Morgunblaðið - 26.08.2005, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 26.08.2005, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 26. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR VERKIÐ ÁFRAM Í VIÐEY Reykjavík kaupir tveggja ára sýn- ingarrétt á listaverki Ólafs Elíasson- ar, Blindi skálinn, sem staðið hefur í Viðey, en Sigurjón Sighvatsson kaupir verkið. Rétturinn kostar milljón króna á ári, en borgin greiddi tæpar tvær milljónir fyrir uppsetningu verksins í vor. Frestur Íraka framlengdur Þriðji frestur íraska þingsins til að ljúka samningaviðræðum um drög að nýrri stjórnarskrá rann út í gær- kvöldi og var framlengdur um einn sólarhring þar sem fulltrúar súnníta neituðu enn að samþykkja. Forseti þingsins sagði að stjórnarskrár- drögin yrðu borin undir þjóð- aratkvæði 15. október þótt fulltrúar súnníta samþykktu þau ekki. Dagforeldrar óánægðir Dagforeldrum í Reykjavík fækk- aði mikið í sumar, en borgin hefur ekki orðið við beiðni um auknar nið- urgreiðslur til foreldra með börn í slíkri vistun. Dagforeldrar hafa áhyggjur af starfsumhverfi sínu og eru óánægðir með hert eftirlit og álögur skattayfirvalda. Y f i r l i t Í dag Sigmund 8 Viðhorf 30 Fréttaskýring 8 Minningar 30/40 Viðskipti 14 Skák 46 Erlent 16 Brids 46 Minn staður 18 Myndasögur 44 Höfuðborgin 22 Dagbók 45 Akureyri 20 Staður og stund 45 Suðurnes 21 Af listum 48 Landið 21 Leikhús 48 Menning 24 Bíó 50/53 Umræðan 25/27 Ljósvakamiðlar 54 Bréf 26 Veður 55 Forystugrein 28 Staksteinar 55 * * * Morgunblaðinu fylgir kynningarblaðið Leikfélag Akureyrar Leikárið 2005- 2006. Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Agnes Bragadóttir, fréttastjóri, agnes@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkju- starf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is                 ! " # $ %      &     '() * +,,,            RUNÓLFUR Ágústsson, rektor Við- skiptaháskólans á Bifröst, kynnti bæjarráði Borgarbyggðar hugmynd- ir um að setja á fót framhaldsskóla í gamla Mjólkursamlagshúsinu í Borg- arnesi á fundi ráðsins í gær. Í hugmyndum Runólfs felst að sett- ur verði á fót Menntaskóli Borgar- fjarðar og að hann verði til húsa í gamla Mjólkursamlagshúsinu. Skól- inn yrði samstarfsverkefni háskól- anna tveggja á svæðinu, Bifrastar og Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri, og sér Runólfur skólann fyrir sér sem einkarekinn framhaldsskóla, þ.e fjár- magnaðan með framlögum nemenda ásamt opinberum framlögum, þar sem 30–45 nemendur yrðu í hverjum árgangi. Samkvæmt tillögum hans væri hægt að hefja kennslu við skól- ann haustið 2006. Runólfur segir húsnæði Mjólkur- samlagshússins henta ákaflega vel fyrir framhalds- skóla. Í þarfa- greiningu sem hann hafi látið vinna fyrir hugs- anlegt húsnæði undir framhalds- skóla í Borgarfirði hafi komið í ljós að fyrir utan Mjólk- ursamlagshúsið komi aðeins húsnæði Sparisjóðs Mýrasýslu til greina. Mjólkursamlagshúsið henti hins veg- ar betur og sé ódýrari kostur. Runólfur sagði í samtali við Morg- unblaðið að bæjarráðsfulltrúar hafi tekið vel í hugmyndirnar. „Það var tekið ákaflega vel í þessar hugmynd- ir. Menn hins vegar vildu fá tíma til að hugsa um þessi húsnæðismál.