Morgunblaðið - 07.08.2005, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 07.08.2005, Blaðsíða 38
38 SUNNUDAGUR 7. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Guðrún Torfa-dóttir fæddist í Stóra Laugardal í Tálknafirði 11. júní 1924. Hún lést á Sjúkrahúsi Akra- ness 20. júlí síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Torfi Ólafsson og Elísabet Guðjónsdóttir. Guð- rún var 5. í röð 11 systkina en af þeim komust 9 á legg, hin eru Andrés, Krist- inn, Hermann, sem eru látnir en eftirlifandi eru Valdimar, Guðríður, Ólafur, Ásta og Unnur. Guðrún var tekin í fóst- ur að Norðurbotni þriggja ára gömul af hjónunum Ágústi Kristjáns- syni og Ingibjörgu Jónsdóttur. Guðrún giftist 17. nóvember 1951 Björgvini Sigur- björnssyni. Sonur þeirra er Sigur- björn en fyrir átti Guðrún þrjá syni, þá Ingimar, Halldór og Örn. Guðrún og Björg- vin tóku við búi í Norðurbotni og bjuggu þar fram til 1966 er þau fluttu út í þorpið. Útför Guðrúnar fór fram frá Akraneskirkju 28. júlí. Elsku amma mín, þá er víst komið að hinstu kveðjustund okkar. Ég hef notið þeirra forréttinda að alast upp í svo lítilli fjarlægð frá ykkur afa, og hef búið allt mitt líf í næstu götu við ykkur þangað til fyrir ári síðan, enda var erfitt að kveðja ykkur þegar við fluttum. Þegar ég hugsa til löngu lið- ins tíma detta mér fyrst í hug jólin en þið komuð alltaf í kaffi til mömmu og pabba á aðfangadagskvöld og oftar en ekki fór ég heim með ykkur afa og gisti hjá ykkur. Það var alltaf gott að koma og gista hjá ykkur því eins og hjá góðum ömmum og öfum þá var alltaf til nægur tími og þannig var það hjá ykkur. Afi las alltaf heila bók fyrir mig á kvöldin, ekki bara nokkr- ar síður, og svo kenndir þú mér bænir þegar ég skreið upp í til ykkar, sem ég gerði nú oftast. Okkur Björgvin bróður fannst líka gaman að koma og leika okkur í búðarleik í gamla skatt- holsskápnum og þú varst búin að tína til fullt af smáhlutum og setja í alls- konar box svo þetta var eins og fyrsta flokks sjoppa. Mér verður líka hugs- að til gróðurhússins því þar áttum við margar góðar stundir sitjandi saman á garðstólum innan um allar rósirnar og þú varst óþreytandi að svara öllum spurningum um allt mögulegt. Ég hálf endurupplifði þessar góðu stund- ir eftir að ég eignaðist strákana og þeir fóru að hlaupa til þín í tíma og ótíma. Stundum ef þeir voru eitthvað óþægir að borða heima og fannst eitt- hvað ekki nógu gott í matinn fóru þeir til þín og sögðu „ég er svangur, það var enginn matur heima“ og þá fengu þeir eitthvað í gogginn. Enda sagði Benedikt núna þegar ég sagði honum að þú værir dáin, „þá getum við aldrei farið til hennar aftur að fá kex, hún var svo góð við mig, Skúla og Tómas að gefa okkur kex og svoleiðis.“ Og Skúli sagði „aumingja afi, ég vor- kenni honum, nú er hann aleinn“. Og þá fyrst áttaði ég mig á því að þetta er jú veruleikinn, þú ert farin frá okkur elsku amma og stundirnar okkar saman eru upp taldar. Takk fyrir þennan tíma sem við höfum átt sam- an, hann var ómetanlegur. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (Vald. Briem.) Guð veri með þér, afi minn, og styrki þig í gegnum þennan erfiða tíma. Þú ert nú búinn að vera alveg einstaklega duglegur og góður við hana ömmu og sitja með henni og yfir henni tímunum saman dag hvern. Guðbjörg Arnardóttir. GUÐRÚN TORFADÓTTIR Það var fyrir hreinustu tilviljun að ég fékk vita að hún hefði greinst með sjúkdóm sem því miður tekur fólk oft í burtu í blóma lífsins. Ég hafði flutt erlendis nokkrum árum áður, en það stoppaði mig ekki í að halda sambandi við þau hjón, enda