Morgunblaðið - 07.08.2005, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 07.08.2005, Blaðsíða 25
frá mínum yngri árum að þá var því hiklaust haldið fram að engin myndlist hefði verið til á Íslandi fyrir daga „brautryðjendanna“ um aldamótin 1900. Góðir listamenn, sumir menntaðir í útlöndum, sögðu hiklaust að við ættum ekki neitt annað en „skreytingar“, oftast úr kirkjum, og þær væru bara frum- stæð viðleitni, merkt fátækt og menntunarskorti. Það var ekki fyrr en alllöngu síð- ar að mér og mörgum öðrum varð ljóst að þessi kenning var blekking og í raun og veru var verið að falsa bæði listasöguna og Íslandssöguna. Á þetta hef ég oft minnst í Lesbók Morgunblaðsins á meðan ég starf- aði þar, en ympra á því nú af þeirri gleðilegu ástæðu að út er komin bók um íslenzka myndlistarmenn fyrri alda eftir Þóru Kristjánsdótt- ur, list- og sagnfræðing, sem lengi hefur starfað á Þjóðminjasafninu. Í tilefni útkomu bókarinnar hef- ur Þjóðminjasafnið staðið að áhugaverðri sýningu á íslenzkum listaverkum frá 16., 17. og 18. öld í Bogasalnum. Sýningin er eitt af því sem ætti að gleðja augað nú á þessu sumri; hún er mjög fag- mannlega uppsett og til þess fallin að opna augu okkar fyrir íslenzkri list fyrri alda. Mynd á þili Bók Þóru heitir Mynd á þili – heitið er sótt í ljóð Jóns Helgason- ar, Áfanga. Þar eru nafngreindir margir listamenn og birtar ljós- myndir af verkum þeirra fimmtán sem hæst ber. Enda þótt heimildir séu um að Marteinn Einarsson, Skálholtsbiskup, hafi numið mynd- list í Englandi á æskuárum sínum snemma á 16. öld, hefur ekkert varðveizt eftir hann. Elztu lista- verk okkar, sem rakin verða til nafngreinds höfundar, eru útskorn- ar myndir á Grundarstólunum eftir Benedikt Narfason og myndir skornar í hvalbein eftir Brynjólf Jónsson, lögréttumann og bónda í Skarði á Landi. Elzta verk hans er ársett fáeinum árum fyrir aldamót- in 1600. Elztu málverk eftir nafngreind- an málara eru hinsvegar á predik- unarstóli úr Bræðratungukirkju eftir Björn Grímsson, sem fæddur var um 1570 og hafði dvalið í Þýzkalandi á sínum yngri árum. Er talið að hann hafi numið mál- aralist þar. Brynjólfur Skálholts- biskup kallaði predikunarstólinn „kostulegan“ þegar hann vísiteraði í Bræðratungu 1644, en myndirnar mun Björn hafa málað skömmu eftir 1600. Þeir myndlistarmenn þriggja alda eftir siðaskipti sem hæst gnæfa fyrir utan Brynjólf Jónsson og Björn Grímsson eru séra Hjalti Þorsteinsson prófastur í Vatnsfirði, sem fæddur var 1665 og telst lík- lega færasti portrettmálari okkar um þriggja alda skeið, Guðmundur Guðmundsson myndskeri frá Bjarnastaðahlíð, fæddur 1618, var lærður í útskurði frá útlendum skóla og flutti með sér barokkstíl- inn til Íslands, Jón Hallgrímsson málari, fæddur 1741, er höfundur frægrar altaristöflu sem kennd er við Upsir í Svarfaðardal, og faðir hans, Hallgrímur Jónsson, fæddur 1717, var fjölhæfur smiður, út- skurðarmeistari og leturskrifari. Útskorin og máluð lágmynd hans á kistli, sem heitir „Á biðilsbuxum“, er að minni hyggju sígilt listaverk. Ámundi Jónsson snikkari, fæddur 1738, var dáður kirkjusmiður og málari á Suðurlandi. Fleiri liðtæka listamenn mætti telja, svo sem Jón Greipsson bónda á Auðshaugi á Barðaströnd. Björn Grímsson málari var líka góður teiknari og liggja eftir hann myndir, unnar í lit, úr lögbókar- handritum. Stíllinn á íburðarmikl- um upphafsstaf rímar við barokkið, sem þá var ríkjandi í Evrópu, en jafnframt sækir Björn sér fyrir- myndir í lýsingar í handritum og falleg leturskrift þvælist ekki held- ur fyrir honum. Á málverkunum á predikunarstólnum sést, ekki sízt á klæðafellingum, að Björn hefur verið lærður málari. Björn var um tíma sýslumaður í Árnesþingi, ókvæntur, en eignaðist einn son og þótti vægast sagt sér- stætt hvernig hann kom undir. Svo stóð á að Björn var staddur á Hlíð- arenda og fékk þá vitrun að honum væri ætlað að eignast son, sem yrði prestur. Þurfti hann að ná fundi Höllu systur sinnar, sem bjó á Skógum, en leysingar voru og miklir vatnavextir. Reið Björn samt austur í Skóga yfir Mark- arfljót og önnur vatnsföll, meira og minna