Morgunblaðið - 07.08.2005, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 07.08.2005, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. ÁGÚST 2005 29 ar á. Ísrael, Pakistan og Indland fullgiltu aldrei samninginn, enda voru þessi ríki öll með smíði kjarnorkuvopna á prjónunum er hann var gerð- ur. Suður-Afríka átti ekki aðild að honum lengi vel, en eyddi síðar vopnum sínum og bættist í hóp aðildarríkja. Norður-Kórea sagði upp samningn- um fyrir sitt leyti fyrir tveimur árum og segist nú eiga kjarnorkuvopn. Og nokkur ríki, sem skrifað hafa upp á sáttmálann, hafa verið staðin að brot- um á honum. Þar á meðal eru Írak – sem nú hefur enga kjarnorkuvopnaáætlun lengur – og Líbýa – sem sömuleiðis hefur lagt sína gereyðingar- vopnasmíð á hilluna. Íran og Norður-Kórea Þótt segja megi að NPT-sáttmálinn hafi skilað góðum árangri að því leyti að þau 35 ár, sem hann hefur verið í gildi, hefur ríkjum, sem eiga kjarnorkuvopn, lítið sem ekkert fjölgað, er hann að mörgu leyti gallað tæki til að hindra út- breiðslu kjarnorkuvopna. Hann er í fyrsta lagi mjög óvenjulegur alþjóðasamningur, þar sem hann mismunar aðildarríkjunum klárlega og brýtur í bága við hina formlegu jafnræðisreglu al- þjóðakerfisins. Ríki geta sagt sem svo: Af hverju á sérstakur forréttindaklúbbur að fá að eiga þessi vopn til að verja sig gegn aðsteðjandi ógn, en ekki við? Og við þeirri spurningu er í raun ekkert svar annað en það, að alþjóðakerfið treysti kjarnorku- veldunum fimm betur en öðrum til að fara með vopnin. Í öðru lagi kveður samningurinn á um „óafsal- anlegan rétt“ allra ríkja til að nota kjarnorkuna í friðsamlegum tilgangi. Hins vegar er vandséð hvernig kjarnorkuveldin og önnur ríki, sem búa yfir þróaðri tækni til friðsamlegrar nýtingar kjarnorku, eiga að sjá sér fært að standa við skuldbindingar sínar um að miðla þessari tækni áfram til lokaðra harðstjórnarríkja á borð við Ír- an og Norður-Kóreu, nema þá að enn strangara eftirlit komi til. Raunar er nokkur munur á Íran og Norður- Kóreu. Síðarnefnda ríkið lýsir því beinlínis yfir að það hafi þróað kjarnorkuvopn og ætli að halda því áfram og hefur sagt sig frá NPT-samningnum. Íran heldur því hins vegar fram að kjarnorku- áætlun landsins sé eingöngu hugsuð í friðsam- legum tilgangi. Í nýrri skýrslu bandarískra leyni- þjónustustofnana er það metið svo að það myndi taka Írana áratug að smíða kjarnorkusprengju. Það hefur þó vakið grunsemdir að Íranar skyldu lengi vel fela hluta kjarnorkuáætlunar sinnar fyr- ir IAEA og eins að þeir vilji sjálfir auðga úran til að nota í kjarnaofnum í stað þess að kaupa það er- lendis frá með ódýrari hætti. Bæði Íran og Norð- ur-Kórea standa fast á rétti sínum til að þróa kjarnorku í friðsamlegum tilgangi – og þann rétt eiga þau í raun. Vandinn er sá sami í báðum til- fellum; umheimurinn treystir ekki einræðisherr- um og harðstjórum fyrir þessari hættulegu tækni. Viðræður við bæði Íran og Norður-Kóreu eru á afar viðkvæmu stigi þessa dagana. Í báðum til- fellum getur meiriháttar alþjóðlegt deilumál ver- ið í uppsiglingu, sem getur komið til kasta örygg- isráðs Sameinuðu þjóðanna. Miklu skiptir að ekki verði látið undan óbilgjörnum kröfum Norður- Kóreu og Írans. Ef það gerist, er hættan sú að einræðisherrar hér og þar um heiminn hefji þró- un kjarnorkuvopna í því skyni að kúga efnahags- og tækniaðstoð út úr hinum ríku Vesturlöndum. Indland er athyglisvert dæmi í þessu sam- hengi. Það vakti mikla athygli og deilur er Bush Bandaríkjaforseti ákvað fyrir skömmu að efla samstarf við Indland í kjarnorkumálum og slaka á banni við útflutningi kjarnorkutækni til Ind- lands. Þetta gengur í raun þvert gegn NPT-sátt- málanum, sem kveður á um að ríki verði að eiga aðild að honum og afsala sér réttinum til að eiga kjarnorkuvopn til að fá slíka aðstoð. Ákvörðun Bush byggist væntanlega fyrst og fremst á þeirri raunsæju afstöðu að Indland er lýðræðisríki, heldur vinveitt vestrænum hagsmunum og þótt það eigi kjarnorkuvopn hafa Indverjar aldrei orð- ið uppvísir að því að leka kjarnorkuleyndarmál- um sínum eða hjálpa öðrum við að smíða sprengj- ur. Gegnir þar öðru máli en um nágrannaríkið Pakistan, sem um