Morgunblaðið - 07.08.2005, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 07.08.2005, Blaðsíða 32
32 SUNNUDAGUR 7. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN GRÆNAKINN - GLÆSILEGT EINBÝLI Á TVEIMUR HÆÐUM Stórglæsilegt einbýlishús (200 fm) á tveimur hæðum á einum eftirsóttasta stað í Hafnarfirði. Á efri hæð er anddyri, gestasalerni, eldhús m. borðkrók, 2 góð svefnherbergi og tvöföld stofa auk sólstofu. Á efri hæð eru 3 góð svefnherbergi, sjónvarpshol, tvennar svalir, baðherbergi með nuddbað- kari, sturtuklefa og fallegri innréttingu. Þvottahús er á efri hæð með geymslurisi fyrir ofan. Garðurinn er fullfrágenginn. Hellulögn m. hita að framan og verönd m. heitum potti sunnanmegin. Húsið er allt mjög vel í lagt. Baðherbergi eru flísalögð í hólf og gólf. Hiti í gólfum á eldhúsi og sól- stofu. Gegnheilt parket og flísar á flestum gólfum. EIGN Í SÉRFLOKKI. Allar nánari upplýsingar veitir Ólafur Finnbogason sölumaður hjá DP FASTEIGNUM í síma 822 2307/561 7765. Sumarbústaðurinn verður til sýnis frá 10.-14. ágúst! Til sölu sumarbústaður nr. 6 í landi Haga, Breiðuvík við Gíslholtsvatn, Rangárþingi ytra, skv. fasteigna- mati 53,3 fm.; sumarbústaðarland- ið 4.300 fm. Um er að ræða eign- arlóð og eign í sameign m.a. leik- völl við bústaðinn sem lýtur skilmálum landeignafélags Breiðuvík. 24 bústaðir eru á svæðinu sem er afgirt og lokað. Tvö svefnherbergi, sturta á baði, eldhús, stofa, svefnloft og útigeymsla. Bústaðurinn er klæddur með plötum að innan, spóna- parket á gólfum, nýjir ofnar og lagnir og raflagnir nýlegar. Allt innbú annað en per- sónulegir munir fylgja m.a. ísskápur og eldavél. Góð verönd og mikil góð trjárækt, mjög fallegt útsýni yfir vatnið. Hitaveita, rafmagn og góður heitur pottur með nuddi. Bátur, bátalagi og veiði fylgir. U.þ.b. einnar klst. keyrsla frá Reykjavík, stutt í golf, sund (Laugaland) og ýmsa útiveru. Verð 11.500.000. Nánari upplýsingar veitir Sirrý s. 481-1794, Helgi s. 893-1068 eða á skrifstofu Fasteignamarkaðsins ehf. FASTEIGNA MARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17. Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/ Jón Guðmundsson, sölustjóri og lögg. fasteigna- og skipasali. Sumarbústaður við Gíslholtsvatn SUÐURVANGUR - HF. Hraunhamar fasteignasala kynnir í einkasölu nýtt, glæsilegt fullbúið einbýli á einni hæð, 125 fermetrar ásamt 26 fermetra innbyggðum bílskúr, samtals um 151,7 fermetrar, vel staðsett við Austurgötu númer 2, Vogum, Vatnsleysustrandarhreppi. Um er að ræða nýtt einbýli sem hefur verið innréttað á mjög smekklegan hátt með vönduðum innréttingum og gólfefnum. Lýsing eignar: Forstofa með skáp. Gott þvottahús. Hol, stofa með útgangi út í garð. Eldhús opið inn í stofu með glæsilegri sérsmíðaðri innréttingu. Tvö góð herbergi með skápum. Glæsilegt baðherbergi flísalagt í hólf og gólf með baðkari og sturtuklefa, glæsileg innrétting á baði. Allar innréttingar sérsmíðaðar úr eik frá RH innréttingum. Gólf- efni eru parket og flísar. Góður bílskúr. Glæsilegur garður. Eignin er fullbúin og til afhend- ingar strax. Óskað er eftir tilboðum í eignina. GARÐATORG - M. BÍLSKÚR - GBÆ Hraunhamar fasteignasala hefur fengið í einkasölu mjög góða 97,7 fermetra íbúð á annarri hæð ásamt 26,4 fermetra bílskúr, samtals um 124,1 fermetrar, vel staðsett við Garðatorg í Garðabæ. Lýsing eignar: Góður sérinngangur. Góð forstofa með skáp. Hol. Gott herbergi með skáp. Rúmgott baðher- bergi með vandaðri innréttingu, þvottavél höfð á baði (möguleiki á þurrkara), sturtuklefi, flísar á gólfi. Rúmgott svefnherbergi með góðum skápum. Björt og rúmgóð stofa með útgangi út á suðursvalir. Björt borðstofa (rúmgóð). Gott eldhús með fallegri innréttingu hvít og beyki. Gólfefni eru parket og flísar. Góður bílskúr með geymslu