Morgunblaðið - 09.08.2005, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 09.08.2005, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. ÁGÚST 2005 23 Gunnólfsvíkurfjalli vinna sem ein eining og senda eða taka á móti gögnum á nákvæmlega sama tíma þrátt fyrir talsverða fjarlægð sín á milli og þarf vinnsla gagna að vera í samræmi við það. „Þetta hefur aldr- ei verið gert áður,“ segir Jón Berg- þór. Þá flækti það málin nokkuð, a.m.k. í upphafi, að gerð Link 16 er trúnaðarmál og sumir hlutar kerf- isins eru aðeins aðgengilegir fyrir Bandaríkjamenn. Þá verða bygg- ingar þar sem unnið er að forritun í Link 16 að uppfylla ákveðna örygg- isstaðla og starfsmenn Kögunar verða að fá öryggisvottun frá ís- lenska utanríkisráðuneytinu. Hjá Kögun eru menn raunar vanir slík- um öryggiskröfum enda hefur fyr- irtækið frá stofnun unnið að gerð og viðhaldi íslenska loftvarnakerfisins. Aðspurður segir hann að það gleymist fljótt að verið sé að vinna að hugbúnaði til notkunar í íslenska loftvarnakerfinu. „Okkar fólk lítur á þetta sem hverja aðra tækni og þeg- ar verið er að vinna í kerfinu er um hreinar tæknilegar lausnir að ræða og þá skín þessi varnarþáttur því ekki endilega í gegn,“ segir hann. Þegar mest var unnu um 30 manns frá Kögun að verkefninu, um 40 manns frá Thales Raytheon „og heill her“ frá verkkaupanum, þ.e.a.s. bandaríska flughernum, að sögn Jóns Bergþórs. Síðustu vikur hefur Kögun ásamt bandarískum hermönnum í stjórn- stöðinni á Keflavíkurflugvelli og sérfræðingum bandaríska flughers- ins prófað kerfið og hafa m.a. verið haldnar æfingar með þátttöku F-15-orrustuflugvéla varnarliðsins og AWACS-ratsjárflugvélanna. Að sögn Jóns Bergþórs hafa æfingarn- ar gengið að óskum og er nú stefnt að því að afhenda kerfið í lok ágúst, tveimur mánuðum á undan áætlun. að tryggja góða samvinnu við Thales Raytheon. Og í stað þess að bæta Link 16 einfaldlega utan við eldri kerfi var ákveðið að „skera upp“ eldri samskiptakerfi þannig að Link 16 yrði algjörlega samofið þeim. „Þannig að flækjustigið var hátt,“ segir hann. Aldrei verið gert áður Með flóknari verkþáttum varð að tengja ratsjárstöðvarnar fjórar sem eru á Íslandi; á Keflavíkurflugvelli, Bolafjalli, Gunnólfsvíkurfjalli og Stokksnesi, við Link 16 og segir Jón Bergþór að sumar þeirra lausna sem Kögun notaði hafi verið nýjar og aldrei áður verið notaðar. Meðal nýmæla er að þeir Link 16-sendar sem eru staðsettir annars vegar á Keflavíkurflugvelli en hins vegar á samning við Kögun hinn 11. sept- ember 2003. Hlutur Kögunar í samningnum nemur um fimm millj- ónum bandaríkjadala, um 500 millj- ónum íslenskra króna, á gengi 2003. Sveiflur í gengi bandaríkjadals síð- an þá hafa lítil áhrif á Kögun þar sem fyrirtækið gerði framvirka samninga til að tryggja sig fyrir slíkum skakkaföllum. Hlutverk Kögunar fólst fyrst og fremst í gerð hugbúnaðarins auk þess að sjá um þjálfun notenda, en Thales Raytheon sá um að útvega nauðsynlegan vélbúnað. Jón Bergþór segir að verkefnið hafi verið afar krefjandi; því varð að ljúka á tæplega tveimur