Morgunblaðið - 07.08.2005, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 07.08.2005, Blaðsíða 16
16 SUNNUDAGUR 7. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ semi Straums þegar honum var breytt í fjárfestingarbanka,“ segir Þórður. „Að fara úr því að vera fjár- festingarfélag sem fjárfestir með sínu eigin fé í að vera banki, sem lána má fé og fjármagna kaup annarra auk þess að halda áfram að fjárfesta sjálf- ur, var mikilvæg grundvallarbreyting sem styrkti enn undirstöður Straums.“ Straumur hefur vaxið bæði innri vexti og einnig með yfirtökum á öðrum fjármálafyrirtækjum, einkum á Íslenska hugbúnaðarsjóðnum fyrir um tvo milljarða og Framtaki fjár- festingarbanka, en sú yfirtaka var um fimm milljarðar króna. Straumur fékk fjárfestingarbankaleyfi í árs- byrjun 2004 og tóku stjórnendur hins nýstofnaða banka sér tíma í að fóta sig og byggja hann upp það ár og seg- ir Þórður þeirri vinnu í raun ekki lok- ið. „Við mörkuðum snemma þá stefnu að byggja okkur fyrst upp á innlend- um markaði áður en farið væri í fjár- festingar erlendis,“ segir Þórður. Áherslur Straums á fjárfestingar er- lendis munu væntanlega breytast með samruna Straums og hluta Burð- aráss hf., en stjórnarformaður Burð- aráss, Björgólfur Thor Björgólfsson, sagði þegar samruninn var tilkynntur að meiri áhersla yrði lögð á fjárfest- ingar erlendis. „Ég tel tækifærin liggja í frekari sókn á erlenda mark- aði, einir og sér og ásamt viðskipta- vinum bankans.“ Umbreytingafjárfestingar Í gegnum tíðina hafa staðið átök um yfirráðin yfir Straumi, sem mest urðu árin 2001–2003 þegar Orca-hóp- urinn svokallaði og gamli Kolkrabb- inn áttust við um yfirráð í Íslands- banka og var eignarhaldið á Straumi talið mikilvægt í þeirri baráttu. „Svo hefur Straumur oft á tíðum verið þungamiðjan í þeim miklu skipulags- breytingum sem orðið hafa í íslensku athafnalífi á undanförnum árum,“ segir Þórður. „Við höfum oft á tíðum átt stóra hluti í fyrirtækjum, s.s. í Ís- landsbanka, Tryggingamiðstöðinni, Flugleiðum, Olíufélaginu og Eimskip- um. Þannig að við höfum farið víða og gegnt hlutverki í umbreytingum og endurskipulagningu fyrirtækja hér á landi.“ Þórður segir umbreytingar og endurskipulagningu eins og þá sem Straumur sérhæfir sig í vera tvenns konar. „Annars vegar er um að ræða að farið er inn í fyrirtækið og starf- semi og verklagi er breytt. Hins veg- ar er átt við skipulagslegar breyting- ar á eignarhaldi, uppstokkun fyrirtækja og þess háttar.“ Þórður segir Straum fjárfestingarbanka eðl- isólíkan viðskiptabönkunum að því leyti að snertiflötur hans við almenn- ing er miklu minni en þeirra. „Straumur er ekki viðskiptabanki og sinnir ekki fjármálum einstaklinga, heldur einbeitum við okkur að því að styðja við bakið á stærri fjárfestum, fagfjárfestum og fyrirtækjum og fjár- mögnun viðskipta þeirra og þess hátt- ar.“ Þórður segir það því ekki á kort- inu að fara inn á viðskiptabankasviðið. „Þá má ekki ganga of langt í að bera Straum saman við hina bankana þeg- ar þeim er raðað upp eftir stærð. Efnahagsreikningar viðskiptabank- anna eru mun stærri en Straums sem verður eftir sameiningu við Burðarás um 244 milljarðar króna.