Morgunblaðið - 26.08.2005, Blaðsíða 18
Mývatnssveit | Hann var
ánægður þessi myndatökumað-
ur þó regnið og fossúðinn gerðu
honum myndatökurnar ekki
auðveldar í gljúfrinu við Detti-
foss. Ágæt lausn var að hafa með
sér regnhlíf til að skýla vélinni.
En það má gleðjast yfir ýmsu
þar um þessar mundir. Búið er
að setja upp vatnssalerni við
bílastæðin og alvöruvegagerð
fer væntanlega í gang næsta vor.
Mjög mikið rennsli hefur verið í
Jökulsá í allt sumar og fossinn
því tilkomumikill. Stöðugur
straumur ferðafólks hefur verið
að fossinum í sumar og ekkert
lát orðið þar á.
Morgunblaðið/BFH
Í rigningu við Dettifoss
Fossaglens
Akureyri | Höfuðborgin | Austurland | Landið
Minnstaður
Höfuðborgarsvæðið Brjánn Jónasson, brjann@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi
Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri Margrét Þóra Þórsdóttir,
maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís
Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, aust-
urland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is,
sími 569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290.
Mínstund frett@mbl.is
Landsbankadagur Gróttu | Næstkom-
andi laugardag, 27. ágúst, verður mikið um
að vera hjá knattspyrnudeild Gróttu á Sel-
tjarnarnesi. Sumarstarfinu lýkur með
Landsbankadegi Gróttu, sem er árleg
uppskeruhátíð sumarsins, og er hann hald-
inn í góðu samstarfi við Landsbanka Ís-
lands á Valhúsahæð.
Sú hefð hefur skapast að KR kemur í
heimsókn til Gróttu þennan dag. Leika öll
lið Gróttu frá 3. flokki til 7. flokks við lið KR
í sömu flokkum. Fyrstu leikir hefjast kl.
9.30 og síðasta leik Gróttu og KR lýkur um
kl. 13.30. Þá tekur við skemmtidagskrá þar
sem hljómsveitinBertel, kemur fram.
Kl. 14 hefst leikur meistaraflokka Gróttu
og Hattar frá Egilsstöðum. Er þetta fyrri
leikur liðanna um sæti í 2. deild á næsta ári.
Um kvöldið verður síðan árlegt Stuð-
mannaball haldið í Félagsheimili Seltjarn-
arness. Þangað hafa Seltirningar og nær-
sveitarmenn fjölmennt undanfarin ár og
skemmt sér vel.
Tvö golfmót á Patreksfirði | Það verður
nóg að gera hjá kylfingum á Patreksfirði
um helgina, en tvö mót eru á dagskrá Golf-
klúbbs Patreksfjarðar á Vesturbotnsvelli.
Á laugardaginn verður haldið opið mót sem
kennt er við spænska saltfiskkaupandann
Alfonso Romero SA., sem hefur styrkt mót-
ið undanfarin 3 ár. Spilað er eftir punkta-
fyrirkomulagi í karla- og kvennaflokki.
Á sunnudag fer síðan fram kvennamót
Gámaþjónustu Vestfjarða og Vest-
urbyggðar, en þar spila eingöngu konur
eins og nafnið gefur til kynna. Kvennamót
þetta flyst á milli klúbba á Vestfjörðum og
verður spilað í Bolungarvík að ári. For-
ráðamenn GP vonast eftir sem flestum kylf-
ingum á Vestfjörðum á bæði mótin og vilja
sérstaklega hvetja konur frá norðurfjörð-
unum til að mæta á kvennamótið.
Ormar, gull og græðgi | Í tilefni af af-
mæli Lagarfljótsbrúarinnar stendur nú yfir
samsýning útskriftanemenda vorið 2005 úr
myndlistardeild Listaháskóla Íslands. Þeir
sem sýna eru Harpa Rún Ólafsdóttir, María
Kjartansdóttir og Sandra Mjöll Jónsdóttir.
Sýningin heitir „Ormar, gull og græðgi“ og
er tvískipt, annars vegar 8 kassar með inn-
setningu sem eru á Lagarfljótsbrúnni og
hins vegar ljósmyndir sem sýna hluta úr
myndunum sem eru í kössunum. Mynd-
irnar eru festar á 25 ljósastaura sem voru
málaðir hvítir af tilefni sýningarinnar.
Úr
bæjarlífinu
HÉÐAN OG ÞAÐAN
Rúnar Kristjánssoná Skagaströndyrkir um kveð-
skaparmál:
Yrking hver með rómhæð
rísi
rétt og eigi valinn stað.
Andagiftin ljúfa lýsi
leiðina um Braga hlað.
Víxl og lyppur leggja í dróma
listamál á allan hátt.
Þá fær ekkert hátt að
hljóma,
höldum reglu í fullri sátt.
Stundum birtast lýtaliðir,
lágt er þeirra gengi skráð.
