Morgunblaðið - 07.08.2005, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 07.08.2005, Blaðsíða 56
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 SUNNUDAGUR 7. ÁGÚST 2005 VERÐ Í LAUSASÖLU 350 KR. MEÐ VSK. UNGLIÐUM innan Samtakanna ’78 fjölgaði úr sex í fimmtíu á einu ári eftir Gay Pride- gönguna í fyrra. Framkvæmdastjóri Hinsegin daga segir þátttöku í hátíðahöldunum á Íslandi líklega heimsmet. Enn er þó nokkuð í land með að lagaleg réttindi samkynhneigðra á Íslandi séu tryggð til jafns við aðra. Í Morgunblaðinu í dag er rætt við þrjá for- svarsmenn Hinsegin daga sem haldnir eru há- tíðlegir í Reykjavík nú um helgina. Meðal þeirra er Erlingur Thoroddsen en hann er jafnframt virkur í starfi Ungliðahóps Samtak- anna ’78 sem er vettvangur samkynhneigðs fólks á aldrinum 14–20 ára. Erlingur segir há- tíðahöldin og Gay Pride-gönguna skipta miklu máli þegar kemur að því að ungt samkynhneigt fólk komi út úr skápnum með kynhneigð sína. „Þessi sýnileiki er svo mikilvægur. Meðan maður er enn inni í skápnum skiptir miklu að sjá annað fólk sem er stolt af því sem það er.“ Erlingur segir þetta endurspeglast í starfi ungliðanna. „Í fyrra vorum við ekki nema sex í ungliðahópnum en núna erum við orðin 50. Strax eftir gönguna í fyrra bættist mikið af nýju fólki við og gerði það í langan tíma á eftir.“ Heimir Már Pétursson, framkvæmdastjóri Hinsegin daga, tekur undir þetta og segir mikla þátttöku vina, ættingja og almennings í göngunni ekki síður mikilvæga. „Í fyrra reikn- aði ég út að um 39% borgarbúa hefðu komið í bæinn og um 15% landsmanna. Ég held að það sé heimsmet. Svona stór hátíð, þar sem er svona mikil samstaða og þátttaka, hjálpar unga fólkinu því þá sér það að samkynhneigð er ekki eins stórt vandamál og það heldur. Það hjálpar líka ættingjunum og unga fólkinu að tala við sína nánustu.“ Katrín Jónsdóttir göngustjóri segir réttarstöðu samkynhneigðra hér á landi ekki svo slæma. „Ég held að samfélagið á Ís- landi sé komið fram úr löggjafanum,“ segir hún þó og þau fagna lagafrumvarpi sem von er á í haust sem gerir ráð fyrir að lagaleg réttindi samkynhneigðra verði bætt að einhverju leyti. Þátttaka á Íslandi í Gay Pride-göngunni er líklega heimsmet Ungliðum hjá Samtökunum ’78 hefur fjölgað margfalt  Gengið í gleði | 10 Eftir Bergþóru Njálu Guðmundsdóttur ben@mbl.is ÞESSI ófrýnilegi guðlax rataði í trollið hjá Víði EA á dögunum þegar skipið var á ufsaveiðum á Halamiðunum út af Vestfjörðum. Talsvert er um að guðlax þvælist í flottrollin á úthafskarfamið- unum en sjaldgæft að hann fáist á miðunum norð- ur af landinu. Guðmann Guðmannsson, bader- maður um borð í Víði, segir fiskinn hafa vegið 45 kg og að hann hafi verið yfir metri á lengd. Sigmundur Sigmundsson skipstjóri segir þá hafa bæði veitt og matreitt guðlax áður. „Eins og við segjum; því ljótari því betri, og það á svo sann- arlega við um þennan fisk. Hann bragðast eins og millivegur kjöts og fisks og er alveg ljómandi góð- ur matur.“ Þessi guðlax er þó ekki enn kominn á pönnuna á veitingahúsi bæjarins heldur er hann til sýnis á furðufiskasýningu á Fiskidögum í Dalvík. Ljótur en ljúffengur „LÍNUDANS hefur verið stundaður á Ís- landi síðan 1994 og er því kominn til að vera,“ segir Óli Geir Jóhannesson línudanskennari, en Landsmót línudansara fer fram á Akra- nesi um næstu helgi. Þar í bæ leggja á annað hundrað manns stund á dansinn og er jafnvel talað um hinn nýja kántríbæ sunnan heiða. Undirbúningur fyrir mótið stendur hins veg- ar í öllum landshornum. „Sumir hópar eru mest með kántrítónlist, en við erum með allra handa músík sem hentar – salsa og já … bara nefndu það,“ segir Skagakonan Sigríður Al- freðsdóttir í verðlaunadanshópnum Og útlag- arnir, en hún situr í landsmótsnefnd. Á mótið mun m.a. mæta Kate Sala, heims- kunnur línudansari, og kenna nýjustu snún- ingana. | Tímarit Dans í heimsklassa LEIKMYNDIN í söngleiknum Kabarett, sem sýndur er í Íslensku óperunni, er sérstök að því leyti að hún mun einnig nýtast í óperunni Tökin hert eftir Benjamin Britten, sem frumsýnd verður í október í