Morgunblaðið - 09.08.2005, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 09.08.2005, Blaðsíða 40
40 ÞRIÐJUDAGUR 9. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ Sýnd bæði með íslensku og ensku tali.    THE ISLAND kl. 5.45 - 8.30 - 10 og 11.20 B.i. 16 ára DARK WATER kl. 5.50 - 8 og 10.15 B.i. 12 ára Madagascar m/ensku.tali kl. 6 - 8 og 11.20 Batman Begins kl. 6 og 8.30 B.i. 12 ára SUMAR RÁÐGÁTUR BORGAR SIG EKKI AÐ UPPLÝSA -Steinunn/ Blaðið  -S.V. Mbl.  með ensku tali HVAÐ MYNDIR ÞÚ GERA EF ÞÚ KÆMIST AÐ ÞVÍ AÐ ÞÚ VÆRIR AFRIT AF EINHVERJUM ÖÐRUM? EWAN McGREGOR SCARLETT JOHANSSON  Kvikmyndir.is  S.V. Mbl.  DV  Ó.H.T. RÁS 2   Nicole Murphy, eiginkonabandaríska grínleik- arans Eddie Murphy, hefur krafist skilnaðar frá manni sínum. Þau Nicole og Eddie hafa verið gift í 12 ár og eiga sam- an fimm börn. Nicole lagði skilnaðarkröfu fram í rétti í Los Angeles á föstudag. Í yfirlýsingu, sem blaða- fulltrúi Eddie Murphy sendi frá sér, segir að þau hjónin hafi efst í huga velferð og hagsmuni barna sinna í mála- rekstrinum í tengslum við skilnaðinn.    Kvikmynd sem skartarsöngkonunni Jessicu Simpson verður frumsýnd í Bandaríkj- unum í næstu viku. Myndin heitir The Dukes of Hazard. Söngkon- una langar til að halda áfram leik í myndum. Hún ætlar hins vegar ekki að leggja fyrir sig alvarleg og þung hlutverk, að eigin sögn, vegna þess að hún vill að áhorfendur geti haft gaman af myndum sem hún leikur í. „Ég ætla að halda mig við rómantískar gamanmyndir. Ég vil helst að fólk skemmti sér í þessa eina og hálfa klukkustund sem myndin var- ir og fari úr kvikmyndahúsinu með bros á vör,“ sagði hún og bætti við að hún sækist ekki eftir Óskarsverðlaunum fyrir leik sinn í kvikmyndum. Fólk folk@mbl.is SEGJA má að þessi fyrsta skífa Ör- lygs Þórs Örlygssonar eigi sér langan aðdraganda, því hann hefur verið að fást við tónlist í um áratug, eða það eru í það minnsta átta ár síðan viðtal birtist fyrst við hann í Morgun- blaðinu, en hann var þá að fást við þeremíntilraunir. Síðan hefur Örlyg- ur starfað við tónsmíðar, plötuútgáfu og sitthvað fleira en haslaði sér síðan völl á síðasta ári með sínum fyrstu sólóverkum undir nafninu Ölvis. Tónlistin sem Ölvis flytur er sveim- kennd á köflum, fallegar laglínur glíma við bjögun og beyglaða takta, sum lögin rísa og hníga án þess að grein- anlegt sé á þeim upphaf eða endir – lokalag plötunnar er þannig eins og endalaust, líður áfram í tæpar fimm mínútur en hefði eins mátt vera tæpar fimmtíu mín- útur án þess maður yrði leiður á því – eiginlega ekkert að gerast en samt fullt í gangi. Önnur lög eru líkari því sem maður á að venjast, skýrari skip- an á köflum og markvissari fram- vinda – platan er reyndar óhemju- fjölbreytt þegar grannt er skoðað þó hún virðist það kannski ekki við fyrstu eða aðra hlustun. Örlygur er ekki mikill söngvari, en hann notar röddina vel, á stundum nánast eins og hvert annað hljóðfæri. Textarnir skipta líka máli, undir- strika stemninguna sem hann skapar