Morgunblaðið - 07.08.2005, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 07.08.2005, Blaðsíða 14
14 SUNNUDAGUR 7. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ Áþeim rúmu fjórum árumsem liðin eru frá stofnunStraums fjárfestingar-félags, sem síðar varðStraumur fjárfestingar- banki, hafa miklar breytingar orðið á íslensku viðskiptalífi og samfélagi. Stærstu fyrirtæki landsins hafa margfaldast að stærð og sækja hratt fram á erlendum mörkuðum. Þórður Már Jóhannesson, forstjóri Straums, segir í raun ótrúlegt hvað íslenski markaðurinn hefur breyst mikið og stækkað á þeim stutta tíma sem liðinn er frá því að hann hóf störf á honum. „Ég hóf störf hjá Kaupþingi árið 1996 og á þeim tíma þóttu viðskipti upp á hundrað milljónir króna fréttaefni, á meðan milljarðaviðskipti eru í kaup- höllinni á degi hverjum núna. Breyt- ingarnar hafa verið gríðarlegar á und- anförnum árum, ekki aðeins þegar kemur að umfangi viðskipta og verð- mætasköpunar, heldur einnig grund- vallarbreytingar á eignarhaldi fyrir- tækja og endurskipulagning á íslensku viðskiptalífi. Straumur hefur gegnt mikilvægu hlutverki í þessari umbreytingu. Það er nokkuð sem ég held að starfsmenn og eigendur Straums geti verið ánægðir með,“ segir Þórður Már. Úr 3 milljörðum í 100 Þegar Straumur fjárfestingarfélag var stofnað í marsmánuði árið 2001 var eigið fé félagsins um þrír og hálfur milljarður króna og til að byrja með var Þórður Már eini starfsmaðurinn. „Lengi vel voru starfsmenn Straums þrír og voru ekki nema um átta talsins í byrjun árs 2004. Í dag eru þeir tutt- ugu og sjö og verða eftir samein- inguna við Burðarás um fjörutíu.“ Eigið fé Straums hefur líka margfald- ast á þessum tíma. Eins og áður segir hóf Straumur rekstur með um 3,5 milljarða eigið fé. Í árslok 2003 var eigið fé um 16 milljarðar og var orðið 32 milljarðar í árslok 2004. Hálfu ári síðar, í júní 2005, var eigið fé Straums orðið 45,8 milljarðar og verður eftir sameininguna við Burðarás ríflega 100 milljarðar króna. „Þegar Straum- ur var stofnaður var markmiðið aldrei að stofna fjárfestingarbanka, heldur átti Straumur að vera hefðbundið fjárfestingarfélag og fékk ég frjálsar hendur við að móta stefnu félagsins.“ Byggja upp innanlands Straumur óx strax mjög hratt og réðst í nokkrar fjárfestingar sem reyndust mjög arðsamar. Fjárfest- ingarstefna Straums byggðist þá, og byggist að hluta til enn, á því að ákveðnum fyrirtækjum mætti um- breyta eða endurskipuleggja og auka þannig verðmæti þeirra í heild eða í hlutum. Fjárfestingar Straums eru því hugsaðar til mislangs tíma þar til að markmiðum hefur verið náð. Hugsunin á bak við fjárfestingarfélag eins og Straum er m.a. að kaupa fyr- irtæki á lágu verði, umbreyta þeim og selja svo á háu verði. Það tíðkast líka í slíkum fjárfestingarfélögum að selja t.d. fasteignir, en halda eftir rekstri, eða selja reksturinn einnig. „Svo varð mikil breyting á starf- Ónýttir peningar gagnslausir Morgunblaðið/Sigurður Jökull Áhrif samrunans Þórður segir samrunann við Burðarás styrkja Straum verulega og gera bankann betur til þess fallinn að styðja við bakið á íslenskum fjárfestum hér heima og erlendis. Þá muni mikil fjölg- un einstakra hluthafa í Straumi hafa áhrif á starfsemina. „Núna eru hluthafar Straums um fjögur þúsund talsins, en verða um tuttugu þúsund eftir samruna, en það er fimmföldun hluthafa. Snertiflötur bankans við almenning mun þess vegna stækka mjög og fleiri muni fylgjast með starfsemi bankans.“ Straumur fjárfestingarbanki hf. hefur margfaldast að stærð frá stofnun hans sem fjárfestingarfélags árið 2001. Hann hefur verið bitbein valdablokka í samfélaginu og hefur spil- að lykilhlutverk í endurskipulagningu á íslensku viðskipta- lífi. Þórður Már Jóhannesson hefur stýrt Straumi frá stofn- un fyrirtækisins og ræddi við Bjarna Ólafsson um sögu Straums, samrunann og hvað framtíðin ber í skauti sér. Þórður Már Jóhannesson fæddist árið 1973 áAkranesi og ólst þar upp eins og hver annar unglingur við fótbolta og aðrar íþróttir. Þórður segist hafa verið mjög ánægður sem barn á Akranesi. „Skaginn er góður,“ segir hann. „Rólegur og góður staður fyrir krakka þar sem íþróttaiðkun setur sterk- an svip á bæjarlífið. Aðstæður hafa náttúrlega breyst mikið eftir tilkomu Hvalfjarðarganganna, þar sem auðveldara er fyrir fólk að fara til Reykjavíkur. Skreppitúrar til Reykjavíkur til að fara í bíó stóðu okkur ekki til boða í sama mæli og þurftum við því að finna okkur sjálf eitthvað til dundurs.