Morgunblaðið - 07.08.2005, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 07.08.2005, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. ÁGÚST 2005 27 Rannsóknasjóður Rannís Rannsóknamiðstöð Íslands, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, www.rannis.is Umsóknarfrestur 1. október 2005 Stjórn Rannsóknasjóðs auglýsir eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum með umsóknafrest 1. október 2005. Hlutverk Rannsóknasjóðs er að styrkja vísindarannsóknir á Íslandi. Í þeim tilgangi styrkir sjóðurinn skilgreind rannsóknarverkefni einstaklinga, rannsóknarhópa, háskóla, rannsóknastofnana og fyrirtækja. Með hugtakinu vísindarannsóknum er átt við allar tegundir rannsókna; grunnrannsóknir og hagnýtar rannsóknir. Rannsóknasjóður veitir styrki samkvæmt almennum áherslum Vísinda- og tækniráðs og á grundvelli faglegs mats á gæðum rannsóknarverkefna. Eftirfarandi atriði vega þungt samkvæmt almennri stefnu Vísinda- og tækniráðs frá 18. desember 2003 og síðari ályktunum ráðsins: • Að verkefnið stuðli að uppbyggingu á vísindalegri og tæknilegri þekkingu. • Að verkefnið hafi mikið gildi og miði að vel skilgreindum ávinningi fyrir íslenskt samfélag eða atvinnulíf. • Að verkefnið stuðli að myndun rannsóknarhópa og þekkingarklasa og stuðli að samvinnu milli háskóla, rannsóknastofnana og fyrirtækja. • Að verkefnið feli í sér þjálfun ungra vísinda- og tæknimanna. • Að verkefnið stuðli að alþjóðlegri sóknargetu íslenskra vísindamanna og aukinni þátttöku í alþjóðasamstarfi á sviði vísinda. Rannsóknasjóður veitir þrenns konar styrki með umsóknafrest 1. október: • Öndvegisstyrki. • Verkefnisstyrki. • Rannsóknastöðustyrki. Styrkirnir eru veittir til allt að þriggja ára í senn. Umsækjendur sem hlutu styrk til verkefna árið 2005 með áætlun um framhald á árinu 2006 skulu senda áfangaskýrslu til sjóðsins eigi síðar en 1. nóvember 2005. Ítarlegar upplýsingar um styrkina og umsóknareyðublöð fyrir hverja styrktegund er að finna á heimasíðu Rannís (www.rannis.is). Þar er einnig úthlutunarstefna Rannsóknasjóðs birt í heild sinni. RAFIÐNAÐARSAMBAND ÍSLANDS Spennugolf 2005 verður haldið á Kiðjabergi föstudaginn 12. ágúst nk. Farið verður frá Félagsmiðstöð rafiðnaðarsam- bandsins Stórhöfða 31 kl. 12:15 stundvíslega. Þátttöku skal tilkynna í síma 580 5200 eða á golfrsi@rafis.is fyrir föstudaginn 12. ágúst. Nefndin Mikið ertu í fínum buxum,“ sagðiónefndur aðili við mig einn eftirmiðdaginn. Ég sneri mér við svo sá hinn sami gæti líka séð þær aftan frá. „Já – þær eru góðar,“ sagði hann í viðurkenningar- tón. „Er langt síðan þú fékkst þær,“ spurði hann. „Nei, það er bara stutt síðan, þær eiga sér reyndar merkilega sögu.“ „Nú?“ „Já, þær voru áður hnébuxur en urðu svo að síðum gallabuxum,“ sagði ég. „Það er merkileg þróun, mér fyndist skiljanlegra að það hefði verið á hinn veginn, að þær hefðu fyrst verið síðar en svo orðið að hnébuxum – hvernig bar þetta til?