Morgunblaðið - 26.08.2005, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 26.08.2005, Blaðsíða 52
52 FÖSTUDAGUR 26. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ Sýningartímar sambíóunum „The Island er fyrirtaks afþreying. Ekta popp og kók sumarsmellur. “ -Þ.Þ. Fréttablaðið. Frábær Bjölluskemmtun fyrir alla. Hvað myndir þú gera ef þú kæmist að því að þú værir afrit af einhverjum öðrum? ÁLFABAKKI DUKES OF HAZZARD kl. 6 - 8.15 - 10.30 DUKES OF HAZZARD VIP kl. 3.30 - 8.15 - 10.30 RACING STRIPES m/ensku.tali. kl. 3.50 - 6 - 8.15 - 10.30 RACING STRIPES m/ísl.tali. kl. 3.50 - 6 SKELETON KEY kl. 6 - 8.15 - 10.30 DECK DOGZ kl. 8.15 HERBIE FULL... kl. 3.50 - 6 THE ISLAND kl. 8 - 10.30 B.i. 16 ár HANN ER RÖNG HESTATEGUND... EN MEÐ RÉTTU SAMBÖNDIN! ... I ! DÝRLEGT GRÍN OG GAMAN OG FRÁBÆR SKEMMTUN FYRIR ALLA. DÝRIN TALA OG ÞAÐ MEÐ STÆL. SEBRAHESTUR ER ÁKVEÐINN AÐ GERAST VEÐHLAUPAHESTUR HVAÐ SEM TAUTAR. Racing Stripes kl. 5.50 - 8 og 10 Head in the Clouds kl. 5.30 - 8 og 10.30 b.i. 16 The Skeleton Key kl. 8 og 10.10 b.i. 16 Herbie Fully Loaded kl. 6 The Island kl. 5.30 - 8 og 10.30 b.i. 16 Madagascar - enskt tal kl. 6 Batman Begins kl. 8 og 10.30 b.i. 12 SÝND MEÐ ENSKU TALI Dramatísk, rómantísk og stórbrotin eðalmynd með Óskarsverðlaunahafanum, Charlize Theron og spænsku blómarósinni, Penelope Cruz. -dv-  S.U.S. XFM flottur tryllir  -S.V. Mbl.  -dv-  S.U.S. XFM flottur tryllir  -S.V. Mbl.  SVALASTA HJÓLABRETTAMYND ÁRSINS.  Kvikmyndir.is  S.V. Mbl.  DV  Ó.H.T. RÁS 2 KVIKMYNDIN Head in the Clouds fjallar í stuttu máli um Guy (Stuart Townsend) sem stundar nám við Cambridge-háskólann á Englandi á millistríðsárunum. Eina rigningarnóttina ryðst inn um dyrnar á herbergi hans falleg stúlka, Gilda Bessé (Charlize Theron) að nafni. Stúlkan reynist vera dóttir fransks aristókrata og amerískrar konu og hefur Gilda orð á sér fyrir að vera frjálslynd í ást- armálum. Gilda og Guy fella fljót- lega hugi saman en sambandinu lýkur skyndilega þegar hún neyðist til að flytja frá Englandi þegar hún fær fregnir af andláti móður sinn- ar. Mörgum árum síðar berst Guy bréf þar sem Gilda býður honum að hitta sig París en þar er hún rís- andi kvikmyndastjarna. Af æv- intýraþrá slær Guy til og flytur inn til Gildu og spænskættaðrar fyr- irsætu, Miu (Penelope Cruz) í Par- ís. Um þetta leyti er borgarastyrj- öldin á Spáni að ná hámarki. Guy og Mia telja það sína skyldu að halda til Spánar og berjast gegn Franco og fasismanum. Gilda lætur sig hins vegar stríðið litlu varða og situr eftir í París. Á Spáni liggja leiðir Guy og Miu aftur saman og eitt kvöldið áður en þau njóta ásta viðurkennir Mia að hún hafi verið ástkona Gildu. Dag- inn eftir lætur Mia lífið í spreng- ingu. Fleiri ár líða og síðari heims- styrjöldin brestur á. Guy er sendur sem njósnari til Parísar og finnur, sér til mikillar furðu, Gildu í sömu íbúð og áður en nú hefur hún tekið saman við þýskan hermann. Þau eiga saman ástarfund en nú reynir á tryggð hennar við Guy eða þýska hermanninn sem hefur fengið það verkefni að koma Guy fyrir katt- arnef. Frumsýning | Head in the Clouds Tveggja stríða mynd Charlize Theron og Penelope Cruz í myndinni Head in the Clouds. ERLENDIR DÓMAR Metacritic.com 40/100 Roger Ebert Hollywood Reporter 50/100 New