Morgunblaðið - 07.08.2005, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 07.08.2005, Blaðsíða 4
4 SUNNUDAGUR 7. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR www.ibudalan.is Einfaldari leið að íbúðakaupum Að fjármagna íbúðakaup hjá Íbúðalán.is er einfalt, fljótlegt og þægilegt. Þú ferð einfaldlega inn á vefslóðina www.ibudalan.is og gengur frá þínum málum í tveimur einföldum skrefum - greiðslumatinu og lánsumsókninni. Fasteignasalinn sendir síðan kauptilboðið rafrænt til Íbúðalán.is SKIPULAGSSTOFNUN hefur haf- ið matsferli á umhverfisáhrifum vegna framkvæmda Alcoa Fjarðaáls í Reyðarfirði eftir að Hæstiréttur Íslands ógilti í byrjun júní úrskurð umhverfisráðherra frá 15. apríl 2003 varðandi ákvörðun Skipulagsstofn- unar frá 20. desember 2002 um að ekki þyrfti umhverfismat vegna ál- vers Alcoa í Reyðarfirði. Tillagan var send Skipulagsstofnun í lok júlí og hefur stofnunin frest til 29. ágúst til ákvörðunar. Allir hafa rétt til að kynna sér tillöguna og leggja fram athugasemdir. Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast eigi síðar en 15. ágúst 2005 til Skipulagsstofn- unar, Laugavegi 166, 150 Reykjavík. Tillagan var unnin af verkfræð- ingum HRV sem er samstarfsvett- vangur Hönnunar, Rafhönnunar og VST. Um tímaáætlun matferlisins segir í tillögunum að gert sé ráð fyrir að endanlegri matsskýrslu verði skilað til Skipulagsstofnunar í nóvember 2005 og að álit stofnunarinnar liggi þá fyrir snemma árs 2006. Fyrirhugað er að framkvæmdir nái hámarki árið 2006 og að allt að 1.600 starfsmenn muni þá dvelja í vinnubúðum. Stefnt er að því að framleiðsla í álverinu hefjist í apríl árið 2007. Morgunblaðið/Helgi Garðarsson Framkvæmdir við álver Alcoa á Reyðarfirði eru í fullum gangi. Tillaga að mats- áætlun send til Skipulagsstofnunar Umhverfismat hafið á Alcoa Fjarðaáli færa til skýrslutöku þegar blaðið fór í prentun. Rannsókn málsins er á frumstigi en lögreglan í Keflavík fer með rann- sóknina og nýtur aðstoðar tækni- deildar lögreglunnar í Reykjavík. Þá voru Brunavarnir Suðurnesja kallaðar út í fyrrakvöld vegna bíl- bruna við gatnamót Básvegar og Hrannarvegar þar sem fólksbíll stóð í ljósum logum. Vel gekk að slökkva eldinn en samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var enginn í bílnum. Talið er líklegt að bílnum, sem var nýkominn úr viðgerð, hafi verið ýtt niður brekk- una þar sem eldur hafi verið borinn að honum.. Þeir sem geta gefið frekari upplýsingar er bent á að hafa sam- band við lögregluna í Keflavík. STARFSMAÐUR varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli hlaut skurðsár eftir að hópslagsmál brutust út á Hafnargötu í Keflavík í fyrrinótt. Samkvæmt upplýsingum lögreglunn- ar í Keflavík er maðurinn ekki talinn í lífshættu en hann var farinn af vett- vangi þegar lögregla kom á staðinn. Maðurinn hélt rakleiðis á sjúkrahúsið á svæði varnarliðsins eftir að hafa hlotið áverkana. Hins vegar er ekki vitað hvar hann var sár en lögregla segir mikið hafa blætt úr honum og því ljóst að þetta hefði getað farið illa. Fimm aðilar voru handteknir vegna málsins, fjórir íslenskir ríkis- borgarar og einn erlendur maður. Þeir gistu fangageymslur lögreglu aðfaranótt laugardags og þá átti að Hlaut skurðsár í hópslagsmálum GISTINÆTUR á hótelum í júní árið 2005 voru 121.900 en voru 113.300 árið 2004 (8%). Kemur þetta fram í frétt Hagstofunnar. Hlutfallslega varð mesta aukn- ingin á Suðurnesjum, Vesturlandi og Vestfjörðum þar sem gistinæt- ur fóru úr 10.150 í 12.450 (23%). Á höfuðborgarsvæðinu fjölgaði gistinóttum úr 71.100 í 79.480 (12%) milli ára og á Austurlandi úr 4.760 í 4.900 (3%). Gistinóttum á hótelum í júní fækkaði hins- vegar á Norðurlandi (-4%) og á Suðurlandi (-11%). Í júní sl. voru gistinætur Ís- lendinga á hótelum 18.740 á móti 14.680 árið á undan, sem er tæp- lega 28% aukning. Gistinóttum útlendinga á hótelum fjölgar hlutfallslega minna eða um 5% milli ára, úr 98.620 í júní árið 2004 í 103.170 í júní árið 2005. Fjölgun um 4% fyrstu sex mánuði ársins Gistinóttum á hótelum fjölgaði