Morgunblaðið - 26.08.2005, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 26.08.2005, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 26. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF ÚR VERINU HÓPUR opinberra stofnana á sviði náttúruverndar og þró- unarmála hefur hafið herferð til þess að koma í veg fyrir of- veiði á heimsvísu. Herferðin tekur til samantektar á lista yfir ólögleg fiskiskip, stuðn- ings við sjálfbært fiskeldi og aðstoðar við að verja vernd- arsvæði á höfunum. Hún gæti einnig náð til þess að draga úr ólöglegum veiðum evrópskra skipa í landhelgi Afríkuríkja. Frá þessu var greint á fréttavef breska ríkisútvarps- ins, BBC. Þar segir að engar áreiðanlegar upplýsingar liggi fyrir um hve umsvifa- miklar ólöglegar veiðar séu, né heldur hve miklum skaða þær valdi á lífríki hafanna. Það sé hins vegar um það al- menn samstaða meðal ríkis- stjórna heimsins að ólöglegar veiðar séu mjög alvarlegt við- fangsefni og vegna þess hafi Matvæla- og landbúnaðar- stofnun Sameinuðu þjóðanna, FAO, tekið upp alþjóðlega baráttu til að koma í veg fyrir og uppræta ólöglegar veiðar. Ofveiða allt sem þeir komast í Herferðin hefur hlotið nafnið „Profish“ og lykill að því markmiðin náist er að afla upplýsinga. „Það hefur verið lögð mikil vinna í það undan- farin ár að hafa uppi á þeim sem stunda ólöglegar veiðar. Þó stór skip veki mikla at- hygli er það staðreynd að minni fleytur á heimaslóð valda ómetanlegum skaða á lífríkinu með því að eyðileggja kóralrif, hrygningarslóðir og fleira. Í raun ofveiða þessir bátar alla fiskistofna sem þeir komast í,“segir Warren Ev- ans, framkvæmdastjóri um- hverfismála hjá Alþjóðabank- anum. Gerð listans yfir ólögleg fiskiskip verður í höndum the World Conservation Union, Verndarsamtaka veraldarinn- ar, sem hrinda herferðinni af stað ásamt Alþjóðabankan- um, FAO og fleiri slíkum stofnunum með fjárframlög- um að upphæð um 64 millj- ónir króna frá Íslandi, Frakk- landi, Noregi, Finnlandi og Alþjóðabankanum. Einnig verða teknar saman leiðbein- ingar um það hvernig eigi að stunda fiskveiðar á sjálfbær- an og arðbæran hátt, auk þess sem ætlunin er að meta fjárhagslegt tap af því fyrir þróunarríkin að stjórna ekki fiskveiðum á sjálfbæran hátt. Fiskur er mikilvæg fæða á mörgum svæðum í Afríku og í öðrum þróunarlöndum, því úr honum fást prótín og ýmis nauðsynleg bætiefni eins og zink, kalsíum og A-vítamín. Fiskur fyrir alla Herferðin var kynnt á ráð- stefnunni Fiskur fyrir alla, sem er haldin í Nígeríu. Þar kom fram að gengið er um of á fiskistofna við Afríku og leiði það til minna framboðs á fiski. Til að halda framboði og neyslu áfram á sama stigi og nú þarf að auka fiskeldi um 20%. Ýmsir hópar náttúruvernd- ar og þróunarmála hafa af því áhyggjur hve mikið af fiski skip frá þróuðu löndunum, sérstaklega Evrópusamband- inu, taki með löglegum hætti í landhelgi Afríkuríkja. Sem dæmi um það hefur afli ESB við Vestur-Afríku tuttugu- faldast á árunum frá 1950 til 2001 samfara vaxandi ríkis- styrkjum frá evrópskum stjórnvöldum. Warren Evans segir að herferðin kunni að ná til þessa, svo geti verið að Evr- ópuþjóðirnar verði að endur- skoða hina opinberu styrki. Gert er ráð fyrir að vinna við Profish fari að skila árangri innan þriggja ára, þar með talinn listinn yfir ólögleg fiskiskip. Skera upp herör gegn ólöglegum veiðum Reuters Erlent