Morgunblaðið - 07.08.2005, Síða 45

Morgunblaðið - 07.08.2005, Síða 45
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. ÁGÚST 2005 45 DAGBÓK • Rótgróið iðnfyrirtæki með mikla sérstöðu. Góð afkoma. • Þekkt bílasprautunar- og réttingaverkstæði. Ársvelta 50 mkr. • Þekkt heildverslun - sérverslun með húsgögn og gjafavörur. Ársvelta 70 mkr. Góður hagnaður. • Stór matvælavinnsla. Ársvelta 380 mkr. • Sérverslun - heildverslun með heimilisvörur. Ársvelta 170 mkr. Góð framlegð. • Trésmíðafyrirtæki með eigin innflutning sem framleiðir heilsárshús. Góð verkefnastaða. • Heildverslun með sérhæfðar tæknivörur. Ársvelta 110 mkr. • Deildir úr heildverslunum með ýmsar vörur. Hentugar sem viðbót fyrir heildverslanir. • Kvenfataverslun með nokkra útsölustaði. • Rótgróin bókabúð í miðbænum. Góður rekstur. • Lítið vínumboðsfyrirtæki með fjórar bjórtegundir í kjarna. Hentugt til sameiningar. • Ferðaskrifstofa með innanlands- og utanlandsdeild. • Stórt iðnfyrirtæki. Ársvelta 450 mkr. • Fiskvinnsla í eigin húsnæði á Eyrarbakka. • Þekkt fataverslun við Laugaveg. Ársvelta 30 mkr. • Meðalstórt verktakafyrirtæki í jarðvinnu. Góð verkefnastaða. • Stór heildverslun með hjólbarða. Vel tækjum búin. • Rótgróin sérverslun með mikla vaxtarmöguleika. Ársvelta 37 mkr. • Þekkt lítil bílaleiga. ALLT NÝJAR VÖRUR Í VERSLUNINNI TÍSKA ● GÆÐI ● BETRA VERÐ Nýr listi Pantið í síma: 5 88 44 22 Lokað sunnudag Fólk ehf. www.hm.is Gjaldtaka í Leifsstöð VEGNA óánægju margra með gjaldtöku á skammtímastæðum við Leifsstöð langar mig að koma þeirri skoðun á framfæri að í flest- um nágrannaríkjum okkar kostar að leggja bílum á hinum ólíklegustu stöðum, og þá á ég við töluvert hærri upphæðir en þekkist hér á landi. Mér finnst þetta sjálfsagt að borga litlar 100 kr. fyrir að leggja bílnum mínum þarna, auk þess sem upphæðirnar sem fólk er rukkað fyrir þegar það leggur án þess að borga eða leggur ólöglega eru hlægilega lágar. Við hjónin borguðum sjálf sem samsvarar 7.000 íslenskum krónum á síðasta ári fyrir að hafa orðið það á að leggja bílnum þannig að annað afturdekkið var að litlu leyti (u.þ.b. 2-3 cm) uppi á gangstétt í Svíþjóð. Hins vegar má kannski deila um hvort aðgengið megi ekki vera betra í Leifsstöð fyrir þá sem þurfa að nota aðstöðuna á skamm- tímastæðinu. Í þeim tilfellum sem ég hef lent í töfum þarna er það að mestu leyti því að kenna að fólk er að kvarta við vörðinn sem er á staðnum yfir þessu nýja fyrirkomulagi. Svo vil ég benda fólki sem ekki kann á þetta nýja fyrirkomulag á að fara niður í miðbæ og leggja t.d. í ein- hverju bílastæðahúsinu og þá kann það á hliðið þarna í Leifsstöð því það virkar nákvæmlega eins. Svo ætla ég að láta þetta duga að kvarta yfir þeim sem kvarta. Með bestu kveðju, Guðbjörg Ó. Gísladóttir. Útvarpsstjóri og áramótaávarp ÉG er að íhuga á hvern hátt hægt sé að losna við Pál Magnússon, ný- ráðinn útvarpsstjóra, fyrir gaml- árskvöld. Fram kom hjá honum í viðtali á Stöð 2 að hann hefði í hyggju að leggja niður áramóta- ávarpið á gamlárskvöld. Það er vel því vafalaust hefur enginn áhuga á að hlusta á hann flytja ávarpið eftir þessa yfirlýsingu. Ég skora hins vegar á