“ Þórður segir einnig mikinn mun á rekstrar- grundvelli viðskipta- og fjárfestingar- banka. „Tekjum viðskiptabankanna er almennt jafnar dreift yfir árið en hjá okkur og er það í samræmi við eðli fjárfestingarbanka. Það geta komið ár þar sem tekjur á ársfjórðungum eru með minnsta móti og svo allt í einu ganga ein stór viðskipti eftir og inn streymir mikill hagnaður. Tekjur viðskiptabankanna eru miklu jafnari, en starfsvettvangur fjárfestingar- bankans er meira spennandi að mínu mati og á betur við mig,“ segir Þórð- ur. Rekstrarumhverfi fjárfestingar- banka hvað varðar tekjudreifingu gerir það að verkum að fjárfesta- tengsl skipta miklu máli. „Fjárfestar geta eðlilega orðið nokkuð órólegir ef tekjur bankans eru mjög litlar um nokkurt skeið og þá er mikilvægt að upplýsa þá um stöðu mála og hvenær búast má við að úr rætist. Rekstur fjárfestingarbanka er sveiflukenndari en rekstur viðskiptabanka og því áhættumeiri.“ Mikilvægt að hafa útgönguleið Þegar kemur að fjárfestingum sem þessum segir Þórður það oft gleym- ast hversu mikilvægt það er að hafa skýra útgöngustefnu. „Við erum ekki endilega langtímafjárfestar. Okkar markmið er fyrst og fremst að koma að fyrirtækjum t.a.m. með aukið fjár- magn, auka markaðsvirði þeirra með umbreytingum og endurskipulagn- ingu og selja svo okkar hlut að því loknu.“ Oft er þetta spurning um tímasetningu, og þá er byggt á þekk- ingu og reynslu starfsmanna bank- ans. Stundum, þegar bankinn hefur farið í yfirtöku eða hlutafjárkaup í samstarfi við aðra, hefur hann gert við þá samninga með söluréttar- ákvæðum. „Mér fannst á sínum tíma vanta í vinnubrögð hér á landi skil- greiningu á útgönguleiðum úr fjár- festingum,“ segir Þórður. „Fjárfest- ingum sem þessum má skipta upp í nokkur skref. Fyrst kemur greining á fyrirtækinu sem til skoðunar er. Að henni lokinni er tekin ákvörðun um kaupin. Kaupin sjálf eru oft einfald- asti þátturinn og að þeim loknum hefst vinna við endurskipulagningu á fyrirtækinu sem keypt hefur verið. Útgangan getur oft verið erfiðasti þátturinn í þessu, en ætli bankinn sér að sjá raunverulegan arð af fjárfest- ingunni verður hann að selja eignina.“ Skýr sýn og hæft starfsfólk Þórður segir ástæðurnar fyrir mik- illi velgengni og örum vexti Straums margþættar. „Íslenski markaðurinn allur hefur verið að stækka mikið og við höfum stækkað með honum. Ein- ingar á fjármálamarkaðnum eru stærri en áður, hraðinn er meiri og ætli maður sér að taka þátt kemur ekkert annað til greina en að hlaupa.“ Þá segir Þórður að að sjálfsögðu skipti skýr framtíðarsýn og vel menntað, hæft og hugmyndaríkt starfsfólk höfuðmáli fyrir velgengni fyrirtækja eins og Straums. „Þá hef ég einnig verið sérlega heppinn með fulltrúa hluthafa í stjórn Straums í gegnum tíðina sem hafa allir staðið vörð um sjálfstæði félagsins og stefnu þess. Nefni ég þar m.a. Ólaf B. Thors, Kristin Björnsson og Magnús Krist- insson, en ég hef átt og á ennþá afar gott samstarf við þessa menn,“ segir Þórður. „Við höfum alltaf verið með skýra sýn á það hvert hlutverk Straums sé og eigi að vera, hvaða verkefni við eig- um að taka að okkur og hvar styrkur okkar liggur. Slík sýn skiptir öllu máli fyrir velgengni fyrirtækja,“ segir hann. „Þá hefur okkur tekist, eins og ég nefndi áður, að ganga út úr fjár- festingum þegar við kjósum, þannig að við sitjum ekki uppi með óáhuga- verð fyrirtæki, þar sem fé liggur dautt og ónotað.“ Mikilvægi þess að hafa gott starfsfólk er nokkuð sem Þórður leggur mikla áherslu á. „Í út- löndum er stundum talað um snjalla peninga, „smart money“. Peningarnir sjálfir eru ekki snjallir, heldur er þetta spurning um að þeir séu notaðir rétt. Peningar sem ekkert er gert við eru gagnslausir, eins og frækorn sem ekki er sáð. Til að nýta fjármagnið sem best, til að finna bestu og arð- bærustu fjárfestingarnar þurfa fyrir- tæki fyrsta flokks starfsfólk og við höfum verið svo lánsöm að hafa slíka starfskrafta hér.