Morgunblaðið - 07.08.2005, Page 48

Morgunblaðið - 07.08.2005, Page 48
48 SUNNUDAGUR 7. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ MENNING Sumarkvöld við orgelið í Hallgrímskirkju 7. ágúst kl. 20.00: Pólski orgelsnillingurinn Zygmunt Strzep leikur pólska orgeltónlist og verk eftir Bach og Eben. Í dag kl. 14 örfá sæti laus 7. sýn. fim. 11/8 kl. 19 sæti laus 8. sýn. lau. 13/8 kl. 14 sæti laus KIRKJULISTAHÁTÍÐ 2005 20.–28. ÁGÚST Hallgrímskirkju í Reykjavík Matteusarpassían eftir Johann Sebastian Bach, BWV 244 Flytjendur: Markus Brutscher tenór, guðspjallamaður Andreas Schmidt bassi, Jesús Noémi Kiss sópran Robin Blaze kontratenór Gunnar Guðbjörnsson tenór Jochen Kupfer bassi Benedikt Ingólfsson bassi, Pílatus o.fl. Mótettukór Hallgrímskirkju Drengjakór Reykjavíkur, Hallgrímskirkju Unglingakór Hallgrímskirkju Alþjóðlega barokksveitin í Den Haag Stjórnandi: Hörður Áskelsson Miðaverð: 4000 kr. 21. ágúst kl.17.00 22. ágúst kl.19.00 fyrir tvo kóra, drengjakór, tvær hljómsveitir og sjö einsöngvara.Eitt af höfuðverkum vestrænnar menningar flutt í fyrsta skipti í barokkstíl hér á landi, með einsöngvurum í fremstu röð. Nánari upplýsingar á www. kirkjan.is/kirkjulistahatid og í síma 510 1000 Listasafn Sigurjóns Ólafssonar, Laugarnestanga 70, 105 Rvík. www.lso.is - lso@lso.is Þriðjudagstónleikar 9. ágúst kl. 20:30 Jazz Tómas R. Einarsson og hljómsveit hans. Valsar um ástina og eitt timburmannaljóð. Kabarett í Íslensku óperunni Næstu sýningar Föstudaginn 12. ágúst kl. 20.00 Laugardaginn 13. ágúst kl. 20.00 Sunnudaginn 14. ágúst kl. 20.00 Miðar í síma 511 4200, og á www.kabarett.is Leikhópurinn Á senunni í samstarfi við SPRON Kammersveitin Ísafold legguraf stað í tónleikaferð umlandið í dag, þriðja árið í röð. Allt frá stofnun hennar árið 2003 hefur hún ferðast um landið í ágústmánuði og haldið tónleika með það að markmiði að flytja tónelskum Íslendingum nýja tónlist, frá 20. og 21. öld. Sveitin hefur svo sannarlega hlot- ið lof fyrir. „Kammersveitin Ísafold hefur tvímælalaust á öðru starfs- sumri sínu sýnt og sannað að list- rænn metnaður, vinna og gleði geta flutt „tónlistarfjöll úr stað“,“ sagði Jón Hlöðver Áskelsson í Morg- unblaðinu um tónleika sveitarinnar í Akureyrarkirkju í fyrra. „Bravó!“ kallaði Ríkharður Örn í dómi um tónleika á Siglufirði sama ár – sem sagt hafði frumraun þeirra „stór- glæsilega“ árið 2003. Þá var sveitin tilnefnd til Íslensku tónlistarverð- launanna 2005 sem bjartasta vonin í flokki sígildrar og samtímatónlistar.    Ísafold er skipuð átján ungumhljóðfæraleikurum og hafa þeir allir verið í sveitinni frá upphafi. Að þessu sinni slæst Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir mezzósópran í för með sveitinni í tónleikaförinni, sem hefst með tónleikum í Bátahúsinu á Siglu- firði næsta miðvikudag. Alls hyggur sveitin á sex tónleika í ár, dagana 10.–18. ágúst; á Ak- ureyri, Ísafirði, Grundarfirði, í Keflavík og Reykjavík, auk þess sem sérstakir aukatónleikar verða haldnir í Klink og Bank 21. ágúst. Þar munu nokkrir valinkunnir tón- listarmenn af sömu kynslóð leika með þeim; Amina, Kippi Kaninus, Pétur Ben, Ólöf Arnalds, Davíð Þór Jónsson, Hildur Guðnadóttir, Gyða Valtýsdóttir, Ingibjörg Birgisdóttir og Kristján Loðmfjörð.    