Morgunblaðið - 07.08.2005, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 07.08.2005, Blaðsíða 40
40 SUNNUDAGUR 7. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Sigurður Gunn-arsson húsa- smíðameistari fædd- ist í Beinárgerði á Völlum 19. ágúst 1923. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 15. júlí síðastliðinn. For- eldrar hans voru Gunnar Sigurðsson, bóndi í Beinárgerði á Völlum, f. 1891, d. 1942, og Guðlaug Sigríður Sigurðar- dóttir, húsfreyja í Beinárgerði á Völlum, f. 1890, d. 1964. Sigurður var fimmti í röð systkina sinna. Hin eru Malen, f. 1918, d. 1994, Ragnhildur, f. 1919, d. 1994, Jón Baldur, f. 1920, d. 1974, Þórhallur, f. 1922, d. 1950, Magna Jóhanna, f. 1926 og Hjört- ur, f. 1934, d. 1988. Sigurður kvæntist fyrsta vetrardag ársins 1950 Öldu Jónsdóttur húsmóður, f. í Vestmannaeyjum 17. apríl 1923. Dætur þeirra eru Eydís Rós, f. 2002 og Telma Lind, f. 2004, b) Sigurð- ur, rafvirki og tæknifræðinemi, f. 1980, og c) Davíð, prentsmiður og grafískur miðlari, f. 1982. 3) Sig- ríður Jóna hjúkrunarfræðingur, búsett í Noregi, f. 1959, gift Jan Philip Eikeland, háls-, nef- og eyrnalækni, f. 1956. Börn þeirra eru: a) Sandra Rut lyfjafræðinemi, f. 1984, b) Eydís Alda nemi, f. 1988, og c) Sindri Philip nemi, f. 1992. 4) Örn, tæknifræðingur, f. 1964, kvæntur Fanneyju Kristjánsdótt- ur, bókara, f. 1963. Börn þeirra eru: a) Þóra Hafdís, nemi, f. 1989, b) Fannar Örn, nemi, f. 1993, og c) Elfar Snær, nemi, f. 1999. Sigurður og Alda hófu búskap sinn á Egilsstöðum og ólu þar upp öll sín börn. Sigurður starfaði sem húsasmíðameistari og byggingar- fulltrúi staðarins um árabil. Árið 1971 fluttust þau til Reykjavíkur og bjuggu þar til dauðadags Sig- urðar. Sigurður starfaði þá fyrst hjá Smíðaverkstæði Völundar og síðar sem húsvörður í Menntaskól- anum við Sund, þar til hann komst á eftirlaunaaldur. Útför Sigurðar fór fram frá Fossvogskapellu 25. júlí síðastlið- inn í kyrrþey. Foreldrar hennar voru Jón Auðunsson, skósmiður í Vest- mannaeyjum, f. 1891, d. 1975, og Sigríður Jónsdóttir, húsfreyja í Vestmannaeyjum, f. 1888, d. 1980. Börn Sigurðar og Öldu eru: 1) Berglind svæfinga- hjúkrunarfræðingur, f. 1950, gift Helga Hjálmarssyni raf- virkja, f. 1947, d. 1993. Börn þeirra eru: a) Arnar Sigurð- ur, nemi í sjónvarpsþáttagerð, f. 1973, b) Íris Alda, starfsmaður Hrafnistu í Reykjavík, f. 1978, og c) Helgi Steinar arkítektúrnemi, f. 1982. 2) Gunnar Hilmar rafvirkja- meistari, f. 1954, kvæntur Kristínu Hálfdánardóttur, grafískum hönn- uði, f. 1954. Börn þeirra eru: a) Hálfdán, prentari og grafískur miðlari, f. 1976, kvæntur Ásdísi Björgu Kristinsdóttur, f. 1975. Kær faðir minn er látinn eftir erfið veikindi, sem staðið hafa í raun mörg undanfarin ár með hléum þó. Hann hafði sig svo oft upp úr þeim með þvílíkum dugnaði og kjarki að undrum sætti og átti þá góða tíma á milli, sem hann reyndi að nýta vel. Stundaði sund og göngur eins og heilsan leyfði, en nú var þrekið á enda og hann greinilega tilbúinn og sáttur að yf- irgefa þetta líf. Hann lést hinn 15. júlí síðastliðinn á Landspítala v/ Hringbraut þar sem hann hafði svo oft legið í veikindum sínum. Faðir minn var duglegur og ósérhlífinn maður – féll sjaldan verk úr hendi. Handlaginn mjög og eftir hann liggja margir fallegir munir úr tré og gleri, einnig hús sem hann byggði og tók þátt í að byggja áður fyrr heima á Egilsstöðum, þar sem hann starfaði sem byggingameist- ari. Gott var að biðja hann um að- stoð þegar eitthvað þurfti að laga eða endurbæta á mínu heimili. Ófá verk á hann þar og kominn var hann strax – ekki á morgun eða hinn. Allir hlutir áttu að gerast