbeið- andi Hafnarfjarðarhöfn, miðvikudaginn 27. júlí 2005 kl. 10:00. Sýslumaðurinn í Hafnarfirði, 22. júlí 2005. Tilkynningar Gvendur dúllari Opið í dag frá kl. 11-16. Gvendur dúllari - alltaf góður hvar sem er, Hvaleyrarbraut 35, Hafnarfirði, sími 511 1925. Félagslíf 24.7. Kálfstindar. Brottför frá BSÍ kl. 10:30. V. 2.900/3.400 kr. Fararstj. Martin Guðmundsson 28.—31.7. Sveinstindur - Skælingar. Brottför frá BSÍ kl. 08:30. Verð 23.400/27.300 kr. Fararstj. Ingibjörg Eiríksdóttir. 28.—31.7. Strútsstígur. Brottför frá BSÍ kl. 08:30. Verð 21.700/25.600 kr. Vikulegar ferðir í sumar um Sveinstind — Skælinga og Strútsstíg. www.utivist.is Fréttir á SMS Nú ert þú farin, elsku amma mín, og ég kveð þig með söknuði og gleði fyrir þína hönd því núna ert þú komin til þeirra sem þú saknaðir mest. Það er margs að minnast frá okkar samverustundum en allar okkar stundir einkenndust af mikilli gleði. Þegar ég var yngri og kom í heimsókn til þín á Sviðningi sátum við oft við eldhúsborðið á kvöldið og þú sagðir mér sögur af atburðum og mannlífinu í sveitinni, þó helst frá þeim tíma þegar byggð var í Kálfs- hamarsvík. Þú hafðir gaman af því að segja þessar sögur og ég naut þess að hlusta en ég fann að þú sakn- aðir þessa tíma, þegar sveitin iðaði af mannlífi. Þú bjóst lengi ein úti á Sviðningi, ég skildi þig svo vel, Strandafjöllinn föðmuðu þig á hverj- um morgni og kvöldsólin í öllum sín- um fagra skrúða bauð þér góða nótt, náttúran var þinn félagsskapur í allri sinni dýrð. Ást mína á Skaganum hef ég líklega erft frá þér. Eitt sinn hafði ég sagt við þig að þegar ég yrði stór FANNEY HALLDÓRSDÓTTIR ✝ Fanney Hall-dórsdóttir fædd- ist á Tjarnarlandi á Skaga 3. mars 1917. Hún lést á Sjúkra- húsinu á Blönduósi 21. júní síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Hofskirkju í Skagabyggð 1. júlí. ætlaði ég að verða skipstjóri og sigla um öll heimsins höf. Eftir þessu mundir þú alltaf og varst alltaf dugleg að minna mig á þetta. Þú hafðir mikið álit á sjómönnum og mikinn skilning á högum þeirra. Stuttu eftir að Friðgeir langafi dó fóru kveðjustundirnar okkar að verða lengri, þú kvaddir alltaf eins og við sæjumst aldrei aftur. Í þínum huga varst þú búin að skila þínu og vildir fara að hverfa til horfinna ástvina. Núna, nærri tuttugu árum seinna, fékkst þú ósk þína uppfyllta líkt og eftir erfiðan og góðan dag og ég býst við að þú hafir skilið við sátt við Guð og menn. Þegar ég lít til baka er mér efst í huga þakklæti fyrir allan þann tíma og þá umhyggju sem þú gafst mér og fjölskyldu minni. Þú snertir líf okkar allra og kenndir okkur svo margt. Ég mun ætíð sakna þín, þú varst mér mikill vinur. Að lokum vil ég kveðja þig með vísu sem þú samdir fyrir mig og er mér afskaplega kær: Ég sjómönnum blessunar bið, að bátana og skipin verji grandi. Gæfan þeim fylgi á fengsæl mið og færi þá heila að landi. Takk fyrir allt og allt. Viggó Maríasson. Morgunblaðið birtir minningargreinar alla útgáfudagana. Skil Minningargreinar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is (smellt á reitinn Morgunblaðið í fliparöndinni – þá birtist valkosturinn „Senda inn minningar/afmæli“ ásamt frekari upplýsingum). Skilafrestur Ef birta á minningargrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins til- tekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skila- frestur rennur út. Lengd Minningargreinar séu ekki lengri en 2.000 slög (stafir með bilum - mælt í Tools/Word Count). Ekki er unnt að senda lengri grein. