Morgunblaðið - 07.08.2005, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 07.08.2005, Blaðsíða 24
24 SUNNUDAGUR 7. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ F rá barnaskólaárum á stríðsárunum síðari minnist ég þess að mikil áherzla var lögð á landafræði Ís- lands. Við lærðum utanað og gátum romsað uppúr okkur nöfnum á jöklum og ám, á útnesj- um og fjörðum og við höfðum góða hugmynd um hvar einstök örnefni voru á kortinu. Þetta var utanbók- arlærdómur, en síðar fengu skóla- spekingar óbragð í munninn ef á hann var minnst. Það skulu spek- ingarnir þó vita að þessi þekking hefur fylgt okkur og ég held að þessi stríðsárakynslóð hafi alla tíð síðan verið með sýslurnar á hreinu, vitað að Goðafoss er í Skjálfanda- fljóti, að Skjálfandafljót er í Bárð- ardal og dalurinn sá er einn af al- lengstu dölum landsins og suður af honum er sjálft Ódáðahraun, sem nær upp að Vatnajökli, svo eitt- hvað sé nefnt. Með grundvallar- þekkingu staðfræðinnar að vopni hefur síðar verið auðveldara að átta sig á jarðfræðinni að ógleymdu því að „landslag“ væri lítils virði, ef það héti ekki neitt, svo vitnað sé í ljóð eftir Tómas Guðmundsson. Yngri kynslóðin hefur ugglaust haft af því pata síðastliðinn vetur að Benni í Bílabúðinni ók á sport- bíl upp á „eitthvert“ fjall. Mig grunar þó að meðal erfingja lands- ins fari minna fyrir þekkingu á til- urð Skjaldbreiðs og sögunni um útilegu Jónasar og kvæði hans um Skjaldbreið og umhverfi Þingvalla, hvað þá að hægt væri að syngja „Fanna skautar faldi háum“, helzt öll erindin eins og við lærðum í barnaskóla. Þá má spyrja; hvað er unnið við slíkt; er ekki nær að vera með tölvutæknina á hreinu? Svarið er; hún er á hreinu hvort sem er, en hitt er einfaldlega hluti þess að vera Íslendingur og unna bæði landinu, náttúrunni og sögunni. Því minnist ég á þetta hér að ég hef rekið mig á að börn og ungling- ar og jafnvel ungt fólk á tvítugs- aldri hefur að því er virðist afar bágborna þekkingu á sínu eigin landi. Þegar um ástæður er spurt er svarið gjarnan að íslenzk landa- fræði hafi alls ekki verið kennd í skólunum. Kannski hefur hún verið kennd, en námsgreinin verið kölluð öðru nafni, og eitt er því miður víst: Það hefur ekki tekizt að vekja athygli og áhuga unga fólksins á landinu okkar. Sumpart er það foreldrunum að kenna, en þeir hafa líka rekið sig á vegg þegar þeir reyna að troða fróðleiksmolum í krakkana. Það fann ég á mínum eigin börnum og barnabörnin eru að þessu leyti enn verr stödd. Mann þekki ég sem á fljúgandi gáfaðan son og hefur án mikils árangurs reynt að stuðla að landfræðiáhuga hans. Í fjölskyldu- ferð austur í Árnessýslu grúfði drengurinn sig niður í tölvuleik í aftursætinu, en leit upp á Kamba- brún og spurði: „Ætlar þetta Borg- arnes aldrei að koma?“ Kunnum við ekki til fullnustu að leggja vegi? Það er mikið vandaverk að leggja vegi svo vel sé og tekst ekki nema til komi að hvaðeina sem snertir notkun þeirra sé litið frá sem víðtækustum sjónarhólum. Ugglaust er það reynt. Líklega jafnast engar framfarir á síðustu áratugum á við þær sem orðið hafa á vegakerfinu. Við sem munum eft- ir ferðalögum um landið, þó ekki sé farið aftar í tímann en til áranna kringum 1975, minnumst þess hve skelfilegt var að hristast áfram á þvottabretti og holum. Vegirnir þá þóttu þó sem himneskar hrað- brautir á móti vagnvegunum sem ruddir höfðu verið með skóflum og hökum og járnköllum. Hverju þrepi í þessari þróun- arsögu