Morgunblaðið - 07.08.2005, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 07.08.2005, Blaðsíða 11
um (félagsskap lesbía), Félag samkynhneigðra og tvíkynhneigðra stúdenta, MSC – félagsskap homma sem hafa leður-, gúmmí-, einkennis- og gallaföt í hávegum, og Jákvæða hópinn, sem er félagsskapur homma sem greinst hafa með HIV-veiruna. Innan þessara hópa starfa svo aðrir hópar sem eru virkir í hátíðahöldunum, líkt og Unglið- arnir, sem er félagsskapur homma, lesbía og tví- kynhneigðra á aldrinum 14–20 ára. Erlingur, sem hefur verið virkur í þeirra starfi, segir há- tíðahöldin og Gay Pride-gönguna skipta miklu máli þegar kemur að því að ungt samkynhneigt fólk komi út úr skápnum með kynhneigð sína. „Ég er búinn að fylgjast með þessari göngu frá upphafi en fór ekki sjálfur í hana fyrr en árið 2002. Gangan skipti miklu máli fyrir mig í því sambandi því þessi sýnileiki er svo mikilvægur. Meðan maður er enn inni í skápnum skiptir miklu að sjá annað fólk sem er stolt af því sem það er. Það auðveldar manni að koma fram og taka þátt.“ Erlingur segir þetta endurspeglast í starfi ungliðanna. „Í fyrra vorum við ekki nema sex í ungliðahópnum en núna erum við orðin 50. Strax eftir gönguna í fyrra bættist mikið af nýju fólki við og gerði það í langan tíma á eftir. Mér finnst það segja svolítið mikið.“ Heimir tekur undir þetta. „Unga fólkið fær ákveðið skjól í þessum massa í göngunni sem er eitthvað allt annað en við Kata upplifðum á sín- um tíma, þegar við þurftum að gera lúsaleit til að finna aðra samkynhneigða.“ Katrín brosir. „Maður þurfti að leggja sig verulega fram og taka meðvitaða ákvörðun um að drífa sig,“ segir hún en í dagskrárriti Hinsegin daga í ár má lesa frásögn hennar af því hvernig hún vorið 1987 sótti bíósýningu á vegum Samtakanna ’78: „Ég gat þá skýlt mér bak við óstjórnlegan kúltúral áhuga og þurfti ekki endilega að vera lesbía til að vera á þessum stað. Ég meina, ég sem var bú- in að horfa á skrýtnar bíómyndir árum saman í Fjalakettinum …“ segir hún í greininni. „Þetta kvöld braut ég ísinn og það gerði mér kleift að koma á gay ball sem var haldið stuttu seinna, og hægt og sígandi kynntist ég öðrum lesbíum og sigraðist á einangrun minni sem samkynhneigð manneskja.“ Í dag er málið ekki eins flókið, eða hvað? „Nei,“ svarar Heimir. „Á þessum ákveðna degi gengur þú einfaldlega niður í bæ og hittir þús- undir annarra samkynhneigðra.“ Katrín segir líka mikils virði hversu margir aðrir en samkyn- hneigðir taka þátt í göngunni og sýna þannig stuðning sinn. „Það er mikið af fjölskyldumeð- limum, vinum og ættingjum og það er æðislegt,“ segir hún með áherslu. „Það er það sem skapar svolitla sérstöðu á Íslandi og mikil breyting frá því sem var þegar maður sýndi stuðning sinn best með því að þegja um það að viðkomandi væri samkynhneigður.“ Heimir tekur undir þetta. „Öll þessi barátta hefur skilað því að þetta er ekki lengur sama feimnismál og það var áður innan fjölskyldunnar. Sem er eins gott því það má ganga að því sem vísu að það sé samkyn- hneigður einstaklingur í nánast hverri einustu fjölskyldu.“ „Alltaf talin einræn“ Þau kvarta heldur ekki yfir þátttökunni. „Í fyrra reiknaði ég út að um 39% borgarbúa hefðu komið í bæinn og um 15% landsmanna,“ segir Heimir. „Ég held að það sé heimsmet.