Morgunblaðið - 09.08.2005, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 9. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Undanfarið hafabirst niðurstöðurrannsókna þar
sem efast er um gagnsemi
þess að taka inn vítamín-
töflur. Sérstaklega er átt
við þátt vítamína í að fyr-
irbyggja sjúkdóma og er
því haldið fram að líkam-
inn vinni á annan hátt úr
efnum sem berist á töflu-
formi en úr fæðu. Þá er
sagt ósannað að stórir
skammtar af vítamínum,
sem innihaldi jafnvel
margfaldan ráðlagðan
dagskammt, séu skaðlegir.
Einnig hafa komið fram rannsókn-
ir sem draga í efa áhrif C-vítamíns
á kvef og um að íslensk börn fái of
lítið D-vítamín.
Ingibjörg Gunnarsdóttir, dokt-
or í næringarfræði, segir íslenska
næringarfræðinga almennt á móti
inntöku vítamíntaflna, en tekur þó
fram að vissir hópar geti þurft á
slíku að halda. „Mörg börn og
ófrískar konur þurfa til dæmis
járn. Sumu eldra fólki er ráðlagt
að bæta við sig næringardrykkjum
sem innihalda vítamín og stein-
efni,“ segir Ingibjörg. „Almennt er
samt best að fá næringarefni úr
mat.“
Ingibjörg segir að öll þekkt
vítamín, nema D-vítamín, sé mjög
auðvelt að fá úr blandaðri, venju-
legri fæðu. „Það þarf til dæmis
bara að drekka hálft glas af app-
elsínusafa eða borða hluta úr app-
elsínu fyrir ráðlagðan dagskammt
af C-vítamíni,“ segir Ingibjörg.
„D-vítamín er vandamálavítamín-
ið. Við framleiðum það í húðinni,
en lítið yfir veturinn, og þá er
nauðsynlegt að taka lýsi eða fjöl-
vítamíntöflur.“
Meira ekki endilega betra
Ingibjörg segir að ofneysla
vítamína hafi komið illa út en bætir
við að máli skipti hvaða efni eigi í
hlut. „Nýlegar rannsóknir benda
til þess að ofurskammtar af
vítamínum geti verið skaðlegir,“
segir hún. „Fæðubótamarkaður-
inn vex hratt og neysla ofur-
skammta vissra vítamína getur
haft áhrif á nýtingu annarra efna.“
Ingibjörg tekur ekki afstöðu til
þeirrar fullyrðingar að vítamín-
töflur hafi engin áhrif á sjúkdóma,
en telur þær almennt ekki mikil-
vægar. „Við vitum ekki nóg,“ segir
hún. „Nú er verið að vítamínbæta
alla skapaða hluti og það er ekki
komin reynsla á skaðsemi þess.“
Varðandi fyrirbyggjandi eða lækn-
andi áhrif C-vítamíns gegn kvefi
segir hún þau áhrif aldrei hafa ver-
ið sönnuð.
„Næringarfræðin er ung fræði-
grein. Það koma kannski engar
stórfelldar breytingar en við eig-
um eftir að fá reynslu á þessa ofur-
skammta af vítamínum,“ segir
Ingibjörg. „En mér líst ekki á
vítamínbætingu á öllu mögulegu.
Það eru til efri mörk neyslu og ef
farið er yfir þau geta skaðleg áhrif
komið í ljós. Meira er ekki endilega
betra.“
Ingibjörg segir óljóst hvernig
ýmis efni nýtist í líkamanum. „Það
er ekki skylda að gera nákvæmar
frásogsmælingar á vítamínum og
steinefnum sem seld eru í töflu-
formi,“ segir hún. „Gæði vítamín-
taflna eru því misjöfn og það er
erfitt að verða sér úti um upplýs-
ingar.“ Ingibjörg segir ástæðuna
vera að vítamín séu skilgreind sem
fæðubótarefni og að um þau gildi
ekki eins strangar reglur og um
lyf. Mögulegt sé að halda ein-
hverju fram á umbúðum vítamína,
ef tekið sé fram að varan sé ekki
vottuð.
Ekki skilgreind sem lyf
Rannveig Gunnarsdóttir, for-
stjóri Lyfjastofnunar, segir að
vítamíntöflur hafi áður verið skil-
greindar sem lyf og þá hafi verið
gerðar sömu kröfur til framleiðslu
þeirra og annarra lyfja. Síðar hafi
töflurnar farið á almennan mat-
vælamarkað, en töflur sem inni-
haldi visst mikið magn heyri þó
enn undir Lyfjastofnun.
„Það er vitað að viss vítamín eru
skaðleg sé þeirra neytt í miklu
magni, og það á til dæmis við um
fituleysanleg vítamín eins og A- og
D-vítamín,“ segir Rannveig.
„Vítamín er að finna í fæðu og það
er eðlilegt að þau tilheyri matvæla-
markaðinum. Hins vegar viljum
við takmarka neyslu þeirra efna
sem geta verið skaðleg.“
Aðalsteinn Bergdal, leikari, hef-
ur kynnt sér gagnsemi vítamína og
segir þau hafa reynst sér vel. Að-
alsteinn furðar sig á málflutningi
næringarfræðinga og segir að þeir
sem vinni gegn notkun vítamína
séu þeir sömu og stuðli að mikilli
sjúkdómavæðingu í heiminum.