hefur verið tekið fagnandi, en nú erum við í þeirri stöðu að vegirnir eru að kikna undan of- urþunga stórra bíla og vaxandi umferðar, ekki sízt stórra flutn- ingabíla. Svo er komið að vegfar- anda á venjulegum fólksbíl finnst hann vera í stanslausri lífshættu þegar hann mætir lestum slíkra farartækja. Helzt vildi maður aka að hálfu leyti úti á öxlinni, sem er þó hættulegt og þá spyr maður: Væri ekki frekar einfalt og ódýrt ráð að renna malbiki á þessar axl- ir? Stundum efast maður um að allir þeir verktakar sem til þess veljast að byggja upp vegi vandi sig sem skyldi, eða hvað á að álykta þegar nýlegir kaflar eru verri og ósléttari en það sem eldra er? Svo er til að mynda um kafla báðum megin við hina nýju Þjórsárbrú. Hversvegna eru allar þessar öldur á nýjum vegi, sem þar að auki er byggður ofan á traust undirlag, Þjórsár- hraunið? Sumir eldri vegakaflar á fjölförnum vegum eru eins og hver annar rússíbani; til að mynda víða í Húnavatnssýslum og Árnessýslu; til að mynda kafli austan við Laug- arvatn, sem upphaflega var lagður ofan á mýri. Í Borgarfirði hefur fram til þessa verið lakasti kaflinn á öllum hringveginum, en þar er nú unnið að myndarlegum endur- bótum. Fólk hefur tekið eftir því í sumar að hringvegurinn í heild er óþægilegri en áður; meira ber á öldum og dældum. Vegirnir þola einfaldlega ekki álagið. Þetta er nokkuð sem allir vita og með nú- verandi fjármagni til vegmála náum við ekki í skottið á sjálfum okkur. Um nauðsyn þess að byggja útskot Misjöfn eru erindi manna um landið. Lestir stórra flutningabíla ganga ugglaust með það markmið að komast á sem skemmstum tíma milli staða. Á hinn bóginn eru allir þeir sem aka um vegina til þess að njóta landsins. Í þeim skara erum við sjálf, svo og erlendir ferða- menn, sem stuðla að því að ferða- mannaþjónusta er orðin ein gild- asta stoðin undir efnahagslífinu. Ef ætlunin er að kynnast land- inu og njóta þess gnægtaborðs sem móðir nátttúra hefur fram að færa, þá samræmist það ekki því að komast frá Reykjavík til Akureyr- ar á fjórum tímum. Ekki virðist það enn hafa runnið upp fyrir þeim sem hanna vegi að við erum æði mörg sem viljum geta stanzað öðru hvoru, án þess að vera í hættu og án þess að valda öðrum hættu. Sannleikurinn er þó sá að í sumum fögrum héruðum og á frábærum útsýnisstöðum er þetta fyrirbæri, útskot, alls ekki til. Annaðhvort hefur vegarhönnuðurinn gleymt að gera ráð fyrir því, eða verktakinn hefur haft það að engu. Ástæður þess að menn þurfa út- skot geta verið margvíslegar. Sum- ir vilja einfaldlega stanza til þess að njóta náttúrunnar; fara smá- stund út og teygja úr sér. Sumir eru vopnaðir myndavélum og finnst grábölvað að geta alls ekki stanzað á fögrum útsýnisstað nema taka á sig stórhættu. Í sumarleyf- isferðum vilja ekki allir vera háðir sjoppunum og finnst ólíkt skemmtilegra að setjast á þúfu eða stein og taka upp kaffibrúsann. Öðrum finnst gott að aka með hvíldum og svo gæti það komið fyr- ir að barni í bílnum yrði mál að pissa, eða að farþegi yrði lasinn. Mig grunar að vegir verði til á teikniborðum og þá sé stuðst við kort. Þar sést ekki sem bezt hvar ákjósanlegt væri að byggja smá út- skot. Á einstaka stað hefur þó ver- ið lagt í þessa fyrirhöfn og fyrir það ber að þakka. Á nýlegum vegi yfir Vatnaleið á Snæfellsnesi er veglegt bílastæði með borði til að taka upp nestið og stuðlabergskubbum til að setjast á. Annað álíka veglegt stæði er á Bú- landshöfða