Morgunblaðið - 07.08.2005, Side 50

Morgunblaðið - 07.08.2005, Side 50
50 SUNNUDAGUR 7. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ SKEMMTILEGASTA STÓRMYND SUMARSINS. FÓR BEINT Á TOPPINN Í BANDARÍKJUNUM! Sýnd kl. 4 og 10.20 B.i 16 ára Miðasala opnar kl. 13.00 Sími 564 0000 Sýnd í Smárabíói kl. 2.40, 5.20, 8 og 10.30 Sýnd kl. 1.50 og 8 Nú eru það fangarnir gegn vörðunum!  „…mynd sem hægt er að líkja við Die Hard, spennandi og skemmtileg…” ÓÖH DV  „þrusuvel heppnuð spennumynd”K & F Sýnd kl. 2, 4 og 6.10 Í þrívídd kl. 2.40, 5.20, 8 og 10.30 Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30 B.i 16 ára Sýnd kl. 3, 5.30, 8 og 10.30 Sýnd kl. 10.15 B.i 16 ára Sýnd kl. 2 B.i 10 ára Sýnd kl. 1.30, 3.40, 5.50 og 8 Í þrívídd  „…mynd sem hægt er að líkja við Die Hard, spennandi og skemmtileg…” ÓÖH DV       GEGGJAÐASTA GRÍNMYND ÁRSINS Sýnd í Borgarbíói kl. 5.45, 8 og 10.20 VINCE VAUGHN TILBOÐ400 KR. REGLA # 27: EKKI DRE KKA YFIR ÞIG, TÓLIN VE RÐA AÐ V IRKA REGLA #10:BOÐSKORT ERUFYRIR AUMINGJA! TILBOÐ Á FYRSTU SÝNINGAR DAGSINS - AÐEINS 400KR. ATH! SÝNINGAR SÉRMERKTAR MEÐ RAUÐU  KVIKMYNDIR.IS  I I .I „STUNDUM er fólk einfaldlega fast í kringumstæðum sem það ræður ekki sjálft og á erfitt með að sjá út úr,“ segir Lou. Hann kom til Íslands um verslunarmannahelgina til að tala á samkomu sjöunda dags að- ventista í Hlíðardalsskóla. Hann segist hafa haft margt að segja fólk- inu. „Ég talaði um þann boðskap Bibl- íunnar að það skiptir ekki máli hvaða bakgrunn þú hefur. Til dæmis voru margar konur í lífi Krists sem hvað samfélagið varðaði voru útlag- ar en Guð leit fram hjá því og beint inn í hjörtu þeirra.“ Hvað með Torres sjálfan, spyr blaðamaður, sem hefur haft veður af erfiðri æsku hans. „Ég ólst upp við nokkuð erfiðar aðstæður í New York, meðal inn- flytjenda frá Puerto Rico. Móðir mín var afar fátæk og faðir minn drykkjumaður. Mér fannst ég ekk- ert geta gert með líf mitt. En það er hægt að komast úr slæmu aðstæðunum. Rut, ein af kon- unum í lífi Krists, sem var vænd- iskona, varð til dæmis langamma Davíðs konungs af Ísrael. Sjálfur hef ég slæman bakgrunn en komst til þess að spila með Bill Hailey and the Comets. Það sem skiptir máli er hvað maður gerir sjálfur við líf sitt.“ Hætti við heimsreisu „Tónlistarferill minn byrjaði þeg- ar ég var þrettán ára. Ég hafði snemma áhuga á tónlist og tók upp á að spila plötur á mjög hægum snún- ingi til að geta greint einstaka tóna. Svo reyndi ég að spila tónlistina á lít- inn gítar sem mamma gaf mér í jóla- gjöf.