Á efnisskrá Ísafoldar í ár eru aðvenju tónverk síðustu hundrað ára eða svo, og þar af eitt alveg glæ- nýtt. Þuríður Jónsdóttir tónskáld hefur samið verk sérstaklega fyrir hópinn, en auk þess eru á dag- skránni verk eftir Igor Stravinsky, Tigran Mansurian, Luciano Berio, Maurice Ravel og Witold Lutos- lawski. „Við höfum þá stefnu að fá á hverju ári íslenskt tónskáld til að semja fyrir okkur verk,“ segir Helga Þóra Björgvinsdóttir, fiðluleikari í Ísafold. „Verkið sem Þuríður samdi er fyrir Guðrúnu Jóhönnu og allan hópinn, sem er mjög skemmtilegt. Það er mjög sérstakt og ólíkt öðru á efnisskránni hjá okkur núna.“ Helga Þóra segir ástæðuna fyrir því að Ísafold velji að leika nútíma- og samtímatónlist helst þá, að áhugasvið meðlimanna liggi þar. „Okkur finnst mjög mikilvægt að slík tónlist sé leikin, ekki síst úti á landi. Við reynum að kynna verkin alltaf sjálf munnlega á tónleikum, og vonumst þannig til að færa tónlistina nær áheyrendum. Því þetta er kannski ekki tónlist sem fólk hlustar á dags daglega.“    Kammersveitin Ísafold var á sín-um tíma stofnuð að frumkvæði hljóðfæraleikaranna sjálfra. Þetta unga tónlistarfólk, sem flestallt er við nám erlendis, sér alfarið um skipulagningu og ákvarðanatöku í vinnu sinni. Það hlýtur að vera lær- dómsríkt að taka þátt í svona batter- íi. „Jú, það er það vissulega,“ segir Helga Þóra. „Það er líka mjög lær- dómsríkt að fá tækifæri til að spila svona tónlist, því hana er maður ekkert alltaf að spila. Og samstarfið í hópnum er gott – við hlökkum allt- af öll til ágústmánaðar þegar við hittumst öll og vinnum saman. Þá eru hálfgerð jól hjá okkur.“ Tónleikaferð fjallkonunnar ’Þetta unga tónlist-arfólk, sem flestallt er við nám erlendis, sér al- farið um skipulagningu og ákvarðanatöku í vinnu sinni. Það hlýtur því að vera lærdómsríkt að taka þátt í svona batteríi. ‘ AF LISTUM Ingu María Leifsdóttir Morgunblaðið/Árni Sæberg Kammersveitin Ísafold leggur land undir fót í næstu viku. ingamaria@mbl.is www.isafold.net ÚT er komin hjá Máli og menningu bókin Fuglar í náttúru Íslands eftir Guð- mund Pál Ólafsson. Bókin er enn ein við- bótin við bókaröð Guð- mundar en áður hefur hann látið frá sér bæk- urnar Perlur í náttúru Ís- lands, Ströndina í nátt- úru Íslands og Hálendið í náttúru Íslands, en fyrir þá síðasttöldu hlaut hann Íslensku bókmenntaverðlaunin árið 2000. Í bókinni er fjallað um lifnaðarhætti og lífsskil- yrði íslenskra fugla. Gerð er grein fyrir flugi þeirra, fæðuöflun, varpi og ungauppeldi o.m.fl. Hverri tegund ís- lenskra varpfugla er lýst með máli og myndum og fléttað saman við efni úr þjóðtrú og skáldskap ís- lendinga. Bókin er 383 blaðsíður að lengd og í stóru broti. Bókin kostar á kynningarverði 17.980 kr. Nýjar bækur FJÁRMÁL íslenzks tónlistarlífs telj- ast fráleitt með þeim fjölmiðlareif- uðustu. Hversu margir vita t.d. hvað kostar að „panta“ nýtt verk af tón- skáldi, eða hversu