Morgunblaðið - 09.08.2005, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 09.08.2005, Blaðsíða 32
Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn VETURINN ER FRÁBÆR JÁ, SVONA FRÁBÆR ÉG HELD AÐ ÞÚ HAFIR EKKI GOTT AF ÞVÍ AÐ ANDA AÐ ÞÉR ÖLLU ÞESSU RYKI HVAÐ HELDUR ÞÚ?ÆTLI ÞÚ VERÐIR BEÐINN UM AÐ DUSTA Í DAG? KALVIN, MATURINN ER KOMINN Á BORÐ! ÉG ER AÐ HORFA Á SJÓNVARPIÐ NEI! VÍST, ÉG SIT BEINT FYRIR FRAMAN ÞAÐ! NEI, ÉG SIT VIÐ BORÐIÐ NEI, ÞAÐ ERTU EKKI! HVAÐ SEGIR ÞÚ UM AÐ VIÐ GIFTUM OKKUR, ELSKAN? VIÐ GÆTUM LAGT AF STAÐ ÚT Í HEIMINN. BARA VIÐ TVÖ EIN, FRJÁLS OG ÓHÁÐ EN HVAR ÆTTUM VIÐ AÐ BÚA? VIÐ GÆTUM BEÐIÐ FORELDRA ÞÍNA AÐ GEFA OKKUR PENINGA TIL AÐ KAUPA HÚS JÁ, HANN LYKTAR EINS OG SJÓNVARPS- FJARSTÝRING ER ÞAÐ SATT AÐ MENN GETI EKKI STAÐIST ÞENNAN ILM? HVAÐ ERTU AÐ LESA? BÆJAR- BLAÐIÐ ÉG ER AÐ FYLGJAST MEÐ ÞVÍ HVAÐA HLJÓMSVEITIR ERU AÐ SPILA Í MIÐBÆNUM OG HVAÐA KLÚBBAR ERU INNI Í DAG ERTU AÐ LESA ÞETTA TIL AÐ GETA ÞÓST VERA SVALUR? KANNSKI FER ÉG EINHVERN TÍMANN ÚT Á LÍFIÐ CHRIS ER KLIKK- AÐUR HANN ÆTLAR SÉR AÐ VERÐA TÖLVUÞRJÓTUR SEM KALLAR SIG „VÍGTÖNN“ EN EF HANN GERIST ÞRJÓTUR ÞÁ MUN HANN KOMAST AÐ ÞVÍ ... OG EF SVO VERÐUR ÞÁ MUNIÐ ÞIÐ LESA UM ÞAÐ HÉR HANN VEIT EKKI AÐ ÞÚ ERT KÓNGULÓAR- MAÐURINN Dagbók Í dag er þriðjudagur 9. ágúst, 221. dagur ársins 2005 Víkverji er orðlausyfir því að forstjóri KEA sé að hætta störfum þar sem hann hafi ekki fengið að taka lögbundið fæð- ingarorlof. Víkverji er ekki síður hissa á um- mælum stjórnarfor- manns KEA sem sagði í fjölmiðlum að í hans huga væri fæðing- arorlofið fyrst og fremst ætlað fyrir al- menna starfsmenn en ekki stjórnendur. Samkvæmt þessu eiga stjórnendur ekki sama rétt á fæðingarorlofi og aðrir. Allir sem hafa gegnt stjórn- unarstöðum vita hversu gríðarlegt álag getur fylgt starfinu. Margir stjórnendur vinna langa vinnudaga og eru eflaust oft í erfiðleikum með að samræma fjölskyldulíf og vinnu- tíma þó að flestum virðist þó takast það prýðisvel. Þeir stjórnendur sem Víkverji þekkir hafa margir talað um að þeir séu með sífellt samviskubit yfir því að sinna ekki fjölskyldunni nægilega vel, eða öfugt, þ.e. að þeir geti ekki sinnt sinni ábyrgðarstöð- unni nægilega vel vegna fjölskyld- unnar. Fæðingarorlof er eitt besta tækið sem við höfum til að gera úti- vinnandi fólki kleift að samræma fjölskyldu og vinnu. Það að taka fæðingarorlof er í huga Víkverja svo sjálfsagt mál að hann hefði aldr- ei trúað að menn, sem bera ábyrð á rekstri stórra fyrirtækja, skuli hafa þá skoðun að stjórnendur eigi síður rétt á fæðingarorlofi en aðrir. Er það ekki var- hugavert að byggja heilt fyrirtæki svo mik- ið á einum starfskrafti að ómögulegt sé fyrir hann að sinna börnum sínum? Er ekki víst að maður sem þvílík ábyrgð hvíli á sé undir óeðlilega miklu álagi? Eru virkilega til menn sem eru þeirr- ar skoðunar að fæðingarorlof sé ein- hver fríðindi sem stjórnendur eigi engan rétt á (sennilega vegna þess að þeir eru á það góðum launum …) Víkverji er hins vegar hæst ánægður með þá ákvörðun forstjóra KEA að hætta hjá fyrirtækinu til að geta ver- ið með börnunum sínum. Þar virðist fara fyrirmyndar faðir, sem lætur ekki vinnuna gleypa sig algjörlega með húð og hári. Vonandi eiga fyr- irmyndar fyrirtæki eftir að bjóða vel í hann á næstunni. Víkverji skrifar... | vikverji@mbl.is       Tónleikar | Haldnir verða djasstónleikar í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar í kvöld. „Valsar um ástina – og eitt timburmannaljóð“ er yfirskrift tónleikanna en fram koma þeir Tómas R. Einarsson kontrabassaleikari, Óskar Guð- jónsson á tenór- og barítónsaxafón, Snorri Sigurðarson á flygilhorn og trompet, Ómar Guðjónsson á gítar og Matthías M.D. Hemstock á trommur og slagverk. Leiknir verða 10 valsar sem Tómas R. Einarsson á heiðurinn af. Tónleik- arnir hefjast kl. 20.30 og er aðgangseyrir kr. 1.500. Á myndinni eru frá vinstri: Ómar, Tómas, Snorri, Óskar og Matthías. Djassvalsar á safni MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Aug- lýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.600 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr. Því að ekki er Guðs ríki matur og drykkur, heldur réttlæti, friður og fögnuður í heilögum anda. (Róm. 14, 17.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.