Morgunblaðið - 09.08.2005, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. ÁGÚST 2005 13
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
● ÚRVALSVÍSITALA fimmtán veltu-
mestu félaga í Kauphöll Íslands
lækkaði um 1,1% í gær og var í lok
dags 4.468 stig. Viðskipti með
hlutabréf námu tæpum 2,7 millj-
örðum króna, þar af voru nær 760
milljóna viðskipti með hlutabréf í
Landsbanka Íslands. Jafnframt
lækkuðu þau bréf mest í verði, um
2,4% en bréf í Íslandsbanka lækk-
uðu um 2,1%. Mest verðlækkun var
á hlutabréfum Kögunar, um 0,9%.
Lækkun vísitölu
ÞETTA HELST ...
VIÐSKIPTI
● VERÐ á hráolíufati, til afhendingar
í september, fór í nærri 64 dollara á
markaði í New York í gær og hefur
ekki verið hærra í seinni tíð. Ástæða
hækkunarinnar er rakin til frétta af
lokun bandaríska sendiráðsins í
Sádí-Arabíu af öryggisástæðum. Auk
þess gætir enn óvissu meðal fjár-
festa vegna fráfalls Fahds konungs.
Olíuverð hækkar enn
● FARÞEGAR sænska lágfargjalda-
flugfélagsins Fly Me í júlímánuði voru
62 þúsund samkvæmt sænsku
fréttaþjónustunni Direkt.
Þar af flugu 17 þúsund farþegar
með áætlunarflugi félagsins en 45
þúsund flugu með leiguflugi. Er það
aukning um 11,5% á milli ára í áætl-
unarflugi en um 352% í leiguflugi.
Flutningsgeta félagsins jókst um
56,2% en sætanýting féll um 4,2
prósentustig og er nú 57,3%.
Samkvæmt Direkt sækir Fly Me á
og eykur markaðshlutdeild sína á
milli ára.
Farþegum
Fly Me fjölgar
DEILUR hafa brotist út í stjórn
breska flugfélagsins Easyjet, sem
FL Group á 11,5% hlut í, vegna skip-
unar eftirmanns forstjóra félagsins.
Easyjet hefur leitað að nýjum for-
stjóra frá í maí sl. þegar forstjórinn
Ray Webster tilkynnti að hann hygð-
ist segja upp störfum. Colin Day, sem
setið hefur í stjórn Easyjet og er fjár-
málastjóri hreingerningavörufyrir-
tækisins Reckitt Benckiser, var boðið
að taka við forstjórastarfinu, að því er
segir í vefútgáfu Times, og hafði hann
mikinn áhuga á að taka því. Hann er
nú hættur við og hefur ákveðið að
taka heldur stjórnarsæti í tveimur
öðrum fyrirtækjum, WPP og Imper-
ial Tobacco. This is money segir Day
hafa sagt sig úr stjórn Easyjet fyrir
hálfum mánuði þegar honum þótti
ljóst að forstjórastóllinn yrði ekki
hans og einungis væri verið að rugla í
honum.
Talsmaður Easyjet segir félagið
vera með ýmsa til skoðunar í starf
forstjóra, bæði innanhúss og utan.
Ekkert liggi á að ráða og það yrði
ekki gert fyrr en rétta manneskjan
væri fundin.
Day er ekki einn um að segja af sér
stjórnarsæti hjá Easyjet, það gerði
jafnframt Tony Illsley tveimur vikum
áður. Sæti þeirra hafa ekki verið fyllt
samkvæmt því sem bresku blöðin
segja. Ekki er þó hætt við því að
Easyjet standi uppi forstjóralaust á
næstunni þar sem Ray Webster hef-
ur lofað að gegna starfinu þar til nýr
forstjóri er fundinn, hverfur hann þó
frá í síðasta lagi í nóvember á næsta
ári.
Easyjet er talið geta staðið frammi
fyrir yfirtöku þar sem Jón Ásgeir Jó-
hannesson og Kevin Stanford hafi
tekið sæti í stjórn FL Group í síðasta
mánuði. FL Group á sem fyrr segir
11,5% hlutafjár í félaginu en Stelios
Haji-Ioannou, stofnandi Easyjet tók
aftur sæti í stjórn félagsins í maí og
hefur sagst munu verjast yfirtöku.
Hann og systkini hans eiga samtals
rúm 40% hlutafjár.
Deilur
í stjórn
Easyjet
● HAGNAÐUR Eimskipafélagsins á
fyrri helmingi ársins nam tæplega
357 milljónum króna og jókst um 7%
frá sama tímabili á síðasta ári. Þá
var hagnaður 333 milljónir.