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og votta þeim sem kvaddur er virðingu sína án þess að það sé gert með langri grein. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Formáli Minningargreinum fylgir formáli, sem nánustu aðstandendur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, fæddist, hvar og hvenær hann lést, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin fer fram og klukkan hvað athöfnin hefst. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minn- ingargreinunum. Minningargreinar Mig langar að minn- ast Ólafs eða Óla frænda eins og hann var oftast kallaður í minni fjöl- skyldu. Óli var stór hluti af fjölskyld- unni og var duglegur við að fara með mig og okkur bræðurna í bíltúr og man ég eftir mörgum góðum ferðum upp í Kaldársel og Hvaleyrarvatn þar sem við á sumrin veiddum eða á veturna fórum á skauta. Einnig var Óli sá fyrsti sem leyfði mér að keyra bíl. Ég man líka eftir nokkrum góð- um veiðiferðum í Kleifarvatni og alltaf var Óli með nesti meðferðis og man ég sérstaklega eftir skonsum með mysuosti og heitu kakói. Óli var afar handlaginn og bjó til margt fal- legra muna. Um tíma bjuggum við í Lækjarkinn í íbúðinni hans Óla og þökkum við það. Með góðar minn- ingar um góðan mann kveð ég Óla frænda og þakka fyrir að hafa fengið að kynnast honum. Ólafur Sveinn Traustason. Með nokkrum orðum langar mig að minnast Óla móðurbróður míns sem lést á Hrafnistu, Hafnarfirði, 12. júlí síðastliðinn. Frá því ég man eftir mér var Óli alltaf ánægjulegur partur af tilver- unni. Það besta þótti mér, eigingirni mín; að hann bjó einn og kom því einn á bílnum sínum og tók okkur fjölskylduna með í bíltúr. Enginn bíll var til á mínu heimili og því var þetta með bestu tilbreytingum sem þá gerðust. Oftar en ekki lá leiðin út fyrir bæinn og þessir bíltúrar voru svo ómissandi að eitt sinn þegar ég var að lesa undir próf og Óli birtist heima þá gat ég ekki sleppt bíltúrn- um og tók því bækurnar með. Óli fylgdist vel með öllum ættingjum sínum og þar með talið okkur systk- inabörnunum. Hann vildi vita hvern- ig öllum farnaðist og hjálpsamari mann en Óla var erfitt að finna. Þeg- ar ég var að hugsa um að kaupa fyrsta bílinn minn var það Óli sem ÓLAFUR ÓLAFSSON ✝ Ólafur Ólafssonfæddist á Syðra- Velli í Gaulverja- bæjarhreppi 30. október 1917. Hann lést á dvalarheim- ilinu Hrafnistu í Hafnarfirði 12. júlí síðastliðinn og var jarðsunginn frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði 19. júlí. hjálpaði mér við það. Hann kom og sagðist vera búinn að finna bíl handa mér og honum fylgdu vetrardekk á felgum. Þetta var VW- bjalla mjög fínn og vel með farinn. Ekki nóg með það heldur lánaði Óli mér fyrir útborgun og þegar ég kom að borga honum loka- greiðsuna þá var hann búinn að baka jóla- köku. Óli gat nefnilega gert allt. Hann var með eindæmum handlaginn, gat saumað og smíðað hvað sem var. Eitt sinn vantaði mig lok á stóran pott. Óli vann þá hjá Rafha, og ekki leið á löngu þar til hann kom með lok á pottinn sem hann hafði smíðað. Óli kom alltaf fljótt ef eitthvert okkar systkina keypti nýja íbúð, það var gott að fá hann til að taka út eignina. Fyrir þrettán árum fórum við fjöl- skyldan í þriggja vikna ferðalag. Óli vildi vita hvað ætti að gera við kött- inn, það var óráðið þá, en hann vildi endilega fá að hafa kisu, sama þótt við segðum honum að það yrði bind- andi fyrir hann og e.t.v. erfitt að