“ Þórður segir þekk- ingu íslensks fjármálafólks og reynslu þess jafnast nú á við það besta sem finna má erlendis. „Íslendingar eru ekki, og verða líklega seint, með stærstu leikmönnum á heimsmark- aði, en íslensk fyrirtæki eru hins veg- ar farin að taka þátt af alvöru í við- skiptum erlendis og gera það vel. Íslenskur markaður hefur þroskast mjög á undanförnum árum og hér er mikið af fólki sem auðveldlega ætti að geta fundið vinnu hjá erlendum fjár- málastofnunum ef það vill, og margir hafa gert það.“ Erlendis hafa menn sagst forviða á því hvernig svo lítil þjóð sem Ísland er geti borið uppi jafn öflug fjármálafyrirtæki og raun ber vitni. Þórður segir nokkrar ástæður fyrir því af hverju íslensk fyrirtæki hafa svo mikið fé til fjárfestinga er- lendis. „Í fyrsta lagi losnaði mikill kraftur úr læðingi með einkavæðingu bankanna og þeir hafa verið í farar- broddi í þessari útrás og í annan stað hefur hagnaður íslenskra fyrirtækja af fjárfestingum erlendis verið meiri en menn almennt gera sér grein fyr- ir.“ Þórður bendir einnig á að íslensk fyrirtæki eigi mjög auðvelt með að nálgast lánsfé vegna þess hve ís- lenska hagkerfið er stöðugt og láns- traust íslenska ríkisins gott. Samruninn Ein stærsta viðskiptafrétt þessa árs er uppskipting Burðaráss hf. milli Straums og Landsbankans. Tilkynnt var formlega um þessar breytingar á þriðjudag, en félagið er eitt það stærsta í Kauphöll Íslands. Eins og greint var frá í Morgunblaðinu í vik- unni hefur stjórn Burðaráss, auk stjórna Landsbanka Íslands og Straums fjárfestingarbanka, sam- þykkt að leggja það til við hluthafa- fundi félaganna að eignum Burðaráss verði skipt upp á milli Landsbankans og Straums og að starfsemi Burðar- áss verði sameinuð starfsemi Straums undir nafninu Straumur- Burðarás fjárfestingarbanki. Upp- stokkunin fer þannig fram að eigið fé Burðaráss, sem hinn 30. júní sl. hljóð- aði upp á 64,8 milljarða króna, skiptist nánast jafnt á milli Landsbankans og Straums. Auk þess hækkar eigið fé Burðaráss um 10 milljarða króna við skiptinguna en félagið kaupir þá hluta af eignum Fjárfestingarfélagsins Grettis hf. í Keri og Eglu. Lands- bankinn fær í sinn hlut 37 milljarða króna, sem jafngildir 49,46% af eigin fé Burðaráss, og Straumur fær í sinn hlut 37,8 milljarða króna, sem jafn- gildir 50,54% af eigin fé Burðaráss. Þórður segir samrunann við Burðar- ás hafa tekið skamman tíma. „Við höf- um átt mjög gott samstarf við Burð- arás og hluthafa þess félags og eftir að ákvörðunin um samruna var tekin tók ferlið sjálft fljótt af.“ Þórður segir samrunann styrkja Straum verulega og gera bankann betur til þess fallinn að styðja við bakið á íslenskum fjár- festum hér heima og erlendis. „Burð- arás hefur á síðustu misserum tekið virkan þátt í fjárfestingum erlendis og töluverð þekking hefur byggst upp innan félagsins á erlendum fjárfest- ingum. „Ég tel því samruna Straums og Burðaráss vera góðan fyrir hlut- hafa félaganna, þar sem styrkur Straums innanlands og Burðaráss er- lendis mun nýtast sameinuðu félagi vel.