Morgunblaðið - 26.08.2005, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 26.08.2005, Blaðsíða 36
36 FÖSTUDAGUR 26. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Stefán Gunnars-son fæddist í Árnabæ á Akranesi 5. mars 1912. Hann lést á dvalarheim- ilinu Höfða 17. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hans voru Gunnar Gunnars- son, f. 16.10. 1866, d. 2.9. 1947, og Jó- hanna Kristín Böðv- arsdóttir, f. 18.4. 1882, d. 7.9. 1950. Systkini Stefáns voru Guðmundur, f. 1902, Gunnar, f. 1904, og Jónína, tvíburasystir Stefáns, f. 1912. Þau eru öll látin. Stefán kvæntist 6. október 1937 Ólínu Ingveldi Jónsdóttur hús- freyju, f. 27.3. 1910, d. 16.12. 2004. Foreldrar hennar voru Jón Ólafs- son bóndi á Kaðalstöðum og Guð- rún Kristjánsdóttir verkakona. Börn Stefáns og Ólínu eru: 1) Gunnar Kaprasíus, f. 21.8. 1940, d. 4.7. 1997, maki Sigurbjörg Krist- jánsdóttir, f. 11.12. 1938. Þeirra dætur eru: a) Ásta Björk, maki Guðmundur Sigurbjörnsson og eiga þau þrjár dætur. b) Ólína Ingibjörg, maki Garðar Jónsson, þau eiga fjögur börn. c) Klara Berglind, maki Bergsteinn Egils- son, þau eiga þrjú börn. 2) Ármann Árni, f. 3.10. 1942. Börn hans eru: a) Árný Ólína, f. 29.10. 1963, d. 10.11. 2000, maki Freysteinn Barkarsson, þau eignuðust eina dóttur. Móðir Árnýjar er Ingunn Ástvaldsdóttir, f. 18.6. 1943. b) Kristín Helga, f. 23.5. 1964, maki Brynjólfur Ottesen, þau eiga þrjú börn og eitt barnabarn. c) Stefán Gunnar, f. 20.2. 1966, maki Guð- finna Indriðadóttir, þau eiga þrjú börn. d) Indriði Björn, f. 10.4. 1971, hann á tvö börn. e) Ármann Rúnar, f. 11.10. 1972, hann á þrjú börn. f) Ólafur Bjarni, 29.12. 1976, maki Kristín Ragnarsdóttir, þau eiga tvo syni. Móðir þeirra er fyrri kona Ármanns, Símonía Ellen Þórarinsdóttir, f. 21.4. 1947. Seinni kona Ármanns er Ingibjörg Valdimars- dóttir, f. 16.2. 1945. Hún á þrjú börn. 3) Svandís Guðrún, f. 28.9. 1946, maki Jón Sigurðsson, f. 3.10. 1948, þau skildu. 4) Jóhanna Gunnhildur, f. 17.4. 1948, maki Sigfús Eiríksson, f. 7.5. 1946, þau skildu. Börn þeirra eru: a) Eiríkur Svanur, f. 12.1. 1967, maki Sandra Jónasdótt- ir, þau eiga tvo syni. b) Guðrún Erla, f. 8.9. 1973, maki Vilmundur Theódórsson, þau eiga tvo syni. c) Þröstur Freyr, f. 25.5. 1976, maki Maríanna Másdóttir, þau eiga eina dóttur. Stefán ólst upp í Innri-Akranes- hreppi, lengst af í Galtavík og á Tyrfingsstöðum. Stefán og Ólína hófu búskap árið 1936 á Akranesi. Stefán stundaði lengi sjóvinnu- störf á Akranesi en árið 1941 keyptu þau hjónin jörðina Skipa- nes í Leirár- og Melasveit og stunduðu þar búskap til 1975. Stef- án var starfsmaður Hvals hf. frá 1970 til ársins 1989 en þá hætti hann störfum að mestu leyti. Stef- án og Ólína fluttu aftur til Akra- ness 1975, þau bjuggu fyrst á Vest- urgötu 125 en frá 1982 bjuggu þau á Höfðagrund 2. Síðustu æviár sín dvaldi Stefán á Dvalarheimilinu Höfða á Akranesi. Stefán Gunnarsson