“ Hugmyndir um framhaldsskóla kynntar bæjarráði Runólfur Ágústsson ÞAÐ er líklega óhætt að segja að Kim Larsen æði hafi gripið um sig á landinu og hafa margir beðið óþreyjufullir eftir því að fá að sjá og heyra hann á tónleikum. Biðinni er lokið því kappinn hélt tónleika á Nasa í gær og mun halda aðra í kvöld og á morgun. Larsen tók sig vel út á sviðinu að venju og eflaust hefur hann heillað jafnt unga sem aldna, enda þekktur fyrir sérstaka útgeislun á sviði sem annars staðar. Morgunblaðið/Kristinn Kim Larsen á Nasa BROTIST var inn í verslunina Sam- kaup í Neskaupstað aðfaranótt fimmtudagsins. Að sögn Elínar Hildar Sveinsdóttur, versl- unarstjóra, var aðkoman nokkuð undarleg, enda samanstóð þýfið af óvenjulegum hlutum. Meðal þess sem stolið var voru inniskór og handklæði, tölvuvog úr sælgæt- isbar verslunarinnar og símar starfsmanna. Þá voru teknir búr- hnífar sem notaðir eru í versl- uninni. Nokkuð sérstakt var einnig að engin ummerki voru um innbrot, en óljóst er hvort þjófarnir höfðu lykil að húsinu eða hvort gleymdist að læsa búðinni. Að sögn lögreglunnar í Neskaup- stað upplýstist málið í gærkvöldi og allt þýfið fannst. Því verður vænt- anlega komið í hendur eigenda sinna. Morgunblaðið/Kristín Ágústsdóttir Elín Hildur Sveinsdóttir verslunarstjóri fyrir framan Samkaup. Undarleg aðkoma að innbroti þeim sex sem uppgjörið tekur til. Arðsemi eigin fjár á tímabilinu var 25,5% á móti 14% á sama tímabili í fyrra og hagnaður á hverja krónu nafnverðs jókst um 119% eða úr 0,5 í 1,1. Samanlagðar sölutekjur Bakka- varar Group og Geest á fyrri helm- ingi ársins námu 57,2 milljörðum króna á móti 54,5 milljörðum á sama tímabili í fyrra og jukust því um nær 5% á milli ára. Lýður Guðmundsson, forstjóri fé- lagsins, segir samruna Bakkavarar og Geest ganga samkvæmt áætlun og að gert sé ráð fyrir að rekstur félagsins muni standa undir vænt- ingum fyrir árið í heild. HAGNAÐUR Bakkavarar Group eftir skatta á fyrri helmingi ársins jókst um 123% og nam 1,4 millj- örðum króna. Þetta er mesti hagn- aður í sögu félagsins. Bakkavör Group keypti matvælafyrirtækið Geest fyrir 73,3 milljarða króna í maí í vor og gætir áhrifa af rekstri Geest í samstæðu Bakkavarar Group því aðeins í tvo mánuði af Methagnaður hjá Bakkavör Group Samrunaferli/14 ERLENDUR ferðamaður, sem ætlaði frá Snæfelli að Illakambi, skilaði sér ekki á áfangastað um klukkan fjórtán í gær. Björgunar- sveitir frá Höfn í Hornafirði og Eg- ilsstöðum voru kallaðar út þegar leið á daginn og voru þær við leit í gærkvöldi. Áætlað var að kanna fyrst skálana á leiðinni sem mað- urinn ætlaði að fara, en leita síðan nánar á svæðinu ef hann kæmi ekki í leitirnar. Leitað að erlendum ferðamanni UMBOÐSMENN neytenda á Norð- urlöndunum hafa sent bandaríska viðskiptaeftirlitinu sameiginlegt bréf vegna nokkurra bandarískra fyrirtækja sem hafa náð sambandi við neytendur á Norðurlöndunum undir því yfirskini að þeir hafi unnið ferð. Þegar líður á símtalið kemur í ljós að „vinningurinn“ felst einungis í afslætti vegna ferða í Bandaríkjun- um og í Karíbahafinu auk þess sem ferðin vestur um haf er á eigin kostn- að neytandans. Gísli Tryggvason, talsmaður neyt- enda, segir einhver tilvik hafi komið upp hér á landi, en þau hafi ekki ver- ið kærð. Hann kallar svokallaðar vinningsferðir stigaferðir þannig að á hverju þrepi bætist við kostnaður vegna ferðarinnar sem ekki hafi ver- ið tilgreindur í upphafi. „Ég ráðlegg þeim sem hafa fengið álíka tilboð að hafa samband við okkur. Þá geta þeir sem keypt hafa slíkar ferðir haft samband við greiðslukortafyrirtæk- in og fengið þær endurgreiddar inn- an vissra tímamarka.“ Í bréfi norrænu umboðsmannanna er bandarískum stjórnvöldum gert viðvart um vaxandi fjölda slíkra til- vika á Norðurlöndunum og þau beð- in að stöðva þessa viðskiptahætti. Kæra bandarísk gylliboð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.