Morgunblaðið - 09.08.2005, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. ÁGÚST 2005 35
MENNING
Staðurogstund
http://www.mbl.is/sos
Félagsstarf
Árskógar 4 | Bað kl. 8–14, handa-
vinna kl. 9–16.30, leikfimi kl. 9,
boccia kl. 9.30, smíði/útskurður kl.
13–16.30, gönguhópur kl. 13.30,
púttvöllur kl. 10–16.30.
Bólstaðarhlíð 43 | Almenn handa-
vinna, böðun, fótaaðgerð, út að
pútta með Jónu. Vetrarstarfið hefst
fimmtudaginn 1. sept. Ath. búta-
saumsmámskeiðin byrja mánudag-
inn 3. okt.
Dalbraut 18–20 | Kl. 9–11 kaffi og
dagblöð, Kl. 9–16.45 hárgreiðslu-
stofan opin, kl. 11.15–12.15 matur, kl.
14–16 félagsvist, kl. 14.30–15.30
kaffi.
FEBÁ, Álftanesi | Púttæfingar fyrir
eldri borgara verða alla miðviku-
daga í ágúst kl. 11–12 á púttvellinum
hægra megin við Haukshús. Kaffi og
meðlæti að loknum æfingum.
Félag eldri borgara, Reykjavík |
Fundur með fararstjóra og farþeg-
um í ferð um Eldgjá og Lakagíga
verður í dag, þriðjudag kl. 13, í
Stangarhyl 4. Miðvikudagur: Göngu–
Hrólfar ganga frá Hlemmi kl. 10.
Hraunbær 105 | Kl. 9 kaffi–spjall–
dagblöðin, hárgreiðsla, frí til 16.
ágúst, kl. 10 boccia og pútt, kl. 12
hádegismatur, kl. 12.15 ferð í Bónus,
kl. 15 kaffi.
Hvassaleiti 56–58 | Boccia kl.
9.30. Böðun virka daga fyrir hádegi.
Hádegisverður. Dagblöðin liggja
frammi til aflestrar. Fótaaðgerðir
588 2320. Hárgreiðsla 517 3005.
Hæðargarður 31 | Félagsstarfið er
öllum opið. Púttvöllur alltaf opinn.
Betri stofa og Listasmiðja 9–16.
Gönguhópurinn Sniglarnir 9–10.
Bónus 12.40. Bókabíll 14.15–15.30.
Hárgreiðslustofa Pamelu 568 3139.
Fótaaðgerðarstofa Grétu 897 9801.
Snæfellsnesferðin er fimmtudag 18.
ágúst. Uppl. í síma 568 3132.
Vesturgata 7 | Kl. 9–16 hárgreiðsla
og fótaaðgerðir. Kl. 9–15.30 handa-
vinna. Kl. 11.45–12.45 hádegisverður.
Kl. 13–16 frjáls spil. Kl. 14.30–15.45
kaffiveitingar.
Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja kl.
8.45, handavinnustofan opin, hár-
greiðsla og böðun, félagsvist kl. 14.
Skráning stendur yfir í námskeið
sími 411 9450.
Kirkjustarf
Garðasókn | Opið hús í sumar í
Kirkjuhvoli, Vídalínskirkju, á þriðju-
dögum, kl. 13 til 16. Við spilum lomb-
er, vist og bridge. Röbbum saman
og njótum samverunar. Kaffi á könn-
unni. Vettvangsferðir mánaðarlega,
auglýstar að hverju sinni. Akstur
fyrir þá sem vilja, upplýsingar í síma
895 0169. Allir velkomnir.
Hallgrímskirkja | Fyrirbænaguðs-
þjónusta alla þriðjudaga kl. 10.30.
Beðið fyrir sjúkum.
Hjallakirkja | Bæna– og kyrrð-
arstund er í Hjallakirkju þriðjudaga
kl. 18.
Laufin falla.