líkt og í titillagi plötunnar þar sem textinn, sem sunginn er á íslensku líkt og aðrir textar á plötunni, dregur upp mynd af dularheimum undir- djúpanna. Segja má að Íslendingar hafi ákveðið forskot á er- lenda hlustendur fyrir það að skilja um hvað er sungið og eiga því greiðari leið að kjarna viðkomandi laga. Hljóðfæraleikur á plöt- unni er fjölbreyttur og sí- breytilegur og framlag gestanna mjög gott – heyr til að mynda frábæran saxófónleik Jóels Páls- sonar í upphafslagi skífunnar, „Acid Trip Festival“, og víða fer Prince Valium fimum höndum um hljóðgervil. Þessi plata Örlygs hefur fengið fína dóma erlendis og það að vonum – hér er á ferð fram- úrskarandi skemmtileg plata þar sem raftónlist er blandað saman við lág- stemmt nýbylgjukennt síðrokk. Ör- lygi er einkar lagið að semja laglínur og þó hann sé greinilega vel að sér í hálfrafmagnaðri raftónlist er hann ekki að stæla einn eða neinn, heldur að skapa nýjan heim og forvitnilegan með viðeigandi heimstónlist. TÓNLIST The Blue Sound, breiðskífa Örlygs Þórs Örlygssonar sem kallar sig Ölvis. Örlygur leikur á flest hljóðfæri, en honum til að- stoðar eru trommuleikararnir Arnar Geir Ómarsson, Orri Páll Dýrason og Helgi Sv. Helgason, Jóel Pálsson leikur á saxófón í tveimur lögum, Georg Hólm á bassa í tveimur lögum, María Huld Markan Sig- fúsdóttir á fiðlu í einu lagi og Þorsteinn Ólafsson, sem kallar sig Prince Valium, leikur á hljóðgervil í flestum laganna og semur að auki eitt lag með Örlygi. Arnar Helgi Aðalsteinsson hljóðritaði plötuna og gerði frumeintak. Ölvis – The Blue Sound  Árni Matthíasson Í umsögn um fyrstu plötu Ölvis segir að hún sé „framúrskarandi skemmtileg plata þar sem raftónlist er blandað saman við lágstemmt ný- bylgjukennt síðrokk“. Geisladiskur Nýr heimur Það sætir vart tíðindum lengurað íslenskar plötur skulifanga athygli erlendra tón- listartímarita og vera gagnrýndar á sama vettvangi og aðrar plötur sem gefnar eru út af stærri útgáfufyr- irtækjum heimsins. Fyrr í sumar fengu plötur með Mugison og Ölvis fína dóma og í nýútkomnum tölu- blöðum eru tvær íslenskar plötur gagnrýndar; væntanleg plata Leaves, The Angela Test, sem kem- ur út 15. ágúst nk., og nýútkomin plata Bjarkar, sem hefur að geyma tónlist er hún samdi fyrir kvikmynd Matthews Barneys, Drawing Restraint 9.    The Angela Test fær ágætisdóma. Hin víðlesnu tímarit Q og Mojo eru sammála um að þar fari þriggja stjörnu plata (af fimm mögulegum). Eins og breskum skríbentum er von og vísa þurfa þeir endilega að líkja okkar mönn- um við einhvern af sínum. Q kallar þannig Leaves „hina íslensku Coldplay“ og segir tónlistina mikla vöxtum, allt morandi í „epískum píanóleik og yfirþyrmandi gítur- um“. Gagnrýnandinn Matt Allen segir að sveitin ætti samt í raun að vera búin að leggja heiminn að fót- um sér og það sé synd að svo sé ekki því Arnar Guðjónsson söngvari og hljómsveit hans sé hlaðin orku og tilfinningu. Allen segir plötuna vinna hægt en örugglega á og að hún sé „heillandi