Morgunblaðið - 09.08.2005, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 9. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
12.000 tonn
af þorski
í byggða-
kvóta o.fl.
INGÓLFUR Andrésson var í
óðaönn að beita línu fyrir línu-
bátinn Skúla ST sem rær frá
Drangsnesi. Sonur Ingólfs,
Haraldur Vignir, var að róa á
Skúla ST tímabundið en
venjulega er Haraldur með
Unni ST.
Ingólfur sagði að venjulega
væri róið með 16–20 bala.
Hann beitti norsku sandsíli og
sagði ýsuna ginnkeyptari fyr-
ir norska sílinu en síld eða
smokkfiski. Auk þess væri
þokkalegt verð á þessari
beitu. Góð ýsuveiði hefur ver-
ið í Steingrímsfirði und-
anfarið.
Ingólfur er fæddur og upp-
alinn á Drangsnesi. Hann var
um árabil bóndi á Bæ I og
stundaði einnig sjóinn. Nú er
Ingólfur fluttur suður en
heimahagarnir toga sterkt í
hann.
NÝR bátur, Kóni II. SH 52, kom til hafn-
ar í Ólafsvík á föstudag. Kóni II. er smíð-
aður í Seiglu í Reykjavík og er tuttugasta
nýsmíði fyrirtækisins. Báturinn er 14,47
tonn að stærð, 11,93 metra langur og
breiddin er 3,3 metrar, ganghraði er 27
sjómílur og vélin er 650 hestafla Volvo.
Eigendur bátsins eru þau hjónin
Vöggur Ingvason og Ingveldur Björg-
vinsdóttir. Er báturinn útbúinn beitning-
arvél af gerðinni Mustad og rúmar rúm-
lega 12.000 króka á 10 rekkum. Mikill
fjöldi fólks tók á móti bátnum er hann
kom til hafnar í Ólafsvík.
Morgunblaðið/Jón Páll Ásgeirsson
Kóni II hefur nú verið afhentur eigendum sínum í Ólafsvík.
Nýr bátur til Ólafsvíkur
Morgunblaðið/Alfons
Eigendur Kóna II SH, hjónin Vöggur Ingvason og
Ingveldur Björgvinsdóttir.
Ýsan
sólgin í
sandsíli
Morgunblaðið/Þorkell
ÚR VERINU
Úr verinu á morgun
BOLVÍKINGURINN og leikarinn
þjóðkunni Pálmi Gestsson keypti á
síðasta ári húsið að Miðstræti 3 í
Bolungarvík. Húsið, sem á sér afar
merka sögu, er líklega elsta húsið í
Bolungarvík. Pálmi fæddist í því en
lengst af bjuggu þar afi hans og
amma í móðurætt, þau Sigurgeir
Sigurðsson, skipstjóri og útgerð-
armaður, og kona hans Margrét
Guðfinnsdóttir.
Pálmi ætlar sér að koma húsinu í
upprunalegt horf og sl. vetur var
unnið að undirbúningi viðgerð-
arinnar með húsafriðunarnefnd og
arkitektum. Hann var í óðaönn að
koma fyrir drenlögnum umhverfis
húsið, ásamt pípara staðarins Haf-
þóri Gunnarssyni, er fréttaritari
kom við í Miðstrætinu.
Fjölbreyttir möguleikar
Segir Pálmi áform sín með húsið
vera fyrst og fremst þau að koma því
í sitt fyrra horf með það að að-
almarkmiði að varðveita sögu þess,
hann eigi margar góðar minningar
frá bernskuárum sínum í þessu húsi.
„Ég fæddist þarna í hornherberg-
inu,“ segir Pálmi, og bendir stoltur á
efri hæðina. Auk þess segist hann
sjá tækifæri til að nýta húsið t.d. fyr-
ir kollega sína og annað listafólk sem
gæti dvalist í húsinu til að vinna að
verkum sínum eða til hvíldar. „Nú
eru nýir tímar í atvinnumálum og
hér gæti verið tækifæri í ferðaþjón-
ustu fyrir þá sem vilja njóta rór og
friðar í fögru umhverfi.
Mér er þessi staður afar kær og ég
vil veg Bolungarvíkur sem mestan í
framtíðinni enda lagði þessi umgjörð
grunn að mínu lífi. Því vil ég geta
lagt eitthvað af mörkum til að greiða
það til baka,“ segir Pálmi um leið og
hann fer að bisa við drenið og gefur
þannig pent til kynna að hann hafi
ekki meiri tíma til spjalls að sinni.