“ Þau segja líka viðbrögð við göngunni yfirgnæfandi jákvæð. Þó eru til þær raddir sem telja hana samkynhneigðum ekki til framdráttar þar sem hún gefi ekki rétta mynd af þeim. „Þú ert að meina umræðuna um að þetta sé „fríkshow“?“ spyr Heimir og þegar blaðamaður kinkar kolli heldur hann áfram. „Sú umræða er til að í göng- unni sé allt of mikil áhersla lögð á stráka í kjól- um.“ Katrín grípur orðið. „Þeir sem segja það sjá ekki heildina,“ segir hún. „Hvað um þá sem ganga með börnunum sínum, hvað með sjó- mennina í fyrra og þjóðbúningaklæddu konurn- ar á heyvagninum? Þarna er einblínt á drottn- ingarnar í kjólunum.“ Heimir segir það hluta af þeirra verkefni að upplýsa fólk um hvað drag er. „Við skömmumst okkur ekkert fyrir dragið, síður en svo. Það er hluti af okkar kúltúr og sögu og hluti af því hvernig við skemmtum okkur. Svo felst auðvitað ákveðin stríðni í draginu því þegar drag er virki- lega vel unnið þarftu kannski að hugsa þig um af hvaða kyni viðkomandi er.“ „Þarna er verið að leika sér með það hvað sé hvað,“ bætir Katrín við. „Eina stundina er maður eitt og aðra stund- ina eitthvað annað. Það er ekki allt sem sýnist.“ „Mér finnst ég líka heyra þá gagnrýni á göng- una að fólki finnst að við séum komin svo langt í baráttunni að við þurfum ekki að gera þetta,“ bætir Erlingur við. „Ég heyri oft spurt af hverju við séum að að halda þessu áfram. En ég er ekki sammála þessari gagnrýni.“ En hvaða áhrif hefur svo ganga og hátíð sem þessi? Er það henni að þakka að samkynhneigð- ir hafa aldrei verið sýnilegri og að réttindum þeirra virðist fleygja fram í samfélaginu? „Hún er bæði afleiðing og orsök,“ svarar Heimir. „Hún er afleiðing þrotlausrar vinnu og baráttu sem átti sér stað á undan fyrstu göngunni og samhliða henni. En svo orsakar hún líka breyt- ingar sem ég skynja best hjá unga fólkinu. Tíðni sjálfsvíga meðal stráka á aldrinum 15–20 ára var vandamál lengi vel. Það var farið í vinnu á vegum landlæknisembættisins, heilbrigðisráðu- neytisins og fleiri aðila til að vinna gegn þessu og rannsaka þetta, sem skilaði örugglega ár- angri af því að nú hefur dregið úr þessum sjálfs- vígum. Það er hins vegar öruggt að margir ung- ir karlar, sem hafa átt í erfiðleikum með að koma út úr skápnum, hafa kosið að taka líf sitt og því miður er það enn að gerast. Ég held að svona stór hátíð, þar sem er svona mikil sam- staða og þátttaka, hjálpi unga fólkinu því þá sér það að samkynhneigð er ekki eins stórt vanda- mál og það heldur. Það hjálpar líka ættingjun- um og unga fólkinu að tala við sína nánustu.“ Erlingur segist sammála þessu. „Þegar ég fór fyrst í þennan hóp var ég smáfeiminn og var ekki viss um hvernig þetta yrði en ég held að í dag séu menn enn óhræddari við að koma.“ Heimir heldur áfram. „Með því er líka komið í veg fyrir svo mörg vandamál. Fólk leiðist kannski út í hálfþvinguð gagnkynhneigð sam- bönd eins og var algengt áður, bindur tilfinn- ingar sínar fólki af gagnstæðu kyni og eignast jafnvel börn með því.“ „Eða bara alls ekki,“ grípur Katrín inn í. „Á dögunum hitti ég konu á mínum aldri og hún hafði aldrei verið í sam- bandi, hvorki við karl né konu. Svo heyrði ég af annarri sem var „alltaf talin einræn og sjálfri sér nóg“ en staðreyndin er sú að hún er lesbía.