Morgunblaðið - 07.08.2005, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 07.08.2005, Blaðsíða 6
6 SUNNUDAGUR 7. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ÍS LE N SK A AU GL †S IN GA ST OF AN /S IA .I S L YF 2 84 55 06 /2 00 5 www.lyfja.is - Lifið heil EINU SINNI Á DAG Í EINA VIKU DREPUR FÓTSVEPPINN. Lamisil gel FÆST ÁN LYFSEÐILS Garðatorgi - Grindavík - Keflavík - Kringlunni - Lágmúla - Laugavegi - Setbergi - Smáralind - Smáratorgi - Spönginni - Egilsstöðum - Höfn - Fáskrúðsfirði - Seyðisfirði - Neskaupstað - Eskifirði - Reyðarfirði - Ísafirði - Bolungarvík - Patreksfirði - Borgarnesi - Grundarfirði - Stykkishólmi - Búðardal - Húsavík - Kópaskeri - Raufarhöfn - Þórshöfn - Sauðárkróki - Blönduósi - Hvammstanga - Skagaströnd Lamisil er borið á einu sinni á dag í eina viku. Hreinsið og þurrkið sýkt svæði vel áður en borið er á. Bera skal Lamisil á í þunnu lagi á sýkta húð þannig að það þeki allt sýkta svæðið. Lamisil er milt og veldur mjög sjaldan húðertingu. Lamisil inniheldur terbinafin sem er sveppadrepandi (fungisid) efni og vinnur á sveppasýkingum í húð af völdum húðsveppa, gersveppa og litbrigðamyglu (“lifrarbrúnir blettir”). Lamisil á ekki að nota gegn sveppa- sýkingum í hársverði, skeggi eða nöglum nema samkvæmt læknisráði. Það má ekki nota ef þekkt er ofnæmi fyrir terbinafini eða öðrum innihaldsefnum í Lamisil. Geymist þar sem börn hvorki ná til né sjá. Lesið vandlega leiðbeiningarseðil sem fylgir hverri pakkningu. verið 1–1½ metri en það sem raunverulega skýri mismuninn sé að árið 1904 hafi Hvanna- dalshnúkur einfaldlega verið hærri þar sem snjóhettan á honum var þykkari. „Um leið og það fer að snjóa meira að vetri til og sumrin verða ekki eins hlý á ég von á því að hann fari að hlaða aftur upp á sig,“ sagði Þórarinn. Hæð Hvannadalshnúks sveiflast því eftir úr- komu og snjóbráð. Það liggur því beint við að spyrja Þórarin hvað hafi rekið Landmælingar til að mæla tindinn upp á nýtt og ógilda gömlu hæðarmælinguna ef ljóst má vera að hæð tindsins verður líklega ekki sú sama eftir nokkur ár. Raunar verður hann væntanlega þegar orðinn hærri í febrúar. Þórarinn sagði ástæðuna tvíþætta, annars vegar ábendingu Jöklarannsóknafélagsins „sem við gátum ekki bara lokað augunum fyrir“ enda bæru Land- LÆKKUN Hvannadalshnúks um níu metra, í 2.110 metra samkvæmt nýjustu mælingum, er að mestu leyti vegna þess að snjóhettan á tindinum er þynnri en árið 1904 þegar hann mældist 2.119 metrar, að mati Þórarins Sigurðssonar, forstöðu- manns mælingasviðs Landmælinga Ís- lands. Væntanlega muni tindurinn hækka á ný ef snjókoma á jöklinum eykst á nýjan leik. Talan 2.119 metrar er greypt í vitund margra Íslendinga enda hefur í eitt hundrað ár verið talið að sú væri hæð Hvannadalshnúks, hæsta fjalls Íslands. Þessi hæðarmæling var gerð af danska liðsforingjanum Johan Peter Koch og að- stoðarmönnum hans árið 1904. Til að ákvarða hæð tindsins notuðust Danirnir við þríhyrningamælingar og voru vinnu- brögðin svo vönduð að ekki hefur þótt ástæða