Pálmi Gestsson gerir
upp sögufrægt hús
Eftir Gunnar Hallsson
Morgunblaðið/Gunnar Hallsson
Vinir Það verður að passa þessa iðnaðarmenn, sagði Pálmi um leið og hann
stillti sér upp til myndatöku framan við húsið sitt í Miðstræti 3 ásamt Haf-
þóri Gunnarssyni pípara.
BALDUR Þórhallsson segir að Sól-
veig Pétursdóttir hafi, sem formaður
allsherjarnefndar, vissulega komið að
þeirri vinnu að auka rétt samkyn-
hneigðra, á sínum tíma. Þá hafi hún
sem dómsmálaráðherra staðið að lítils
háttar lagfæringum á lögunum um
staðfesta samvist. „En hún vildi ekki
heimila frumættleiðingar samkyn-
hneigðra og kom í veg fyrir að það
mál næði fram að ganga í þinginu.
Lendingin varð því sú að heimila sam-
kynhneigðum stjúpættleiðingar. Það
er engan veginn nægilegt að mínu
mati,“ segir hann.
Baldur skrifaði um þessi mál á vef-
ritinu sellan.is fyrir helgi en Sólveig
Pétursdóttir vísaði gagnrýni hans á
bug í Morgunblaðinu í gær. Baldur
segist standa við hvert einasta orð í
greininni. „Hverja sögu ber að segja
eins og hún er,“ segir hann í samtali
við Morgunblaðið.
Hann kveðst ekki hafa ætlað að slá
pólitískar keilur eins og Sólveig haldi
fram. „Ég er einfaldlega að óska eftir
því að samkynhneigðir njóti sömu
grundvallarmannréttinda og aðrir.
Það er ódýr leið að ætla að tengja mig
við einhvern
stjórnmálaflokk
eða blanda mínum
fræðistörfum inn í
þetta. Það kemur
málunum ekki við.
Þetta er einfald-
lega krafa um að
ég og aðrir sam-
kynhneigðir í
þjóðfélaginu njóti
sömu mannréttinda og aðrir.“
Hann segir að svo virðist þó vera
sem Sólveig sé að breyta um afstöðu
til frumættleiðingar samkynhneigðra.
„Það er sérstaklega ánægjulegt í ljósi
þess að það eru ekkert nema fordóm-
ar sem standa gegn því að samkyn-
hneigðir fái að ættleiða börn. For-
dómar eru engin málefnaleg rök.“
Ósanngjörn staða
Baldur segir að margir samkyn-
hneigðir upplifi sig sem annars flokks
þegna í samfélaginu vegna þess að
þeir njóta ekki sömu lagalega réttinda
og gagnkynhneigðir. „Mörgum finnst
þetta ekki bara erfið staða heldur líka
afskaplega ósanngjörn. Þegar fólk
tekur það mikilvæga skref að koma út
úr skápnum missir það á einum vet-
fangi grundvallarmannréttindi. Sam-
kvæmt íslensku stjórnarskránni og
fjölda mannréttindasáttmála hafa all-
ir einstaklingar ákveðin grundvallar-
mannréttindi, burtséð frá kynhneigð.
Og stjórnvöld í hvaða landi sem er
geta ekki úthlutað mannréttindum
eftir eigin geðþótta. Þess vegna er svo
mikilvægt að Alþingi viðurkenni þetta
grundvallarsjónarmið og láti samkyn-
hneigða njóta sömu lagalegu réttinda
og gagnkynhneigða.“
Baldur segir að mörg mikilvæg
skref hafi verið stigin í átt til aukinna
réttinda samkynhneigðra. Þar megi
m.a. nefna lög um staðfesta samvist,
lög sem banna mismunum á grund-
velli kynhneigðar og lög um stjúpætt-
leiðingar samkynhneigðra. Enn vanti
þó heilmikið upp á að þeir njóti sömu
réttinda og gagnkynhneigðir. „Sam-
kynhneigðir sætta sig ekki lengur við
að vera skammtað mannréttindum úr
hnefa. Við viljum full mannréttindi;
nú er lag að ganga alla leið. Ég held að
það sé klárlega meirihluti á þinginu til
að ganga alla leið.“
Stendur við hvert einasta orð
Baldur Þórhallsson