leikstjórn Halldórs E. Laxness. „Þetta er gert hér því aðstæður í húsinu eru svo sér- stakar,“ segir Snorri Freyr Hilmarsson leik- myndahönnuður, en hann á heiðurinn af hinni tvö- földu leikmynd. Allt nagl- og formfast eins og bogadregin efri hæð, tröppur, súlur og fleira mynda grunn beggja leikmynda, en svo kalla gull og glamúr fram klúbbinn Kit Kat í Berlín í kring- um 1930, en ljósleit leiktjöld, myndvörpur og aðrir galdrar munu skapa andrúmsloft sveitaseturs á Viktoríutímanum fyrir óperuna Tökin hert. Ráð- gert er að sýningarnar gangi samtímis um nokk- urra mánaða skeið og því var brugðið á það ráð að samnýta leikmyndina. | Tímarit Tvöföld leikmynd Kabarett og Tökin hert VINKONURNAR Elva Björk, 10 ára, og Halla Líf, 9 ára, voru í skólagörðunum í Hafnarfirði að skoða sprettu kartöflugrasanna þegar ljósmyndara Morgunblaðsins bar að. Þær voru ánægðar með sprettuna en sögðust þó ekki ætla að taka upp fyrr en nær drægi september, væntanlega til að kartöflurnar safni nokkrum aukakíló- um þangað til. Vonandi flýtur samt eitthvað af smælki með þegar tekið verður upp. Mennskt smælki veit sem er að það er lang- skemmtilegast að borða það. Morgunblaðið/Árni Sæberg Smælki í skólagörðunum HLUTHÖFUM Straums fjárfestingarbanka hf. mun fjölga úr fjögur þúsund í um tuttugu þúsund við samruna Straums og Burðaráss hf. Þórður Már Jóhannesson, forstjóri Straums, segir í viðtali við Morgunblaðið afar ánægjulegt að fjárfestar séu tilbúnir að treysta starfsfólki væntanlegs sameinaðs fé- lag fyrir fjármunum sínum sem sé að hans mati mikil viðurkenning á þeirri uppbyggingu sem átt hefur sér stað. „Snertiflötur bankans við almenning mun einnig stækka mjög og fleiri munu fylgjast með starfsemi bankans,“ segir Þórður. Snjallir peningar Þegar Straumur fjárfestingarfélag var stofnað í marsmánuði árið 2001 var Þórður Már eini starfsmaðurinn. „Lengi vel voru starfsmenn Straums þrír og voru ekki nema um átta talsins í byrjun árs 2004. Í dag eru þeir tuttugu og sjö og verða eftir samein- inguna við Burðarás um fjörutíu.“ Eigið fé Straums hefur líka margfaldast á þessum tíma. Straumur hóf rekstur með um 3,5 millj- arða eigið fé. Í árslok 2003 var eigið fé um 16 milljarð- ar og var orðið 32 milljarð- ar í árslok 2004. Hálfu ári síðar, í júní 2005, var eigið fé Straums orðið 45,8 millj- arðar og verður eftir sam- eininguna við Burðarás ríf- lega 100 milljarðar króna. Mikilvægi þess að hafa gott starfsfólk er nokkuð sem Þórður leggur mikla áherslu á. „Í útlöndum er stundum talað um snjalla peninga, „smart money“. Peningarnir sjálfir eru ekki snjallir, heldur er þetta spurn- ing um að þeir séu notaðir rétt. Peningar sem ekkert er gert við eru gagnslausir, eins og frækorn sem ekki er sáð. Til að nýta fjár- magnið sem best, til að finna bestu og arð- bærustu fjárfestingarnar, þurfa fyrirtæki fyrsta flokks starfsfólk og við höfum verið svo lánsöm að hafa slíka starfskrafta hér.“ Þórður Már Jóhannesson  Ónýttir peningar | 14 Stærri snertiflötur við almenning ♦♦♦ „BARÁTTUMÁL homma og lesbía er að öðlast fullan rétt á við gagnkynhneigða til fjöl- skylduþátttöku. Ég styð það sjónarmið heilshugar,“ lýsti Árni Magnússon m.a. yfir í há- tíðarræðu eftir Gay Pride- gönguna í gær, laugardag. Árni benti á þá þætti löggjaf- arinnar þar sem mismunandi reglur gilda um samkyn- hneigða og gagnkynhneigða. Í dag eigi hommar og lesbíur ekki sömu möguleika og gagnkynhneigð pör að skrá óvígða sambúð, samkynhneigð pör í staðfestri samvist ekki rétt á að ættleiða börn til jafns við gagnkynhneigð hjón eða einstaklinga og lesbíur ekki sama rétt og gagnkynhneigðar konur til tæknifrjóvgunar. „Að því ógleymdu að samkyn- hneigt fólk getur ekki óskað eftir því að prestar eða forstöðumenn safnaða gerist vígslumenn þeirra sem hyggjast ganga í staðfesta samvist. Ég kalla á opnari og hreinskiptnari umræðu um rétt samkynhneigðra til fjölskyldulífs,“ voru skilaboð félagsmálaráðherra til hátíðargesta í gær. Árni Magnússon Hommar og lesbíur sama rétt til fjölskyldu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.