Norður
♠ÁK6
♥32 N/NS
♦Á10962
♣654
Vestur Austur
♠DG103 ♠97542
♥ÁD87 ♥G1054
♦43 ♦G
♣DG2 ♣1097
Suður
♠8
♥K96
♦KD875
♣ÁK83
Suður verður sagnhafi í fimm tíglum
eftir þessar sagnir:
Vestur Norður Austur Suður
-- -- Pass 1 tígull
Dobl 2 grönd * Pass 5 tíglar
Pass Pass Pass
Svar norðurs á tveimur gröndum
sýnir góðan tígulstuðning og er um leið
áskorun í geim. Þrjú grönd hefði verið
létt spil, en suðri er vorkunn að skjóta
frekar á fimm tígla með einspil í spaða.
Hvað um það. Vestur spilar út
spaðadrottningu og spurningin er:
Hvernig á að taka ellefu slagi?
Sagnhafi veit fyrir víst að vestur á
hjartaásinn, svo eini möguleikinn er að
fríspila þrettánda laufið án þess að
austur komst inn til að spila hjarta í
gegnum kónginn.
Best er að spila strax litlu laufi úr
borði í öðum slag með þeirri áætlun að
setja áttuna ef austur fylgir smátt. En
austur er vel vakandi og hoppar upp
með tíuna. Suður tekur með ás og vest-
ur er með á nótunum, því hann lætur
drottninguna detta.
Þá tekur sagnhafi tvisvar tromp og
spilar aftur laufi úr borði. Austur
stingur upp níu, sem suður verður að
taka og vestur hendir gosanum undir í
örvæntingarfullri viðleitni til að byggja
upp innkomu á áttu makkers. En suður
er með áttuna, svo liturinn er frír og
spilið vinnst með yfirslag.
Svona á að taka fjóra slagi á þennan
lauflit!
BRIDS
Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is
1. d4 d5 2. c4 c6 3. Rc3 Rf6 4. e3 e6 5. Rf3
Rbd7 6. a3 Bd6 7. b4 O-O 8. Bb2 De7 9.
Dc2 a6 10. Bd3 dxc4 11. Bxc4 e5 12. Ba2
Bc7 13. O-O exd4 14. exd4 Rb6 15. Hae1
Dd6 16. He5 Dd8 17. Hee1 Rbd5 18.
Re5 Rxc3 19. Bxc3 Rd5 20. Bd2 Dd6 21.
Bb1 g6 22. Dc5 Be6 23. Dxd6 Bxd6 24.
Hc1 Had8 25. Hfe1 Hfe8 26. g3 Rc7 27.
Rc4 Rb5 28. Rxd6 Hxd6 29. Bf4 Hd7 30.
He3 Rxd4 31. h4 f6 32. Hce1 Kf7 33. g4
Hee7 34. g5 Bd5 35. Hxe7+ Hxe7 36.
Hxe7+ Kxe7 37. gxf6+ Kxf6 38. Kf1
Rf3 39. h5 gxh5 40. Bxh7 h4 41. Bd3 h3
42. Be2 Kf5 43. Bg3
Staðan kom upp á ofurmóti sem lauk
fyrir skömmu í Biel í Sviss. Annar sig-
urvegara mótsins, Boris Gelfand (2724),
hafði svart gegn Christian Bauer
(2641). 43. …Bc4! Snotur leikur sem
þvingaði hvítan til að gefast upp þar
sem eftir 44. Bxc4 Rd2+ hefur svartur
gjörunnið endatafl. Lokastaða mótsins
varð þessi: 1.–2. Andrei Volokitin (2671)
og Boris Gelfand (2724) 6 vinninga af 10
mögulegum. 3. Yannick Pelletier (2603)
5 v. 4.–5. Hikaru Nakamura (2660) og
Christian Bauer (2641) 4½ v. 6. Magnus
Carlsen (2528) 4 v.
SKÁK
Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is
Svartur á leik.
MYNDSTEF og Landsbanki Ís-
lands hyggjast í október veita
heiðursverðlaun fyrir afburða
framlag til myndlistar eða fram-
úrskarandi myndverks eða sýn-
ingar, að því er segir í tilkynn-
ingu.
Stjórn Myndstefs leitar eftir til-
nefningum frá stjórnum aðild-
arfélaga samtakanna en að auki
hafa allir félagsmenn Myndstefs
rétt til að tilnefna listamenn til
verðlaunanna.