halda henni inni. Kisa var ekki mjög samvinnuþýð við Óla þennan tíma. Hún vildi sem minnst af honum vita, enda ekki mannblendinn köttur. Hún slapp út einu sinni og fór upp í tré en ein- hvern veginn tókst Óla að lokka hana inn aftur. Þá smíðaði hann pall undir glugga, en glugginn var hátt uppi á veggnum og þar undi kisa sér í friði. Svona fann Óli alltaf lausn á öllum málum. Óli var duglegur við að rækta tengslin við fjölskylduna. Á hverju sumri og þegar færð var góð fór hann í leiðangur á bílnum sínum austur yfir fjall að heimsækja þau systkin og frændsystkin sín sem þar búa. Þessu hætti hann því miður of snemma sökum veikinda en nú getur Óli ferðast á auðveldan hátt á ný á nýja staðnum. Við fjölskyldan minnumst Óla með þakklæti. Blessuð sé minning hans. Guðlaug Pálsdóttir. Við andlát móðurbróður míns, Ólafs Ólafssonar, sem lést 12. júlí síðastliðinn og var jarðsunginn frá Víðistaðakirkju 19. júlí, koma upp í hugann margar góðar minningar. Hann var tíður gestur á heimili syst- ur sinnar, Guðrúnar, í Reykjavík og kom gjarnan á hátíðisdögum og tók í spil með okkur krökkunum og pabba. Var oftast spilaður marías eða manni. Það var tilhlökkunarefni ungum dreng í sveit hjá afa og ömmu á Syðra-Velli þegar von var á Óla heim í sumarfrí. Það var alltaf skemmti- legt að fá heimsókn í sveitina, en það var alltaf eitthvað sérstakt við heim- sóknir Óla. Nýja ýsan úr Hafnarfirði var vel þegin hjá þeim fullorðnu, enda var nýmetið ekki við höndina í sveit í þá daga. Hann var alltaf með eitthvað spennandi í töskunni. Hann vann við skósmíði á þeim tíma og hafði ég eitt sinn beðið hann að út- vega mér eitt af þessum stóru tvinnakeflum sem falla til á skóverk- stæðum. Úr tvinnakeflinu, teygju, sneið af kertavaxi og spýtustubb var smíðaður vel tenntur traktor sem fór leikandi létt yfir hinar mestu ófær- ur. Liðlega tvítugur að aldri varð Ólafur fyrir því óláni að veikjast og lá hann rúmfastur heima um langa hríð. Hann hresstist þó fljótt eftir spítaladvöl í Reykjavík og hvíld um sumarið og náði hann sér að fullu. Þann tíma dvaldi hann á heimili okk- ar og svaf í flatsæng á stofugólfinu undir súðinni. Hann fór daglega í gönguferð með systurdóttur sína, Margréti, sem var á kerrualdri. Þær eru næstum óteljandi ferð- irnar, sem Óli bauð okkur í um ná- grenni höfuðborgarsvæðisins, stundum bara í sólbað upp í Heið- mörk með kaffi og meðlæti eða á æskuslóðir hans að Syðra-Velli. Reyndar drakk hann aldrei kaffi, en fékk sér alltaf soðið vatn með mjólk. Hann var ekki margmáll maður en lá ekki á skoðunum sínum og sagði það sem hann vildi segja í fáum og stundum meitluðum setningum, jafnvel vísum, enda hagmæltur eins og öll systkini hans. Óli var ekki mik- ið fyrir að keyra bíl lengi í einu og lét hann mig fljótlega taka við stýrinu þegar ég var með í för. Hann sagði aldrei styggðaryrði við nokkurn mann. Jafnvel ekki við mig þegar ég, ungur bílstjóri, ætlaði að renna í hlað með stæl og stoppa hárná- kvæmt við hlöðuhurðina á Syðra- Velli, en lenti á hurðinni og beyglaði stuðarann á bílnum hans, Volkswag- en bjöllu, sem hann hafði fest kaup á ekki alls fyrir löngu. Daginn sem Ólafur var jarðsung- inn var heiðríkja og hiti; veður, sem honum líkaði vel. Við kveðjum Óla með þakklæti í huga fyrir allar ánægjulegu sam- verustundirnar og stuðninginn, sem hann var ávallt reiðubúinn að veita okkur. Guð blessi minningu hans. Guðmundur Pálsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.