„Það eru engin eitrunaráhrif
þekkt af einu einasta vítamíni í
veröldinni,“ segir Aðalsteinn. „Það
er skelfilegt hverju er logið að
fólki. Það er vitað mál að mörg
vítamín gagnast gegn ýmsum
sjúkdómum og sem dæmi má
nefna áhrif E-vítamína gegn
hjartasjúkdómum.“
Aðalsteinn segir að ráðlagðir
dagskammtar af vítamínum séu
allt of lágir og einungis til þess ætl-
aðir að koma í veg fyrir algeran
hörgul á þeim hjá fólki. Hver og
einn þurfi að finna út hvað henti
honum sjálfum. Aðalsteinn segir
jafnframt að gagnsemi C-vítamíns
sé alþekkt og blæs á fullyrðingar
um hið gagnstæða.
Fréttaskýring | Inntaka vítamíntaflna
Efast um
gagnsemi
Ofneysla vissra vítamína kemur illa út
og óljóst er hvernig sum efni nýtast
Margir nota E-vítamín gegn sjúkdómum.
Skoða þarf alla þætti
og setja þá í samhengi
Inntaka vítamína getur skipt
máli fyrir ákveðna hópa, en í
stórum rannsóknum eru slíkar
breytur oft óþekktar. Séu fjöl-
vítamín tekin á fastandi maga
nýtast fituleysanleg vítamín illa
og ef járntafla er tekin með
mjólkurglasi, dregur kalkið úr
frásogi á járni. Falskar niður-
stöður geta líka komið úr rann-
sóknum ef ekki er horft á mat-
aræði, því þeir sem taka vítamín-
töflur hugsa líka frekar um
heilsuna, borða hollan mat o.s.frv.
Eftir Hrund Þórsdóttur
hrund@mbl.is
ÁRBÆJARSAFN og Taflfélag
Reykjavíkur buðu til skákveislu sl.
sunnudag. Íslenskir skákmenn sem
hafa getið sér góðan orðstír er-
lendis í sumar munu halda Ís-
landsmót sitt í vikunni og segja
má að stórmótið í Árbæjarsafni
hafi verið létt og skemmtileg upp-
hitun fyrir framhaldið.
Sjö hraðskákir eftir Monrad-
kerfi voru tefldar. Magnús Örn
Úlfarsson sigraði með fimm og
hálfan vinning og varð þar með
fyrsti „Stórmeistari Árbæjar-
safns.“
Torfi Leósson varð jafn Magnúsi
að vinningum en lægri að stigum
en Magnús fór með sigur úr inn-
byrðisviðureign þeirra.
Margir sterkir skákmeistarar
komu á eftir þeim, en meðal
þeirra voru alþjóðlegi meistarinn
Jón Viktor Gunnarsson og Sig-
urbjörn Björnsson sem lenti í öðru
sæti á alþjóðlegu móti í Kaup-
mannahöfn fyrr í sumar.
Þátttaka í mótinu var góð og
vel var gert við þátttakendur, sem
voru á öllum aldri. Teflt var í
notalegu umhverfi Kornhússins.
Morgunblaðið/Árni SæbergUmhverfi mótsins var óneitanlega huggulegt.
Skákveisla í Árbæjarsafni
NOKKRAR stofnanir og fyrirtæki
hafa tekið höndum saman um nýja
vefsíðu, diselolia.is, þar sem birtar
eru leiðbeiningar um geymslu og
meðferð dísilolíu.
Að síðunni standa Brunamála-
stofnun, Umhverfisstofnun, Ríkis-
lögreglustjóri, Slökkvilið höfuðborg-
arsvæðisins, lögreglan í Reykjavík,
Kópavogi og Hafnarfirði, umhverf-
issvið Reykjavíkur, heilbrigðiseftir-
lit Hafnarfjarðar- og Kópavogs-
svæðis og heilbrigðiseftirlit Kjósar-
svæðis, tryggingafélögin og olíu-
félögin.
Ófullnægjandi geymsla
skapar hættu við eldsvoða
Er þetta gert í kjölfar hækkunar
á verði dísilolíu 1. júlí sl., en eins og
fram hefur komið í fréttum hefur
borið á því að einstaklingar og for-
stöðumenn fyrirtækja hafi komið
sér upp umtalsverðum birgðum af
olíu sem geymdar eru á ófullnægj-
andi hátt, m.a. í bílskúrum og
geymslum íbúðarhúsa. „Ófullnægj-
andi geymsla á dísilolíu skapar
hættu við eldsvoða, hefur í för með
sér mengun berist hún í jarðveg
eða frárennsli auk óþæginda sem
hlotist geta vegna uppgufunar á ol-
íu og jafnvel heilsuspillandi gufu í
illa loftræstum rýmum,“ segir í
fréttatilkynningu.
Á síðunni er að finna ýmiss konar
leiðbeiningar um geymslu og með-
ferð olíunnar, hættuna sem af henni
getur stafað, hvernig fólk stendur
gagnvart tryggingum ef óhapp
verður og hvernig skal bera sig að,
ef fólk vill skila henni.
Einnig er hægt að komast inn á
diselolia.is í gegnum heimasíður
nefndra stofnana og fyrirtækja.
Sameinast um viðvaranir
vegna geymslu dísilolíu
LÖGREGLAN á Selfossi lagði í
fyrrakvöld hald á um tíu e-töflur við
húsleit á heimili í Árnessýslu. Sam-
kvæmt upplýsingum lögreglu hefur
íbúi hússins viðurkennt að eiga fíkni-
efnin en hann hefur áður komið við
sögu lögreglu. Málið sætir rannsókn
hjá Selfosslögreglunni.
Tíu e-töflur
teknar
♦♦♦