“ Lou byrjaði svo að spila á klúbb- um New York-borgar og þá undir verndarvæng mafíunnar. Síðar lék hann meðal annars með bandi sem kallaði sig Vampires og náði tals- verðum vinsældum í New York. Hann ákvað að hætta í þeirri hljómsveit og var í kjölfarið fenginn til að spila á bassa með rokk- goðsögninni Bill Hailey and the Co- mets, í lögum á borð við Rock Around the Clock og Shake Rattle and Roll. Þetta var á árunum 1967- 68. Til stóð að Lou spilaði með Com- ets í heimsreisu sem farinn var m.a. til höfuðs Bítlunum, sem Lou segir að hafi farið háðulegum orðum um sveitina. „Þeir sögðu reyndar að hljóðfæraleikararnir væru ekki nógu góðir,“ segir hann og glottir út í ann- að. Hann beið þess að túrinn hæfist en af einhverjum ástæðum var túrn- um frestað um einhvern tíma. Á meðan heimsótti Lou bræður sína tvo. Annar þeirra hafði áður stýrt mafíu í New York sem kallaðist Drekarnir og var stærsta gengi inn- flytjenda frá Púertó Ríkó. „Ég fann að bræður mínir voru af einhverjum ástæðum mjög breytt- ir,“ segir hann. Þeir höfðu þá kynnst sjöunda dags aðventisma en Lou varð vitni að skírn annars bræðra sinna til þeirrar trúar. „Hann kom grátandi upp úr vatninu og það skildi ég ekki.“ Lou bætir því við að sjálfum hafi sér alltaf fundist eitt- hvað vanta í líf sitt. Hann hafi haldið að það sem vantaði væri meiri frægð, meira fjör, fleiri konur og meiri víma. Það hefði þó aldrei skilað sér. „Á þessum tíma meðan ég beið eftir heimstúrnum fór ég á stórt ball þar sem fjöldi hljómsveita spilaði. Fólk steig trylltan dans á gólfinu og þar var ég venjulega fremstur í flokki að taka „kjúklinga-“ eða „apa- dansinn“. En ég fór upp á aðra hæð á staðnum, horfði yfir gólfið og fann til fjarlægðar. Ég bað Guð um að láta mig vita ef hann væri þarna ein- hvers staðar.“ Lou fann það sem hann leitaði að og hætti við að túra með Bill Haley and the Comets. Í dag starfar hann sem aðventistaprestur og hefur ferðast víða til að predika trú sína auk þess sem hann hefur skrifað margar bækur og kemur reglulega fram á gervihnattastöðinni 3ABM. Hann og konan hans, sem var áður konsertfiðluleikari, hafa haldið áfram tónlistariðkun en þau sneru sér að klassískri, trúarlegri tónlist. Ein spurning hefur brunnið á vörum blaðamanns meðan á viðtal- inu stendur. Gat Lou ekki bara spil- að með Bill Haley and The Comets áfram þótt hann hafi frelsast? „Nei, þetta er spurning um lífsstíl og ekki síst hvað þú vilt hvetja ungt fólk til að gera. Rokkhljómsveitinni fylgdu vímuefni og kvennafar og það sem meira var, við vorum að hvetja ungt fólk til að fara illa með líf sitt. Það að spila með rokkhljómsveit er í raun bara egóismi og hefði snúist um hvað ég var að fá út úr því en ekki hvað ég var að gefa öðrum.“ Louis Torres ólst upp í New York meðal fátækra innflytjenda, spilaði með hljómsveitum undir verndarvæng mafíunnar og seinna með rokkgoðinu Bill Haley og hljómsveitinni Comets. Anna Pála Sverrisdóttir ræddi við Lou sem ákvað að skipta út kynlífinu, dópinu og rokkinu þegar hann frelsaðist til aðventisma. Vampírurnar. Frá New York, ekki Transylvaníu. Torres stendur. Blaðagrein frá Comets-tímabilinu. Frelsaðist frá Bill Haley and the Comets Morgunblaðið/ÞÖK Louis Torres spilar nú trúarlega tónlist. aps@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.