Morgunblaðið - 09.08.2005, Blaðsíða 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 9. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MINNSTAÐUR
AUSTURLAND
Seyðisfjörður | Malin Ståhl er sænsk
myndlistarkona sem opnaði sýningu í
Skaftfelli á Seyðisfirði sl. laugardag.
Malin hlaut menntun sína í Listahá-
skóla Íslands og lauk námi árið 2004.
Hún var nýlega með sýningu í Bel-
grad en framundan hjá henni eru
nokkrar sýningar í Svíþjóð næstkom-
andi vetur auk einhverra verkefna á
Íslandi.
Sýning Malin í Skaftfelli ber nafnið
Þrjú hjörtu og samanstendur af
þremur vídeóverkum auk skreytinga
sem hún hefur sett á veggi menning-
armiðstöðvarinnar. Vídeóverkin þrjú
heita Diary of me, The banalisation
of melodrama og Crying for gene.
Malin segist vera að fást við það í
þessum verkum sínum hvernig það er
að vera manneskja og nálgast við-
fangsefnið á persónulegan hátt út frá
sjálfri sér. Raunveruleikinn, draumar
og þrár manneskjunnar, allt eru
þetta viðfangsefni Malinar. Sýningin
mun standa yfir í Skaftfelli fram und-
ir miðjan ágústmánuð en Malin fer í
framhaldsnám í haust í The slade
school of fine arts sem er í London.
Morgunblaðið/Ásgrímur Ingi Arngrímsson
Malin sýnir
í Skaftfelli
SAFNINU var komið á fót árið 2000 og hefur
vaxið ár frá ári að sögn Alberts og munum og
myndum fjölgað talsvert. Á sumrin hefur Al-
bert haft einn til tvo starfsmenn sér við hlið en
hann vinnur allan ársins hring í ýmsu sem
tengist safninu og sögu franskra sjómanna sem
stunduðu veiðar hér við land á öldum áður.
„Blómaskeið franskrar útgerðar á Íslands-
miðum var á árunum 1850 til 1914 en á þessu
tímabili dvöldust til að mynda um 5.000 Frakk-
ar hér við veiðar í Fáskrúðsfirði. Þetta hafði að
sjálfsögðu ýmis áhrif á samfélagið hér eins og
víðar á Íslandi. Hér var um tíma prestur og
nunnur sem voru af frönsku bergi brotin og
hér var komið á fót spítala svo eitthvað sé
nefnt.“
Talsvert virðist hafa verið um viðskipti milli
sjómannanna og Íslendinga en þó ekki með
fisk. Albert sýnir mér forláta reykjarpípu sem
vitað er að fékkst í skiptum fyrir prjónavarn-
ing sem var mjög eftirsóttur af frönsku sjó-
mönnunum.
„Þetta er einn af þeim gripum sem safninu
hafa áskotnast á undanförnum mánuðum og
það líður reyndar varla sá mánuður að ég fái
ekki nokkrar hringingar og ábendingar um
ýmsa muni eða heimildir sem tengjast þessari
sögu frönsku sjómannanna hér. Þessi pípa er í
góðu ásigkomulagi og hefur greinilega verið
notuð.“
Máli sínu til stuðnings réttir Albert mér píp-
una og ég finn greinilega tóbakslykt úr henni.
En samskipti Fransmanna og Íslendinga voru
ekki bara viðskiptalegs eðlis, þau voru líka á
öðrum sviðum.
„Já, það er staðfest að Frakkarnir eignuðust
þónokkur börn með íslenskum konum. Þetta
þótti á þessum tíma mikið tabú og það var
beinlínis sett reglugerð á Alþingi til höfuðs
þessari kynblöndun. Þau bönnuðu konum að
fara um borð í þessar skútur. Yfirlýst markmið
reglugerðarinnar var að koma í veg fyrir smit
kynsjúkdóma en ætli þetta hafi nú ekki verið
rasismi fyrst og fremst. Það er að minnsta
kosti ljóst í mínum huga að blöndunin var af
hinu góða.“
Besta sumarið til þessa
Safnið er í raun einkahlutafélag sem Albert
á en hann hefur hlotið styrk frá einstaklingum
og Menningarráði Austurlands til að standa
sem best að málum. Sumarið 2005 er það besta
hingað til.
„Já, það langbesta, það var 25% fjölgun
gesta í júní og talsverð í júlí. Ég verð alls ekki
var við þennan samdrátt í ferðaþjónustunni
sem sumir eru að tala um þetta sumarið.“
Það fer ekki fram hjá neinum að Albert hef-
ur lagt mikið á sig til að kynna sér sögu
franskra sjómanna hér við land og líklega
meira en flestir aðrir. Hann er hárskeri að
mennt sem lagt hefur skærin á hilluna en það
blundar greinilega í honum sagnfræðingur.
„Já, sennilega! Ég er annars svo manískur.
Ég hef farið nokkrum sinnum út til Frakklands
og heimsótt þá staði sem þessir menn komu frá
og það er alveg ólýsanlega áhrifaríkt. Þeir voru
flestir frá Norður-Frakklandi og Bretagne-
skaga. Þarna eru göturnar merktar með ís-
lenskum og frönskum nöfnum, rétt eins og við
höfum gert hér á Fáskrúðsfirði.“
Ég spyr Albert svo að lokum hvort hann hafi
lært frönsku til að geta sem best sinnt þessari
ástríðu sinni.
„Ja, ég er nokkuð góður í því sem kallað er
Fáskrúðsfjarðarfranska og bjarga mér því
nokkuð vel með henni.“
Bjargar sér nokkuð vel með
„Fáskrúðsfjarðarfrönskunni“
Morgunblaðið/Ásgrímur Ingi Arngrímsson
Albert í safninu með pípuna sérstæðu.
Á Fáskrúðsfirði er safn sem
nefnist Fransmenn á Íslandi.
Albert Eiríksson er upphafs-
maðurinn að þessu safni og
forstöðumaður þess. Ásgrím-
ur Ingi Arngrímsson frétta-
ritari tók hús á Alberti og
komst að því að honum er
ekkert franskt óviðkomandi.