Flutningstekjur á tímabilinu námu
13,8 milljörðum króna en voru í fyrra
11,6 milljarðar. Flutningsgjöld voru
12,4 milljarðar en 10,6 í fyrra.
EBITDA-framlegð sem hlutfall af
veltu jókst um 2 prósentustig, var
11% nú en 9% í fyrra.
Heildareignir í lok júní námu tæp-
lega 23 milljörðum króna en voru um
áramót 21 milljarður. Eiginfjárhlutfall
var 30,4%.
Hagnaður Eimskips
jókst um 7%
OG Vodafone og 365 prent- og ljós-
vakamiðlar, sem saman mynda Og
fjarskipti, högnuðust um 321 milljón
króna á fyrstu sex mánuðum ársins.
Til samanburðar var hagnaður af
sama tímabil árið áður 222 milljónir
króna.
Rekstrartekjur Og fjarskipta hf.
námu 7.011 m.kr. fyrstu 6 mánuði
ársins samanborið við 3.288 m.kr. á
sama tímabili í fyrra og jukust um
113% milli tímabila. Sú aukning er
að miklu leyti rakin til kaupa Og
fjarskipta hf. á 365 ljósvaka- og
prentmiðlum á síðasta ári.
Af 7 milljarða tekjum komu tæpir
3,8 frá fjarskiptarekstri og 3,3 frá
fjölmiðlarekstri, þar af voru 1,9
milljarða tekjur af ljósvakamiðlum
og 1,4 milljarðar af prentmiðlum.
Tekjuaukning á milli ára er 49% af
prentmiðlum, 12,6% af ljósvakamiðl-
um og 14,5% af fjarskiptum.
Hagnaður félagsins fyrir afskrift-
ir og fjármagnsliði, EBITDA, var
1.480 milljónir og jókst um 72% frá
sama tímabili í fyrra og nam
EBITDA-framlegð félagsins nú
21%. Framlegðin af fjarskipta-
rekstri nam 27% og af rekstri fjöl-
miðla var 13,7% EBITDA-framlegð.
Eiríkur S. Jóhannsson, forstjóri
Og fjarskipta, segir í tilkynningu frá
félaginu að sé miðað við að tekjur
365 ljósvaka- og prentmiðla séu
taldar með fyrstu 6 mánuði ársins
2004 þá hafi tekjuvöxtur samstæð-
unnar verið um 18% fyrstu 6 mánuði
ársins 2005. Hann segir mikinn
hraða og þróun hafa einkennt rekst-
ur Og fjarskipta hf. á tímabilinu og
að á sama tíma hafi samstæðan stað-
ist áætlanir sínar og vel það.
Dreifikerfi í sérstakt félag
Félagið stefnir að því á þriðja árs-
fjórðungi að færa hluta af sjón-
varpsframleiðslu 365 til Saga Film,
sem keypt var í lok júlí, auk þess
sem rekstur dreifikerfis og útsend-
ingar útvarps- og sjónvarpsefnis
verður flutt í aðgreint félag. Hvort
um sig sérhæfir sig á sínu sviði og
hefur sjálfstæða vaxtarmöguleika
en 365 á hlut í fyrirtækjunum. Starf-
semi 365 mun eftir þessar breyt-
ingar einskorðast við rekstur fjöl-
miðla, uppbyggingu þeirra og
markaðsþróun.
Gert er ráð fyrir að rekstrar-
tekjur Og fjarskipta hf. muni nema
14,5 til 14,6 milljörðum króna ár
árinu í heild og EBITDA-hagnaður
verði á bilinu 3 til 3,1 milljarður.
Tvöföldun á næstu 2 árum
Félagið stefnir að því að tvöfalda
umsvif sín á næstu 18–24 mánuðum.
Þegar Morgunblaðið innti Eirík eft-
ir því hvernig félagið hygðist gera
það svaraði hann: „Eins og fram
hefur komið ætlum við okkur að tvö-
falda umsvifin bæði með innri vexti
og kaupum á nýjum fyrirtækjum.
Þetta er markmið sem höfum sett
okkur.“
Hann sagði um skiptingu hagn-
aðar á milli fjarskipta og fjölmiðla
að 70% EBITDA-hagnaðar sé kom-
inn frá fjarskiptahlutanum og 30%
frá fjölmiðlahlutanum.