innaf. Sérlega falleg íbúð á annarri hæð í 2ja hæða þjónustu- húsi fyrir aldraða. Mjög góð staðsetning, stutt í verslun og þjónustu. Góð eign. DOFRABERG - HF. Um er að ræða sérlega glæsilega 118 fermetra „penthouse“-íbúð á tveimur hæðum. Eignin er í klæddu nánast við- haldsfríu fjölbýli og er vel staðsett í Set- bergslandi í Hafnarfirði. Arkitekt hússins er Sigurður Einarsson. Lýsing eignar: Góð forstofa með skápum. Rúmgott herbergi. Baðherbergi með baðkari sem í er sturta, flísalagt og ágætis innrétting. Fallegt eldhús, innrétting úr beyki. Opið inn í stofu. Mjög björt stofa og borð- stofa. Útgangur á svalir. Frá stofu er gengið upp í gott sjónvarpshol. Gangur. Gott barnaherbergi. Hjónaherbergi með skápum. Þvottahús og snyrting. Gólfefni eru parket og flísar. Vönduð og falleg eign sem vert er að skoða. Örstutt í skóla, leikskóla, þjónustu. Stutt í gönguleiðir og á golfvöll. Geymsla fylgir íbúðinni í kjallara. Verð 24,3 millj. HJALLABREKKA - KÓP. - LAUS STRAX Mjög falleg 80,3 fm neðri hæð í tvíbýli með sérinngangi vel staðsett við Hjalla- brekku í Kópavogi. Íbúðin er í mjög góðu ástandi og fallegur garður með skjólgóðum sólpalli og sér upphituðu bílaplani. Gólfefni eru parket og flísar. Eign sem vert er að skoða. Verð 16,5 millj. LÆKJASMÁRI - KÓP. - LAUS STRAX Mjög falleg 87,5 fermetra endaíbúð á annarri hæð ásamt stæði í bílageymslu vel staðsett í Smárahverfi í Kópavogi. Eignin er með sérinngangi. Fallegar inn- réttingar og gólfefni eru parket og dúk- ur. Góðar suðursvalir. Stutt í alla þjónustu. Verð 20,3 millj. 110158 NORÐURBRÚ - GBÆ Sérlega falleg íbúð á þessum vinsæla stað í Garðabænum. Íbúðin er 124,6 fm með geymslu & bílastæði í bílageymslu. Íbúðin er á fyrstu hæð í lyftublokk, gott aðgengi. Skipting eignarinnar: Forstofa, þvottaherbergi, hol, stofa, eldhús, 3 svefnherbergi, baðherbergi, sjónvarps- hol. Sérlega góð gólfefni. Þetta er eign sem vert er að skoða. Eign er til afhend- ingar við kaupsamning. Verð 33 millj. BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is UM LANGT árabil hefur svokölluð Þingvallanefnd verið við lýði. Til hvers er þessi nefnd? Hvaða verk- efni hefur hún? Eins og nú blasir við er ekki annað að sjá en að hún sé alveg óþörf. Í þessari nefnd sitja tveir núverandi ráðherrar og einn fyrrverandi. Liggur því ljóst fyrir að hér er aðeins verið að fullnægja hégómagirnd og bitlingaþörf. Hafa ráðherrarnir Björn Bjarnason og Guðni Ágústsson ekki nóg að gera í störfum sínum í ríkisstjórn og þar að auki er formaðurinn Björn einn- ig borgarfulltrúi í Reykjavík. Össur Skarphéðinsson er sá eini sem upp- fyllir að hluta hæfi í þessa nefnd þar sem hann er vel menntaður um lífríki Þingvallavatns. Hvað hafa þessir nefndarmenn til að bera til að sjá um rekstur mikilvægasta þjóðgarðs Íslendinga? Af hverju er ekki ráðinn sérmenntaður maður sem þjóðgarðsvörður? Að vísu hef- ur nefndin framkvæmdastjóra, sem engu ræður. Nýjasta uppátæki Þingvalla- nefndar er að vinna mikið skemmd- arverk vegna ákvörðunar um lagn- ingu nýs vegar milli uppsveita Árnessýslu og Þingvalla. Vegur, sem átti að vera kominn fyrir mörg- um árum vegna mikilvægis hans. Málið var komið á góðan rekspöl þegar þessir ólánsmenn töldu best að hafa gamla veginn áfram. Þvílíkt afturhald! Þeir setja sig upp á móti íbúum Bláskógabyggðar og þar að auki Vegagerð ríkisins. Formaður nefndarinnar Björn Bjarnason hafði það af að beygja umhverfisráðherr- ann undir sinn vilja og láta hana fella úr gildi umhverfismat frá síð- asta ári. Upplýsingum um þetta mál er vel Um „störf“ Þingvalla- nefndar Frá Jóni Otta Jónssyni: Í BRESKA dagblaðinu The Daily Telegraph hinn 27. júlí sl. var gerð grein fyrir könnun sem gerð var meðal breskra þegna um það hvers virði það væri, hvað það þýddi að vera breskur