Morgunblaðið - 07.08.2005, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 07.08.2005, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. ÁGÚST 2005 49 MENNING MARGIR muna eftir fjölskyldu- ferðum í Tívolíið í Hveragerði þar sem börn kynntust sannkölluðum ævintýraheimi fylltum gleði, hraða og sælgæti en einnig hræðslu og sorg. Á morgun verður opnuð mynd- listarsýningin Tívolí í Hveragerði í Listasafni Árnesinga og verður mikið um dýrðir á opnunardaginn. Í vor komu sýningarstjórarnir Markús Þór Andrésson og Þuríður Sigurðardóttir að máli við yfir tutt- ugu listamenn með þá hugmynd að búa til listasprengju þar sem lista- verkum, gjörningum og uppá- komum væri blandað saman. „Við völdum listamennina með tilliti til þess að þeir hafa allir unn- ið verk sem hafa einhvern leik í sér,“ segir Þuríður. „Samtímalist hefur lítið verið að- gengileg börnum og með þessari sýningu vildum við bæta fyrir það og búa til skemmtilega fjöl- skyldustemmningu.“ Áhersla sýningarinnar er á myndlist sem sækir innblástur í heim afþreyingar og dægurmenn- ingar, leikja, tilrauna og skemmt- unar. Listamenn á öllum aldri Elsta verkið er skúlptúrar af fullorðnum og börnum í ýmsum að- stæðum eftir Þorbjörgu Pálsdóttur, en hún er jafnframt elsti listamað- ur sýningarinnar. Sá yngsti er Guðmundur Thoroddsen en hans verk er litríkt málverk af tívol- ístemmningu. „Það er gaman hversu mikið listamennirnir lögðu í verkin,“ segir Þuríður, og er ánægð með útkomuna. Aðrir listamenn eru: Ásdís Sif Gunnarsdóttir, Berglind Ágústs- dóttir, Birgir Andrésson, Egill Sæ- björnsson, Gabríela Friðriksdóttir, Gjörningaklúbburinn, Hekla Dögg Jónsdóttir, Helgi Þórsson, Hrafn- hildur Arnardóttir, Hreinn Frið- finnsson, Huginn Arason, Margrét H. Blöndal, Pétur Örn Friðriksson, Ólöf Björnsdóttir, Ragnar Kjart- ansson, JBK Ransu, Sigga Björg, Sirra Sigrún Sigurðardóttir og Val- gerður Guðlaugsdóttir. „Minningin um tívolí er mjög misjöfn hjá fólki. Sumir upplifðu það til dæmis að gubba allt út í hringekjunni, síðan voru alls konar óvæntir hlutir eins og draugahúsið sem börn áttu ekki von á þegar þau hugsuðu um blöðrur og kandí- floss.“ Listflug og karamellur Börnin verða heiðursgestir á opnunarhátíðinni á morgun og þeim boðið upp á svala og ís ásamt því að Arngrímur Jóhannsson flýg- ur yfir bæinn og dreifir karamell- um. „Við upplifum síðan spennuna sem við þekkjum flest úr tívolíinu þegar Björn Thoroddsen sýnir list- flug yfir Hveragerði,“ segir hún. Þá munu myndlistartrúðar taka á móti gestum og leiklistar- og myndlistarmenn verða með gjörn- inga. Tívolí í Hveragerði stendur til 25. september og tívolístemmningin verður stórkostleg; tónlist, gleði, litir, sælgæti, rússíbani tilfinninga og fleira sem fólk man úr gamla tívolíinu sem nú er horfið á braut. Myndlist | Tívolí í Hveragerði í Listasafni Árnesinga Málverk eftir Guðmund Thoroddsen. Eftir Völu Ósk Bergsveinsdóttur valaosk@mbl.is Tívolístemmning í Hveragerði endurvakin Roy Orbison syngur fyrir gesti, hægt er að setja smápening í rauf á hliðinni ef vill. Verkið er eftir Helga Þórsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.