“ Þórður lærði til stúdentsprófs við Fjölbrautaskólann á Akra- nesi og að því loknu fór hann til Þýskalands í eitt og hálft ár til að læra þýsku. „Ég útskrifaðist með próf í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands árið 1997, en byrj- aði að vinna hjá Kaupþingi árið áður og vann þar allt til áramóta 2000-2001 en hóf í upphafi árs 2001 undirbúning að stofnun Straums.“ Kynntist snemma rekstri Þórður segir að eins og staðan sé nú sé honum ómögulegt að búa á Akranesi þar sem langir vinnu- dagar auk ferðalaga til og frá vinnu myndu minnka mjög samverustundir hans með fjölskyldunni. Hann beri hins vegar ætíð sterkar taugar til Skagans og gæti vel hugsað sér að flytja þangað aftur í fyllingu tímans. Athyglisvert er hversu margir fjármálamenn af yngri kynslóðinni hafa komið frá Akranesi, en sem dæmi má nefna að Bjarni Ármannsson, bankastjóri Íslandsbanka, og Ingólfur Helgason, framkvæmda- stjóri hjá KB banka, eru báðir þaðan. Þórður segist ekki geta sagt til um hvort Skagaloftið hafi þessi áhrif á aðra, en uppeldi og aðstæður heima fyrir hafi haft mikil áhrif á val hans á starfsvettvangi. „For- eldrar mínir eru þau Jóhannes Ólafsson og Herdís Þórðardóttir sem hafa verið í útgerð og fiskvinnslu. Ég kynntist því snemma fyrirtækjarekstri. Rekstur fyrirtækja hefur lengi heillað mig og ég hef alltaf haft mikinn áhuga á sjávarútvegi. Þegar ég byrjaði að vinna á fjármálamarkaði átti ég mikil samskipti við sjávarútvegsfyrirtæki og útvegsmenn og vann mikið með þeim,“ segir Þórður. „Þetta er spennandi geiri, en fjölbreytileiki og hreyfanleiki fjármálamarkaðarins á betur við mig. Þá býr sjávarútvegurinn við meiri kvaðir og höft en fjármálamarkaðurinn.“ Þórður segir að líklega hafi hann tekið ákvörðun um að fara í viðskipti þegar hann var í fjölbrauta- skóla, þótt ekki geti hann bent á eitthvert eitt augna- blik þar sem ákvörðunin var tekin. „Ég hef alltaf haft áhuga á peningum,“ segir hann brosandi. „Og, eins og áður segir, hafði ég kynnst rekstri og stjórnun fyr- irtækja í gegnum fjölskyldu mína og hafði á því mik- inn áhuga, eins og ég hef ennþá. Þetta var hins veg- ar öðrum greinilega ekki jafnaugljóst því konan mín hefur sagt mér að þegar hún horfi til baka hafi starfsferilsvalið komið henni á óvart.“ Feðgarnir í veiði saman Þórður segir vinnuna í raun líka sitt aðaláhugamál. „Ég held að þú getir ekki unnið vinnuna þína vel nema þú hafir fullan áhuga á henni,“ segir hann. „En maður verður einnig að vita hvert maður vill stefna og setja sér markmið og hafa bein í nefinu til að komast þangað. Það vinnur enginn vinnuna þína fyrir þig.“ Sambýliskona Þórðar er Nanna Björg Lúðvíks- dóttir og eiga þau saman þrjú börn. „Við höfum verið saman frá því að við kynntumst á dansleik í íþrótta- húsi á Akranesi, sautján ára gömul,“ segir Þórður. Hann segir heimilislífið eiga mjög vel við sig og hann reyni að verja eins miklum tíma og hann geti í faðmi fjölskyldunnar. „Í starfi eins og mínu gefst manni hins vegar ekki alltaf sá tími sem maður hefði óskað,“ segir Þórður. „Starfið krefst mikillar viðveru og því leggst stór hluti uppeldis- og heimilisverka á makann. Maður getur ekki einbeitt sér að vinnunni nema allt sé í lagi heima fyrir og ég hef verið svo lánsamur að eiga góða konu og gott heimili.“ Eitt af áhugamálum Þórðar er stangveiði og er elsti sonur hans, Kristófer Orri, sem er sjö ára gamall, farinn að geta fylgt honum í veiðiferðir. „Við reynum að fara einu sinni til tvisvar á sumri í veiði og hann er orðinn ansi lunkinn með fluguna,“ segir Þórður greinilega stoltur af frumburðinum. Þá eiga Þórður og Nanna tvær yngri dætur, Herdísi Lilju, sem er fjögurra ára, og Katrínu Rós, tæplega eins árs. Þórður segist aldr- ei hafa haft á því áhuga að fara í pólitík, hann láti það öðrum eftir. „Í fjölskyldunni er mikill áhugi á póli- tík og margir fjölskyldumeðlimir eru viðriðnir hana, en ég hef ekki smitast af þeim áhuga. Einkageirinn og hinn frjálsi markaður heilla mig miklu meira en stjórnmál og hið opinbera,“ segir hann. Fjölbreytileiki og hreyfanleiki markaðarins er heillandi 
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.