fiskiskip innan lögsögu Máritaníu. Í forgrunni er flak annars erlends fiskiskips, en á það hefur verið ritað: Þjófar, nauðgið og farið. Opinberar stofnanir og þjóðlönd ætla sér að stöðva sjóræningjaveiðar ÞETTA HELST ... VIÐSKIPTI ● ÚRVALSVÍSITALA Kauphallar Ís- lands hækkaði um 0,1% í gær í 4.537 stig. Viðskipti dagsins námu um tveimur milljörðum kóna, þar af voru viðskipti með hlutabréf fyrir tæpa 1,6 milljarða króna. Mest við- skipti voru með bréf í Kaupþingi banka eða fyrir 397 milljónir króna. Gengi bréfa í Símanum hækkaði mest eða um 5% en bréf í SÍF lækk- uðu mest eða um 0,8%. Gengi bréfa Símans hækkaði um 5% ● GREINING Íslandsbanka telur sennilegt að Seðlabankinn muni hækka stýrivexti sína um 0,5 pró- sent 29. september, en þá verða vextir bankans komnir í 10% og úti- lokar hún ekki að þeir fari í 11% ef verðbólgan stefni á 5%. Í spá greiningar bankans um stýrivexti og gengi krónunnar segir að verð- bólga hafi aukist mikið síðustu tvo mánuði og útlit sé fyrir að bankinn missi hana aftur út fyrir efri þol- mörk peningastefnunnar (4%) í september. Þar segir einnig að fari gengi krónunnar lækkandi á næst- unni megi búast við aukinni verð- bólgu. Spá hækkun stýri- vaxta í september ● EIN AF elstu fyrirtækjamiðlunum Danmerkur, Dahl-Sørensen & Partn- ers, telur mikla möguleika felast í því að aðstoða Íslendinga við að festa kaup á dönskum fyrirtækjum og hef- ur undirritað samstarfssamning við nýstofnað íslenskt ráðgjafarfyr- irtæki, Firma Consulting, um sam- vinnu fyrirtækjanna á þessum mark- aði. Er sagt frá þessu í danska blaðinu Erhvervsbladet en þar er haft eftir Thomas Bjerregaard, stjórn- arformanni DS&P, að áhugi ís- lenskra fyrirtækja beinist ekki að- eins að stórfyrirtækjum eins og Magasin og Sterling, heldur vilji þau gjarnan kaupa millistór til stór fyr- irtæki í Danmörku og stækka þar með rekstur sinn. Dönsk og íslensk miðlun í samstarf                             !"#   !$   % &'  ( "&' )&  *)&   +, &# &  +#&  $&' )& ( "&'  -."  /(!  /0 !1 .  &#)&  2          ! 0 ( "&'  %0 1&  3 ."&'   $45& 16 &&  -  !  &  78.1  9# 1    :;! "& :.".0 <=## &#0   &  > && "  &        ! ."' ?=11  $&' 40 ( "&'  /" @"# /"&'  <5 5   !" #$  3A?B /4    .          C        C C C  C   C  C C C .= &#  =   . C C C C C C C C C C C C C C C C C C C C C C C C C C C D C EF C C D C EF C C D  EF C C C C D EF D C  EF C C C C C C C C C D EF C C C C D  EF C C C %. "'    '# & < ") 4 " '# G + /"            C        C C C  C    C  C C C                                                        >    4 ,H   <% I #&"  !1"'        C   C C C   C     C  C C C <%C >.#& =  0 1 0#&& @"#  <%C >.#& = #   & &# <%C != # 0&  BAUGUR hefur verið orðaður við enn eina yfirtökuna á breskum smásölumarkaði. Breska te- og kaffifyrirtækið Whittard of Chelsea lýsti því yfir nýlega að viðræður stæðu yfir um hugsanlega yfirtöku á því. Í fyrradag kom svo yfirlýsing frá fyrirtækinu þess efnis að í kjöl- far sprengjuárásanna á London fyrr í sumar hefði sala á vörum Whittards dregist saman og hugs- anlegur kaupandi dregið sig úr við- ræðunum. Í frétt breska blaðsins Guardian segir að markaðurinn hafi tekið yf- irlýsingu Whittards illa og að bréf félagsins hefðu fallið í verði um sem nemur 13%. Verslanir Whittards í London hafa orðið sérstaklega illa úti að sögn fyrirtækisins því þær reiða sig mjög á ferðamannaverslunina