Morgunblaðið - 07.08.2005, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 07.08.2005, Blaðsíða 20
20 SUNNUDAGUR 7. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ A lice Cooper hefur marga fjöruna sopið á löngum og litríkum ferli. Hann fæddist árið 1948, fékk nafnið Vincent Damon Furnier, en Cooper-nafnið tók hann sér tutt- ugu árum síðar. Á árunum 1965 til 1968 grúskaði hann í ýmsum hljómsveitum á borð við The Earwigs, The Spiders og The Nazz en þær náðu þó eyrum fárra. Hljómsveitirnar tvær síðar- nefndu gáfu þó út smáskífur sem fóru ekki að seljast fyrr en miklu síð- ar þegar Cooper var orðinn þekktur um heim allan. Það liggur beinast við að spyrja kappann hvort hann hafi alla tíð vilj- að fást við tónlist. „Já, það held ég,“ byrjar Alice Cooper, er hinn viðkunnanlegasti og augljóst á öllu að þetta er ekki fyrsta viðtalið sem kappinn veitir, og trú- lega ekki það síðasta, því blaðamað- ur er vart hálfnaður með spurningar þegar hann byrjar að svara. Rám hæglát röddin samræmist þeirri ímynd sem hann hefur skapað sér í gegnum árin, harðnaður rokkari sem ekki kallar allt ömmu sína. „Ég fæddist líka á hárréttum tíma. Ég var 15 ára þegar Bítlarnir slógu í gegn og er einn þeirra sem varð fyrir því að lífið varð aldrei samt eftir það. Ég byrjaði að safna hári og keypti mér Bítlaskó og setti svo saman hljómsveit sem síðar þró- aðist út í Alice Cooper. Við byrjuðum á því að spila lög eftir Stones og Bítl- ana en fórum svo að æfa okkar eigið efni. Okkur fór sífellt fram þar til við vorum tvímælalaust besta hljóm- sveitin í Arizona í Phoenix þar sem við ólumst upp. Þá var fátt annað í stöðunni en að fara til Los Angeles og reyna að snapa plötusamning, en það er eins og að vinna í lottóinu.“ Sukkað með Morrison Þegar til LA var komið reyndi Alice Cooper að koma sér og hljóm- sveit sinni á framfæri, en hann hafði þá tekið sér nafn sveitarinnar. Ekki ómerkari maður en Frank Zappa var sá eini sem sýndi hinni ungu sveit einhvern áhuga. Samvinnan gat af sér tvær fyrstu breiðskífur sveitar- innar sem gefnar voru út á vegum fyrirtækis Zappa, Straight Records. „Zappa framleiddi plöturnar tvær og svo fórum við í tónleikaferðalag með Frank Zappa & The Mothers og hituðum upp fyrir þá. Eftir það fór- um við með The Doors í tónleika- ferðalag,“ rifjar Cooper upp. Á þeim tíma var friðarboðskapur, eiturlyfjaneysla og frjálsar ástir í al- gleymingi á mörgum sviðum tónlist- arsköpunar og fór Cooper ekki var- hluta af þeim lífsstíl. „Það fyndna var að Frank Zappa drakk aldrei, reykti ekki og neytti ekki eiturlyfja en Jim Morrison gerði þetta allt. Hann var mér eins og stóri bróðir, og þegar stóri bróð- irinn og fyrirmyndin drekkur og not- ar eiturlyf vill maður að sjálfsögðu prófa líka. Allir þessir strákar sem ég þekkti og leit upp til, Morrison, Keith Moon og Jimi Hendrix, voru góðir vinir mínir. Þegar þeir svo fóru að týna tölunni vegna þessa lífernis sem við vorum allir í fór maður að- eins að hugsa sinn gang,“ segir hann. „Ég sá að það var annaðhvort í boði að halda uppteknum hætti og deyja 27 ára eða gera eitthvað í mínum málum. Ég hafði séð Alice Cooper fyrir mér eigandi fastan sess í tón- listarsköpun framtíðarinnar með öll- um þeim hamagangi og æsingi sem honum fylgir. Ég ákvað því að best væri að aðgreina þetta tvennt. Á daginn yrði ég venjulegur fjöl- skyldumaður sem fer í búðir og bíó en í tvo tíma á kvöldin á sviði verð ég Alice Cooper og þá er fjandinn laus.