Morgunblaðið - 07.08.2005, Qupperneq 42

Morgunblaðið - 07.08.2005, Qupperneq 42
42 SUNNUDAGUR 7. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR SÍÐUSTU viku hafa 38 unglingar frá Álandseyjum, Íslandi, Litháen og Svíþjóð tekið þátt í listasmiðju á veg- um Myndlistaskólans í Reykjavík. Þeir búa og starfa í skátaheimilinu Hraunbyrgi og hafa fengið inn- blástur úr náttúrunni af Suðurnesj- unum en þema smiðjunnar er nor- ræn sagnahefð og samanburður á uppruna hefðanna í náttúrufari land- anna, sem að verkefninu koma. Ína Salóme Hallgrímsdóttir, kennari Myndlistaskólans í Reykja- vík og einn umsjónarmanna verkefn- isins, segir listasmiðjuna hafa gengið afar vel. Krakkarnir vinni vel saman og skapi skemmtileg listverk, sum taki áhættur á meðan önnur vinni innan hefðbundins ramma. Fyrir tveimur árum fór hópur frá Myndlistaskólanum til Svíþjóðar og tók þátt í svipuðu verkefni en þá komu einnig litháískir krakkar til Ís- lands í listasmiðju. „Verkefnið kallast Hamarinn í tengslum við Hafnarfjörð og náttúr- una,“ útskýrði Ína fyrir blaðamanni Morgunblaðsins þegar hann heim- sótti listasmiðjuna á föstudag. „Markmiðið er að lofa unglingum á svipuðum aldri frá ólíkum þjóðum að kynnast og tengjast, bæði félagslega og í tengslum við myndlistina.“ Áframhaldandi verkefni Krakkarnir, sem eru flestir á aldr- inum þrettán til sextán ára, hafa far- ið í vettvangsferð í Krýsuvík, skoðað jarðfræði og liti svæðisins og sótt efni í náttúruna fyrir listaverkin. Síðustu daga hafa þau svo málað vatnslitamyndir, skissað og gert grímur. „Hver og einn sækir svolítið í hefðir frá sínu landi og svo höfum við kynnt þeim álfatrúna, það sem sést og sést ekki,“ segir Ína. „Erla Stef- ánsdóttir sjávaldur kom og hélt fyr- irlestur og krökkunum fannst það mjög sérstakt.“ Allir þátttakendurnir eru nem- endur í myndlistarskólum sem vinna á svipuðum nótum og Myndlistaskól- inn í Reykjavík. Hugmyndin er að halda áfram með listasmiðjuna næstu árin og ferðast á milli aðild- arlandanna. Ína segir einnig áhuga fyrir því að ferðast milli landa með sýningu á verkum krakkana, en sú hugmynd er enn í mótun. Ásamt Ínu hafa umsjón með smiðjunni myndlistarkennararnir Eygló Harðardóttir, Kristín Reyn- isdóttir og Brynhildur Þorgeirs- dóttir myndlistarkona, en hún sér um matseldina fyrir hópinn. Þá fylgdu krökkunum kennarar að heiman. Verkefnið er styrkt af Norræna menningarráðinu, mennta- málaráðuneytinu, Íslandsbanka og fleirum. Ragnhildur Eik, 14 ára frá Íslandi, Jenny, 19 ára frá Álandseyjum, Vyt- autas, 15 ára og Urte Marie, 16 ára frá Litháen segja vikuna hafa verið mjög skemmtilega, þau hafi teiknað mikið og haft sérlega gaman að grímugerðinni. „Það var gaman að ferðast til Krýsuvíkur og líka gaman að kynn- ast krökkum frá öðrum löndum,“ segir Ragnhildur, sem hefur farið á nokkur myndlistarnámskeið hjá Myndlistaskólanum í Reykjavík. Öll hafa þau áhuga á að kynnast hinum ýmsu listformum. Jenny hef- ur notið grímugerðarinnar mest á meðan Urte Marie og Vytautas ein- beita sér meira að skissum og vatns- litamálverkum. Í fyrstu segjast krakkarnir ekki verða vör við mikinn mun á sýn hópsins á listina eftir því hvaðan þau koma en þegar málin voru rædd frekar við blaðamann kom á daginn að hver og einn kemur með áhrif frá sínu heimalandi. „Við fáum mikinn innblástur frá náttúru og sögum og einnig frá hvort öðru. Það er svolítill munur á lönd- unum en þegar hópurinn kemur saman verður til góð blanda,“ út- skýrir Jenny, sem er elsti þátttak- andi listasmiðjunnar og stefnir á list- nám í haust. Í dag heldur hópurinn sýningu fyrir almenning í Hraunbyrgi þar sem afrakstur vikunnar verður sýndur; grímur, vatnslitamálverk og skissur. Norræn ungmenni í listabúðum Myndlistaskólans í Reykjavík Vinna tengd náttúru og sögu Eftir Völu Ósk Bergsveinsdóttur valaosk@mbl.is Markmiðið er að lofa unglingum á svipuðum aldri frá ólíkum þjóðum að kynnast og tengjast, bæði félagslega og í tengslum við myndlistina,“ segir Ína Salóme Hallgrímsdóttir, einn af verkefnisstjórunum. Grímurnar á frumstigi. Síðan voru þær málaðar með máln- ingu úr náttúrunni og skreyttar steinum, vír og skeljum. Krakkarnir vinna vel