Morgunblaðið - 07.08.2005, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 07.08.2005, Blaðsíða 23
Mér heyrist Axel frekar bjart- sýnn hvað varðar framtíð Laxár. „Sagan sýnir að laxagengd getur gengið í miklum sveiflum. Enginn veit nákvæmlega hvað um er að ræða. Sjálfur held ég að fyrir utan þessar náttúrulegu sveiflur þá sé búið að taka of mikið úr þessum náttúrulega, gamla, góða stofni. Það er búið að ofveiða ána. Ég er hrædd- astur um stóra, tveggja ára stofn- inn, þeim fiskum fer hlutfallslega fækkandi.“ En er Axel þá hrifinn af þeim ráð- stöfunum sem nú eru í gangi í Að- aldalnum að veiða aðeins á flugu og sleppa öllum stærri laxi? „Ég er hlynntur því og held að menn hafi ekkert betra ráð annað en alfriðun á ánni, sem er bara ekki raunhæft. Ég sleppti til dæmis í gær, með glöðu geði, fallegum fiski af þessum stofni,“ segir Axel og gerir sig lík- legan til að kasta í Bjargstrenginn, en ég verð að fá meiri upplýsingar um þann fisk. „Þetta var ekta fín Laxártaka í Hagastraum. Hann lá útí miðjum streng, tók djúpt og þungt, Snældu með keiluhaus. Það var mjög gaman að fást við hann. Við vorum lengi að leita að hentug- um löndunarstað en fundum loks ágætan stað, gátum lyft laxinum uppá lágan grasbakka, án þess að skaða hann og losað úr honum flug- una. Svo fylgdum við honum til ár- innar aftur. Þetta var nýgenginn og lúsugur 16 punda hængur, með flug- una ofan í koki. Við urðum blóðrisa á höndunum við að losa úr honum. Ætli hann hafi ekki skaðað okkur meira en við hann,“ sagði Axel hlæj- andi og ég tek eftir að hann er með rispaða og plástraða fingur. Þegar ég spyr hann hvort þetta sé stærsti lax sem hann hafi sleppt svarar hann játandi en hristir síðan höfuðið og segir; „Nei, annars, ég og Jakob V. Hafstein, mágur minn, fengum fyrir fjölda ára 17 punda hrygnu í Fróðá á Snæfellsnesi. Það var ekki annað hægt en að sleppa þannig fiski í svona lítilli á.“ Margir tuttugu punda Nú er Axel búinn að fara tvær um- ferðir með fluguna yfir Bjargstreng- inn og ferðinni er heitið yfir í Kistu- kvísl. Við röltum niður að bátunum við Kistuhyl og Axel rær yfir. Laxá í Aðaldal er þekkt stórlaxá og ég spyr Axel hvort hann hafi náð mörgum slíkum. „Ég hef veitt marga fiska gegnum tíðina en aldrei náð á land meira en tuttugu pundurum. Ég var búinn að fá marga nítján punda fiska áður en ég loks fékk tuttugu pundara og fannst það mikill mun- ur,“ segir Axel og hlær. „Síðan hef ég fengið marga tutt- ugu pundara og úr því við erum hérna,“ segir hann og bendir yfir Kistukvíslina, „þá vorum við Hörður Blöndal, mágur minn, eitt sinn að veiða í Kistukvísl að austan og sáum tvo fiska, báða fallega, en annan þó miklu stærri en hinn. Við fórum að sjálfsögðu að reyna að ná þeim stóra. Hörður var uppá klettinum og sagði mér til. Það var erfitt að komast að þessum fiskum, mikill flaumur og djúpt. En loksins tók hann og ég varð afskaplega glaður en þá hrópaði Hörður: „Nei, ekki þennan litla!“ en hann var kominn á, svo ég gat ekki gert neitt nema að landa honum. Hann reyndist tuttugu pund! Nokkr- um sinnum hef ég líka sett í það stóra fiska að ég átti engan möguleika á að landa þeim.