ófær, og bað systur sína að búa sér rúm í kirkjunni og senda sér þangað vinnukonu til gamans. Sem betur fór fannst vinnukona sem var til í tuskið. Hún varð þunguð og allt gekk eftir. Tími til kominn að dusta af þeim rykið Verk þessara íslenzku lista- manna fyrri alda eru ekki næv ( naive – þ.e. með barnsleg ein- kenni). Sum þeirra eru gerð af aðdáunarlegri færni, svo sem myndirnar á beinspjöldum Brynj- ólfs Jónssonar; aðrar bera vott um ónóga æfingu, enda hafa verkefnin ekki komið til þessara manna á færibandi. Nú er sá tími liðinn að listaverk sé dæmt út frá því hvort anatómísk útfærsla sé „rétt“ og þá gengið út frá akademískum kröfum frá sama tíma. Í samtímamyndlist erum við löngu hætt að gera þær kröfur og út frá forskrift og fyr- irmyndum hugmyndalistar nú- tímans þykir það bæði óþarft og jafnvel hallærislegt. Það kæmi því úr hörðustu átt ef samtímalistamenn, sem eru að því er virðist lausir við allar slíkar „kröfur“, færu að gagnrýna ís- lenzka kollega sína frá fyrri öldum, enda gera þeir það ekki. Sú hug- mynd að list forfeðranna sé ekki annað en „skreytingar“ var sprott- in frá þeim sem höfðu hlotið aka- demíska myndlistarmenntun, svo og kynslóðinni sem fór að láta til sín taka um 1950, vopnuð stóra- sannleik nýjustu kenninga frá Par- ís. Hitt er svo annað mál, og alveg sjálfsagt að undirstrika það, að meðal listamanna aldanna þriggja eftir siðaskipti er enginn Kjarval, Ásgrímur eða Einar Jónsson, og þá getum við einungis haft þessi fáu verk forvera þeirra til hlið- sjónar sem hafa varðveizt. En að- stæðurnar eru svo ósambærilegar, jafnvel við aðstæður hinna svoköll- uðu frumherja, að við getum ekki með nokkru móti gizkað á hverju menn eins og Brynjólfur í Skarði og séra Hjalti í Vatnsfirði hefðu áorkað ef þeir hefðu verið uppi og starfað þremur öldum síðar. Vonandi verður bók Þóru – og sýningin í Þjóðminjasafninu – til að rétta hlut þeirra sem héldu uppi merkjum myndlistar á Íslandi á öldum fátæktarinnar. Þóra hefur lengi staðið vaktina og stýrði um tíma sýningahaldi í Norræna Hús- inu og á Kjarvalsstöðum með sóma á því árabili þegar almenningur hafði enn áhuga á myndlist og þyrptist á sýningar. Hún hefur lengi starfað í Þjóðminjasafninu og þar voru rannsóknir á listgripum meginviðfangsefni hennar. Hún hafði þar fyrir augum listaverk for- feðra og formæðra okkar og var vel undir það búin að skrifa bók um efnið. aldrei að koma?“ Útskot og áningarstaður með borði og sætum á stuðlabergskubbum í brekk- unni ofan við Seljavallavatn á Vatnaleið á Snæfellsnesi. Hér hefur verið mikið í lagt, sem er alger undantekning, en hitt er algengast að alls ekki séu byggð ein- föld útskot, sem hljóta að vera ódýr mannvirki. Hluti af stóru beinspjaldi með fínlega útskorinni mynd sem fjalllar um dauða Krists. Þetta verk Brynjólfs Jóns- sonar bónda og lögréttumanns í Skarði á Landi er frá 1604 og meðal allra elztu listaverka íslenzkra, sem rekja má til ákveðins höfundar. Tvö af fjórum málverkum á predikunaarstóli úr Bræðra- tungukirkju. Málað hefur Björn Grimsson skömmu eftir 1600 og eru þessi málverk hin elztu í sögu okkar sem rakin verða til ákveðins höfundar. Myndirnar sýna guðspjalla- mennina við skriftir. Höfundur er rithöfundur og myndlistarmaður. ’Sannleikurinn er þósá að í sumum fögr- um héruðum og á frábærum útsýn- isstöðum er þetta fyrirbæri, útskot, alls ekki til.‘ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. ÁGÚST 2005 25 FLUGSTÖ‹ LEIFS EIRÍKSSONAR For›ist bi›ra›ir á flugvellinum Vegna aukinna öryggisrá›stafana á flugvöllum og til hæg›arauka hvetjum vi› farflega til a› mæta tímanlega í Leifsstö› flegar fari› er úr landi. Vi› mælum me› a› farflegar mæti í flug- stö›ina tveimur klukkustundum fyrir brottför. Ókeypis sætafer›ir frá BSÍ kl. 4.30 á morgnana í bo›i Flugstö›var Leifs Eiríkssonar. Gef›u flér tíma í Leifsstö› Finni› rúturnar me› okkar merki Athugi› a› innritun í Flugstö›inni hefst kl. 5.00. Tilbo›i› gildir frá 1. júní - 31. ágúst 2005 M Á T T U R IN N & D Ý R Ð IN Ókeypis sætafer›ir frá BSÍ kl. 4.30
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.