var maður hennar minn besti vinur og er. Eitt sinn er ég hringdi, þá sagði hún mér frá þessu, að hún hefði sjúkdóm sem illur væri viðureignar en ekki vildi hún gera mikið úr. Í rauninni segir þetta allt sem segja þarf. Andlegur styrkur henn- ar var slíkur að leit er að öðru eins. Ég kynntist Þorbjörgu og vin- konum hennar fyrir nokkrum ára- tugum síðan og þá kom fljótt í ljós ÞORBJÖRG SIGURÐARDÓTTIR ✝ Þorbjörg Sig-urðardóttir fæddist í Ólafsvík 15. september 1958. Hún lést á Landspítalanum 25. júní síðastlið- inn og var útför hennar gerð frá Hveragerðiskirkju 2. júlí. að hún var gríðarleg- ur húmoristi og féll það vel inn í mynd- ina, þar sem ég ásamt tveimur fé- lögum mínum höfð- um þá stofnað HREKKJUSVÍNA- FÉLAGIÐ. Þorbjörg var mjög sérstök að mörgu leyti, hún gat grínast ef tilefni gafst, en hún hafði einnig þann eiginleika að geta talað við mann í fullri alvöru og aldrei blandaði hún þessum tveimur eiginleikum sam- an og þeim, sem þekktu hana eins og gerði, sagði hún skoðun sína vafningalaust. Ég virti hana fyrir hreinskilni hennar, einlægni og heiðarleika. Það er sem steinn í hjarta mér síðan ég fékk vita að hún hefði yfirgefið þennan heim. En minningin um hana mun lifa og ég er þakklátur fyrir að hafa kynnst henni. Ég bið Guð að blessa minn- inguna um þessa vinkonu mína og ég votta manni hennar og sonum þeirra mína dýpstu samúð. Jóhann Pálmason, Svíþjóð. Á undanförnum ár- um hef ég oft séð góða auglýsingu í breska sjónvarpinu. Þar sjást marg- ir frægir stjórnmálamenn, tónlistar- menn, leikarar og aðrir nefna algjör- lega óþekkt nöfn og brosa við. Og áhorfendur velta fyrir sér um hvað þeir séu að tala. Tilgangur auglýs- ingarinnar er að hvetja fólk til að fara í kennaranám og slagorðið er: „Það muna allir eftir besta kennar- anum sínum.“ Þegar ég hugsa tilbaka til skóla- áranna minna í Mývatnssveit fljúga ÞRÁINN ÞÓRISSON ✝ Þráinn Þóris-son, Skútustöð- um í Mývatnssveit, fæddist í Baldurs- heimi í Mývatns- sveit 2. mars 1922. Hann lést á Land- spítala – háskóla- sjúkrahúsi laugar- daginn 23. júlí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Skútustaðakirkju 2. ágúst. ótal minningar um hugann, allar umvafð- ar hlýrri og sterkri – stórkostlegri návist Þráins Þórissonar. Óttablandin virðing okkar í níu ára bekk í litla skólanum í Reykjahlíð þegar skólastjórinn sjálfur kom frá Skútustöðum til að kenna okkur söng. Óttinn hvarf fljótt, þvílíkt var fjörið sem fylgdi Þráni í þessum tímum. Við göngum og syngjum hér saman því söngurinn hann er vort mál nú verður glaumur og gaman gleðjist hver einasta sál Tra ra lalalala „Hærra hærra“ Tra ra lalalala og allir sungu fullum hálsi. Loff mala koff mala lifir enn hann malakoff Malakoff var gjarnan sungið kröftuglega en við lærðum líka að syngja frá hjart- anu lágt og af tilfinningu „Det var en lördag aften“ og „Vem kan segla fö- rutan vind“. Stundum birtist Þráinn með seg- ulbandstæki og þá var öllum borðum og stólum rutt burt og danskennsla tók við, takturinn sleginn í skottís, polka og ræl. Það voru hlýjar móttökur sem bekkurinn minn fékk þegar við ell- efu ára byrjuðum í Skútustaðaskóla. Þráinn stóð í dyrunum og heilsaði öllum „velkomin, velkomin“. Þar tók alvaran við líka. Ég heyri ennþá þrumandi röddina: „Drífa Þuríður hvar eru hendurnar á þér?