Morgunblaðið - 09.08.2005, Blaðsíða 39
ÁRIÐ 2005 hefur ekki reynst söngv-
aranum Brian Harvey auðvelt. Í lok
maí lenti hann í alvarlegu bílslysi og
hefur síðan verið bundinn við spelk-
ur upp að mitti. Hann sendi þó frá
sér yfirlýsingu á dögunum þar sem
hann sagðist vonast til að fá mátt í
fæturna smám saman og takmarkið
væri að hann gæti byrjað að ganga
óstuddur fyrir jólin.
Harvey, sem hafði tvívegis reynt
að fyrirfara sér fyrr á árinu, neitaði
því staðfastlega á sínum tíma að bíl-
slysið hefði verið enn ein tilraun til
að stytta sér aldur en hann keyrði á
fjóra kyrrstæða bíla þegar hann
hugðist stoppa bifreið sína til að
kasta upp en steig á bensíngjöfina í
stað bremsunnar.
Harvey er þekktastur fyrir að
vera einn fjórmenninganna í
drengjasveitinni East 17 sem var af-
ar vinsæl snemma á tíunda áratugn-
um.
Vonast til að ganga á ný
Brian Harvey hefur ekki átt sjö dagana sæla.
Sýnd kl 10.30 B.i. 16
400 kr. í bíó!* * Gildir á allar sýningar merktarmeð rauðu
Sýnd kl. og 8
Sýnd kl. 8 og 10.40 B.i. 16 Sýnd kl. 5.30 B.i 10 ÁRA
Sýnd kl. 8 og 10.20 b.i.14
-S.V. Mbl.
-KVIKMYNDIR.IS
☎553 2075
„…mynd sem hægt er að líkja
við Die Hard, spennandi
og skemmtileg…”
ÓÖH DV
Sýnd kl. 10.40 B.i. 16
Sýnd kl. 6 Í þrívídd
Sýnd kl. 6, 8 og 10
Sýnd kl. 4 m. ísl. tal
Sýnd kl. 4 og 6 Í þrívídd
- BARA LÚXUS-
Miðasala opnar kl. 17.00
Sími 551 9000
„EKTA
STÓRSLYSAMYND“
-Ó.Ö.H, DV
Frábær grínmynd fyrir
alla fjölskylduna!
Sýnd kl. 3.30, 5.45, 8 og 10.20
VINCE VAUGHN OWEN WILSON
VINSÆLASTA MYNDIN Á ÍSLANDI Í DAG!
GEGGJAÐASTA GRÍNMYND ÁRSINS
REGLA #10:BOÐSKORT ERU FYRIR AUMINGJA!
Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30
VINCE VAUGHN OWEN WILSON
VINSÆLASTA MYNDIN Á ÍSLANDI Í DAG!
GEGGJAÐASTA GRÍNMYND ÁRSINS
KVIKMYNDIR.IS
I I .I KVIKMYNDIR.IS
BÚIÐ YKKUR UNDIR
OFURHETJURNAR Í
EINNI STÆRSTU MYND ÁRSINS
ALLIR SEM KAUPA MIÐA
Á MYNDINA DAGANA
10.-15. ÁGÚST FÁ FRÍA
MÁNAÐARÁSKRIFT Á TÓNLIST.IS!!
XY FÉLAGAR FÁ MIÐANN
Á AÐEINS 600 KRÓNUR
FRUMSÝND Á MORGUN!!
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. ÁGÚST 2005 39
FJÖLSKYLDUHÁTÍÐIN Danskir
dagar verður haldin í tólfta sinn í
Stykkishólmi helgina 12.–14. ágúst.
Það er vel viðeigandi að þekktasti
skemmtikrafturinn sem fram kemur
að þessu sinni á Dönskum dögum er
keppandi Danmerkur í Evróvisjón-
söngvakeppninni í ár, Jakob
Sveistrup. Hann lenti í tíunda sæti
keppninnar með lagið „Talkin To
You“ sem í kjölfarið naut talsverða
vinsældra víða um Evrópu. Nýjasta
plata hans hefur verið meðal þeirra
þriggja söluhæstu í Danmörku síð-
ustu níu vikurnar og hefur selst í
33.000 eintökum.
Að sögn Berglindar Lilju Þor-
bergsdóttur, forsvarskonu hátíð-
arinnar, byrjaði það sem grín skipu-
leggjanda í milli að fá Sveistrup til
að koma og taka lagið en þau voru
ekki bjartsýn á að það myndi takast.
„Þegar við svo höfðum samband
við umboðsmanninn hans kom í ljós
að hann var hinn spenntasti að koma
hingað til lands og taka þátt í Dönsk-
um dögum,“ sagði Berglind í samtali
við Morgunblaðið.
Sveistrup kemur fram tvisvar á
laugardeginum í Stykkishólmi en lít-
ill tími gefst fyrir annað en að njóta
verunnar í Hólminum því hann fer af
landi brott strax daginn eftir.
Auk söngs Sveistrup verður ým-
islegt annað í boði fyrir gesti
Danskra daga en að sögn Berglindar
verður dagskránni aðallega haldið
úti af Hólmurum, búandi sem brott-
fluttum.
Hátíðin hefst á föstudaginn á svo-
nefndu hverfagrilli og eru allir vel-
komnir að taka þátt í hátíðahöld-
unum alla helgina.
Viðburðir | Danskir dagar í
Stykkishólmi í tólfta sinn
Danski Evróvisjón-
farinn syngur
Morgunblaðið/Sverrir
Selma Björnsdóttir og Jacob Sveistrup í Kænugarði þar sem Evróvisjón-
söngvakeppnin fór fram fyrr á árinu.
TENGLAR
.....................................................
www.stykkisholmur.is/danskirdagar
SÖNGKONAN Sigrún Hjálmtýs-
dóttir, eða Diddú, verður gestur
Milljónamæringanna á árlegum stór-
dansleik hinnar kunni dans- og gleði-
sveitar sem fram fær næstu helgi.
Sem fyrr fer dansleikurinn fram á
Broadway, nánar tiltekið á laug-
ardaginn 13. ágúst, og með Diddú
munu syngja með sveitinni hinnir
gamalkunnu Millar Bogomil Font,
sem var fyrsti Millinn, Páll Óskar,
bróðir Diddúar, Bjarni Arason og
Ragnar Bjarnason, sem einmitt á
eina af söluhæstu plötum landsins nú
um mundir.
Hljómsveitin kom fyrst fram í maí
1992 og hefur starfað nær sleitulaust
síðan eða í rúm 13 ár. Upphaflegir
meðlimir Milljónamæringanna voru
þeir Sigtryggur Baldursson
(Bogomil Font) með söng, Sigurður
Perez Jónsson á saxófón, Ástvaldur
Traustason á píanó,
Úlfar Haraldsson á
kontrabassa og Stein-
grímur Guðmundsson á
trommur. Núverandi
meðlimir hljómsveit-
arinnar eru Einar
Jónsson á trompet,
Birgir Bragason á
bassa, Steingrímur
Guðmundsson á
trommur, Jóel Pálsson
á saxafón, Karl Ol-
geirsson á píanó, auk
söngvaranna Bjarna,
Bogomil, Páls og Ragn-
ars.
Forsala miða fer
fram á Broadway frá
klukkan 15 samdægurs.
Miðaverð er 2.000
krónur.
Diddú orðin
Milljónamæringur
Morgunblaðið/Sverrir
Systkinin Páll Óskar og Diddú verða í miklu
Millastuði um helgina.