“ Með Bing Crosby í urriða Við skimum Kvíslina en sjáum engan lax. Áin er frekar lituð og skyggni slæmt en einn og einn lax stekkur þó og skoðar okkur. Ég spyr Axel hvort hann hafi eitt- hvað unnið við leiðsögn í Laxá. „Ég var tvo sumarparta að leið- segja í Nesi. Þar á meðal þegar söngvarinn Bing Crosby var hér að gera heimildarmynd með heilum herskara af tækniliði. Þeir voru í viku, það gekk vel og var mjög gam- an. Hann var að vísu ekki vanur svona stórum fiskum, þótt hann væri vanur veiðimaður. Hafði meira verið í silungi. Þegar þetta var búið þá bauð ég honum með uppá Helluvað í urriðann. Þar var hann alveg í essinu sínu og átti ekki til nógu fögur orð til að lýsa hrifningu sinni. Það er stór- kostlegt að veiða urriða í Mývatns- sveitinni. Við feðgar veiddum í mörg ár á Helluvaði, alveg ótrúlegur tími.“ Við tyllum okkur á þúfu og skoð- um fluguboxin. „Já, ég hef róast mikið,“ svarar Axel þegar ég spyr hann hvort þessi fimmtíu ár hafi breytt honum eitt- hvað sem veiðimanni. „Pabbi og aðr- ir reyndir veiðimenn töluðu um að skemmtilegra væri að veiða laxinn upp í á, í stað þess að berjast um í fossunum og hávaðanum í Kvíslinni. Ég skildi það aldrei því mér fannst svo gaman þegar fiskurinn var að ganga í stórum stíl hér á fossasvæð- inu. Það var fiskur í hverjum polli og oft góð veiði. En það var mikið at og hlaup. Mér þótti ekkert tiltökumál að vera á stanslausum hlaupum, vaða jafnvel Kistukvísl tvisvar á dag. Nú er ég sammála þeim. Það er mun skemmtilegra að veiða fiskinn í ró og næði. Ég held þú fáir meira út úr því að veiða fallegan fisk á flugu á fal- legum stað, sjá hann kannski, velja fyrir hann fluguna og finna loks þá einu réttu.“ Axel ákveður að setja undir gáru- túpu sem ég hafði gaukað að honum fyrr um morguninn. Kistukvísl hefur aldrei verið þekkt sem fluguveiði- staður en með breyttum veiðireglum þarf að prófa nýja hluti. „Sást’ann?!“ kallar Axel og bendir útí Kvíslina. „Hann kom á eftir.“ Tveimur köstum síðar sjáum við laxatrjónu skjótast uppúr vatnsfilmunni og negla gáru- túpuna. Laxinn kafar strax, tekur tvær rokur og mínútu seinna kemur flugan til baka uppúr vatninu. En veiðimaðurinn brosir og er ánægður. Mágar Axels á hinni stönginni eru búnir að ná tveimur löxum á Breið- unni og missa tvo til, en Axel og veiðifélagi hans láta sér þessa töku nægja og eru sáttir við sitt. Ég rifja upp ljóð sem veiðifélag- arnir höfðu farið með fyrr um morg- uninn, uppá bjargbrúninni og einn mágurinn enn hafði samið til Axels: Stórlaxinn Feginn eftir fjölmörg ár finn ég návist gamals vinar. Brátt nú hokinn gamall grár Gengur fram á bjarg og tinar. Margan dag við móa og sand man ég gjörla unga drenginn. Draga margan lax á land, lyfta upp og sýna fenginn. Ef hann skarpur skyggnir strenginn Skyldi hann sjá að ég er genginn? Þegar ég kveð hópinn á bjarg- brúninni við Æðarfossa hef ég sterk- lega á tilfinningunni að veiðimenn- irnir þennan morgun hafi verið einum fleiri en augun gátu séð. Morgunblaðið/Golli „Ég held þú fáir miklu meira út úr því að veiða fallegan fisk á flugu á fallegum stað, þar sem þú þarft að hafa svolítið fyrir honum,“ segir Axel Gíslason, sem hér veiðir Breiðuna við Æðarfossa í Laxá í Aðaldal. