Morgunblaðið - 26.08.2005, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 26.08.2005, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. ÁGÚST 2005 23          Hlátur, faðmlög, kossarog almenn gleði ein-kenndi litríkan hópþeirra sex hundruð kvenna sem komu saman í Hall- grímskirkju í gær við setningu aðalfundar hinna alþjóðlegu kvennasamtaka Ladies Circle International. Konurnar voru hver annarri glæsilegri og skrýddust margar hverjar þjóð- búningum sínum við hátíðlega at- höfnina og fóru síðan í skrúð- göngu frá Hallgrímskirkju að Kjarvalsstöðum. Þetta er í fyrsta sinn sem aðalfundur samtakanna er haldinn á Íslandi en þau voru stofnuð árið 1930 í Englandi af eiginkonum þeirra manna sem voru í Round Table samtökunum, en sú tenging er löngu liðin tíð. Ladies Circle International hefur vaxið fiskur um hrygg á þeim sjö- tíu og fimm árum sem liðin eru síðan þau voru stofnuð, og nú eru um 10.000 konur um víða veröld meðlimir í samtökunum. Um 150 íslenskar konur eru í þessum samtökum, flestar á suðvest- urhorninu, á Akureyri og Húsa- vík. Þátttakan á aðalfundinum hefur aldrei verið meiri, um 600 konur eru saman komnar hér á landi af þessu tilefni og eru frá 28 þjóðlöndum. Samtökin eru fyrst og fremst vinaklúbbar kvenna undir fjörutíu og fimm ára aldri sem taka þátt í hverskonar góðgerðar- starfsemi. Hér innanlands styrkja þær ýmis samtök og einstaklinga annað hvert ár en hitt árið taka þær þátt í sameiginlegu al- þjóðlegu verkefni. Undanfarin ár hafa samtökin einbeitt sér að því að hjálpa götubörnum og fátækum einstæðum mæðrum á Fil- ippseyjum. Ladies Circle International brugðust skjótt við þegar flóðbylgjan mikla reið yfir Asíu í fyrra og lét fé af hendi rakna til hjálparstarfa. Eins hafa þessar konur byggt upp skóla á Indlandi og fæðingarheimili í Afríkuríkinu Zambíu. En markmið samtak- anna er ekki síst að efla vináttu og skilning kvenna á milli hvar sem er í heiminum. Ekki voru all- ar konurnar í þjóðbúningi, þær belgísku skreyttu sig á annan hátt. Sigrún Björg Jakobsdóttir þingstjóri lengst til vinstri í íslenskum kyrtilbúningi, því næst kona frá Hollandi, Zambíu, Botsvana, Svíþjóð og Noregi. Þessar tvær komu frá Wales.Kátar konur og litríkar Eftir Kristínu Heiðu Kristinsdóttur khk@mbl.is DAGLEGT LÍF  KVENNAÞING | Um 600 konur á aðalfundi kvennasamtakanna Ladies Circle International Morgunblaðið/ÞÖK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.