árum, hug- búnaðurinn var flókinn og tóku kröfur einnig breytingum á verk- tímanum. Auk þess var mikilvægt gur að fara tilheyrandi g misskiln- nk 16 m.a. ænan hátt ningu ann- h. skipanir boð. þórs hófst bæta Link kerfið árið frá banda- u Thales r risafyrir- fyrir heri, taki fyrir- nið nemur daríkjadala 4 milljörð- var undir ptakerfi bandaríska hersins íslenska loftvarnakerfinu urinn prófaður stuflugvélum Morgunblaðið/Eyþór kurfjalli og Stokksnesi. Kögun vann m.a. að því að tengja samskiptakerfi stöðvanna fjögurra saman. Morgunblaðið/Eyþór ’Kostnaður við verk-efnið nemur um 30 milljónum bandaríkja- dala sem jafngilti tæp- lega 2,4 milljörðum króna.‘ ðarstjóri ratsjármiðstöðvarinnar, útskýrir loftvarnarsvæðið umhverfis landið. „ÞAÐ voru ekki endilega tækni- legu atriðin sem reyndust erf- iðust heldur mannlegi og stjórn- unarlegi þátturinn,“ segir Bjarni Birgisson, framkvæmdastjóri þróunardeildar Kögunar um Link 16-verkefnið. Kögun er eina fyrirtækið á Íslandi sem starfar í varnarmálaiðnaði og vona stjórn- endur þess að reynslan af Link 16 nýtist við að afla fleiri verk- efna á þessu sviði erlendis. Það gæti þó reynst torsótt. Af hálfu Kögunar unnu mest um 30 manns að verkefninu og jafnast vinnustundirnar á við tæplega 800 mannmánuði. Það þýðir að hefði aðeins einn maður unnið að verkefninu hefði það tekið hann um 67 ár, að því gefnu að hann tæki aldrei frí. Kögun hefur frá stofnun árið 1988 sinnt þróun og viðhaldi Ís- lenska loftvarnarkerfisins og inn- an raða þess eru því starfsmenn sem þekkja kerfið út og inn. Vegna Link 16-verkefnisins voru átta starfsmenn Kögunar sem að jafnaði vinna fyrir Ratsjár- stofnun lánaðir til verkefnisins en aðra þurfti að þjálfa og kenna á kerfið. „Það sem var erfiðast var að púsla saman mannaflan- um og þjálfa hann í að nota tækni sem menn kunnu ekki á og urðu að tileinka sér á tím- anum sem verið var að vinna verkið. Og þetta þurfti að gera án þess að það kæmi niður á gæðum,“ segir Bjarni. Auk þess var það talsverð fyrirhöfn að samræma störf Kögunar, Thales- Raytheon og bandaríska flug- hersins. Það er ekki síst reynsl- an af því að halda utan um svo stórt og flókið hugbúnaðarverk- efni sem er verðmæt fyrir Kög- un. Stóðust prófraun Bjarni segir að Link 16 hafi að sumu leyti verið prófraun á fyr- irtækið sem hafi nú sannað að það sé í stakk búið til að takast á við verkefni af þessari stærð. Kögun búi nú bæði yfir þekkingu og mannafla til að leysa sam- bærileg hugbúnaðarverkefni í varnarmálaiðnaði en Bjarni segir að þrátt fyrir það geti reynst erfitt að afla fleiri verkefna á því sviði. Slíkt sé þó oft erfitt, t.d. taki Ísland ekki þátt í því að fjármagna hernaðarstarfsemi Atlantshafsbandalagsins en þau lönd sem leggi til fé geri kröfu um að jafnmikið fjármagn renni til innlendra fyrirtækja í varn- armálaiðnaði. Heimamarkaður í þessum geira sé vart til staðar á Íslandi en flest ríki reyna oftast að beina verkefnum á sviði varn- arkerfa til fyrirtækja í heima- landinu. Því sé t.d. erfitt að sækja á markaði í Bandaríkj- unum þar sem mestum