helst í gær og óstundvísi var hon- um mjög á móti skapi. Heiðarleiki og rík réttlætiskennd var honum í blóð borin, en að sama skapi var hann ákveðinn og skoðanafastur og var þar af leiðandi ef til vill ekki allra. Allir hans góðu eiginleikar sýndu sig þegar hann aðstoðaði mig og börnin mín svo eftirminnilega þegar sorgin knúði dyra hjá okkur fyrir 12 árum. Fæ ég það seint full- þakkað. Margar góðar stundir höf- um við átt í Sælukoti – sumarhúsi okkar í Vatnaskógi – húsi sem hann byggði með fjölskyldu minni fyrir rúmlega tuttugu árum. Ég held að hvergi hafi hann unað sér betur en þar við að gróðursetja og dytta að húsinu og umhverfinu. Hann unni skógrækt og gleymdi sér löngum stundum úti í skógi við að auka fjöl- breytni þeirra trjáa sem fyrir voru. Við munum ávallt minnast hans þegar við virðum fyrir okkur öll fal- legu trén sem hann kom í jörðu á sínum tíma. Börnunum mínum var hann góður afi og vildi veg þeirra sem bestan og aðstoðaði þau á margan hátt svo og alla aðra í fjöl- skyldu sinni. Nú þegar faðir minn er kominn þangað sem við öll lend- um fyrr eða síðar vil ég þakka hon- um fyrir allt það sem hann var mér og mínum. Bið honum Guðs bless- unar og bið góðan Guð að líta til með mömmu og styrkja hana. Berglind. Elsku afi, sárt er að hugsa til þess að samveru okkar með þér hér á jörðu sé lokið. En um leið getum við ekki annað en glaðst yfir því að nú er bundinn endi á þín miklu veikindi sem þú hefur þurft að berjast við, með hléum, síðustu tuttugu árin eða svo. Oft höfum við börnin þín og barnabörn talað um að þú hafir haft níu líf eins og kett- irnir. Þrátt fyrir að útlitið um bata hafi oft verið svart náðir þú alltaf á einhvern undraverðan hátt að koma þér á lappir aftur. Þú gast aldrei setið auðum höndum enda sýndi það sig svo vel hversu erfitt þú átt- ir þitt síðasta ár og varst ósáttur við sjálfan þig því þú hafðir ekki krafta í að vinna eitthvað eða dunda þér. Við systkinin erum að stórum hluta til alin upp undir þinni hand- leiðslu í sumarbústaðnum okkar í Svarfhólsskógi. Það var paradísin þín enda er ekki hægt að ganga þar um húsið eða það fallega land sem það stendur á, án þess að rekast á hvern hlutinn á fætur öðrum sem er verk þitt. Við eigum þar með stóran fjársjóð sem segir sögu dugnaðarmanns og lofum því að varðveita hann sem best. Þú varst tvímælalaust hjálparhella númer eitt enda alltaf boðinn og búinn til að smíða eitthvað eða laga fyrir okkur. Það var alveg sama hvers eðlis verkið var eða hversu mikið vesen það var, þér tókst alltaf með þínu sterka jafnaðargeði að finna lausn á öllu. Elsku afi, ástarþakkir fyrir allar þær góðu stundir sem við áttum, alla þá trú og traust sem þú sýndir okkur. Við búum ævilangt að sterkri og heiðarlegri fyrirmynd þinni. Þín heittelskandi barnabörn, Helgi Steinar, Íris Alda og Arnar Sigurður. SIGURÐUR GUNNARSSON ✝ GuðmundínaSigurey Sigurð- ardóttir fæddist á Eyjum, Kaldrana- neshreppi í Strandasýslu 1. jan- úar 1929. Hún and- aðist á Landspítal- anum hinn 19. júlí síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Sigurður Hólm Sig- urðsson bóndi á Eyjum, Kaldrana- neshreppi og kona hans Guðrún Ingi- björg Benjamínsdóttir. Systkini Guðmundínu voru Ingibjörg, f. 1913 (látin), Sigþrúður Jónína, f. 1915 (látin), Benjamín Magnús, f. 1917 (látinn), Bernódus, f. 1920, Andrés, f. 1924 (látinn), Guð- mundur, f. 1927 (dó frumvaxta) og Þóra Svanhildur, f. 1932 (lát- in). Maður Guðmundínu er Snorri Árnason, f. á Drangsnesi í Kaldr- ananeshreppi 31. janúar 1927. Þau slitu samvistir. Börn þeirra: 1) Guðrún Hólm, f. 22. október 1949. Var gift Einari H. Sigurðs- syni (skilin). Börn þeirra eru Val- ur Þór, Sigurður Oddur og Eva Nína. 2) Þuríður Árný, f. 8. sept- ember 1952. Var gift Sigurði Bald- urssyni (skilin). Börn þeirra eru Kristín Sigurey, Baldur Reynir og Guðmundur Snorri. Þuríður Árný er í sambúð með Stein- ari Gunnbjörnssyni. 