“ Ömmur sýna stuðning Þau segja afstöðu unga fólksins þó ekki það eina sem hafi breyst frá því að fyrsta gangan var farin árið 2000. „Í fyrra tók ég eftir því að það hafði aldrei verið eins mikið af vel uppábúnum heldri frúm,“ segir Heimir og Katrín kinkar samþykkjandi kolli. „Þetta voru konur á ömmu- aldrinum, 75–85 ára, komnar í sínu fínasta pússi niður í bæ. Margt af þessu eldra fólki hefur þekkt homma eða lesbíu í gegnum tíðina og tal- ar mikið um hversu ofboðslegur munur þetta er. Það fylgdi því svo mikil þjáning að lifa svona í felum.“ Heimir segir í raun ekki þurfa að fara langt aftur í tíma í þessu sambandi. „Ef þú ætl- aðir að lifa sem samkynhneigður einstaklingur, segjum bara á árunum 1978–1980, fórstu til Kaupmannahafnar, London, New York eða Rómar og úr því urðu náttúrulega til miklar heimskonur og heimsmenn. Núna þykir ekkert tiltökumál að búa bara hér.“ Erlingur segir það fjarlægan veruleika fyrir sér að fólk hafi þurft að flytja til útlanda vegna samkynhneigðar sinnar. „Mér finnst mjög skrýtið að hugsa til þess að ef ég hefði fæðst 10– 15 árum fyrr hefði ég kannski lifað í einhverju þunglyndi. Það var alls ekki þannig hjá mér.“ Þannig segist hann hafa haft þekkingu á því hvert hann gæti leitað þegar hann tók ákvörðun um að koma úr skápnum. „Það var einfalt mál þótt vissulega hafi ferlið sem slíkt verið talsvert mál fyrir mig.“ Heimir kinkar kolli. „Það er alltaf mál fyrir hvern og einn. Þegar Armstrong kom á tunglið sagði hann að það væri lítið skref fyrir sig en stórt skref fyrir mannkynið. Ég hef stundum sagt að það að koma út úr skápnum sé stórt skref fyrir þann sem það stígur en lítið skref fyrir mannkynið. Auðvitað kvíðir fólk því og veltir því fyrir sér hvort foreldrarnir muni af- neita því og vinirnir yfirgefa það. Það hafa allir heyrt fordómana og vita að þeir eru þarna ein- hvers staðar.“ Þau segja fordómana birtast á mismunandi hátt. „Oft tengjast þeir stöðluðum ímyndum,“ segir Katrín. „Eins og þegar ég heyri einhvern kalla í vinnunni: „Hva, eru bara hommar að vinna hérna, það eru bara til litlir hanskar …“ „Öll mannréttindabarátta – ekki bara okkar – snýst fyrst og fremst um að sjást og heyrast,“ bendir Heimir á. „Ef þú sést ekki og heyrist ekki sést í einhverjum öðrum og það heyrist til einhverra annarra. Þá er bara spurning um hverjir þessir hinir eru. Hverjum hefði dottið í hug árið 1925 að háþróað menningarríki eins og Þýskaland ætti eftir að lenda í þeim hremm- ingum sem nasisminn var. Það að heil þjóð gæti dottið ofan í annan eins forarpytt kom til af því að nasistarnir voru háværastir, þeir náðu að sannfæra og dáleiða eigin þjóð um að þeir væru svarið. Slíkar raddir eru til ennþá og líka hér á landi. Það er ennþá verið að reyna að afhomma og aflesbía fólk í söfnuðum á Íslandi með skelfi- legum afleiðingum. Oft endar það með því að fólk tekur líf sitt og það eru nýleg dæmi um að það hafi gerst.“ Ekki svo langt í land en samt … Þegar kemur að réttindabaráttu samkyn- hneigðra virðist sem hommar hafi oft á tíðum verið meira áberandi en lesbíur. Katrín segir það hugsanlega helgast af því að þeir hafi notað aðrar aðferðir en lesbíur. „Þetta tengist mjög þessari staðaltýpuhugmynd um hinn dæmi- gerða leðurhomma eða drottninguna. Þú tekur ekki eftir öllum hommunum sem eru í jakkaföt- unum eða í vinnubuxunum sínum að smíða. Vissulega eru líka til staðalímyndir um lesbíur en kannski endurspeglast þetta í almennum kynjaímyndum um að karlar eigi að vera meira út á við en konur.