hæglát“ – í hróp- andi mótsögn við fyrri yfirlýsingar um hversu epísk tónlistin sé. Gagnrýnandi Mojo segir þá Leaves-menn vera að búa til „hug- útvíkkandi hljóðvegg“ á annarri plötu sinni. Er sveitinni líkt við Rad- iohead, Coldplay og Elbow hvað þetta varðar og er hljómurinn sagð- ur stærri og meiri en á fyrstu plöt- unni Breathe. Höfuðeinkenni tón- listarinnar er sögð togstreitan, annars vegar milli „draumkenndrar kórdrengjaraddar Arnars og ham- stola trommusláttar“, og hins vegar milli „silfraðra melódía og myrkra raftóna“. Lög eins og „Killing Flies“ og „The Transparent“ eru sögð inn- blásin af „íslenskri dulúð“ en stund- um eigi tónlistin þó til að vera held- ur yfirdrifin, eins og hinn U2-legi rokkari „Good Enough“, sem sé svolítið eins og út úr kú á plötunni. „Dýrlegur samsöngurinn“ bæti þó fyrir þessa galla og þegar best tak- ist til hljómi sveitin eins og „norður- evrópskir Beach Boys“.    Ekki eru gagnrýnendur sömutímarita eins sammála um plötu Bjarkar, Drawing Restraint 9, og virðist sem sumir þeirra nái hreint ekki alveg hvað hún er þar að fara, annaðhvort vilji ekki eða geti ekki. Í að manni virðist heldur ígrundaðari umsögn Mike Barnes fyrir Mojo segir að platan sé „mis- jöfn en ótrúlega hugmyndarík“. Gott dæmi um það sé verkið „Human Vessel“ sem virki eins og „klaufalegur fjarskyldur ættingi“ verka eftir Stravinski. Betri um- sögn fær „Gratidude“ þar sem Will Oldham er sagður syngja fallega með aðstoð barnakórs við undirleik hörpusláttar. Barnes gefur plötunni þrjár stjörnur af fimm. Hjá gagnrýnanda Q fær Björk hins vegar engan grið og er sögð skrítnari en nokkru sinni fyrr – hvað sem það nú þýðir. Johnny Dav- is gefur plötunni eina stjörnu af fimm og segir hana hljóma eins og „hljóðáhrifaplata fyrir BBC tekin saman af sjónhverfingamanninum Derren Brown“; allt sé til gert að skapa óþægilega stemmningu. „Börn veina, harmóníkur kveina og rödd Bjarkar heyrist urrandi endrum og sinnum úr kallfæri.“ En miðað við myndina, sem „sýni hana og Barney föst á japönsku hvalveiðiskipi, íklædd dýraskinni, misþyrmandi fótum hvort annars með hnífum“, kunni tónlistin að virka sem kærkomin hugartruflun. Brjóta ummæli þessi um nýjasta listaverk Bjarkar rækilega í bága við ummæli gagnrýnanda Morg- unblaðsins Bergþóru Jónsdóttur en hún segir að platan sé „enn ný list- reisa, fersk og framandi“. Að hún hafi að geyma tónlist sem þurfi að hlusta á „með opnum huga og af einbeitingu; tónlistin er krefjandi og hennar verður ekki notið meðan verið er að sinna öðru“. Spurning hvað gagnrýnandi Q var að bardúsa á meðan hann hlustaði? Drawing Restraint 9 verður frumsýnd hér á landi í haust en platan er komin út. Norður-evrópsku Beach Boys ’„Börnveina, harmóníkur kveina og rödd Bjark- ar heyrist urrandi endrum og sinnum úr kallfæri.“‘ AF LISTUM Eftir Skarphéðin Guðmundsson Gagnrýnandi Q undrar sig á því að Leaves skuli ekki vera orðin heimsfræg hljómsveit. Skarpi@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.