3) Erla Hrönn, f. 16. febrúar 1954, gift Jóhanni Steins- syni. Börn þeirra eru Rúnar Már, Íris Ósk og Steinunn Ragna. 4)Árni Ómar, f. 1. sept- ember 1956, kvæntur Sigurlaugu Ingvarsdóttur. Börn þeirra eru Snorri Freyr, Telma Dögg og Sigríður Tinna. 5) Þórir Svanur, f. 7. september 1958, lést af slys- förum 14. júní 1963). Barna- barnabörnin eru 19. Guðmundína ólst upp á Eyjum í Kaldrananeshreppi. Eftir að hún stofnaði sitt eigið heimili var hún um tíma búsett á Drangsnesi og á Hólmavík, á Akranesi, en lengst af í Keflavík, þar sem hún starfaði lengi hjá Íslenskum að- alverktökum. Útför Guðmundínu fór fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Elsku hjartans amma. Ég á svo bágt með að trúa því að þú sért búin að kveðja okkur um sinn, en það veitir mér huggun að vita það að nú líður þér betur og getur svifið yfir okkur öll og fylgst vel með, einsog þú talaðir svo oft um. Mig langar að þakka þér fyrir allar góðu stundinar sem við áttum saman á Hringbrautinni; allir páskarnir og sumur sem við frænkunar fengum að koma til ömmu, ég, Eva, og Thelma, við vorum dekraðar á allan hátt, skemmtum okkur alltaf svo vel, sungum með Dúmbó og Steina eða fórum í búðó með gömlu myntinni þinni. Við vorum líka svo lánsamar að fá að fara með þér á samkomu hjá Hvítasunnusöfnuðinum og er það mér svo minnistætt hvað það var alltaf tekið vel á móti þér, enda mjög virk í athöfninni. Þess- ar ferðir voru alltaf skemmtilegar og lærdómsríkar. Ég gæti skrifað endalaust um þig elsku amma, en læt þessi fáu orð nægja um hve yndisleg kona og amma þú varst og hve lánsöm ég var að eiga þig að. Ég kveð þig um stund þar til við hittumst aftur og þakka þér fyrir tímann sem við áttum hér. Þú skilar kveðju til Matta. Margt er í minninga heimi mun þar ljósið þitt skína, englar hjá guði þig geymi við geymum svo minningu þína. (Höf. ók.) Guð geymi þig, elsku amma. Kveðja, Íris Ósk. Okkur systkinin langar að minn- ast með fáeinum orðum elskulegr- ar móðursystur okkar, Guðmund- ínu Sigurðardóttur. Í systkinahópi Mundu var hún yngst að undan- skilinni Þóru, sem dó ung, en móð- ir okkar var elst. Aldursmunur var því verulegur með þeim systrum. Þær voru engu að síður mjög nán- ar og samrýmdar. Lífsbarátta þeirra var oft á tíðum hörð, m.a. vegna langvarandi veikinda sem báðar þurftu við að stríða. Í þess- um erfiðleikum aðstoðuðu þær hvorar aðrar eftir bestu getu og af mikilli fórnarlund. Meðal annars bjuggu fjölskyldurnar um tíma undir sama þaki, fyrst á Drangs- nesi og síðar á Akranesi. Munda eignaðist fimm börn með manni sínum Snorra Árnasyni, en hjónin slitu samvistir þegar börnin voru ung. Hún varð einnig fyrir því mikla áfalli að yngstabarn hennar, Þórir, drukknaði, aðeins fimm ára gamall. Munda lét þó mótlæti lífsins ekki buga sig. Börnum sínum fjórum kom hún upp ein, af miklu harðfylgi og dugnaði. Afkomendur hennar eru hátt á fjórða tug, allt mikið mynd- ar- og dugnaðarfólk. Heimili henn- ar og öll hennar framganga bar þess glöggt vitni að hún lét sér mjög annt um afkomendur sína. En hlýja hennar og væntumþykja náði jafnt til okkar og annarra systkinabarna hennar og fjöl- skyldna okkar. Munda var mjög hreinskilin í framkomu. Hún sagði okkur til syndanna, ef hún taldi þess þurfa. Öllum var þó ljóst að slíkar umvandanir voru vel meint- ar og aðeins ætlaðar okkur til góðs. Munda frænka skipar