saman og hafa kynnst bæði á fé- lagslegum og listrænum vettvangi. Á verkstæði listabúðanna vinna ungu listamennirnir undir leiðsögn norrænna listamanna. Morgunblaðið/Jim Smart MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá Hand- knattleikssambandi Íslands: „Sl. sunnudag átti það leiðindaat- vik sér stað að Viggó Sigurðsson, þjálfari U-21 árs landsliðsins í handknattleik, hafði áfengi um hönd á heimleið með liðið frá keppni er- lendis, jafnframt þreif hann til flug- þjóns sem var að sinna sjálfsögðum öryggisskyldum í starfi. Forsvarsmenn Handknattleiks- sambands Íslands líta þessa uppá- komu mjög alvarlegum augum, og vilja í framhaldi af því benda á að áfengisneysla í ferðum á vegum HSÍ á ekki að eiga sér stað. Á fundi í hádeginu í dag með for- ráðamönnum sambandsins baðst Viggó Sigurðsson afsökunar á fram- ferði sínu. Jafnframt hefur Viggó hitt við- komandi flugþjón úr þessari ferð og beðið hann afsökunar.“ Kemur fram að HSÍ hafi farið yf- ir málið með Flugleiðum og að full sátt sé og eining á milli Flugleiða og HSÍ. Undir yfirlýsinguna skrifar fyrir hönd HSÍ Einar Þorvarðar- son, framkvæmdastjóri sambands- ins. Yfirlýsing frá Handknattleikssam- bandi Íslands Atvik í flugvél litið alvar- legum augum FÉLAG áhugafólks um íþróttir aldraðra heldur námskeið sem hefst 12. ágúst kl. 13 í Íþóttahúsi Árbæjarskóla í Reykjavík og lýkur 13. ágúst. Efni námskeiðsins er ratleikur og dómaranámskeið í boccia fyrri daginn en seinni daginn verður kennd skyndi- hjálp með sérstakri áherslu á notkun hjartastuðtækja. Síð- an verður fræðsluerindi flutt og kenndir nokkrir hópdans- ar. Námskeiðið er sérstaklega ætlað kennurum og leiðbeinendum sem annast eldri borgara í félagsstarfi og íþróttum. Námskeiðið er öllum þátttakendum að kostn- aðarlausu. Frekari upplýsingar veita Guðrún í síma 553- 0418, Soffía í 567-110, Ólöf í 553-6173 og skrifstofa UMFÍ. Íþróttanámskeið FÁÍA FRJÁLSHYGGJUFÉLAGIÐ mót- mælir auknu ofbeldi og eignaspjöll- um í mótmælaaðgerðum á Íslandi og telur mikilvægt að slíkar aðferðir verði ekki samþykktar. „Til þess að komast hjá ofbeldi hafa Íslendingar tekið upp lýðræði og lýðræðislegar umræður, sem hafa reynst heilladrýgri en aðrar aðferðir við að takast á við ágrein- ing. Aðferðir á borð við að hægja á bílaumferð, sletta skyri og stöðva fjölda fólks við vinnu með því að klífa krana á byggingarsvæði eru al- gjörlega óviðunandi. Allir, sem einhverja stjórnmála- skoðun hafa, telja einhvern tíma á sér og öðrum brotið. Þá er mik- ilvægt að reyna að bera virðingu fyrir skoðunum annarra og takast á við þær með friðsamlegum hætti. Ef baráttuaðferð ofbeldis er samþykkt mun það hafa vondar afleiðingar fyrir alla. Í mótmælaskyni við ofbeldi í mót- mælaaðgerðum ætla nokkrir með- limir Frjálshyggjufélagsins að aka á venjulegum umferðarhraða um göt- ur Reykjavíkurborgar í dag, laug- ardaginn 6. ágúst. Jafnframt er trú- legt að einhvers staðar muni frjálshyggjumenn grípa til skyráts í mótmælaskyni, eða klifurs á fjöll,“ segir í ályktun frá félaginu. Mótmæla auknu ofbeldi í mótmælaað- gerðum STJÓRN Félags ungra framsókn- armanna í Reykjavíkurkjördæmi suður (FUF-RS) hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem lýst er yfir stuðningi við að samkynhneigðir hafi rétt til tæknifrjóvgunar og frumættleiðingar barna. „FUF-RS telur að kynhneigð foreldra sé ekki forsenda til þess að taka þessi sjálfsögðu mannrétt- indi frá fólki sem hefur alla burði til að vera ástríkir foreldrar. Meira máli skipir að börn hafi tækifæri til að alast upp hjá góðum foreldrum sem hlúa að börnum sínum og tryggja þeim bjarta framtíð. Ýmsar rannsóknir hafa sýnt fram á að börn samkynhneigðra foreldra eru á engan hátt frábrugð- in börnum gagnkynhneigðra for- eldra, má þar m.a. nefna rannsókn- ir dr. Rannveigar Traustadóttur. FUF-RS skorar því á Alþingi Ís- lendinga að tryggja það að sjálf- sögð mannréttindi séu ekki brotinn á fólki vegna kynhneigðar þeirra og breyta lögum þannig að sam- kynhneigðir hafi rétt til tækni- frjóvgunar og frumættleiðingar barna,“ segir í yfirlýsingunni. Mannréttindi séu ekki brotin á fólki

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.