Að því er segir í fréttatilkynn-
ingunni koma allir myndhöfundar
til greina við úthlutun en miðað
skal við að verk listamannsins hafi
verið birt eða gefið/gefin út um
svipað leyti og verðlaunin eru
veitt eða á síðustu árum.
Nema heiðursverðlaunin
1.000.000 krónum sem forseti Ís-
lands afhendir við hátíðlega at-
höfn sem fara mun fram í Lista-
safni Íslands.
Á heimasíðu Myndstefs má finna
eyðublað fyrir þá sem koma vilja
tilnefningum á framfæri en frest-
ur til að skila inn tilnefningum er
til loka ágústmánaðar.
Myndlist | Myndstef og Landsbankinn
boða samstarf
Einnar milljónar króna
heiðursverðlaun
MIKIL hátíðarhöld hafa staðið yfir
það sem af er ári vegna þess að
200 ár eru liðin frá fæðingu H.C.
Andersens.
Í lok júlí var frumsýnt verkið
H.C. Andersen og Jenny Lind í
Liselund Slotspark á Mön en höf-
undur og leikstjóri verksins er
Steffen Sommerstedt.
Með aðalhlutverkin fara Íslend-
ingarnir Kristján Ingimarsson,
sem rithöfundurinn, og Sóla Braga,
sem sænski næturgalinn Jenny
Lind.
Kristján er vel þekktur fyrir lát-
bragðsleik og muna eflaust margir
eftir honum frá Grímunni í ár, þar
sem hann tróð upp með atriði úr
verkinu Mike Attack, og Sólu
þekkja margir fyrir sópransöng
sinn í gegnum árin.
Þónokkuð hefur verið fjallað um
sýninguna í dönskum blöðum og
þar á meðal birtust viðtöl við Sólu
og Kristján.
Leiksýningin hefst á tónleikum
Lind þar sem ævintýraskáldið
hrífst mjög af söngkonunni. Í
framhaldinu reynir Andersen að ná
athygli hennar og inn í sýninguna
fléttast síðan brot úr ævintýra-
heimi skáldsins og verka hans.
Kristján og Sóla í
leiksýningu um H.C.
Andersen
Kristján Ingimarsson og Sóla
Braga fara með hlutverk H.C. And-
ersens og Jenny Lind í samnefndu
verki á Mön.
TÓNLIST
Hallgrímskirkja
ORGELTÓNLEIKAR
Verk eftir Bach, Nikulás frá Kraká, Davíð
frá Bergamó, Jongen, Borowski og Eben.
Zygmunt Strzep orgel. Sunnudaginn 7.
ágúst kl. 20.
HELDUR færra var sl. sunnudag
en oft áður á Sumarkvöldstónleikum
við orgelið í Hallgrímskirkju. Án
þess að glíma við þá dulsveipuðu
gátu hvað ræður aðsókn hverju
sinni, má samt óhikað fullyrða að
margir orgelunnendur hafi misst af
miklu, því bæði túlkun og fjölbreytni
verkefnavals voru fyrir ofan með-
allag, og hafa þó erlendir flytjendur
tónleikaraðarinnar sjaldan reynzt
neitt slor. Þó ekki væri það tekið
fram, kom Zygmunt [Sigmundur]
Strzep líklega fram hér í fyrsta
skipti og stóð vel undir fullyrðingu
tónleikaskrár um að hann sé meðal
beztu organista Póllands um þessar
mundir.
Þekktustu verkin til viðmiðunar á
leikfærni hljómuðu þegar í byrjun.
