Morgunblaðið - 09.08.2005, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 09.08.2005, Blaðsíða 16
Akureyri | Hundurinn er besti vinur mannsins stendur ein- hvers staðar. Greinilegt er að vel fer á með stráksa sem var á Ráðhústorgi nýlega og hund- inum, sem ef til vill er hans. Þeir voru ósköp þolinmóðir þar sem þeir biðu á torginu en eft- ir hverju er ekki vitað. Von- andi einhverju skemmtilegu og vonandi var biðin ekki löng heldur. Morgunblaðið/Margrét Þóra Snjalli vinur kæri! Vinir Akureyri | Suðurnes | Austurland | Landið Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Brjánn Jónasson, brjann@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, aust- urland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Úr bæjarlífinu GRUNDARFJÖRÐUR EFTIR GUNNAR KRISTJÁNSSON FRÉTTARITARA Sumarhátíðir á landsbyggðinni eru afar mikilvægar fyrir íbúa byggðarlaganna auka á samkennd þeirra og bræðralag. Í Grund- arfirði hefur slík sumarhátíð nú verið haldin árlega frá 1997 og skipað sér fastan sess síð- ustu helgina í júlí eða helgina fyrir versl- unarmannahelgi. Grundfirðingar kunna að skemmta sér og gestum sínum og þegar veðurblíðan leggst á sveif með skipuleggj- endum hátíðar geta menn ekki annað en glaðst við. Síðustu tvö árin hefur skapast einskonar karnivalstemning þegar þorpsbúar ganga fylktu liði frá hverfa- veislum niður á hafnarsvæðið, skreyttir í samræmi við hverfalitina gulir, rauðir, grænir og bláir og skemmta sér fram á nótt.    Fiskkvóta þekkja Grundfirðingar vel, þrátt fyrir að kvótakerfið hafi verið ýmsum erfitt hefur útgerðaraðilum í Grundarfirði tekist að laga starfsemi sína að því og á þann hátt byggt upp öflugt og stöðugt at- vinnulíf. Lífæðin liggur um höfnina og þar gleðjast menn dag hvern sem mikill afli berst á land. Þótt þar sé aðallega kvóta- fiskur á ferð er einnig að finna sjávarfang sem enn er utan kvóta því Grundfirðingar hafa einnig leitað á ný mið í uppbyggingu atvinnulífs. Í Grundarfirði eru nú starf- ræktar tvær vinnslur sem fara ótroðnar slóðir. Sægarpur ehf. vinnur beitukóng og Reykofninn ehf. stundar vinnslu á sæbjúg- um, bæði til útflutnings. 4 bátar með tólf sjómönnum veiða á Breiðafirði, þessum vinnslum til aðfanga. Í landi starfar annar eins hópur við úrvinnslu. Einn daginn lönd- uðu þessir bátar 17 tonnum samtals á Grundarfirði, öllum utan kvóta.    Húsnæðisekla er nú að verða eitt helsta vandamálið í Grundarfirði. Þeir sem hingað vilja flytja geta það ekki nema þá að flytja húsið með sér. Bæjarstjórinn hefur af þessu miklar áhyggjur og hefur verið að reyna að fá byggingarverktaka til að byggja húsnæði í kippum en ekki haft erindi sem erfiði. Nokkur hús eru þó í smíðum eða á teikni- borðinu svo lausn á brýnasta vanda er í sjónmáli en dugar þó skammt. Lausar lóðir eru til staðar og verið er að deiliskipuleggja nýtt byggingarsvæði í vestanverðum bæn- um svo um lóðaskort er ekki að ræða. Spurning hvort Eiður Smári hafi vitað af öllum þessum ódýru lóðum hér í Grund- arfirði þegar hann sótti um í Kópavogi. Súðavík á föstudagskvöld, en þar fluttu þau íslensk þjóðlög sem féllu vel í kramið hjá áhorfendum. Einnig mættu hátt í 200 manns á kvöldvöku undir stjórn Hermanns Gunn- arssonar, sem bar yfir- skriftina „Það var lagið á Hið árlega lista-sumar í Súðavíkheppnaðist von- um framar, ef marka má fréttaflutning Bæjarins