Morgunblaðið - 09.08.2005, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. ÁGÚST 2005 19
MINNSTAÐUR
LANDIÐ
Skagafjörður | Í sumar hefur verið
boðið upp á fjölbreyttan tónlistar-
flutning á Hólum í Hjaltadal og
verða alls haldnir 14 tónleikar í
sumar. Flestir hafa verið í Hóla-
dómkirkju að lokinni messu en
einnig hafa verið þrennir kvöld-
tónleikar í Auðunnarstofu. Þarna
hafa ýmsir listmenn komið fram,
bæði einstaklingar og kórar. Um
næstu helgi verður hin svokallað
Hólahátíð og verður þá að vanda
mikið um að vera á Hólum. Sunnu-
daginn 21. ágúst verður Kamm-
erkór Skagafjarðar með tónleika og
það verða lokin á þessari tónleika-
dagskrá sem hófst um miðjan júní.
Að sögn Jóns Aðalsteins Bald-
vinssonar, vígslubiskups á Hólum,
eru það Hólanefnd og Guðbrands-
stofnun sem standa fyrir þessu tón-
leikahaldi. Nýtur Hólanefnd styrks
frá Þjóðkirkjunni en Guðbrands-
stofnun fær framlag af fjárlögum til
að standa straum af kostnaði. Tón-
leikarnir eru liður í að halda uppi
menningarhaldi á Hólastað. Hafa
þeir yfirleitt verið vel sóttir og hef-
ur þetta framtak vakið athygli og
mælst vel fyrir.
Málþing um náttúrusiðfræði
Eins og áður sagði verður
Hólahátíð um næstu helgi. Heið-
ursgestur verður frú Vigdís Finn-
bogadóttir og flytur hún hátíð-
arræðu á sunnudaginn að lokinni
hátíðarguðsþjónustu þar sem séra
Pétur Þórarinsson í Laufási mun
predika.
Hátíðin hefst raunar á föstudags-
kvöldi með málþingi um nátt-
úrusiðfræði. Á laugardegi verður
svokölluð pílagrímaganga til Hóla.
Lagt verður upp frá Atlastöðum í
Svarfaðardal og gengið yfir Helj-
ardalsheiði og einnig verður gengið
frá Flugumýri í Skagafirði til Hóla.
Þá verður gengið frá Hólum í svo-
kallaða Gvendarskál sem er í fjall-
inu ofan Hólastaðar þar sem verður
sungin messa. Fjölbreyttur tónlist-
arflutningur verður á Hólum í
tengslum við hátíðina þar sem bæði
innlent og erlent tónlistarfólk mun
koma fram.
Fjölbreyttur tónlistarflutningur allar helgar á Hólum
Ljósmynd/Örn Þórarinsson
Eftir góða stund Jón Aðalsteinn vígslubiskup á Hólum, Ellen Kristjáns-
dóttir og KK að loknum tónleikum systkinanna í Hóladómkirkju.
Hólahá-
tíð næstu
helgi
Eftir Örn Þórarinsson
Árnessýsla | Það er fátt sem kýr kunna betur að meta en kjarnmikið græn-
fóður og kætast kýrhjörtun þegar þeim býðst að japla á fóðurkáli.
Á bænum Dalbæ í Hreppum bauð bóndinn kúm sínum upp á fóðurkál til að
hressa upp á tilveruna. Þó er mikilvægt að beita lítilli rafmagnsgirðingu eða
ragbeit, til að kýrnar vaði hreinlega ekki hömlulaust í kálið, því þá fá þær illt í
magann auk þess sem gott kjarnfóður fer til spillis.
Grænfóðrið spratt mun seinna í ár heldur en í fyrra í uppsveitum Árnes-
sýslu. Þó tók það afar vel við sér þegar fór að væta og hlýna. Þykir það hið
besta fóður fyrir mjólkurkýr.
Maulað á fóðurkálinu