verður jarð- sunginn frá Akraneskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Elsku pabbi minn. Nú er þínum starfsferli lokið á meðal okkar. Já, stutt var á milli ykkar mömmu, hún var svo sem búin að segja að þannig yrði. Þú barst mikla umhyggju fyrir þínum börnum og þinni fjölskyldu. Vildir alltaf vita nákvæmlega um alla og einnig hversu margar ær voru bornar í sveitinni og hvort ekki væru komin mislit lömb. Einnig fylgdistu vel með heyskapnum og vildir vita hvaða tún væri búið að slá. Þegar ég kom til vinnu eftir frídaga vissir þú alltaf nákvæmlega um hvað við töluðum síðast. Þú varst einstak- lega mikið prúðmenni, skiptir varla skapi. Eitt skipti var það þó sem ég mun ekki gleyma. Þú baðst mig um að ná í kýrnar en ég sagði að það væri ekki minn dagur. Þú fórst þá sjálfur af stað að ná í þær. Mér fannst þetta svo leið- inlegt að ég labbaði af stað á eftir þér og þá varð allt gott á milli okkar aftur. Fyrir hönd mömmu og pabba vil ég þakka öllum sem aðstoðuðu þau síð- ustu árin og einnig hlýjan hug til mín. Minning þeirra lifir með okkur öll- um. Hafið þökk fyrir allt. Ykkar dóttir, Svandís Stefánsdóttir. Elsku hjartans afi minn. Nú hefur þú fengið hvíldina, hvíldina sem þú varst búinn að bíða svo eftir. Þar með er sá hjartahlýjasti maður sem ég hef komist í kynni við búinn að kveðja okkur hér á jörðu niðri. Í minning- argrein sem ég skrifaði um ömmu í desember sl. sagðist ég vera viss um að þegar þinn tími til að kveðja kæmi myndi hún taka á móti þér opnum örmum. Ég er ekki í nokkrum vafa um að hún hefur gert það og jafnvel skammast aðeins í þér fyrir að hafa látið sig bíða eftir þér. Oft þegar amma var eitthvað að ,,aga þig til“ kom á þig þetta yndislega bros sem þakti allt andlitið og svo hrististu af hlátri og þá heyrðist ennþá meira í ömmu. Minningarnar um ykkur eru dýrlegar og þið voruð ansi skondin hjón. Á ferðalagi þínu í gegnum lífið gekkst þú í gegnum súrt og sætt. Þið amma misstuð eldri son ykkar, Gunn- ar Kaprasíus, á besta aldri og svo máttuð þið horfa á eftir barnabarni ykkar, Árnýju Ólínu. Þá þótti þér svo ósanngjarnt að fyrst að einhver þurfti að kveðja, af hverju þú gamalmennið fékkst ekki að fara í stað hennar, ungrar konu. Tóku þessi áföll mikið á ykkur sem og okkur öll í fjölskyld- unni. Svo misstir þú lífsförunaut þinn, hana ömmu, í desember sl. Þú sagðir mér eitt sinn að þú vildir fá að fara á undan henni en svo varð ekki, en nú hafið þið fundið hvort annað á ný. Ef maður leyfir sér að hugsa barns- lega þá sé ég fyrir mér að amma hefur tekið á móti þér með vel sykruðu kaffi og pönnsum og boðið Gunnari Kapra og Öddu frænku líka. Þá hafa orðið al- vöru fagnaðarfundir á himnum. En auðvitað upplifðir þú gleði líka. Þú áttir stóran hóp afkomenda sem þér þótti svo undur vænt um. Alltaf varstu jafn glaður þegar maður lét sjá sig hjá þér og ósjaldan var laumað súkkulaðimola í litla sem stóra munna. Okkur