margir vinnutímar geta farið í að æfa það? Um slík mál sést sjaldan ef nokkurn tíma auka- tekinn stafur. Að öllu jöfnu mætti því halda að tónlistarmenn lifi á loftinu einu, og árétti það reyndar nýleg blaðafrétt við útkomu skatt- innheimtuseðla um að listamenn landsins fái almennt lúsarlaun. Þó ber stöku sinni fyrir les- endaaugu upplýsingar til vísbend- ingar um að eitt og annað hljóti að kosta sitt, hvað svo sem tilteknum upphæðum líður. T.a.m. viðhald stórra hljóðfæra eins og Klaisorgels Hallgrímskirkju. Að vísu var engin krónutala nefnd, en á Net-heimasíðu Hallgrímskirkju kom samt fram að ágóði orgeltónleika kirkjunnar á veg- um Sumarkvölds við orgelið renni til þess arna. Þá er bara að vona að meistarasmíð Düsseldorfverksmiðj- unnar nái að halda sínu fyrir það sem aðgangseyririnn kann að skila. Hitt er vitanlega ekki síður mik- ilvægt að jafnt eldri og reyndari sem yngri en vaxandi organistar landsins fái að sýna listir sínar á þetta fremsta fjölpípuverk lýðveldisins. Til þess virðast og hádegistónleikar sumars- ins hugsaðir, og umræddan fimmtu- dag mátti einmitt sjá fulltrúa úr síð- arnefndum hópi tylla sér léttilega á ópólstraðan spilarabekk gólfspil- samstæðunnar, Þórhall Stein- grímsson frá Neskirkju, nestaðan framhaldsnámi úr Rómaborg. Verkefni fyrri hlutans voru þrír ís- lenzkir sálmforleikir. Eftir stuttan en ljúft og ljóðrænt streymandi „Guði sé lof, því æskan ei dvín“ eftir Atla Heimi Sveinsson lék Stein- grímur hinn almennt dulrænni en um leið líka fjölleitari „Jesús, mín morg- unstjarna“ eftir Gunnar Reyni Sveinsson; tilbrigðaröð er bauð upp á ýmist skemmtilega kryddaða hljómameðferð eða snöfurleg kontrapunktísk tilþrif í litríku radd- vali. Íslenzku deildinni lauk með skýrri túlkun á „Lofið Guð“ eftir Þorkel Sigurbjörnsson, glaðværu verki í 6/8 takti með sérkennilega dansandi þráfrumshendinga- viðskeytum. Seinni helmingur brá sér til Frakklands. Charles-Marie Widor (1844–1937), sem kannski er þekkt- astur fyrir Tökkötu sína frægu úr 5. orgelsinfóníunni í F, kom við sögu með tveim þáttum úr þeirri 6. Op. 42. Nefnilega Intermezzo (III), þar sem Steingrímur magnaði upp frábæra mars-sveiflu, og hinum enn viðhafn- arþrungnara en jafnframt mun snúnara Finale (V), er organistinn gerði sömuleiðis góð skil, burtséð frá merkjanlegri tempóhægingu þegar sortna tók nótnamyndinni. Þessa varð að vísu einnig nokkuð vart í lokastykkinu, hinu stórglæsilega Finale (VI) úr 1. sinfóníu Op. 14 eftir Louis Vierne (1860–1937), enda varla furða í jafnorkufrekum hetjusveip- uðum „moto perpetuo“ rithætti sem Steingrímur annars sópaði höndum og fótum svo beinlínis gustaði að í fít- onsefldu registrunni – þó að kænna hefði eflaust verið að fara sér ögn hægar í upphafi meðan vært var. Gustmikil tilþrif TÓNLIST Hallgrímskirkja Sálmforleikir eftir Atla Heimi Sveinsson, Þorkel Sigurbjörnsson og Gunnar Reyni Sveinsson; orgelsinfóníuþættir eftir Wi- dor og Vierne. Steingrímur Þórhallsson orgel. Fimmtudaginn 4. ágúst kl. 12. Orgeltónleikar Ríkarður Ö. Pálsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.