“ Britney afhöfðuð Snemma á áttunda áratugnum fluttist sveitin til Detroit og gerði samning við útgáfufyrirtækið Warn- er Bros. Undir merkjum þess kom út platan Love to Death sem bar með sér þann hljóm sem átti eftir að gera Cooper að þeirri stórstjörnu sem síð- ar varð. Plöturnar Killer (1971), School’s Out (1972) og Billion Dollar Babies (1973) komu svo út í kjölfarið. Í kjölfar útgáfu plötunnar Muscle of Love (1973) lagði hljómsveitin upp laupana en platan fékk heldur dræmar undirtektir. Cooper tók stefnuna á sólóferil. Hann gaf út plötuna Welcome to my Nightmare (1975) sem fékk fínar viðtökur, en undir lék hljómsveit sem leikið hafði með Lou Reed á plötunni Rock’n Roll Animal. Næstu ár í lífi Alice Cooper voru lituð af mikilli drykkju hans og sukk- líferni. „Ég þurfti að leggjast inn á spítala til að geta hætt að drekka. Ég notaði aldrei eiturlyf en áfengið var mitt eitur og fráhvarfseinkennin þau sömu og af eiturlyfjum. Ég þurfti líka svipaða hjálp og heróínsjúkling- ar til að hætta að drekka. Ég hef ekki drukkið í 24 ár og það er ástæð- an fyrir því að ég er enn hér,“ segir Cooper og bætir við að ekki sé hægt að samræma tónlistina og sukkið í lengri tíma. „Þegar ég var að byrja í rokkinu á sjöunda og áttunda áratugnum þá var viðhorfið það að allt væri löglegt, og sérstaklega ef þú varst rokk- stjarna. Ég vaknaði á morgnana og fékk mér bjór, fór á hljómsveitaræf- ingu og fékk mér bjór og svo viðtöl og þá þurfti að renna niður nokkrum bjórum í viðbót. Áfengið fer frá því að vera til skemmtunar yfir í það að verða meðal við öllum manns kvill- um. Fyrir 25 árum hefði ég þurft að mæta aðeins fyrr í viðtal til þín því ég hefði þurft að skutla í mig nokkrum bjórum áður til að líða betur. Ég not- aði þessa afsökun alltaf, ég varð að fá mér bjór áður en ég gerði alla hluti. Einn daginn vaknaði ég svo og fór að kasta upp blóði og það er vissulega merki um að ekki sé allt í lagi.“ Ég get ímyndað mér að lífið þitt hafi breyst mikið síðan þú hættir að drekka? „Já, það hefur svo sannarlega gert það. Það skrýtna er kannski að ég er miklu kraftmeiri og hressari en nokkru sinni fyrr og það skín í gegn á tónleikunum mínum. Ég stend á sviði núna í næstum tvo tíma og flyt 28 rokklög með tilheyrandi sýningu án þess að blása úr nös. Ég er með meiri orku og ég syng miklu betur en ég gerði þegar ég var 25 ára. Mér líð- ur betur, ég lít betur út og mér finnst miklu skemmtilegra að koma fram þar sem ég er ekki þræll flöskunnar lengur. Er búinn að vera giftur í 29 ár frábærri konu, við eigum tvær dætur og ég er mikill fjölskyldumað- ur,“ segir Cooper hinn glaðasti. Eiginkonan og dæturnar koma með hingað til lands en eldri dóttirin fer meira að segja með hlutverk í sjónarspili föðurins á sviðinu. „Hún var í hlutverki Britney Spears og við afhöfðuðum hana á sviði. Eftir að Britney varð ófrísk fannst okkur óviðeigandi að halda þeim leik áfram svo nú kemur dóttir mín fram sem Paris Hilton. Hund- urinn hennar verður hennar bana- mein í sýningunni. Þetta er allt gert mjög fyndið og áhorfendur skemmta sér gjarnan konunglega enda er þetta allt gert í gríni,“ segir Cooper. Allir taka þátt Alice Cooper var fyrstur til að setja saman tónleika og leikhús en tónleikagestir verða bæði vitni að tónlistarflutningi og mögnuðu sjón- arspili, svokölluðu hryllingsleikhúsi að hans eigin sögn. Þetta einkenni hans á tónleikum fór hann að þróa með sér strax snemma á áttunda áratugnum. Rafmagnsstólar, fallöxi, slöngur, blóð og bardagar eru meðal þess sem fyrir augu ber auk þess sem sviðsettar aftökur tíðkast að jafnaði á tónleikum Alice Cooper. „Já, það er satt, þetta hafði enginn gert áður. Ég man eftir að hafa litið á sviðið sem autt svæði og hugsaði með mér af hverju fólk hefði ekki komið sér fyrir á svæðinu og gert eitthvað úr því. Ég býð tónleikagesti velkomna í martröðina mína og þá verð ég að sjálfsögðu að gefa þeim martröð. Það eru nefnilega engin takmörk fyrir því hvað hægt er að gera á sviði, það eina sem þarf til er ímyndunarafl og smá fjármagn.