sem hefur dregist saman eftir sprengju- árásirnar. Fyrirtækið hefur sagt að þrátt fyrir að viðræður við hugs- anlegan kaupanda hefðu siglt í strand væru aðrir áhugasamir um fyrirtækið. The Guardian segir að meðal þeirra væru Weston fjöl- skyldan, Lindt súkkulaðiframleið- andinn og Baugur Group. Baugur orðaður við Whittard HAGNAÐUR af rekstri Bakkavarar Group eftir skatta á fyrri helmingi ársins nam 11,9 milljónum punda eða liðlega 1,4 milljörðum króna á móti 5,3 milljónum punda á sama tímabili í fyrra. Rekstur Geest er tekinn að fullu inn í samstæðu félagsins frá og með 1. maí. Frá 1. janúar til 30. apríl gætti áhrifa Geest aftur á móti sem hlutdeildarfélags í rekstri Bakkavar- ar Group. Arðsemi eigin fjár var 25,5% samanborið við 14% fyrstu sex mánuðina í fyrra en eiginfjárhlutfall Bakkavarar Group lækkaði úr 37,1% í 11,1%. Hagnaður á hverja krónu nafnverðs var 1,1 á tímabilinu á móti 0,5 á sama tímabili í fyrra. Hagnaður fyrir afskriftir og fjár- magnsliði (EBIDTA) nam 3,6 millj- örðum króna á móti 1,4 milljarði á sama tímabili í fyrra. Hlutfall EBIDTA af rekstrartekjum var 13,5% á móti 16,5% í fyrra. Hand- bært fé frá rekstri fyrir skatta og vexti var þrír milljarðar á móti 1,3 milljörðum á sama tímabili í fyrra. Stakkaskipti í starfseminni Í tilkynningu til Kauphallar Ís- lands er haft eftir Lýð Guðmunds- syni, forstjóra Bakkavarar Group, að félagið hafi skilað góðri afkomu á tímabilinu og að hagnaður félagsins sé sá mesti frá upphafi. „Félagið gekk frá stærstu fyrirtækjakaupum í sögu þess með kaupunum á Geest í maí og tekur starfsemi Bakkavarar Group miklum stakkaskiptum með yfirtökunni. Barclays, sem sölu- tryggði lánsfjármögnun kaupanna, lauk fjármögnun sambankaláns. Samrunaferlið gengur samkvæmt áætlun og gerum við ráð fyrir að rekstur félagsins muni standa undir væntingum okkar fyrir árið í heild,“ segir Lýður. Sölutekjur Bakkavarar á fyrri helmingi ársins námu 26,4 milljörð- um króna á móti 8,2 milljörðum króna á sama tímabili í fyrra og juk- ust um 221%. Pro-forma sala, sem er heildarsala Bakkavarar Group og Geest, fyrstu sex mánuði ársins nam 57,2 milljörðum króna (489,5 millj- ónum punda) samanborið við 54,5 milljarða króna (466,7 milljónir punda) á sama tímabili í fyrra sem jafngildir 4,9% vexti. Í tilkynningu til Kauphallarinnar er tekið fram að greinarmunur sé gerður á fjárfest- ingum í eignum, sem eru hluti af pro- forma söluaukningu félagsins, og yf- irtökum fyrirtækja, sem teljist til ytri vaxtar og eru því ekki meðtalin. Árið 2004 teljist yfirtaka Geest á Anglia Crown eina yfirtaka samein- aðs félags. Að Anglia Crown undan- skildu er pro-forma innri vöxtur fé- lagsins 3,6% á tímabilinu. Heildareignir Bakkavarar Group í lok tímabilsins námu 121,1 milljarði króna í stað 31,8 milljarða um síð- ustu áramót. Veltufjármunir jukust um 27,6 milljarða króna í 34 millj- arða og veltufjárhlutfall var 1,1 en var 2,8 í árslok 2004 en aukning veltufjármuna er vegna áhrifa af yf- irtökunni á Geest. Samrunaferli gengur sam- kvæmt áætlun Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Samruninn á áætlun Stofnendurnir Ágúst og Lýður Guðmundssynir. Bakkavör Group með 1,4 milljarða hagnað á fyrri helmingi ársins 7 'J /K:    E E !</? L M     E E A A 9-M      E E +!M 7 .      E E 3A?M LN *&.    E E
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.