besta á Ísafirði. Hátt í þrjú þúsund manns heimsóttu listahátíðina þar sem fram komu listamenn eins og Ragnheiður Gröndal, Ellen Kristjánsdóttir, hljómsveitin Buff og Her- mann Gunnarsson. Voru allir viðburðir afar vel sóttir og segist Pálína Vagnsdóttir, skipuleggj- andi listasumarsins, vera afar sátt við viðtökurnar í samtali við fréttavefmiðil Bæjarins besta, www.bb.is. Þá var m.a. fullsetið á tónleikum systkinanna Ragnheiðar og Hauks Gröndal í íþróttahúsinu í vestfirska vísu“ í íþrótta- húsinu í Súðavík á laug- ardag. Sungu Vestfirð- ingar þar saman við undirleik hljómsveit- arinnar Buff sem leikur undir í þáttunum „Það var lagið“ sem slegið hafa í gegn á Stöð 2. Ljósmynd/Halldór Sveinbjörnsson Brekkusöngur á listasumri í Súðavík. Vel heppnað listasumar í Súðavík Rúnar Kristjánssoná Skagaströndheyrði af fiski- deginum mikla á Dalvík. Hann veiddi upp úr sjálf- um sér: Dalvíkingar fjörs með fín færi í hafi djúpu, buðu öllum inn til sín upp á fiskisúpu. Opnuðu hús sín upp á gátt, enginn þurfti lykla, fullkomnuðu á frægan hátt fiskidaginn mikla! Síðan bættist hringhenda í aflann: Margir ama víkja úr vist, vaxta framagæði. Flétta saman líf og list líkt og gamankvæði. Og loks rýnir Rúnar í net samfélagsins: Samfélagsmyndin er réttlætis rýr, ráðamenn augunum loka. Buddunnar lífæð í brjáluðum gír, bankarnir þrútnir af hroka! Af fiskideginum pebl@mbl.is HERFERÐARSTARFSFÓLK Amnesty International, sem kynnt hefur Amnesty International á götum úti í Reykjavík í sumar, mun kynna starf Amnesty Inter- national á Akureyri og Egilsstöðum vikuna 8.–12. ágúst og bjóða fólki að ganga til liðs við samtökin. Samtökin hvetja Akureyringa og Egils- staðabúa til að taka vel á móti þeim. Amnesty International er alþjóðleg hreyfing fólks sem berst fyrir mannrétt- indum. Innan raða samtakanna er nú rúm- lega ein og hálf milljón félaga í yfir 140 löndum. Eru þeir úr öllum stéttum og hafa ólíkar stjórnmálaskoðanir og trúarbrögð. Það sem sameinar félaga í Amnesty er ein- lægur vilji til að skapa heim þar sem allir njóta mannréttinda. Amnesty Int- ernational á Akureyri og Egilsstöðum Selfoss | Framkvæmdum við endurnýjun á frystihúss Sláturfélags Suðurlands er að ljúka, en þær hafa kostað 60–70 milljónir króna að sögn Guðmundar Svavarssonar, framleiðslustjóra SS. Hann segir þetta bæta verulega aðstöðu í húsinu, frysting verði hraðari og frystigeymslur hafi verið stækkaðar. Þá minnki orkukostnaður með nýjum búnaði. Þak hússins var endurnýjað, en það var að verða ónýtt. Jafnframt var þakið hækk- að, sem eykur rúmmál hússins um 20%, en aðrar breytingar innanhúss auka nýtingu þess enn meira. Nýjar frysti- geymslur á Selfossi ♦♦♦ Suðurland | Ný heimasíða vegna kosninga um sameiningu Ölfuss og Flóa hefur verið opnuð. Það er samstarfsnefnd sveitarfé- laganna í Ölfusi og Flóa sem sendur fyrir heimasíðunni, en hún er vistuð á vefsvæði verkefnisins Sunnan3 – rafrænt samfélag – www.sunnan3.is. Á heimasíðunni má nálg- ast allar gagnlegar upplýsingar um sam- einingarferlið, t.d. fundargerðir samstarfs- nefndar og fulltrúa í nefndinni, og senda þeim tölvupóst eða fyrirspurn. Þá má finna á síðunni upplýsingar um vinnuhópa og þá málaflokka sem þeir hafa til umfjöllunar auk tenginga við sveitarfélögin og aðra hagsmunaaðila. Vefsíða vegna sameiningar Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.