til að hrófla við niðurstöðu þeirra í rúmlega eina öld. Árið 1955 voru Danir aftur á ferðinni og notuð þríhyrningamælingu sem byggðist á öðru mælikerfi og mældu tindinn þá 2.123 m. Sú tala er þó lítt þekkt og náði ekki fótfestu á landakortum. Mælingar sem voru gerðar vorið 1993, á vegum Raunvísindastofnunar Háskóla Íslands og Jöklarannsóknarfélags Íslands, komu mörgum óþægilega á óvart en þá fékkst talan 2.111 metrar. Óvissan í mælingunni, sem var gerð með svonefndri DGPS- tækni, var á hinn bóginn talsverð eða um fimm metrar. Í júní í fyrra, 100 árum frá fyrstu mælingunni, mældu félagar í Jökla- rannsóknarfélaginu hæðina á nýjan leik og var niðurstaða þeirra aftur 2.111 metrar. Í kjölfarið ákváðu Landmælingar Íslands að mæla hæðina með enn nákvæmari mælitækj- um. 700.000 mælingar Hinn 27. júlí sl. var gps-móttakara komið fyrir á tindinum og til samanburðar voru þrír aðrir settir á þekkta mælingarstaði á jafn- sléttu. Móttakarinn tók við hæðarmælingum á 15 sekúndna fresti og þegar skráningu lauk eftir rúmlega tvo sólarhringa hafði hann því safnað um 700.000 mælingum. Þau gögn voru síðan keyrð í gegnum hugbúnað Landmælinga með fyrrnefndri niðurstöðu, þ.e. hæð Hvanna- dalshnúks er 2.110 metrar. Sú tala verður framvegis á landakortum Landmælinga. Að sögn Þórarins Sigurðssonar eru skekkj- umörkin í mælingunni líklega um 20 senti- metrar. Skekkjan er tilkomin vegna þess að gps-tæki notast við svonefnt WGS 84-kerfi. Hæðarmælingar í því kerfi miðast við punkt sem bandaríski herinn ákvarðaði þegar kerfið var búið til en Þórarinn segir að vegna að- stæðna hér á landi sé hæðakerfið á Íslandi miðað við meðalsjávarhæð. Þegar gögn séu færð á milli sé hætta á skekkju, þó ekki mikilli og varla meiri en nokkrum desisentimetrum. Ekki hægt að loka augunum Þórarinn hefur mikið álit á dönsku mælinga- mönnunum sem mældu tindinn árið 1904 og segir að mismuninn á þeirra mælingu og nýju mælingunni sé alls ekki hægt að skýra með ónákvæmum vinnubrögðum Dananna. Skekkj- umörkin í mælingum þeirra hafi hugsanlega mælingar ábyrgð á að tölur á kortum væru réttar og að í fyrrasumar hefðu verið liðin hundrað ár frá fyrstu mælingunni. Aðspurður sagði hann að það hefði í sjálfu sér ekkert hag- nýtt gildi að vita hæð tindsins upp á hár, nema þá helst fyrir jöklarannsóknarmenn sem fylgd- ust grannt með hopun jökla. Kostnaður rúmlega milljón Í tilkynningu frá Landmælingum frá því í fyrradag segir að til standi að mæla hæð tinds- ins á tíu ára fresti en Þórarinn sagði að enn hefði ekki farið fram nein alvarleg umræða um hversu oft ætti að gera breytingar á uppgef- inni hæð tindsins. Þórarinn var þá spurður hvort ástæða þætti til að setja nýju töluna á kort, í ljósi flöktandi hæðar og að mælingin frá 1955, þegar hæðin var mæld 2.123 metrar, rat- aði ekki inn á kort. „Já, við sjáum ástæðu til þess. En það er í sjálfu sér ekkert sem kallar á að þetta breytist nema að hæðarmælingin er nú réttari. Síðan er það ákvörðun stjórnenda á hverjum tíma að ákveða hversu oft eigi að