“ Þórður segir markmið samein- ingarinnar að mynda stóran og öfl- ugan fjárfestingarbanka með styrkar stoðir á innlendum og erlendum vett- vangi. „Straumur hefur á undanförn- um árum einbeitt sér að fjárfesting- um hérlendis en Burðarás hefur fjárfest í vaxandi mæli í Evrópu. Sam- einað félag hefur því sterka fótfestu bæði á Íslandi og erlendis. Samruninn skipar bankanum á meðal stærstu og öflugustu fjárfestingarbanka á Norð- urlöndum. Eigið fé sameinaðs banka ríflega tvöfaldast með samrunanum og sóknarfæri til fjárfestinga í ein- stökum verkefnum aukast verulega. Það er trú mín að samruni félaganna færi hluthöfum sameinaðs banka auk- in verðmæti.“ Hann segir allt of snemmt að segja til um hvort bankinn muni opna skrif- stofur erlendis, enda verði að horfa til þess að ekki sé enn búið að ganga formlega frá samrunanum og jafnvel þótt af honum verði muni einhver tími fara í að laga rekstur fyrirtækisins að breyttu fyrirkomulagi. „Við samein- ingu félaganna verður hluthafahópur Straums-Burðaráss fjárfestingar- banka dreifður og öflugir hluthafar bætast í hópinn sem ég tel vera mikil verðmæti fyrir bankann. Í dag eru hluthafar Straums um fjögur þúsund en verða yfir tuttugu þúsund eftir samrunann. Snertiflötur bankans við almenning mun þess vegna stækka mjög og fleiri munu fylgjast með starfsemi bankans.“ Það er afar ánægjulegt að fjárfestar séu tilbúnir að treysta starfsfólki væntanlegs sameinaðs félag fyrir fjármunum sín- um sem er að mínu mati mikil við- urkenning á þeirri uppbyggingu sem átt hefur sér stað. ’Okkar markmið er fyrst og fremst að koma að fyrir-tækjum t.a.m. með aukið fjármagn, auka markaðsvirði þeirra með umbreytingum og endurskipulagningu og selja svo okkar hlut að því loknu.‘ ’Íslenskur markaður hefur þroskast mjög á undan-förnum árum og hér er mikið af fólki sem auðveldlega ætti að geta fundið vinnu hjá erlendum fjármála- stofnunum ef það vill, og margir hafa gert það.‘ Nýjustu viðskipti Straums fjárfestingarbanka erukaup bankans, ásamt öðrum, á um 80% hlut í Illum-vöruhúsinu í Danmörku, en þau voru gerð rétt fyrir helgi. Samstarfsaðilar Straums eru Baugur Group og B2B Holdings. Þessi þriggja aðila hópur, sem gengur undir nafninu I-Holding ehf. er sami hóp- ur og keypti Wessel & Vett A/S, eigendur Magasin du Nord í fyrra. Seljandinn er Merrill Lynch International Global Principal Investment. Straumur sér um fjár- mögnun á kaupunum og kemur einnig inn sem eig- infjárfjárfestir. Tvö sjálfstæð vöruhús Illum er eitt af þekktustu vöruhúsum Danmerkur og verslunarmiðstöðin er til húsa á besta stað í miðborg Kaupmannahafnar við Strikið. Illum er alþjóðleg vöru- merkjaverslun sem býður viðskiptavinum sínum nor- ræn og alþjóðleg vörumerki á sviði hönnunar, tísku og húsbúnaðar. Nýir stjórnendur Illum undir eignarhaldi Merril Lynch, settu sér skýrar áætlanir og markmið á síð- asta fjárhagsári og tryggðu hagnað á rekstri Illum á ný. Reksturinn gekk vel á fyrsta ársfjórðungi rekstr- arársins 2005/2006 og jókst heildarsala um rúmlega 11%. Vöruhúsin Illum og Magasin verða rekin sem sjálf- stæð fyrirtæki, með sjálfstæð stjórnendateymi og stefnu. Patricia Burnett er framkvæmdastjóri Illum og sagðist vera mjög ánægð með samkomulagið. „Nýir eigendur setja sér langtímamarkmið sem tryggja bæði starfsmönnum og sérleyfishöfum öruggan starfsgrundvöll og bjóða upp á ný og spennandi tæki- færi fyrir Illum og viðskiptavini okkar. Ég hlakka mjög til þess að starfa með I-Holding.“ Magasin-hópurinn kaupir Illum bjarni@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.