Morgunblaðið - 07.08.2005, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 07.08.2005, Blaðsíða 30
30 SUNNUDAGUR 7. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Skráning og upplýsingar: Sími: 575 1512 & 897 7922 E-mail: aria@islandia.is Fákafeni 11 • www.poppskolinn.is • Sími 588 1111 María Björk Skólastjóri/Kennari Regína Ósk Yfirkennari/Kennari Birgitta Haukdal Söngkona/Kennari Hera Björk Söngkona/Kennari Jónsi Söngvari/Kennari Þóra Söngkona/Kennari Ragnheiður Söngkona/Kennari Friðrik Ómar Söngvari/Kennari Eivör Pálsdóttir Söngkona/Kennari Alma Rut Söngkona/Kennari Björgvin Franz Leikari/Kennari Yesmine Dansari/Kennari Gudrun Holck Skólinn mun á þessari önn auka samstarf sitt við sérhæfðan söngskóla erlendis. Boðið verður upp á námskeið sem byggir á þjálfun í söng og raddtækni fyrir atvinnusöngvara og þá sem eru lengra komnir í námi. Gudrun Holck, sem er með mastersgráðu frá þessum skóla mun koma og stýra námskeiðinu. SÖNGNÁMSKEIÐ HAUSTÖNNIN ER AÐ HEFJAST Á haustönn verður boðið uppá: 5 ára og eldri: Byrjenda- og framhaldsnámskeið Unglingar: Byrjenda- og framhaldsnámskeið Fullorðnir: Byrjenda- og framhaldsnámskeið. Aldursskiptir hópar. Haldnir verða tónleikar á námskeiðinu og nemendur fá upptöku með söng sínum á geisladisk í lok námskeiðs. Nýtt: Námskeið fyrir lengra komna með Gudrun Holck. Einstakt tækifæri fyrir góða söngvara (ekki bara atvinnufólk) 13 ára og eldri. Markmið söngkennslunnar er að þjálfa nemendur í túlkun, raddbeitingu, sjálfstyrkingu og framkomu. Skólinn leitast við að veita nemendum sínum tækifæri á að koma fram opinberlega svo sem við hljóðritanir, framkomur í sjónvarpi og á öðrum vettvangi. Skólinn leitast við að hafa sérþjálfað starfslið sem eru atvinnumenn hver á sínu sviði. Við erum að velja börn og unglinga í nokkur verkefni sem unnið er að á þessu ári og á því næsta, þ.á.m. Geisladiska, myndbönd, sjónvarpsútsendingar ofl. SÖNGSKÓLINN ER Í LEIT AÐ HÆFILEIKAFÓLKI! MARÍU BJARKAR Stærsta lagasafnið yfir 2.000 lög til að velja úr KYNNI af borgarstjórn- armálum hafa sannfært mig um það sem ég þóttist vita þegar ég gekk í fyrsta skipti til liðs við stjórnmálaafl, Reykjavíkurlistann, 1994: Það er mik- ilvægt fyrir fé- lagshyggjufólk að stjórna borginni. Hér getum við látið verkin tala. Allar heimsins ræður, ályktanir og blaðagreinar munu ekki hagga þeirri staðreynd að verkin tala skýrast. Í dag er Reykjavík vettvangur félagshyggjufólks sem ítrekað hefur fengið traust, sem við eigum að virða, meta og þakka af auðmýkt. Aflið sem býr í borginni er mikið og til hennar er horft um margt í stjórnmálum landsins. Þannig hef- ur Reykjavík vísað veginn í fræðslumálum, leikskólamálum, jafnréttismálum, lýðræðis- og stjórnsýslumálum og ekki síst í því viðhorfi til valdsins sem við höfum innleitt. Borgin er þjón- ustustofnun í þágu fólksins. En við verðum ekki endurkosin vegna fortíðarinnar, heldur þeirrar framtíðarsýnar sem við bjóðum. Frábær tækifæri framundan Ég sé ekki fram á verk- efnaþurrð félagshyggjufólks í borginni. Nú taka til starfa þjón- ustumiðstöðvar í hverfum sem gefur færi á margvíslegum umbótum í nærþjón- ustu og samþættingu starfa fagfólks. Við viljum auka áhrif borgaranna þar sem hin nýju hverfaráð gegna vaxandi hlut- verki við að styrkja tengsl við íbúa. Stjórnkerfisbreyt- ingar bjóða sókn- arfæri: Nú hafa runn- ið saman fræðsluráð og leikskólaráð í eitt menntaráð borgarinnar, borgin mun hafa for- ystu um samstarf og þróun beggja