og bæði eru mikið not- uð. Þar hefur verið lagt í allnokkuð mannvirki og það er góðra gjalda vert. En örfá slík gera ekki gæfu- muninn, heldur hitt að fá smærri útskot mun víðar. Til að mynda er staður á Vatnaleið uppi á brúninni að norðanverðu með miklu víðtæk- ara útsýni og þar væri skemmti- legt að geta stanzað til að njóta þess, taka upp kortið og sjá hvað ber fyrir augu, jafnvel tekið mynd. Ég hef að undanförnu unnið við myndatökur á Snæfellsnesi og um- ferðin þar er svo lítil að víða freist- ast maður til þess að skilja bílinn eftir á vegarbrún. Í mörgum öðr- um landshlutum er slíkt ógerning- ur sökum umferðarþunga. Það sem fyrst og fremst vantar núna eru breiðari vegir, einkum á fjölförnustu leiðunum, þó ekki væri en til annars en að minnka þá til- finningu að maður sé sífellt í lífs- hættu. Það er list að leggja nýjan veg í land, hafa hann nógu breiðan og með útskotum. Fallegir vegir liggja í mátulegum sveigum; þann- ig nýtur landið sín betur, og öku- menn þreytast minna. Alltof oft hefur reglustika ráðið ferðinni að því er virðist, eða þráðbeinn upp- þurrkunarskurður. Sem betur fer eru til undantekningar. Ein af þeim er vegurinn sem lagður var í Þingvallahraun vegna þjóðhátíðar- innar 1974. Hann var lagður ofan á landið án röskunar og þar liggur hann í fallegum sveigum. Ef ég man rétt áttu þeir heiðurinn að þessu framtaki ritstjórarnir og skáldin Indriði G. Þorsteinsson og Matthías Johannesson, sem voru í framkvæmdanefnd vegna hátíðar- innar og sáu að umferðardæmið gengi ekki upp án vegarins. Merkilegur myndlistararfur Af mannanna verkum, frá fyrri öldum, erum við ekki rík. Um húsakostinn þarf ekki að fjölyrða en margir ómetanlegir gripir eru varðveittir á söfnum. Þegar litið er sérstaklega á aldirnar þrjár eftir siðaskipti hefur veruleg afturför orðið í sagnaritun frá því menn skrifuðu Íslendingasögur og Sturl- ungu, en þó eru nokkur afburðagóð skáld sem upp úr standa. Þar gnæfir hæst Hallgrímur Pétursson á 17. öld, og á 18. öld fæddust til dæmis Eggert Ólafsson, Bjarni Thorarensen, Bólu-Hjálmar og Sigurður Breiðfjörð. Fram undir þetta hefði ekkert þýtt að segja sæmilega lesnum Íslendingi að þessi og önnur skáld fyrri alda væru yfirleitt bögubósar. Af einhverjum ástæðum virðist hinsvegar hafa verið hægt að gera lítið úr myndrænum arfi okkar frá sama tímaskeiði og þess minnist ég SJÓNARHÓLAR OG SJÓNARMIÐ I „Ætlar þetta Borgarnes Sjónarhólarnir eru margir og frá hverjum þeirra sjá menn sjaldnast það sama; sjónarmiðin geta orðið æði mörg. Gísla Sigurðssyni sýnist til að mynda að fræðslukerfið hafi kom- ið sér upp nýjum sjónarhól þegar til þess kemur að fræða börnin um landið sitt, vegagerðin geri varla ráð fyrir sjón- arhólum og mörg listaverk fyrir daga „brautryðjendanna“ á 19. öld séu miklu meira en „skreytingar“. Morgunblaðið/Gísli Sigurðsson Af Búlandshöfða blasir við eitt fegursta fjall á Íslandi; eldfjall sem skartar jökulhettu. Samkvæmt landafræði síðustu ára- tuga skiptir víst engu máli hvort við vitum hvað þetta fjall heitir og þaðan af síður á hvaða nesi það er, en þeim sem hafa áhuga skal bent á að þetta er einmitt Snæfellsjökull. Stækkuð mynd, prentuð á dúk í Svíþjóð, af altaristöflu Jóns Hallgrímssonar úr kirkjunni á Grenjaðarstað í Aðaldal. Þar er lýst lífi og dauða Krists. Sjálf altaristaflan er á litlu myndinni fyrir framan. Myndin er tekin á sýningu Þjóðminjsafnsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.