fjár- munum er varið á þessu sviði. Í þessu tilviki hafi Kögun verið undirverktaki Thales-Raytheon, sem er bandarískt-franskt fyr- irtæki. Það samstarf hafi gengið afar vel og vonar Bjarni að Kög- un takist að afla fleiri verkefna í samstarfi við það fyrirtæki. „Erfiðast var að púsla saman mannaflanum“ Bjarni Birgisson, framkvæmda- stjóri þróunardeildar Kögunar VEGGIRNIR í ratsjármiðstöð varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli eru hnausþykkir og stálhurðirnar fyrir innganginum vega sjálfsagt mörg hundruð kíló hver. Bygg- ingin er hönnuð með það í huga að standast sprengjubrot frá „sprengju sem springur mjög ná- lægt“ að sögn Friðþórs Eydals, upplýsingafulltrúa varnarliðsins. Þá er loftþrýstingur innan dyra hærri en fyrir utan til að koma í veg fyrir að eitraðar gufur berist inn yrði gerð eiturvopnaárás á Keflavíkurflugvöll. Það eru þó varla miklar líkur á því, a.m.k. ekki rétt á meðan blaðamaður og ljósmyndari fá að litast þar um. Loftvarnarsvæði Íslands nær út í um 200 mílur frá mörkum 12 mílna lofthelginnar og hefur varnarliðið áskilið sér rétt til að vita hvaða flugumferð er innan þess hverju sinni. Verði ókunnrar flugvélar vart, sem ekki tekst að bera kennsl á, eru F-15- orrustuflugvélar varnarliðsins sendar á móti þeim. „Það gerist þó ekki oft. Við æfum viðbrögð við slíku á hverjum degi en það er langt síðan við þurftum að gera það í raun og veru. Síðast þurftum við að gera það árið 2003 þegar rússnesk sprengjuflugvél var á ferð við landið,“ sagði Kenny Kniskern, majór í banda- ríska flughernum og aðgerðarstjóri ratsjármið- stöðvarinnar. Þá fylgdust hermennirnir í ratsjármiðstöðinni grannt með ferðum rússneska herskipaflotans fyrir utan Norðausturland í fyrra. Þegar minnst er að gera eru aðeins þrír hermenn á vakt hjá miðstöðinni en á annasömum degi geta 30 manns starfað þar innan dyra. Hljóðlaus átök Þegar Morgunblaðið ræddi við Kniskern var verið að vinna að prófun á Link 16 og sagði hann að uppsetning kerfisins hefði gengið að óskum. Þá lofaði hann starfsmenn Kögunar í hástert og sagði greinilegt að þeir væru með hugann við að standa sig sem best en hugsuðu ekki bara um að græða eins og væri alltof algengt hjá verktakafyrirtækjum. Spurð- ur um helstu breytingarnar sem verða eftir að Link 16 verður tek- ið í notkun sagði hann að það yrði væntanlega til þess að fleiri æf- ingar yrðu haldnar á og við Ís- land með þátttöku flugvéla frá Bandaríkjunum og Evrópu. Ís- land sé nokkuð utan alfaraleiðar og einangrunin hafi verið enn meiri þar sem varnarliðið hafi þar til nú ekki ráðið yfir Link 16. „Þannig að þetta er mikil breyt- ing,“ sagði Kniskern. Þá nefndi hann að hingað til hefði ratsjár- miðstöðin ekki getað deilt upplýs- ingum með orrustuflugmönnum nema með því að tala í talstöð. Nú væri hins vegar hægt að senda ratsjárgögn beint í flugvél- arnar. „Og það er þannig sem heyja á átök, hljóðlaust og án þess að þurfa að tala í talstöðina,“ sagði hann. Fleiri her- æfingar með til- komu Link 16

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.