“ sagði viðmælandi minn áhugasam- ur. „Þannig var að vinkona mín hafði fengið sér buxur sem hún var svo ánægð með, úr svo góðu efni sem gáfu svo vel eftir og bara mjög sæt- ar. Hún sagði mér hvar þær fengj- ust og hvaða merki þetta væri svo ég fór í búðina til að athuga málið. En þá var komin útsala þar og allar buxurnar búnar í mínu númeri. „Ég á kannski einar inni, ég skal athuga það,“ sagði afgreiðslustúlkan við mig. Ég beið svo meðan hún gáði og svo kom hún fram með buxur á handleggnum. „Ég á bara eftir ein- ar hnébuxur í þessu númeri, því miður,“ sagði hún afsakandi. Buxurnar voru með glitrandi skrauti á stórum uppbrotum og mér leist hreint ekki á þær. „Ég gæti fengið mér vinnu í sirk- us í þessum klæðnaði,“ sagði ég. „Þú ættir samt að máta, þetta gætu verið þægilegar heimabuxur - eða jafnvel í garðinn,“ sagði af- greiðslustúlkan. Fyrir hennar orð mátaði ég þess- ar skrautlegu buxur. Þegar ég var komin í þær fann ég hvað þær voru rosalega mjúkar og féllu vel að. Að- lögunarhæfni er nefnilega ekki að- eins eftirsóknarverður eiginleiki í mannlegum samskiptum, hann gild- ir líka um buxur. Þegar ég kom heim ákvað ég að reyna að ná skrautinu af hinum til- vonandi heimabuxum, ég pikkaði eina gljákúluna af og áður en ég vissi af var ég búin að pikka allt skrautið af með nöglunum. En þeg- ar því verki var lokið litu uppbrotin ekki vel út. Þá ákvað ég að taka þau niður og sjá hvað gerðist. Bux- urnar snarbreyttust til hins betra og ekki bara það – við þessar að- gerðir urðu þau merkilegu tímamót í lífi mínu að ég eignaðist í fyrsta skipti á ævinni gallabuxur sem pössuðu bæði yfir rassinn og hvað sídd snerti.“ „Er það eitthvað merkilegt, ég fæ oftast buxur af réttri sídd,“ svaraði viðmælandi minn (sem er karlkyns) dálítið hissa. „Þú skilur þetta ekki, því stærri rass sem fólk hefur því lengri eru skálmarnar á buxunum. Þannig er þetta að minnsta kosti með þær buxur sem fást á Íslandi. Karlmenn eru líklega oft rassvisnari en konur og eiga því sjaldnar við þetta vandamál að stríða,“ sagði ég. „Já, það getur nú líka verið slæmt að vera rassvisinn, einkum á hörðum bekkjum,“ skaut hinn ónefndi aðili inn í. „Það getur vel verið, ég held að hitt sé nú samt verra. Ég hef aldrei verið með eins langa fætur og Barbí en hins vegar heldur stærri rass, – sú fræga dúkka er sennilega viðmiðið hvað skálmalengd snerti, í það minnsta hef ég stundum þurft að klippa næstum helminginn neð- an skálmunum af þegar ég fæ mér nýjar buxur. Þetta er mikið vesen og mjög leiðinlegt, faldurinn vill líka verða öðruvísi en hann á að vera, einhvern veginn svona heima- prjónaðri,“ sagði ég. „Þetta er ekki gott,“ sagði við- mælandi minn samúðarfullur. „Þú ættir annars að skrifa um þetta, vafalaust eiga miklu fleiri en þú í sama vanda, það þyrfti að gera eitthvað í þessu,“ bætti hann við uppörvandi. Í fyrstu fannst mér þetta fráleit hugmynd – fannst ástæðulaust að blanda ókunnugum í svona mál. En við nánari athugun ákvað ég að láta slag standa og opinbera þetta samtal ef vera mætti að galla- buxnaframleiðendur og innflytjend- ur hugsuðu aðeins meira til hins forna málsháttar; það er svo margt sinnið sem skinnið – eða miklu frekar; það er svo margt skinnið sem sinnið – og leggi áherslu á að hafa á boðstólum gallabuxur og raunar allar buxur í miklu fjöl- breyttari lengdum en nú er, a.m.k. í þeim búðum sem ég þekki til. Þá yrði líf þeirra sem hafa myndarleg- an rass á ekkert sérstaklega löngum fótleggjum svo miklu auð- veldara og líka skemmtilegra. ÞJÓÐLÍFSÞANKAR | Er ekki hægt að fá mismunandi skálmalengdir? Hnébuxur verða síðbuxur Eftir Guðrúnu Guðlaugsdóttur ER NEFIÐ STÍFLAÐ? Fæst í apótekum og lyfjaverslunum STERIMAR Skemmir ekki slímhimnu er náttúrulegur nefúði sem losar stíflur og léttir öndun. Fyrir 0-99 ára. Skólavörðustíg 21, Reykjavík sími 551 4050 Glæsileg brúðarrúmföt í úrvali
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.