árabil var eins konar kjarn- orkukjörbúð fyrir útlagaríki. Indverjar þurfa á kjarnorkunni að halda vegna gífurlegs hagvaxtar og aukinnar orkuþarfar. Aukinheldur eru sum kjarnorkuver þeirra orðin gömul og úrelt og full ástæða til að aðstoða þá við að endurnýja þau. Bandaríkjastjórn hefur þess vegna ákveðið að láta það liggja á milli hluta þótt Indland standi ut- an NPT. Þetta kann að þjóna hagsmunum Bandaríkjanna til skemmri tíma, en grefur auð- vitað undan NPT-sáttmálanum til lengri tíma lit- ið. Hryðjuverk og gereyðing- arvopn Þróun kjarnorku- vopna í ríkjum, sem standa utan klúbbs kjarnorkuveldanna fimm, er ekki aðeins áhyggjuefni vegna möguleikans á að þessi ríki sjálf beiti þessum vopnum. Eftir því sem fleiri ríki eignast kjarn- orkuvopn eða ráða yfir tækni til að smíða þau, aukast líkurnar á að slík vopn falli í hendur manna, sem eru líklegir til að beita þeim að fyrra bragði. Stærsta áhyggjuefnið er að hryðjuverka- samtök, sem hafa sýnt og sannað að þau svífast einskis, komist yfir kjarnorkuvopn eða efni og þekkingu til að smíða þau. Lítill vafi leikur á að samtök á borð við al-Qaeda myndu beita gereyð- ingarvopnum ef þau ættu þau. Hefðbundnar kenningar um fælingarmátt kjarnorkuvopna duga ekki þegar hryðjuverka- samtök eiga í hlut. Þær geta átt við um Norður- Kóreu og Íran. Valdhafar í báðum ríkjum vita að beiti þeir kjarnorkuvopnum að fyrra bragði, eru allar líkur á að þeim verði svarað í sömu mynt. Öðru máli gegnir um hryðjuverkasamtök. Þau eru ekki ríki, meðlimir þeirra dreifa sér um heim- inn og leynast á meðal almennra borgara. Það er engin leið að svara þeim í sömu mynt. Kjarn- orkufælingin virkar ekki gagnvart þeim, sem e.t.v. eru mesta kjarnorkuógnin. Til þess að mæta þessari ógn er þess vegna nauðsynlegt að efla njósnir og eftirlit af hálfu vestrænna ríkja og alþjóðastofnana til að komast á snoðir um það ef kjarnakleyf efni eða kjarn- orkutækni kemst í hendur hryðjuverkasamtaka. Að frumkvæði Bandaríkjanna samþykkti örygg- isráð Sameinuðu þjóðanna í fyrra ályktun 1540, þar sem blátt bann er lagt við því að nokkurt ríki veiti „aðilum, sem ekki eru ríki“ aðstoð af neinu tagi við þróun eða smíði gereyðingarvopna. Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Banda- ríkjanna, sagði í síðustu viku að ekki dygði lengur að reyna að fæla einn óvin með stórt kjarnorku- vopnabúr frá því að gera árás. Nú yrði að verjast skuggalegu neti ríkislausra óvina, sem sumir hverjir vildu kaupa og aðrir selja hættulegustu vopn heimsins. „Fæling og afvopnunarsamningar duga ekki lengur til að verja Bandaríkin. Við verðum að skera upp herör gegn vísindamönnum sem hafa illt í hyggju, svartamarkaðsvopnasölum og útlagaríkjum, sem dreifa gereyðingarvopn- um,“ sagði Rice. Svarið við þeirri spurningu, hvort hætta sé á að kjarnorkuvopnum verði beitt á ný, er að lítil hætta er á þeirri gereyðingu hnattarins, sem margir óttuðust á tíma kalda stríðsins. Hins veg- ar er engan veginn hægt að útiloka að útlagaríki eða hryðjuverkasamtök reyni að sprengja kjarn- orkusprengju, t.d. í vestrænni stórborg, sem gæti haft jafnskelfilegar afleiðingar og sprengingarn- ar í Japan fyrir sex áratugum. Leiðin til að koma í veg fyrir slíkt er ekki að loka augum fyrir stað- reyndum og krefjast algerrar útrýmingar kjarn- orkuvopna. Það er ekki raunsætt. Kjarnorku- veldin eiga að halda áfram að fækka í vopnabúrum sínum og eyða gömlum vopnum undir ströngu eftirliti. En mestu skiptir að koma í veg fyrir að kjarnorkuvopn komist í hendur ein- ræðisherra eða hryðjuverkamanna og að tryggt verði með alþjóðlegu eftirliti að kjarnorkan verði eingöngu notuð í friðsamlegum tilgangi. Reuters Víða um heim var þess krafizt í gær, í tilefni af því að sextíu ár eru liðin frá árásinni á Hiroshima, að kjarnorkuvopnum verði útrýmt. Þessi mynd var tekin í kröfugöngu í Kuala Lumpur. Hryðjuverkasamtök eru ekki ríki, með- limir þeirra dreifa sér um heiminn og leynast á meðal al- mennra borgara. Það er engin leið að svara þeim í sömu mynt. Kjarnorku- fælingin virkar ekki gagnvart þeim, sem e.t.v. eru mesta kjarnorkuógnin. Laugardagur 6. ágúst
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.