sérstakan sess i hjörtum okkar vegna þess hve vel hún reyndist okkur. Hún var okkur ekki aðeins venjuleg frænka, heldur i raun sem móðir þegar á þurfti að halda. Hún sýndi okkur einstaka hlýju og væntum- þykju alla tíð, sem værum við hennar eigin börn. Hið sama gilti um maka okkar, börn og barna- börn. Gestrisni hennar var einstök og fórnarlund ótakmörkuð. Við munum sakna hennar sárt. Við vottum frændsystkinum okkar, Gunnu Hólm, Addý, Hrönný, Óma og fjölskyldum þeirra okkar dýpstu samúð. Bless- uð sé minning Mundu frænku. Sigurður Hólm Sigurðsson, Kristjana Guðjónsdóttir. GUÐMUNDÍNA SIGUREY SIGURÐARDÓTTIR Elsku langamma. Okkur langar að þakka þér fyrir þann tíma sem við áttum með þér. Við yljum okkur við hlýju og góðu minningarnar um þig. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Guð geymi þig, elsku amma. Jóhann Ás og Kristján Steinn. HINSTA KVEÐJA ✝ Anna ÞuríðurGeorgsdóttir fæddist í Stapakoti í Innri-Njarðvík 24. september 1949. Hún lést á gjör- gæsludeild á Land- spítala – háskóla- sjúkrahúss við Hringbraut 9. júlí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Georg Sig- hvatur Sigurðsson, f. 29. maí 1922 og Ólöf Egilsdóttir, f. 7. júlí 1926, d. 30. september 1989. Systkini hennar eru Sig- urður Ingi, f. 5. nóvember 1944, Róshildur Agla, f. 12. maí 1946 og Jóna Margrét, f. 29. maí 1951. Anna Þuríður giftist Haraldi Stefánssyni 1968. Þau skildu 1988. Börn þeirra eru: 1) Guðrún Ólafía, f. 15. októ- ber 1969. Börn hennar eru Elísa Sjöfn, f. 4. maí 1989, Ragnar Har- ald, f. 6. ágúst 1990 og Steinun Lilyan, f. 28 september 1992. 2) Ólöf Fjóla, f. 27. ágúst 1970, börn hennar eru Þurí Ósk, f. 8. febr- úar 1989 og Lelíta Rós, f. 24. nóvem- ber 1995. 3) Stefán Már, f. 2. ágúst 1979. Anna Þuríður ólst upp á Akra- nesi. Hún bjó í Grindavík frá 1970 til 1988 og fluttist þá til Reykjavíkur og bjó þar til dán- ardags. Útför Önnu Þuríðar fór fram frá Fossvogskirkju 19. júlí. Elsku mamma mín, núna fékkst þú loksins hvíldina sem þú þráðir svo heitt þegar veikindin voru að buga þig. Þegar þú tókst þá ákvörðun að fara í aðgerðina, sem allir vonuðust til að ætti eftir að hjálpa þér að öðlast betra líf, studdum við þig þó svo að við viss- um að það gæti orðið erfitt og gæti brugðið til beggja vona. Þú fórst í aðgerðina 8. febrúar og alveg síðan þá var það mikil barátta í von og óvon. Allir reyndu sitt en nátt- úrulögmálin tóku yfirhöndina. Á þessu tímabili gengum við öll gegn- um margskonar tilfinningar og þú líka. Þegar ég vissi að það var kominn tími til að sleppa og leyfa þér að fara á guðs vegum var það erfiðasta að vita að ég ætti aldrei eftir að heyra rödd þína, sjá bros þitt, hlusta á hlátur þinn og bara að geta verið með þér. Enn það var búið að leggja nóg á þig, það var kominn tími til að þú fengir frið. Ég mun ávallt vera þakklát lækn- unum og hjúkrunarfólkinu sem studdi okkur í veikindum þínum og var með okkur við andlát þitt. Við fengum ekki mikinn tíma til að kveðja, en að hafa fengið að vera hjá þér þangað til að þú kvaddir þennan heim og vita með vissu að þú fórst með friði mun ég ávallt geyma í hjarta mínu og huga. Þín er sárt saknað elsku mamma mín, þú varst svo ung og við bjuggumst við að eiga mörg ár eftir með þér, þú varst ávallt sú sem hélst okkur saman. Þú lést okkur aldrei gleyma því að sama hversu slæmir hlut- irnir væru þá væri í lagi að hafa húmor og gantast með þá, en guð hafði önnur áform fyrir þig. Elsku mamma, ég veit að þér líð- ur vel núna og er það mín eina huggun í hjarta mínu. Ég elska þig. Þín dóttir Ólöf Fjóla. ANNA ÞURÍÐUR GEORGSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.