geri nýjar mælingar. Að breyta hæðinni einu sinni á öld ætti nú ekki að græta neinn,“ sagði hann. Samkvæmt upplýsingum frá Landmæling- um Íslands var kostnaður við nýju hæðarmæl- inguna rúmlega ein milljón króna. Þyrla Land- helgisgæslunnar flutti tækin til og frá tindinum og var flugið einnig nýtt til að aðgæta endurvarpssendi á Rótarfjallshnúki og koma fyrir mælipunkti á barmi öskju Öræfajökuls. Aðspurður sagði Þórarinn að ekki stæði til að hrófla við hæð fleiri íslenskra fjalla. Hekla verður því áfram 1.491 metri, Snæfellsjökull 1.446 metrar og Herðubreið 1.682. Að minnsta kosti um sinn. Framkvæmdastjóri hjá Landmælingum segir að lækkun Hvannadalshnúks sé einkum vegna bráðnunar en ekki skekkju í 101 árs gömlum mælingum dansks liðsforingja og manna hans Hæðarbreyting á 100 ára fresti ætti engan að græta Nútímalegri tækni var notuð þegar hæð Hvannadalshnúks var mæld í í lok júlí. Á einni öld hafa skekkjumörk minnkað úr 1-1½ metra í um 20 sentimetra. Ljósmynd/Landmælingar Íslands Danskir landmælingamenn að störfum á Íslandi í upphafi aldarinnar. Þeir mældu vegalengdir og hæðir með þríhyrningamælum og voru háðir því að sjá á milli mælingapunktanna. ÞÓ að Hvannadalshnúkur hafi nú mælst 2.110 metrar yfir sjávarmáli, níu metrum lægri en hann var árið 1904, heldur hann sæti sínu sem annar hæsti tindur Norðurlanda. Það munar þó ekki miklu og hefði mælingin verið gerð fyrir tveimur árum hefði sænska Sydtoppen á Kebnekaise tekist að stela öðru sætinu. Þeim sem hafa áhuga á íslenskum fjöllum er að sjálfsögðu annt um hæð þeirra og það er öruggt mál að margir yrðu ekki par sáttir ef það kæmi í ljós að Svíar ættu hærri tind en Ís- lendingar. Tilhugsunin um slíkt hefur raunar valdið sumum íslenskum fjallamönnum tal- verðu hugarvíli. Það sem varð Hvannadalshnúki til happs var að í ágúst 2003 voru kynntar nýjar mælingar sem leiddu í ljós að sænska fjallið er 2.104 metrar en ekki 2.111–2.118 metrar eins og eldri mælingar höfðu gefið til kynna. Ef ný mæling hefði ekki verið gerð hefði Hvannadalshnúkur því verið talinn lægri en Sydtoppen. Úr því varð þó ekki og er hnúkurinn enn hærri en sænski keppinauturinn svo munar sex metrum. Norðmenn státa á hinn bóginn af hæsta fjalli Norðurlanda því norski Galdhøpiggen teygir sig upp í 2.469 metra og því eru litlar líkur á að hnúknum takist að ná fyrsta sætinu, jafnvel þó að leiðangur yrði gerður til að mæla Galdhøpiggen upp á nýtt. Hæsta fjall Finna er Halti, 1.328 metrar, í Færeyjum er Slættartindur hæstur, 882 metrar, og lestina rek- ur Danmörk en þar í landi rís land hvergi hærra en í 173 metra í Yding Skovhø. Himmelbjerget (147 metrar) er því ekki hæsti punktur Danmerkur eins og margir halda en það er þó samt sem áður glæsi- legasta „fjall“ Danmerkur, að flestra mati. Þar sem Grænland er í annarri heimsálfu er Gunnbjörnsfjall (3.694 metrar) ekki talið með. 2.110 eða 2.119? Skiptir það máli? Hvannadals- hnúkur heldur öðru sætinu Morgunblaðið/Jónas Erlendsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.