fyrstu skólastiganna. Þar eru nýsköpunar- og þróunarverk- efni sem þarf að innleiða. Lögð hafa verið drög að stórauknu for- eldrasamstarfi við skóla og heima- skólinn í hverju hverfi mun þróast áfram sem miðstöð mennta og fé- lagslífs þar sem „skólinn minn“ á að standa hjartanu næst hjá íbú- um. Verkfall kennara í vetur kenndi okkur að leysa verður úr læðingi þann mannauð sem býr í fræðslustéttum. Við stefnum að gjaldfrjálsum leikskóla og brúa þarf bilið fyrir foreldra frá fæð- ingarorlofi til leikskóla. Í skipu- lagsmálum eru stórverkefni: Framtíðarsýn um Vatnsmýrina er stærsta tækifæri borgarinnar og fer í hönd alþjóðleg hugmynda- samkeppni um hana. Með Tónlist- ar- og ráðstefnuhöll sem nú rís breytist ásýnd miðborgarinnar og skapar allt aðra vídd í þróun menningar- og ferðamála. Lóða- framboð verður fjölbreytt, þús- undir ólíkra lóða verða boðnar á næstu árum á þéttingarsvæðum þar sem gömul hverfi ganga í endurnýjun lífdaga og í nýjum út- hverfum fyrir þá sem kjósa. Fjöl- breytni er lykilorð um húsnæði borgarbúa. Meðal þess sem þar þarf að huga að eru lausnir fyrir þá sem eru að koma nýir inn á húsnæðismarkaðinn og lenda í verðsprengingu síðustu missera. Ég hef oft bent á þá byggðaþróun sem nú er að verða á Suðvest- urhorninu þar sem nær 90% landsmanna búa. Hér verður til borgarkjarni sem færir Íslandi ótal tækifæri til sóknar á næstu árum í atvinnu-, mennta- og lífg- æðamálum sem ráða því hvernig líf okkar verður á 21. öldinni. Til þessa verður að horfa og ég vil að Reykjavík taki forystu um nýja „borgarhugsun“ á suðvesturhorn- inu. Samstarf sveitarfélaganna á svæðinu þarf að verða miklu markvissara og miða við heildar- hagsmuni þessa rísandi borg- arsamfélags sem á enga hliðstæðu í sögu Íslands. Þar rísa skipulags- og samgöngumál hæst og veitir ekki af að veita ríkisvaldinu sterkt aðhald í þeim málum fyrir hönd meirihluta þjóðarinnar. Verkin skapa færin Krefjandi verkefni eru í heil- brigðis- og umhverfismálum og jafnréttisvaktina stendur enginn ef við gerum það ekki. Þar bætist nú við ný vídd sem er nýbúa- samfélagið í borginni sem getur orðið okkur dýrmætur fé- lagsauður ef vel er á málum hald- ið. Þá eru ótalin mörgu „litlu sætu verkefnin“ sem áfram halda, dæmi sem sanna hugmyndaauðgi og úrræðasemi: fjölbreyttar nýj- ungar í menningarmálum eins og listmunalán og samstarfsstyrkir listamanna erlendis, skapandi úr- ræði í félagsþjónustu eins og sér- stakar húsleigubætur í stað fjár- festinga, nýtt hafnasamlag… og svo framvegis. Halda menn að vörumerkið „Reykjavik“ sé þekkt og eftirsótt víða um heim fyrir til- viljun? Við höfum unnið markvisst að því að efla ferða- og menning- arþjónustu og þar fer nú Höf- uðborgarstofa í fararbroddi og mun áfram sækja fram. Verkin tala og þau hafa skapað þau fjöl- breyttu sóknarfæri sem nú bjóð- ast í Reykjavík. Við höfum í raun og sann lagt grunn að því að Reykjavík geti orðið alþjóðleg heimsborg sem reynist samkeppn- ishæf um fyrirtæki og framsækið starfsfólk, nú er að fylgja þeirri sýn eftir af fullum þunga og tala því máli við kjósendur hátt og snjallt. Brýnt erindi við fólkið í borginni Stefán Jón Hafstein fjallar um borgarstjórnarmál ’Það er mikilvægt fyrirfélagshyggjufólk að stjórna borginni. Hér getum við látið verkin tala.‘ Stefán Jón Hafstein Höfundur er formaður borgarráðs, formaður menningarráðs og menntaráðs borgarinnar. mbl.issmáauglýsingar Fréttir í tölvupósti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.