Morgunblaðið - 07.08.2005, Page 44

Morgunblaðið - 07.08.2005, Page 44
Mímí og Máni Kalvin & Hobbes HVAÐ ER LANGT ÞANGAÐ TIL ÞAÐ KEMUR HÁTTATÍMI? SVONA UM FIMM TIL SEX KLUKKUTÍMAR AF HVERJU SPYRÐU? VEGNA ÞESS AÐ EF VIÐ ERUM HEPPNIR ÞÁ FER MAMMA AÐ LEITA AÐ OKKUR ÞÁ Lalli lánlausi © LE LOMOMBARD ÉG ELSKA ÞIG MAMMA AF HVERJU FINNUR MAÐUR ALDREI RÉTTU ORÐIN TIL ÞESS AÐ SEGJA FYRR EN VIÐKOMANDI HEFUR FALLIÐ FRÁ ÉG ÆTTI AÐ FARA AÐ TAKA AF JÓLATRÉNU ÞAÐ ER EKKERT EINS DAPURLEGT OG JÓLATRÉ Í TÓMU HÚSI AUMINGJA MAMMA. ÞÚ BEIÐST ALLTAF EFTIR AÐ FÁ AÐ EIGNAST BARNABÖRN ÉG HEF EINBEITT MÉR SVO MIKIÐ AÐ VINNUNNI AÐ ÉG HEF GLEYMT AÐ NJÓTA LÍFSINS BANK BANK HVAÐ NÚ? LALLI? GOTT KVÖLD HERRA. MIG LANGAÐI BARA TIL ÞESS AÐ SEGJA ÞÉR AÐ... ÉG HEF ALDREI ÞEKKT MÖMMU MÍNA. HÚN FÓR FRÁ PABBA ÞEGAR ÉG VAR SMÁBARN. ÉG SAKNA HENNAR ÉG VAR AÐ VELTA FYRIR MÉR HVORT ÞÚ VILDIR NOKKUÐ VERA EINN. SÉRSTAKLEGA Í KVÖLD ÉG... ÞETTA VAR FALLEGA HUGSAÐ LALLI EKKI EYÐILEGGJA AÐFANGADAG MÍN VEGNA. FARÐU AFTUR HEIM TIL PABBA ÞÍNS OG NJÓTTU KVÖLDSINS NEI NEI NEI. ÞÚ ÞARFT SMÁ UPPLYFTINGU OG VIÐ ERUM HÉR TIL ÞESS AÐ HJÁLPA ÞÉR KOMIÐI FÉLAGAR. HANN HEFUR MEIRI ÞÖRF FYRIR HLÝJU EN ÉG HÉLT Dagbók Í dag er sunnudagur 7. ágúst, 219. dagur ársins 2005 Víkverji hefur miklaánægju af útiveru og þá sérstaklega göngum um fagra staði. Það er úr mörg- um skemmtilegum gönguleiðum að velja í Reykjavík og ná- grannabæjum, og í sveitunum í kring – Esjan, Mosfellssveit, Heiðmörk, Bláfjöll og Reykjanes, svo ein- hverjir staðir séu nefndir. x x x Víkverji og sam-herjar hans lögðu land undir fót á dögunum – brugðu undir sig betri fætinum og héldu norður á Norður- Strandir, sem buðu hópinn velkom- inn með allri sinni dýrð, fegurð og stórbrotnu landslagi og dýralífi. Haldið var til Reykjarfjarðar, þar sem gist var í Sveinsínuhúsi í Djúpu- vík, þar sem voru bækistöðvar hóps- ins. Húsið byggðu hjónin Sveinsína Ágústsdóttir og Alexander Árnason, sem réðu áður ríkjum á bænum Kjós, sem er rétt fyrir utan Djúpu- vík, en er kominn í eyði. Það var margt að skoða á svæðinu og var fyrst gengið gamlar þjóð- leiðir, Naustvíkurskörð til Trékyll- isvíkur og Göngu- mannaskörð til baka. Á miðri leið í Naust- víkurskörðum er Kaupstaðavarðan, sem ber þetta einkennilega nafn vegna þess að þaðan sást fyrst til verslunarstaðarins Kúvíkur á leið að norð- an. Þaðan er víðsýnt yfir Reykjarfjörð og Kambinn. Annan göngudaginn gekk hópurinn út fyrir Kambinn frá Veiði- leysu, að bænum Kambi, sem er í eyði, norður til Kúvíkur, sem var um 250 ára skeið eini verslunarstaðurinn í Strandasýslu, en þar er nú allt í eyði. Á göngum um norðurfirðina var dýralífið fjölbreytt. Gönguhópurinn sá vaðandi síldartorfur, hnísur, erni, forvitna seli og fálka klófesta æð- arkolluunga. Víkverja kom það ekkert á óvart þegar hann frétti um Hollending sem var svo hrifinn af norðurfjörð- unum að hann var að taka myndir og skrifa bók um svæðið, sem er eitt af stórbrotnustu stöðum Evrópu. Strandir bjóða upp á meiri frið og kyrrð en fjölmennt og flatlent Hol- land. Víkverji skrifar... | vikverji@mbl.is          Samkomur | Sérstök dagskrá verður á Kirkjudegi í Strandarkirkju í dag, sunnudag. Kl. 14 verður Maríumessa. Prédikun flytur dr. Pétur Pétursson kirkju- vörður en sr. Baldur Kristjánsson þjónar fyrir altari. Sigrún Hjálmtýsdóttir syngur einsöng og Hilmar Örn Agnarsson leikur á orgel. Kl. 16 hefst samkoma í kirkjunni þar sem dr. Gunnlaugur A. Jónsson pró- fessor flytur erindið „Björgun úr sjávarháska í biblíulegu ljósi“. Þá flytur Hjörtur Pálsson, cand. mag. og guðfræðinemi, ljóðadagskrá um „Hafið, ströndina og höfnina“. Milli dagskrárliða mun Hilmar Agnarsson stjórna tónlistaratriði og lýkur samkomunni með hugleiðingu og bæn undir stjórn sr. Baldurs. Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Maríumessa í Strandarkirkju MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Aug- lýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.600 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr. Varpa áhyggjum þínum á Drottin, hann mun bera umhyggju fyrir þér, hann mun eigi að eilífu láta réttlátan mann verða valtan á fót- um. (Sálm. 55, 23.)

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.