Hrynbrjótar og hrönglasmiðir
hrista úr vísum alla dáð.
Lyftum merki Braga á borði,
bætum okkar stuðlaferð.
Verði í hverju vísuorði
viðleitni af þeirri gerð.
Sigrún Fannland frá
Sauðárkróki orti á sínum
tíma um kveðskapinn:
Finnst mér alltaf létta lund
og leiða af götu amann
verði ein á vökustund
vísa barin saman.
Af kveðskap
pebl@mbl.is
Ísafjörður | Bæjaryfirvöld á Ísafirði tóku í
vetur eldhúsmál sveitarfélagsins til gagn-
gerrar endurskoðunar í því skyni meðal
annars að bæta mataræði barna í sveitarfé-
laginu. Rannsóknir sýna að allt að 30%
barna hérlendis eru með of háan þyngd-
arstuðul og sjúkdómar sem tengjast óheil-
brigðum matarvenjum verða sífellt algeng-
ari. Full ástæða er því til þess að hafa
áhyggjur af mataræði íslenskra barna og
þar eru ísfirsk börn engin undantekning.
Eftir ítarlegar umræður um úrræði í
fæðismálum skólabarna á Ísafirði var
ákveðið var að útbúa fullkomið framleiðslu-
eldhús í Grunnskóla Ísafjarðar sem yrði
svo leigt einkaaðilum er sæju um rekstur
þess samkvæmt kröfum sveitarfélagsins.
Nemendur taki þátt
Í útboði um rekstur eldhússins skiluðu
SKG veitingar ehf. inn hagkvæmasta til-
boðinu í rekstur eldhússins en tilboð Jó-
hanns Ólafssonar ehf. í búnað og tæki
reyndist hagkvæmast. Byrjað verður að
selja kaldar máltíðir þegar frá mánaðar-
mótum en í seinni hluta september hefst
reksturinn fyrir alvöru og verða þá heitar
veitingar í boði.
Sú nýjung verður tekin upp að gert er
ráð fyrir því að nemendur gangi sjálfir frá
óhreinum borðbúnaði beint í uppþvottinn.
Þeir munu einnig skammta sér matinn
sjálfir að undanskildum aðalréttinum, sem
starfsmaður skammtar. Þannig er ætlunin
að gera nemendurna sjálfa virka þátttak-
endur í máltíðinni og einnig að þeir læri að
taka sér réttar skammtastærðir út frá við-
miðunarskömmtum.
Nýtt mötu-
neyti í GÍ
Reykjavík | Stjórn Vinstri grænna í
Reykjavík lýsir áhyggjum sínum vegna
þess ástands sem skapast hefur í frístunda-
heimilum og leikskólum borgarinnar vegna
manneklu. Í ályktun stjórnarinnar segir að
það sé mikilvægt markmið að bjóða öllum
börnum frá 18 mánaða aldri öruggt pláss á
leikskóla og 6–9 ára börnum upp á faglegt
starf í frítímum sem viðbót við hefðbundinn
skóladag. Sérstaklega beri að fagna þeim
metnaði sem ÍTR setur sér í þessu efni.
Stjórn VG skorar á borgaryfirvöld að meta
í verki uppeldis- og umönnunarstörf og að
þau bregðist við nú þegar til að tryggja að
starfsfólk fáist til þessara starfa.
Áhyggjur af
manneklu
♦♦♦
Náttúran hefur núhafið undirbún-ing sinn fyrir
haustið og veturinn í Al-
viðru við Sogið undir Ing-
ólfsfjalli. Á þessum tíma
gerist margt spennandi
sem bæði gaman og fróð-
legt er að fylgjast með og
býður fræðslusetur Land-
verndar í Alviðru í Ölfusi
grunnskólanemum í því
tilefni upp á dagskrána
„Náttúran í haust-
skrúða“. Dagskráin er í
boði frá 23. ágúst til 31.
október og eru nokkrir
dagar eftir óbókaðir.
Sogið er fullt af lífi árið
um kring og því býður Al-
viðra upp á verkefni um
„lífið í vatninu“. Þessi
dagskrá stendur til boða
allt skólaárið.
Náttúruskoðun og úti-
vist er jafnan efst á baugi
í Alviðru. Þar mæta
skólabekkir með kenn-
urum sínum og njóta leið-
sagnar staðarráðsmanns
um náttúru svæðisins. Á
staðnum er kennslustofa
og matsalur og einnig
svefnloft fyrir þá sem
vilja gista. Nemendur
taka virkan þátt í dag-
skránni og markmiðið er
að þeir hafi bæði gagn og
gaman af dvölinni. Mark-
mið starfseminnar er að
auðvelda grunnskólunum
að uppfylla þær kröfur
sem gerðar eru til þeirra í
aðalnámskrá. Reynslan
sýnir að vel heppnuð úti-
kennsla er árangursrík
leið til að ná markmiðum
námskrárinnar.
Náttúru-
skóli
Land-
verndar