“ þegar ég var að stelast til að telja á fingrum mér í stærðfræðitíma. Maður komst ekki upp með neitt múður. Stafsetn- ing gekk yfirleitt vel hjá mér og þá voru kröfurnar auknar. Ég man eftir stafsetningarprófi þar sem ég ætlaði mér og Þráinn eflaust líka að fá 10 í einkunn. En eitthvert ypsilonorð vafðist fyrir mér og Þráinn skynjaði einhverjar efasemdir hjá mér, gekk framhjá borðinu mínu, leit á blaðið og hummaði. Þá vissi ég að ég þyrfti að breyta í einfalt i. Þráinn hafði gott lag á að hjálpa þeim sem gekk ekki eins vel og hvatti þá til dáða með þeim hætti að önnur bekkjar- systkini tóku þátt í hvatningunni og allir unnu saman. Einhverju sinni ætluðum við að reyna að gabba Þráin fyrsta apríl – kalla hann út úr tíma í símann. Bekkjarsystkinum mínum þótti lík- legast að hann myndi trúa mér svo ég var látin vinna verkið. En ég fékk aðeins blíðlegt bros þegar ég bank- aði og stamaði því út úr mér að það væri síminn til hans. „Drífa mín, þú getur aldrei logið að mér“ sagði hann. Og staðreyndin er sú að eng- inn nemenda hans gæti það. Bókmenntir og saga voru Þráni ákaflega hjartfólgin og vakti hann áhuga okkar á þeim fögum með áhrifamiklum hætti. Á hverju ári voru sett upp íslensk leikrit á litlu jólum og vorskemmtun og þá var ekkert kastað til höndunum. Ég hef numið leiklist í fleiri skólum á síðari árum en kennsla Þráins á framsetn- ingu hefur dugað mér langtum best. Á skólaferðalögum, m.a. um Snæ- fellsnes og Vestfirði, tók sögu- kennslan við, Þráinn sagði okkur sögur af stokkum og steinum hvar- vetna. Ein af sterkustu minningum mín- um af Þráni gerðist á köldum dimm- um vetrardegi er hann las fyrir okk- ur sögu Reynistaðarbræðra sem urðu úti á Kili. Söguna sagði hann okkur af slíkri tilfinningu að við urð- um hrærð. Þráinn kenndi okkur ekki bara skyldufögin og metnað við lærdóm- inn. Hann kenndi dans, söng og leik- list en umfram allt kenndi hann okk- ur að hafa samúð og bera virðingu fyrir náunganum. Elsku Magga og fjölskyldan öll, ykkur sendi ég samúðarkveðjur. Ég kveð besta kennarann minn með djúpri virðingu og þökkum fyrir allt sem hann gaf mér. Drífa Arnþórsdóttir, London. Helluhrauni 10, 220 Hf., sími 565 2566, www.englasteinar.is Englasteinar Fallegir legsteinar á góðu verði Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, KRISTJÁN GUÐMUNDSSON, Gullsmára 11, sem lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi föstudaginn 29. júlí, verður jarðsunginn frá Foss- vogskirkju þriðjudaginn 9. ágúst kl. 13.00. Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hans, er bent á líknardeildina í Kópavogi. Guðrún Danelíusdóttir, Friðleifur Kristjánsson, Borghildur Jónsdóttir, Daði Kristjánsson, Brynja Harðardóttir, Víðir Kristjánsson, Sirpa Niskanen, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, STEINÞÓR JENSEN kaupmaður, Norðurbyggð 16, Akureyri, sem lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri sunnudaginn 31. júlí síðastliðinn, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju mánudaginn 8. ágúst kl. 13.30. Guðjón B. Steinþórsson, Svava Ásta Jónsdóttir, Þórey Edda Steinþórsdóttir, Jóhannes Bjarnason, Elín Dögg Guðjónsdóttir, Ólafur Fossdal, Jón Orri Guðjónsson, Elín Eydís Friðriksdóttir, Hallur Birkir Reynisson, Bjarni Már Jóhannesson, Arnar Þór Jóhannesson, Valgerður Bjarnadóttir, Heimir Örn Jóhannesson, Birgitta Eva, Eyþór Alexander og Rannveig Katrín. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUNNAR JÓHANNSSON smiður, Blikabraut 10, Keflavík, verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju þriðju- daginn 9. ágúst kl. 14.00. Hildur Gunnarsdóttir, Vilhjálmur Skarphéðinsson, Jóhann Gunnarsson, Anna María Aðalsteinsdóttir, Guðmundur Gunnarsson, Gróa Hávarðardóttir, Guðrún Bríet Gunnarsdóttir, Kolbrún Gunnarsdóttir, Gísli Garðarsson, Hrefna Gunnarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.