York Times 40/100 Variety 50/100 (allt skv. meta- critic) HVER bílaeltingaleikurinn rekur annan í gamanmyndinni The Dukes of Hazzard, sem gerð er eftir sam- nefndum, vinsælum, bandarískum sjónvarpsþáttum frá níunda ára- tugnum. Geggjaðir grínistar af ungu kynslóðinni eru í hlutverkum Luke og Bo Duke, sem gera fátt annað en að aka óvarlega, gera prakkarastrik, selja landa og horfa á stelpur. Johnny Knoxville, sem gerði garðinn frægan með Jackass, og Seann William Scott, sem lék Stifler í Am- erican Pie, leika frændurna, sem lenda oft í vandræðum saman. Túlkun á glæsilegri frænku þeirra, Daisy Duke, er í höndum söngkonunnar Jessicu Simpson, sem fer mikinn í stuttum stuttbuxum og efnislitlum bolum. Brandarakarlinn Jessie, enn annan frændann, leikur kántrístjarnan Willie Nelson. Annar gamall meistari er í áberandi hlut- verki í myndinni, Burt Reynolds, en hann leikur valdamikla illmennið Boss Hogg. Þar sem eltingaleikur er svo stór þáttur í myndinni er ekki annað hægt að segja en að appelsínugulur kaggi Bo og Luke, sem þeir nefna General Lee, sé í stóru hlutverki og steli oft senunni. Í myndinni komast Bo og Luke margoft í kast við lögin, ásamt allri Frumsýning | The Dukes of Hazzard Bílaeltinga- leikur og stuttbuxur Johnny Knoxville og Seann Will- iam Scott eru sterkt tvíeyki í myndinni. ERLENDIR DÓMAR Metacritic.com 33/100 Roger Ebert Hollywood Reporter 40/100 New York Times 40/100 Variety 60/100 (allt skv. meta- critic) sinni fjölskyldu. Þeir reynast að lok- um vera hinir ágætustu strákar, sem gera sitt besta til að bjarga heima- högunum, Hazzard County, frá illum áformum Boss Hogg. SÖGUHETJAN í Racing Stripes er ungur sebrahestur sem ferðasirkus skilur óvart eftir á ferðalagi og bóndinn Nolan Walsh tekur heim með sér. Þar tekur dóttir hans Channing við litla sebrahestinum. Walsh er fyrrum tamningarmaður en hefur gefið þann starfa upp á bátinn og hafið kyrrlátt líf með Channing á býli þeirra í Kentucky. Litli sebrahesturinn, sem Chann- ing kallar Stripes, kynnist fljótt hin- um dýrunum á bóndabænum, meðal annarra smáhestinum Tucker og geitinni Franny, sem er lífsreynd og vís og passar upp á dýrafjölskyld- una. Pelíkaninn Goose slæst senn í hópinn, en hann kemur úr borginni og er léttgeggjaður. Sporhundurinn Lightening fylgist með lífinu á bóndabænum með öðru auganu á milli blunda. Nærri bóndabænum æfa hreinræktaðir hlaupahestar fyrir stærstu keppni kappreið- anna, Kentucky- kórónuna. Stripes dauð- langar til að etja kappi við meist- arana en gerir sér ekki grein fyrir því að hann er ekki beinlínis hestur. Channing langar líka að verða knapi en faðir hennar vill ekki leyfa henni að keppa í þessari hættulegu íþrótt. Á endanum sannfærir hún hann þó um að snúa aftur og þjálfa hana og Stripes fyrir keppnina um Ken- tucky-kórónuna. Myndin er sýnd með bæði ensku og íslensku tali. Hallgrímur Ólafs- Frumsýning | Racing Stripes Ekki beinlínis hestur ERLENDIR DÓMAR Metacritic.com 43/100 Roger Ebert Hollywood Reporter 50/100 New York Times 50/100 Variety 70/100 (allt skv. meta- critic) son talar fyrir Stripes en meðal annarra leikara eru Atli Rafn Sig- urðarson og Þröstur Leó Gunn- arsson. Stripes dreymir um að taka þátt í kappreiðum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.