„Við erum afskaplega ánægð með
uppgjörið og sérstaklega þá 49%
tekjuaukningu sem var af prent-
miðlunum,“ sagði Eiríkur að lokum.
Mikil tekjuaukning
hjá Og fjarskiptum
● BANDARÍSKI netframleiðandinn
Cisco Systems hefur áhuga á að
kaupa finnska fjarskiptarisann
Nokia. Frá þessu greindi breska
blaðið The Business í gær en það
mun vera þráðlaust netkerfi Nokia
sem Cisco sækist eftir.
Talsmenn Nokia, sem ekki leggja
það í vana sinn að tjá sig um slíkan
orðróm, hafa sagt að ekkert sé til í
þessu heldur sé hér um að ræða
frétt sem hafi verið skálduð upp
vegna orðróms á Netinu.
Sérfræðingar sem sænska frétta-
þjónustan Direkt hefur haft samband
við telja að slík yfirtaka sé ekki lík-
leg. Vitað sé að Cisco hafi áhuga á
þráðlausum samskiptum, miðað við
styrk þeirra á sviði fastra neta, en
fremur ótrúlegt að fyrirtækið leggi
inn á farsímamarkaðinn.
Markaðsvirði Cisco, sem er
stærsti framleiðandi netbúnaðar í
heimi, er um 123 milljarðar dollarar
en markaðsvirði Nokia er um 73
milljarðar dollara.
Cisco hefur
áhuga á Nokia
DANSKA skipafélagið AP Møller-Maersk hefur náð
yfirráðum yfir 95,6% af hlutafé í hollenska keppi-
nautnum P&O Nedlloyd. Þar með verður til stærsta
flutningaskipafélag heims með um 20% markaðs-
hlutdeild.
Alls bauð AP Møller-Maersk um 2,3 milljarða evra
fyrir öll bréf í félaginu, samsvarandi 180 milljörðum
króna, og rann tilboðstímabilið út í fyrradag.
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins og banda-
rísk samkeppnisyfirvöld hafa samþykkt kaupin, með
skilyrðum, og virðist því fátt standa í vegi fyrir að
samruninn verði að veruleika.
Samruni skipafélaga í höfn
Morgunblaðið/Helgi Þorsteinsson
!"#
!$
% &'
( "&' )&
*)&
+, &# &
+#&
$&' )& ( "&'
-."
/(!
/0 !1 . &#)&
2
! 0 ( "&'
%0 1&
$34& 15 && -
! &
67.1
8# 1
9:! "&
9.".0
/"0 ;
<;## � &
= && " &
!
! ."' >;11 $&' 30 ( "&'
/" ?"# /"&'
<4 4
"# $%
@A>B
/3
.
C
C
C
C
C
C
C
C
.; &#
; .
C
C
C C
C C
C C
C C C
C C
C
C
C
C
C
C
C
C
C
C
C
C
C
C
D CEF
C
D CEF
C
D CEF
C
D CEF
C
D CEF
D EF
D C
EF
D CEF
D EF
D C
EF
C
C
C
C
C
C
C
D EF
D EF
C
C
C
C
C
C
C
C
%. "'
'# &
< ") 3 " '# G
+ /"
C
C
C
C
C
C
C
C
= 3 ,H
<% I #&" !1"'
C
C
C
C
C
C
C
C
<%C =.#& ; 0 1 0#&& ?"#
<%C
=.#& ; # & &#
<%C !; # 0&
BÍLANAUST hefur keypt allt
hlutafé í Hjólbarðahöllinni. Seljend-
ur eru Hreinn Vagnsson, Birgir
Vagnsson, Gunnar Vagnsson og
makar. Birgir hefur verið fram-
kvæmdastjóri Hjólbarðahallarinnar
árum saman og mun hann áfram
stýra félaginu eftir söluna.
Kaupin eru sögð í samræmi við
stefnu Bílanausts, að vera leiðandi
fyrirtæki á sviði bíla- og iðnaðar-
vöru. Félagið stefnir að áframhald-
andi fjárfestingum í arðbærum fyr-
irtækjum í sinni grein.
Bílanaust er með 9 verslanir og
135 starfsmenn. Velta félagsins á
árinu 2005 er áætluð 2,7 milljarðar
króna og 3,2 milljarðar 2006. Hjól-
barðahöllin flytur inn hjólbarða og
felgur fyrir fólksbíla og jeppa.
Kaupir Hjólbarðahöllina
6 'J
/K9 E
E
!</>
LM
E
E
AA
8-M
E
E
+!M
6 .
E
E
@A>M LN *&.
E
E