“ Fjöldi fólks stígur á svið með Cooper í Kaplakrika auk fjögurra manna hljómsveitar en allir sem taka þátt í tónleikaferðinni á ein- hvern hátt koma við sögu. „Allir sem þátt taka í tónleikaferð- inni hafa hlutverk. Rótarinn minn, bílstjórinn – allir stíga á svið með mér og sprella. Sá sem sér um hljóð- ið birtist sem fuglahræða og sá sem sér um gítartékkin er böðullinn líka. Ég held að þeim finnist mjög gaman að fá að taka þátt og vera í mismun- andi hlutverkum. Takmarkið með þessu öllu er að blanda mjög góðum rokklögum við hrylling og grín. Hryllingur og grín eiga nefnilega mjög vel saman að mínu mati, ég man til dæmis ekki eftir neinni góðri hryllingsmynd sem ég hef ekki hleg- ið yfir líka,“ segir Cooper. Ekki mæta í sparifötum! Þú hefur nú reynt ýmislegt á löngum ferli... „Já, ég hef náð að hitta alla sem mig langar til að hitta, hef unnið með öllum sem mig hefur langað að vinna með, gefið út 27 eða 28 plötur og hef ekki tölu á hversu margar tónleika- ferðir ég hef farið í um allan heim.“ Hvert er leyndarmálið? „Málið er einfaldlega það að ég hef aldrei fullorðnast og aldrei þroskast frá því að hafa gaman af því að leika tónlist fyrir áhorfendur. Ég held að við Elton [John] og [David] Bowie séum sú kynslóð rokkara frá þessu tímabili sem vitum í rauninni ekki hvenær er kominn tími til að hætta,“ segir hann og skellihlær. Hefur tónlistarbransinn breyst mikið að þínu mati á öllum þessum tíma? „Nei, það finnst mér ekki. Hljóm- sveitir sem eru taldar vera að gera áhugaverða hluti nú til dags, eins og White Stripes, The Hives, The Strokes, eru allt bílskúrsbönd sem eru að spila gamalt og klassískt rokk eins og Stones voru að gera í gamla daga. Mér finnst tónlist ekki hafa breyst og er ánægður með það. Mér finnst framleitt niðursoðið rokk hundleiðinlegt og langhrifnastur af óhefluðum bílskúrsböndum sem semja sinn eigin hljóm. Hljómsveitir sem skarta alltof unnu efni, alltof góðum söngvara og svo framvegis – það er ekki rokk og ról.“ Hvað er rokk og ról fyrir þér? „Það eru stælar. Þegar maður er rokkstjarna fer maður ósjálfrátt í hlutverk hrokagikks sem veit allt og getur allt og það er rokk fyrir mér. Ef rokk verður of indælt og kurteist er allur broddur úr því.“ Nú kemur maður og truflar sam- talið og segir að tíminn sé senn á enda. Það er við hæfi í lokinn að pumpa Cooper aðeins um fyrirhug- aða Íslandsheimsókn. „Við hlökkum mikið til. Þetta verður í rauninni síðasta stoppið okkar hérna megin við hafið á leið- inni til Bandaríkjanna. Við erum bú- in að vera að spila í Ástralíu og víða í Evrópu og svo förum við heim að tónleikunum á Íslandi loknum. Sýningin verður frábær, við ger- um það sama í hverju landi fyrir sig svo allir áhorfendur fá að upplifa flutning á vinsælustu lögunum og þessa mögnuðu sýningu sem við er- um svo stolt af. Það eina sem ég ráð- legg tónleikagestum sem standa ná- lægt sviðinu er að mæta ekki í sínu fínasta pússi því maður getur sagt að sýningin okkar teygi sig út til áhorf- enda,“ segir Cooper að lokum og rekur upp roknahlátur. Alice Cooper lofar Íslendingum eftirminnilegum tónleikum næstkomandi laugardag. Fjölskyldu- maðurinn með fallöxina Alice Cooper er á leið hing- að til lands í fyrsta sinn og ætlar að troða upp ásamt misfríðu föruneyti í Kapla- krika næstkomandi laug- ardag. Birta Björnsdóttir ræddi við kappann um djammið með Jim Morrison og afhöfðun Britney Spears svo fátt eitt sé nefnt. birta@mbl.is ’Þegar ég var að byrja í rokkinu á sjöundaog áttunda áratugnum þá var viðhorfið það að allt væri löglegt, og sérstaklega ef þú varst rokkstjarna. Ég vaknaði á morgnana og fékk mér bjór, fór á hljómsveitaræfingu og fékk mér bjór og svo viðtöl og þá þurfti að renna niður nokkrum bjórum í viðbót.‘
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.