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. ÁGÚST 2005 23 ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S IC E 29 01 3 0 8/ 20 05 www.icelandair.is/florida Florida VR orlofsávísun Munið ferða- ávísunina Hafið samband við söluskrifstofur Icelandair eða við Fjarsölu Icelandair í síma 50 50 100 (svarað mánud. - föstud. kl. 9-17, laugard. kl. 9-17 og á sunnudögum kl. 10-16). Nú getur þú notað 10.000 Vildarpunkta sem 5.500 kr. greiðslu upp í fargjaldið. Flug, gisting og bíll í átta daga Verð frá 50.490 kr. Ver› á mann m.v. 2 fullor›na og 2 börn, bíll í B-flokki 15.-23. nóv., 6.-14. des. og 10.-18. jan. Innifali›: Flug, bíll í 8 daga, flugvallarskattar og fljónustugjöld. góður og gagnast með hvaða mat sem er. Það er sómi af því að hafa rabarbara á hverju veisluborði. Ég geri nú ekki sultu sjálfur heldur fæ hana frá félögunum. Stundum bíður sulta fyrir utan dyrnar hjá mmér, 3 til4 krukkur, oft með nýju bragði. Félagarnir eru góðir hver við ann- an.“ Gagnsemi rabarbarans er margvísleg Er rabarbari góður til lækninga? „Já, hann er C-vítamín- bætandi og mikilvægur fyrir tennur og annað slíkt. Hann geymist vel sykraður og fólk hefur fundið út ýmsa aðra gagnsemi rabarbarans en til matargerðar. T.d. má sjóða rabarbara í skýjuðum pottum og þá verða þeir eins og nýir, glampandi og skínandi. Ræt- urnar hafa verið notaðar í lit- arefni, t.d. má lita hár ljóst með rabarbararótum. Blöðin hafa verið nýtt til að skrifa á þau.“ Nýjum félögum yrði ljúfmannlega tekið á næsta aðalfundi – Er starfsemi félagsins blómleg? „Nei, ekkert sérstaklega, en við félagarnir höfum fyrir sið að biðja alls staðar þar við borðum um rab- arbarasultu. Í 99% tilvika eru menn mjög ánægðir með að fá þessa bón og reyna að uppfylla hana. Ég fór á töðugjöld á Hellu fyrir nokkrum ár- um síðan, þar sem húsfreyjur á næstu bæjum sjá um dýrindisveislu, þar var lambakjöt með brúnuðum kartöflum og öllu tilheyrandi. Ég varð var við að það vantaði rabarbar- asultu sem ég var hissa á í svona veislu. Ég fór fram í eldhús og vakti athygli á þessu og það var umsvifa- laust rennt heim á næsta bæ og náð í rabarbarasultu og fyrr en varði var komin sulta á hvert borð.“ – Hefur félögum fjölgað? „Það hefur ekkert verið gert í því að fjölga þeim en aðilar hafa gefið sig fram og óskað eftir inngöngu. Þetta erindi hefur ekki verið tekið fyrir á aðalfundi ennþá en ég reikna fast- lega með að slíkum erindum verði tekið ljúfmannlega á næsta fundi Rabarbaravinafélags Íslands, sem styttist óðum í.“ um Morgunblaðið/Sverrir Rabarbari er nytsamur til margra hluta, bæði til matargerðar, lækninga og líka er hann not- aður t.d. til skreytinga. ’Við félagarnir höf-um fyrir sið að biðja alls staðar þar sem við borðum um rab- arbarasultu. Í 99% tilvika eru menn mjög ánægðir með að fá þessa bón og reyna að uppfylla hana.‘ Fréttasíminn 904 1100
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.