ríkisborgari, af hverju eru Bretar stoltir? Hvað það væri í þeirra þjóðareinkennum sem fyrst og fremst samein- aði þjóðina. Þrjátíu og fimm atriði voru mæld í könnuninni. Öll mið- opna blaðsins var lögð undir þetta. Í efsta sæti (61%) var óskorðaður réttur þegnanna til að segja skoðun sína op- inberlega. Í öðru sæti (59%) kom samheldni þjóðarinnar gegn nas- istum 1940 og í þriðja sæti (54%) að fólk telur að Bretar hafi ríka tilfinn- ingu fyrir sanngirni og sanngjörnum samskiptum. Í Bretlandi er einnig að finna lög gegn ósanngirni. Ef Íslendingar eru spurðir svip- aðra spurninga þá nefna þeir menn- ingararfinn, svo sem handritin eða náttúru Íslands, og fólk eins og Björk Guðmundsdóttur eða Vigdísi Finn- bogadóttur. Í áðurnefndri blaðagrein var einmitt minnst á að tvöfaldur ól- ympíugullverðlaunahafi í hlaupi væri vinsælasti einstaklingurinn og sá sem mest virðing væri borin fyrir. Í seinni tíð nefna menn hér á landi hugsanlega útrás íslenskra fyr- irtækja sem hluta af stolti íslensku þjóðarinnar. Það sem ég vil vekja nánar athygli á er þessi vöntun á að Íslendingar meti það að vera frjálsir menn og geta talað opinberlega og hispurs- laust út um hlutina án nokkurrar hræðslu eða grunsemda um að ein- hver fari að hefna sín fyrir skoðanir þeirra ef sannleikurinn er látinn flakka, óháð hver á í hlut. Íslendingar hafa hins vegar náð hátt í skoð- anakönnunum um hvert sé hamingusam- asta fólkið í heiminum. Ég tel einnig að í mörgum tilfellum skorti þessa ríku til- finningu hér á landi fyr- ir sanngirni sem er svo rík meðal breskra þegna. Þetta tvennt sem er stolt Breta og efst á lista yfir þau at- riði sem virðist gera Bretland að mannlegu og lýðræðislegu stór- veldi er hjá okkur á margan hátt í felum og ekki rætt vegna hræðslu við að tjá sig op- inberlega. Menn eru hræddir við að það muni bitna á þeim gagnvart vinnu og mörgu öðru, hugsanlega fjölskyldu o.fl. Samt erum við að grobba okkur af því að vera eitt elsta lýðræðisríki heims með eitt elsta og virtasta alþingi á þessari plánetu. Ástæðan fyrir að Íslendingar mundu seint eða ekki minnast á neinskonar frelsi á sama hátt og Bretar í svona skoðanakönnun er að mínu mati sú að íslenskir stjórn- málamenn hafa komið sér upp kerfi sem gerir sama fólkinu kleift að sitja við völd nánast eins lengi og það vill og skammta sér sjálft laun og súper- eftirlaun. Sama fólkið situr lengi sem þýðir að það getur yfir langt tíma- skeið ráðið örlögum fólksins ef til dæmist ætti að hefna sín á ein- hverjum í samfélaginu fyrir að hafa sagt eitthvað (sbr. smásöguna um Esjuna). Um það eru mörg dæmi. Hefndin gæti staðið í áratugi þar sem nánast sama fólkið eða nánir ætt- ingjar þess og vinir halda völdum út í það óendanlega. Sömu embætt- ismennirnir sitja áfram áratugum saman og skoðanabræðrum, ætt- ingjum og vinum er smeygt inn hvar sem smuga gefst. Allt valda- og embættismanna- kerfið verður ómeðvitað um sann- girni í garð borgaranna og samdauna einhverri valdastefnu eða valdboði sem gefið er út af hinum eilífu vald- höfum og hefur ekkert með lýðræði eða sanngirni að gera. Við Íslend- ingar gætum og mundum aldrei monta okkur af svona fásinnu þó kjósendur virðist viðhalda kerfinu. Ekki man ég eftir neinum sem hefur montað sig af drengskap, sanngirni eða bróðerni íslenskra stjórnvalda, hvað þá til dæmis kristnum við- horfum. Þetta er ekki eina afleiðingin, að fólk geti ekki grobbað sig af frelsi og drengskap. Nei, það er einnig í reynd Tjáningarfrelsið á Íslandi Sigurður Sigurðsson fjallar um þjóðernisvitund ’Meðan stjórnkerfiokkar er eins og raun ber vitni þá látum við nægja að minnast á söngkonur okkar og handrit ef spurt er um stolt þjóðarinnar.‘ Sigurður Sigurðsson Fréttir í tölvupósti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.