menntamálaráðherra að sjá til þess að þetta gamalgróna, hátíðlega og einstaklega hugljúfa ávarp verði flutt áfram með sama sniði og verið hefur en ekki lagt niður. Við eigum örugglega marga góða og hæfa einstaklinga sem vilja og geta samið og flutt ávarpið með sóma. 010936-3659. Þakkað fyrir fundið veski Ég týndi veskinu mínu á Kirkju- bæjarklaustri á laugardag versl- unarmannahelgar og var búin að vera að leita að því. Ég spurði bæði tjaldverði og fólkið í búðinni hvort einhver hefði skilað veskinu mínu, því ég týndi því á leiðinni af tjald- stæðinu í sundlaugina. Eftir að ég kom heim á þriðjudag hringdi ég í lögregluna á Klaustri og þá var víst veskið í Skaftárskála. Einhver hafði fundið það og skilað því þangað. Ég vildi koma á fram- færi innilegu þakklæti til þess sem skilaði því, fyrir heiðarleikann, en allir peningar, skilríki og kort voru enn í veskinu. Jórunn Halldórsdóttir. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Morgunblaðið/Helgi Bjarnason 1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 a6 6. Be3 e5 7. Rb3 Be6 8. f3 h5 9. a4 Rbd7 10. a5 Hc8 11. Dd2 Be7 12. Be2 g6 13. Rd5 Bxd5 14. exd5 Rh7 15. 0-0 Bg5 16. c4 0-0 17. Kh1 He8 18. Hfc1 f5 19. Bf1 Bxe3 20. Dxe3 Dg5 21. Da7 Rhf6 22. Hc3 e4 23. Dxb7 exf3 24. gxf3 Df4 25. Da7 Hb8 26. Dg1 Kf7 27. Hb1 Hec8 28. Rd4 Dd2 29. Hc2 Dxa5 30. Rc6 Da2 31. He1 He8 32. Hce2 Hxe2 33. Hxe2 Hxb2 34. He7+ Kf8 35. De3 Hxh2+ 36. Kg1 Dd2 37. Da7 Kg8 38. He6 Df4 39. Bg2 Dg3 40. Df2 Staðan kom upp á Evrópumeist- aramóti einstaklinga sem lauk fyrir nokkru í Varsjá í Póllandi. Lubomir Ftacnik (2.540) hafði svart gegn Arkadij Naiditsch (2.626). 40. ... Hh1+! og hvítur gafst upp enda verður hann drottningu undir eftir 41. Kxh1 Dxf2. Skákhátíð Árbæj- arsafns og Taflfélags Reykjavíkur hefst í dag kl. 13.00. Gert er ráð fyr- ir að teflt verði með lifandi tafl- mönnum og að haldið verði stutt og skemmtilegt hraðskákmót. Á vef- þjóninum ICC hefst í kvöld kl. 20.00 mót í bikarsyrpu Eddu og Tafl- félagsins Hellis. Nánari upplýsingar um þessa atburði er að finna á vef- síðunni www.skak.is. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is Svartur á leik. Spingold. Norður ♠542 ♥G982 ♦ÁG52 ♣86 Suður ♠ÁKDG97 ♥Á ♦43 ♣ÁD109 Suður spilar sex spaða og fær út tígulkóng. Hvernig er áætlunin? Eftir tvær lotur af fjórum í Spin- gold-útslitaleiknum hafði Ekeblad góða forystu, en í þriðju lotu spýttu liðsmenn Carmichaels í lófana og keyrðu í hverja slemmuna á fætur annarri. Joel Wooldridge fékk út lauf gegn sex spöðum í spili dagsins. Norður ♠542 ♥G982 ♦ÁG52 ♣86 Vestur Austur ♠108 ♠63 ♥107643 ♥KD5 ♦KD1098 ♦76 ♣2 ♣KG7543 Suður ♠ÁKDG97 ♥Á ♦43 ♣ÁD109 Hann drap kóng austurs, tók ÁK í spaða, fór inn í borð á tígulás og svínaði fyrir laufgosa. Trompaði svo fjórða laufið. Útspilið var þægilegt, en slemman ætti einnig að vinnast með tígulkóng út. Þá er best að dúkka og svína gos- anum ef vestur spilar tígli áfram. Laufdrottningu er svínað og tromp tekið tvisvar. Eitt lauf má síðan trompa í borði og henda öðru niður í tígulás. Kannski ekki flókin spilatækni, en tímasetningin verður að vera rétt. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.