Morgunblaðið - 07.08.2005, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 07.08.2005, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. ÁGÚST 2005 31 UMRÆÐAN 16 manna strengjasveit undir stjórn Þóris Baldurssonar www.borgarleikhus.is | s: 568-8000 Kvöldstund með Eyfa & Co Tvennir tónleikar í Borgarleikhúsinu 2. sept. 2005 Eyjólfur Kristjánsson & gestir: Bergþór Pálsson, Björgvin Halldórsson, Björn Jörundur, Ellen Kristjánsdóttir, Jón Jósep, Stefán Hilmarsson Kl. 20:00 & kl. 22:30 Öll helstu lög Eyfa: Álfheiður Björk Ástarævintýri Breyskur maður Dagar Danska lagið Ég lifi í draumi Gott Kannski er ástin Nína o.fl. o.fl. Hrynsveitina skipa: Birgir Nielsen (slagverk), Eyþór Gunnarsson (hljómborð), Friðrik Sturluson (bassi), Jóhann Hjörleifsson (trommur), Jón Elvar (gítar), Jón Ólafsson (hljómborð),Sigurgeir Sigmunds (gítar) & Sigurður Flosason (saxófónn&slagverk) Bakraddir: Berglind Björk, Eva Ásrún, Guðrún Gunnarsdóttir & Ingi Gunnar Þeir sem eru í Gullvild Íslandsbanka fá 2 fyrir 1 á fyrri tónleikana HVORT skyldum við lifa tíma skattalækkana eða hækkana um þessar mundir? Fjármálaráðherr- ann fullyrðir eitt en gerir annað. Samkvæmt frétt á vefsíðum Fast- eignamats ríkisins er nú lokið endurmati að beiðni fjármálaráðu- neytisins sem tekur til sum- arbústaða og sumarbústaðalóða. Morgunblaðið greinir svo frá hinn 30. júlí að hækkunin nemi 24% og lóðamatið út af fyrir sig hækki um heil 41%. Framundan virðist því stórhækkun fasteignaskatta á þeim tíunda hluta fjölskyldna í landinu sem eiga sumarhús, auk þeirrar hækkunar fasteignaskatta sem þær bera vegna þróunar á fasteignaverði í þéttbýli. Félagar í stéttarfélögum, sem leigja sum- arhús, eiga einnig von á góðu. Réttlát skattlagning er eitt mikilvægasta pólitíska verkefnið sem handhafar valds í stjórnsýsl- unni hafa. Tilgangur með þessari ádrepu er að benda á úrelta og ósanngjarna skattheimtu sem fjármálaráðherrann er nú að auka með umræddu endurmati og greina leið til úrbóta. Í hverju felst fáránleiki þeirra fast- eignaskatta sem lagðir eru á félög og fjölskyldur sem eiga sum- arbústað? Við blasir að þær nota ekki þá þjónustu sem kostar sveitarfélög mest, þ.e. rekstur skóla og íþróttahúsa. Þá ber þess að geta að eigendur sumarbústaða borga sérstaklega helstu þjónustu sem þeir þurfa á að halda, þ.e. sorp- hirðu- og rotþróagjald. Því er augljóst að það er úrelt og ósann- gjarnt að lagður sé skattur á sumarhús í sama hlutfalli og á íbúðarhúsnæði og að sum- arhúsalóðir séu skattlagðar marg- falt á við annað land til sveita. Fáránleikinn verður skýrari eftir því sem árin líða og fast- eignaskattar fólks úr þéttbýli fara að standa undir meginhluta út- gjalda sumra sveitarfélaga á landsbyggðinni. Þetta mál má setja í fróðlegt samhengi: Hverju er unnt að breyta í lýðræðisþjóðfélagi af því tagi sem við búum í? Reynslan sýnir að hægt er að afnema í áföngum hátekjuskatt og eigna- skatt, þeir ríku hafa sitt fram. Öðru máli gegnir um lítilmagna sem sækjast eftir sveitasælu og eru að pota niður plöntum á skik- um sem þeir hafa erft eða keypt. Nú verða þeir að fara að gæta sín til þess að geta greitt skattinn sem hækkar eftir því sem meira er ræktað! Landssamband sum- arhúsaeigenda hefur lengi talað fyrir dauf- um eyrum við forystu Sambands íslenskra sveitarfélaga um tak- markaða þjónustu sem fæst fyrir sí- hækkandi gjaldtöku. Varla þýðir að ræða við þá um lækkun umræddra skatta. Það er óskastaða fyrir sveitarstjórnarmenn að geta látið aðra en sveitungana sem kjósa þá borga framkvæmdir sínar! Lýðræði okkar er enn vanþroska, gæsla almannahagsmuna er veik en sérhagsmuna sterk. Hvert skal þá snúa máli sínu? Er von til þess að eitthvert stjórnmálafl þori að styggja sveitarstjórn- armenn í þeim 5–6 sveitarfélögum á landsbyggðinni sem mest græða á umræddu endurmati og úreltri álagningu fasteignagjalda? Er til stjórnmálaflokkur sem gætir al- mannahags í dæmi sem þessu og er tilbúinn að breyta lögum um tekjustofna sveitarfélaga í því skyni? T.d. þannig að fasteigna- gjald á sumarbústaði verði fjórð- ungur þess sem lagt er á íbúðar- húsnæði og hætt verði að skattleggja landið umfram aðrar lóðir í sveit? Ég á ekki von á því. Fólkið, sem borgar samkvæmt núgildandi lögum skatta af tómstundavinnu sinni án þess að fá nokkuð sem heitir fyrir gjaldið, er of ósam- stætt og illa skilgreint sem hags- munaaðili til að geta vænst stuðn- ings frá alþingismönnum. En margir hljóta að skila at- hugasemdum um nýja matið til Fasteignamats ríkisins fyrir 15. ágúst. Og það verður að binda nokkrar vonir við Landssamband sumarhúsaeigenda og stétt- arfélögin. Ef þau samtök beita sér markvisst í málinu og upplýsa betur hvað er að gerast kann eitt- hvað að þokast til. Sumarhús sem tekjustofn sveitarfélaga Hörður Bergmann fjallar um óréttláta skattheimtu ’Tilgangur meðþessari ádrepu er að benda á úrelta og ósanngjarna skatt- heimtu…‘ Hörður Bergmann Höfundur er kennari. Sturla Kristjánsson: Bráðger börn í búrum eða á afgirtu svæði munu naumast sýna getu sína í verki; þeim er það fyrirmunað og þau munu trú- lega aldrei ná þeim greind- arþroska sem líffræðileg hönnun þeir ra gaf fyrirheit um. Kristján Guðmundsson: Því miður eru umræddar reglur nr. 122/2004 sundurtættar af óskýru orðalagi og í sumum tilvikum óskiljanlegar. Sigurjón Bjarnason gerir grein fyrir og metur stöðu og áhrif þeirra opinberu stofn- ana, sem heyra undir sam- keppnislög, hvern vanda þær eiga við að glíma og leitar lausna á honum. Þorsteinn H. Gunnarsson: Nauðsynlegt er að ræða þessi mál með heildaryfirsýn og dýpka umræðuna og ná um þessi málefni sátt og með hagsmuni allra að leiðarljósi, bæði núverandi bænda og fyrrverandi. Aðsendar greinar á mbl.is www.mbl.is/greinar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.