um rúm 4% fyrstu sex mánuði ársins. Gistinætur á hótelum fyrstu 6 mánuði ársins 2005 voru 439.960 en voru 421.040 árið 2004 (4%). Á Suðurnesjum, Vestur- landi og Vestfjörðum fjölgaði gistinóttum úr 31.650 í 37.180 (17%) milli ára og á Norðurlandi úr 30.770 í 32.610 (6%). Gistinæt- ur á höfuðborgarsvæðinu fyrstu 6 mánuði ársins voru 312.260 en voru 296.730 fyrir sama tímabil árið 2004 (5%). Á sama tíma fækkaði gistinóttum á Austur- landi um 12%, úr 15.070 í 13.320 og á Suðurlandi um 5%, úr 46.820 í 44.580. Í frétt Hagstofunnar er athygli vakin á því að hér er átt við gisti- nætur á hótelum eingöngu, þ.e. hótelum sem opin eru allt árið. Tölur fyrir 2005 eru bráða- birgðatölur, segir í frétt Hagstof- unnar. Gistinætur og gestakomur á hótelum í júní 2005 Gistinóttum á hótelum fjölgaði um tæp 8% TVEIR miklir kappar, Chris Bonington og Robin Knox-Johnston, sem eru frægir fyrir afrek í fjalla- mennsku og siglingum, voru á Ísafirði í vikunni. Ann- ar er að nálgast sjötugt og hinn er nokkru eldri og er leitun að mönnum sem bera aldurinn betur. Rúnar Óli Karlsson, ferðamálafulltrúi á Ísafirði, og vinur hans Sigurður Jónsson rákust á kappana í Ísa- fjarðarhöfn þar sem þeir dvöldu um borð í skútu Knox-Johnstons. Þeir voru þá, ásamt sjö öðrum, að koma úr fýluferð til Grænlands þar sem þeir ætluðu að reyna að klífa tindinn Cathedral í Kangerlussuaq- firði en urðu frá að hverfa vegna hafíss. Að sögn Rún- ars sögðust þeir félagar hafa reynt við tindinn áður en einnig orðið frá að hverfa, í það skiptið vegna snjó- flóðahættu. Bonington var samt ansi sáttur við að snúa við í þetta skiptið því það virtist hafa gleymst að taka klifurlínur með í leiðangurinn. „Þegar Bonington var að skipuleggja hina stóru bresku leiðangra í Himalajafjöllunum á 8. og 9. ára- tugnum hafði hann það orð á sér að vera mjög ná- kvæmur. Nú var hann í sumarfríi og hafði á orði eftir nokkra bjóra og ginsopa, að þessi Grænlandsleið- angur væri sá óskipulagðasti sem hann hefði nokkurn tíma farið í og fannst það bara fyndið,“ sagði Rúnar. Fyrir hina óvígðu má m.a. taka fram að Knox- Johnston hefur unnið sér það til frægðar að verða fyrstur til að sigla skútu einn síns liðs viðstöðulaust í kringum hnöttinn. Að sögn Rúnars vantaði Bonington og Knox- Johnston hugmyndir um hvernig best væri að verja fríinu og komu þeir Sigurður og Rúnar með ýmsar hugmyndir. Úr varð að þeir fengu lánaðar klifurlínur og mannbrodda og síðan var siglt af stað inn í Jök- ulfirði. „Við byrjuðum á Hesteyri í hinni árlegu kjöt- súpuferð sem er heljarinnar veisla og þeir sungu svo mikið að röddin var ansi döpur daginn eftir. Síðan sigldum við inn í Hrafnfjörð og þaðan var gengið á Drangajökul til að taka myndir fyrir styrktaraðila,“ sagði Rúnar. Bonington, Knox-Johnston og hinir sigl- ararnir í hópnum voru afar ánægðir með dvöl sína á Ísafirði og nágrenni og sögðu að vel væri inni í mynd- inni að koma aftur að ári. Þekktir fjallgöngumenn á ferðalagi um Ísafjarðardjúp Ljósmynd/Sigurður Jónsson Chris Bonington (í rauðum stakk) ásamt Michael, einum klifraranna sem með var í för. Alls voru níu manns í áhöfn. Robin Knox-Johnston og Chris Bonington að snæðingi í skútunni Clipper-Venture. Á milli þeirra er Charles Clarke. Meira á mbl.is/ítarefni ÞRIGGJA bíla árekstur varð á Sæ- braut til móts við Kleppsspítala um fimmleytið í gærmorgun þegar ökumaður missti stjórn á bifreið sinni sem var ekið í austurátt. Bif- reiðin rakst aftan á aðra bifreið sem var kyrrstæð á gatnamótum en hún kastaðist yfir á öfugan veg- arhelming og á þriðju bifreiðina sem var á leið vestur Sæbraut. Þrír voru fluttir á slysadeild til aðhlynningar eftir áreksturinn en meiðsli þeirra voru ekki talin alvar- leg. Samkvæmt upplýsingum lögregl- unnar í Reykjavík leikur grunur á að ökumaðurinn sem missti stjórn á bifreið sinni hafi verið ölvaður. Málið er enn í rannsókn. Þriggja bíla árekstur á Sæbraut Ljósmynd/Baldur Ágústsson Þrír bílar komu við sögu í árekstri við Kleppsspítala í gærmorgun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.