“ „Þetta tengist fleiru, eins og t.d. því að það hefur sjaldnast þótt frétt að tvær vinkonur leigi saman,“ segir Heimir. „Hins vegar hefur gjarn- an þótt skrýtið að tveir karlmenn leigi saman, ef þeir eru yfir tvítugt og ekki í skóla. Í lögum í Bretlandi var samkynhneigð kvenna t.d. ekki til.“ Katrín samsinnir: „Slík lög eru nú til á fleiri stöðum í heiminum þar sem kynmök karlmanna á milli eru ólögleg á meðan það er ekki minnst á konur. Þetta tengist líka því hvernig maður skil- greinir kynlíf.“ „Kannski kemur það líka til af því að það hafa verið karlmenn sem settu lögin,“ heldur Heimir áfram. „En í Bretlandi var bann- að að tveir karlmenn byggju saman í íbúð sem ekki hefði tvö svefnherbergi. Það eru ekki meira en 15–20 ár síðan þessi lög voru felld úr gildi. Og þeim var m.a.s. beitt fram að því.“ Hvað sem því líður segja þau stöðu samkyn- hneigðra ekki sem versta á Íslandi. „Staðan er ágæt á Norðurlöndum en hún er samt sem áður ekki til jafns við gagnkynhneigða. Það vantar þetta síðasta upp á,“ segir Katrín. Heimir bend- ir á að von sé á lagafrumvarpi á Alþingi í haust sem lýtur að því að bæta þarna úr að einhverju leiti. Frumvarpið gerir m.a. ráð fyrir að sam- kynhneigðir geti skráð sig í óvígða sambúð og ættleitt börn innanlands og að forstöðumenn trúfélaga megi gifta samkynhneigða. „Þetta er svokallaður bandormur því það þarf að breyta mörgum lögum til að jafna hlutina. Síðan er von á tillögum frá stjórnarandstöðunni sem ekki náðist samstaða um meðal stjórnar- og stjórn- arandstöðu,“ segir Heimir en þar er annars veg- ar um að ræða heimild fyrir samkynhneigð pör til að ættleiða börn frá útlöndum og hins vegar að samkynhneigðar konur fái að gangast undir tæknifrjóvgun. Þau segjast því finna rækilegan meðbyr með sínum málstað. „Ég held að samfélagið á Íslandi sé komið fram úr löggjafanum,“ segir Katrín. Þau Heimir segja þó ekki langt í land þegar kemur að því að jafna lagalegan rétt samkyn- hneigðra og annarra. „En auðvitað er það af- stætt,“ bætir Heimir við. „Gagnvart lesbíu sem vill fara í tæknifrjóvgun og getur það ekki er auðvitað langt í land. Og meðan við höfum ekki öll sömu réttindin – þessi venjulegu mannrétt- indi sem þykja eðlileg á Íslandi – þá eigum við langt í land.“ lti Morgunblaðið/ÞÖK Um 40 þúsund manns tóku þátt í Gay Pride- göngunni í fyrra sem Heimir segir að hljóti að vera heimsmet: „Ég reiknaði út að um 39% borgarbúa hefðu komið í bæinn og um 15% landsmanna,“ segir hann. ben@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. ÁGÚST 2005 11 Hvað finnst þér um Hinsegin daga og Gay Pride-gönguna? Morgunblaðið/Jim Smart Áslaug Einarsdóttir: Mér finnst þetta frábært framtak. Þetta er fjölskylduskemmtun og frábær skrúð- ganga og ég hlakka alltaf mikið til að fara. Ég óska þeim alls hins besta sem standa að því að skipuleggja þetta. Sveinjón Björnsson: Mér finnst hún alveg stórkostlega fín. Hún lífgar upp á bæinn, sýnir samstöðu hjá fólki og að allir séu jafnir. Ómar Árnason: Mér finnst hún einfaldlega frábær því hún lífgar svo mikið upp á bæinn. Inga Mjöll Harðardóttir: Mér finnst hún í góðu lagi. Hún setur svip á bæjarlífið og það er gaman að þetta fólk hafi kjark til að koma svona fram. Hafliði Jónsson: Ég veit eiginlega ekki hvað ég á að segja því maður er svo ókunnugur þessu. En því ekki það, fólki er frjálst að fá sér spássítúr, þó það sé í hóp. Ég hef alls ekkert á móti þessu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.