Frómt frá sagt urðu þau ekki bein-
línis til að örva væntingar um það
sem koma skyldi, því í Tokkötunni
góðkunnu og fúgu í d-moll (BWV
565) fannst mér ég heyra enduróm
af ýktri rúbatómeðferð Wolfgangs
Rübsam og jafnvel viðloðandi tízku-
tiktúrum sem að mínum smekk
troða flytjandanum fram fyrir verk-
ið án þess að gera það intressantara
í staðinn. Fyrir utan hvað fúgan varð
óskýr á frekar ofkeyrðu hraðavali í
Hallgrímsheyrðinni og blés á við-
teknar (en kannski úreltar?) venjur
um andstæð raddvalsbergmál. Jesu
bleibet meine Freude (Slá þú hjart-
ans hörpustrengi; orgelumritun
Bachs á cantus firmus kórfant-
asíunni úr samnefndri kantötu) var
álíku rúbatómarki brennd og dró til
skaða úr himnesku dansflugi þessa
vinsæla stykkis, er Bretar ku m.a.s.
nota sem brúðarmars. Né heldur var
þar ýkja litríkt raddval í boði.
Dæmið snerist þó blessunarlega
við eftir það. Að vísu voru sjö stuttir
hirðdansar úr safni Jóhannesar frá
Lublin (1540; talið eftir „Nicolaus
Cracoviensis“) áfram heldur rásulir í
tempói. En einhverra hluta vegna
þoldu þeir það betur en Bach, og
forneskjuleg registrun þeirra var
bráðsannfærandi í skýrum leik
Strzeps. Sinfónía í D eftir Davide da
Bergamo (1791–1863) bauð síðan
upp á kátbroslega blöndu af Rossini-
stíl og sirkus í oft ískrandi fyndnu
raddvali, sem eflaust hefur tórt eftir
í lírukassabókmenntum 20. aldar.
Fyrri hluta lauk með þétt skrifaðri
en samt eldvakurri Sonata Eroica
Op. 94 eftir Joseph Jongen (1873–
1953) sem m.a. skartaði pedalkafla
er gaf limafráustu steppdönsurum
Broadways lítið eftir.
Þríþætt postimpressjónísk Sónata
pólsk-ameríska tónskáldsins Felix
Borowskis (1872–1956) nr. 2 í C var í
senn melódísk og stórglæsileg og
gæti eins hafa verið hugsuð fyrir
vesturheimsk „monster“-orgel – þó
að Hallgríms-Klaisið hefði vissulega
hvorki þurft að kvarta undan kraft-
leysi né litadýrð í hugvitsamlegu
raddvali Strzeps. Loks var „Student
Songs from Faust“ eftir Petr Eben
(f. 1929); tvímælalaust fjörugasta
verk tékkneska tónskáldsins sem ég
hef heyrt til þessa, enda brá það sér
á milli sölsusveiflu, bæjarabjórvalsa,
martraðartremma og nærri ofvirkra
hergöngulaga í þvílíkum æsku-
sprækum darraðardansi að maður
stóð nærri á öndinni af hrifningu.
Slíkt telst í hæsta máta óvenjulegt
þegar lifandi nútímatónskáld er ann-
ars vegar – en í leiftrandi virtúósri
túlkun pólska organistans virtist það
fullkomlega eðlilegt.
Ríkarður Ö. Pálsson
Pólskt orgelfjör
Í BLÖNDUSTÖÐ á Norðvesturlandi
hefur Landsvirkjun komið upp sýn-
ingu í samstarfi við Íslandsdeild
Amnesty International sem opnuð
var í byrjun ágúst.
Sýningin inniheld-
ur ágrip af sögum
nokkurra ein-
staklinga sem fé-
lagar Íslands-
deildar Amnesty
International hafa
átt þátt í að frelsa
síðustu 30 árin.
Þetta fólk var fang-
elsað fyrir þær sakir einar að tjá trú
sína eða skoðanir, eða vegna kyns
síns og uppruna. Þetta fólk kallar
Amnesty International samvisku-
fanga.
Sýningin verður opin gestum og
gangandi alla daga í sumar, kl. 13–17.
Eftirfarandi er tilvitnun í sam-
viskufangann, Mohamed El Boukili
frá Marokkó.
„Á dimmustu tímum fangavistar
minnar komu orð ykkar og bréf sem
dropar af regni, sem lengi hefur verið
beðið eftir í endalausri eyðimörk.
Frelsi mitt í dag er ávöxtur þols ykk-
ar og þreks, vinnu og hugrekkis.“
Sýning Amnesty
International
„Dropar
af regni“
Mohamed
El Boukili