Morgunblaðið - 26.08.2005, Blaðsíða 22
22 FÖSTUDAGUR 26. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ
DAGLEGT LÍF
Aðalatriðið þegar tekið er áeinelti í skólum er að fánemendur til að segja fráhvers vegna þeim líður
illa, segir Þorlákur H. Helgason
framkvæmdastjóri Olweusarverk-
efnisins á Íslandi. Um 75 grunn-
skólar taka þátt í verkefninu sem
byggir á samvinnu allra starfs-
manna skólanna, nemenda og for-
eldra. En hvað er einelti?
Einn eða fleiri gerendur
Einelti er þegar einstaklingur
verður ítrekað fyrir neikvæðu og
óþægilegu áreiti, eins eða fleiri ein-
staklinga, sem viðkomandi á erfitt
með að verjast.
Einelti geta verið högg, spörk
eða blótsyrði, niðurlægjandi eða
háðslegar athugasemdir og hótanir.
Einelti er einnig síendurtekin
stríðni þrátt fyrir að sá sem fyrir
henni verður hafi sýnt að sér mis-
líki. Óbeint einelti getur líka verið
jafn slæmt en það á við þegar einn
er útilokaður frá hópnum og verður
fyrir illu umtali og aðrir koma í veg
fyrir að hann eignist vini.
Þolendum eineltis má skipta í tvo
hópa og eiga þeir eitt eða fleiri
sameiginleg einkenni.
Aðgerðalausir eða
undirgefnir þolendur
Hlédrægir, varkárir, viðkvæmir
og eiga stutt í tárin.
Óöruggir, með takmarkað sjálfs-
traust og neikvæða sjálfsmynd.
Strákar í þessum hóp eru ekki
líkamlegir jafnokar félaganna –
sérstaklega ekki gerenda – og þeim
finnst ekki gaman að slást.
Eiga fáa eða enga vini.
Eru hræddir við að detta og
meiða sig.
Eiga oft auðveldara með að um-
gangast fullorðna en jafnaldra.
Ögrandi þolendur
Geta verið skapbráðir og reynt
að svara fyrir sig ef ráðist er á þá,
en verður yfirleitt lítið ágengt.
Eru oft eirðarlausir, klunnalegir,
óþroskaðir, reikulir og almennt litið
á þá sem erfiða.
Suma má líta á sem ofvirka, þ.e.
eru órólegir, eirðarlausir, eiga erf-
itt með að einbeita sér o.s.frv.
Framkoma þeirra fer í taug-
arnar á fullorðnu fólki, t.d. kenn-
urum.
Reyna stundum að leggja veik-
burðari nemendur í einelti.
Erfitt fyrir foreldrana
„Þá eru það gerendurnir,“ segir
Þorlákur. „Það er oft afar erfitt
fyrir foreldrana að kyngja því að
þeirra barn sé hugsanlega gerand-
inn, sá sem er að leggja annað
barn í einelti. Þetta eru oft fé-
lagslega sterkar manneskjur þó að
hegðunin sé andfélagsleg en ein
goðsögnin hefur verið sú að ger-
andinn eigi líka erfitt og að hann
hafi líka átt erfiða æsku. Öllu er
grautað saman og farið að efla
hann og gera að ennþá sterkari
geranda. Til dæmis eru það stelp-
ur, sem enginn tekur eftir, sem eru
gerendur. Þeim gengur vel í skóla
og allt er eins og það á að vera en
þær eru sterkar og geta verið ger-
endur. Þær halda hópnum í kring
um sig og í okkar rannsóknum þá
er eitt erfiðasta eineltið útilokun,
en það er aðferð sem stelpur beita
gjarnan. Bjóða kannski öllum í af-
mælið nema einni og enginn tekur
eftir því að henni er ekki boðið.
Annað einkenni hjá stelpum er að
þær leggja eingöngu aðrar jafn-
aldra stelpur í einelti en strákar
leggja yngri og eldri stráka í einelti
og bæði stráka og stelpur.“
„Eitt af einkennum þess sem
verður fyrir einelti er að hann fer
krókaleiðir í skólann til að forðast
gerandann og mætir of seint í
kennslustund og hann er oft að
biðja um klósettleyfi í tímum, en
kannanir sýna að þolendur verða
fyrir áreiti á salerninu og geta
aldrei farið á klósettið í frímín-
útum,“ segir Þorlákur. „Ég segi
kennurunum að krakkarnir sem
eigi erfitt séu oft þeir sem þeim
finnast leiðinlegir.“
Þorlákur segir að til þess að ná
árangri í baráttunni gegn einelti sé
nauðsynlegt að allir skólastarfs-
menn og foreldrar standi saman að
Olweusarverkefninu. „Einelti á sér
stað hvar sem er og ef ekki er tek-
ið á því verða þeir sem fyrir því
verða þunglyndir og kvíðnir og ef
gerandinn er ekki stöðvaður er stór
hætta á að hann haldi áfram með
sama hætti í vinnu að lokinni skóla-
göngu.“
SKÓLAR | Foreldrar og skólastarfsmenn þurfa að standa saman gegn einelti í skólum
Erfitt að vera foreldri geranda
Eftir Kristínu Gunnarsdóttur
krgu@mbl.is
Morgunblaðið/Jim Smart
Að verða fyrir einelti er erfið lífsreynsla, sem getur fylgt þeim alla ævi sem fyrir verður.
% &
" > )# 0=& 4 . &." 50
'
(
)& (
O 1 " 05
. &." & # . ,
*&"
! +" (
? , &'
.& . 05
,
+
$ & (
/= . &." .& .
. , &'
-
+"
&
& (
? 0,= . &." &
.& = , . 8& ".#
/
" (
/@ #. .&
@ .
/
& &(
? 06 . &." & # &&
H&;&& 5 1 "
P .& #. , .
0&(
? 06 . &." &
# 1 " . .=&
1 " ,"&'
Viðhorf nemenda til eineltis geta verið allt frá því að vera jákvæð og til
þess að taka skýra afstöðu gegn einelti.
Einkenni gerenda
Viðhorf til ofbeldis jákvæð-
ara en nemenda almennt.
Hafa mikla þörf fyrir að
ráðskast með aðra og valta
yfir þá, að upphefja sig með
valdi og hótunum til að fá
vilja sínum framgengt.
Strákar eru oft líkamlega
sterkari en félagarnir, eink-
um þolendur eineltisins.
Eru oft skapbráðir, fljótfær-
ir og hafa litla þolinmæði
gagnvart hindrunum og
frestunum. Fyllast örvænt-
ingu.
Eiga erfitt með að fara að
reglum.
Virðast töff og sýna þolend-
um eineltis litla samúð.
Sýna fullorðnum oft ágengni,
bæði kennurum og foreldr-
um.
Geta kjaftað sig út úr erfið-
um aðstæðum.
Skólavörðustíg 21, Reykjavík
sími 551 4050
Glæsileg
brúðarrúmföt
í úrvali
www.olweus.is
Hvernig heilsast?
Glæsilegur blaðauki um heilsu og hollan lífsstíl fylgir
Morgunblaðinu laugardaginn 3. september
Meðal efnis er líkamsrækt, heilsufæði, jógaiðkun, betri
svefn, sykurlaust mataræði, leiðir til að hætta að reykja,
mikilvægi slökunar og margt fleira.
Auglýsendur! Pantið fyrir
kl. 12 miðvikudaginn 31. ágúst
Allar nánari upplýsingar
veitir Katrín Theódórsdóttir
í síma 569 1105 eða
kata@mbl.is