þótti nammi og sykur svo góður. Þann dag sem ég fékk það staðfest að ég ætti von á barni, ramb- aði ég inn á Höfða til þín og sagði þér fréttirnar. Mikil ósköp varstu glaður og það að þarna væri fyrsta langa- langafabarnið þitt á leiðinni var ekki leiðinlegt og ekki var verra eins og þú sagðir sjálfur að þá var fyrsta lang- afabarnið þitt að verða mamma. Þeg- ar litli sólargeislinn minn leit dagsins ljós hlaut hún nafnið Árný Stefanía. Þú varst svo glaður að fá aðra Árnýju og ekki skemmdi fyrir að hún hlaut nafnið frá þér, Stefanía, sagðirðu. En nú er Árný Stefanía þriggja ára og skilur ekki upp né niður í heiminum þessa dagana. Spurningarnar sem koma um látið fólk, tilgang kirkju- garðs, hvert maður fer þegar maður deyr, Guð o.fl. Sjálf verð ég oft orð- laus þegar barnið byrjar en reyni nú samt að svara henni eftir bestu getu. Eitt eigið þið Árný Stefanía sam- eiginlegt eins og svo margt annað en það er áhugi ykkar á sveitinni. Þú varst bóndi af lífi og sál og vildir alltaf fá að fylgjast með og þurftir sko að fá fréttir úr sveitinni reglulega. Hvernig sláttur gengi, eða smalamennskan, hvað væri margt fé á húsi, mörg hross á járnum og hvað væri margt borið. Þetta eru spurningar sem ég á eftir að sakna. Elsku afi, þú varst alltaf svo hress og skemmtilegur, þótt farið væri að draga af þér á síðustu árum. Manni leið alltaf svo vel hjá þér, hvort sem það var bara í spjalli um lífið og til- veruna, í fjölskylduferðunum ykkar ömmu, í sveitinni, þegar ég var að skrifa fyrir þig jólakort og bara hvar sem var. Þú umvafðir mann ást og umhyggju, gast skemmt manni enda- laust með þessum dásamlega húmor sem þú hafðir. Svo fékkstu þér bara í vörina og hrákadallurinn á sínum stað við rúmið. Minningarnar um þig hverfa aldrei úr hjarta mínu. Elsku afi, nú skilja leiðir okkar í bili, en ég veit að þú fórst sáttur og fullsaddur af lífinu. Guð geymi þig, afi minn. Þín langafastelpa, Sigurbjörg Ottesen. Rétt áður en keyrt er niður í Hval- fjarðargöngin norðanmegin standa litlar húsarústir. Húshliðin sem snýr suður er fallin niður en eftir standa hinar þrjár og þakið. Þetta eru Tyrf- ingsstaðir, síðasta æskuheimili Stef- áns afa míns sem hér er minnst. Frá Tyrfingsstöðum flutti afi að heiman og stofnaði sitt eigið heimili með Ólínu ömmu. Þau leigðu fyrst í risinu í Norðtungu, nú Suðurgötu 88, og þar fæddist elsta barn þeirra, pabbi minn, árið 1940. Afi var þá á síldveiðum á Siglufirði en heyrði tilkynningu um fæðingu sonar síns í útvarpinu. Orðið feðraorlof var ekki einu sinni til í tungumálinu. Vorið eftir keyptu afi og amma jörðina Skipanes. Þar bjuggu þau í tæp 35 ár og ólu upp börnin sín fjögur. Mínar fyrstu minningar um ömmu og afa eru úr Skipanesi, amma að skurka í eldhúsinu og afi úti að vinna. Eftir að hvalveiðar hófust fór afi að vinna í hvalstöðinni. Á sunnudögum fórum við systurnar í okkar fínasta púss, settumst upp í litla fólksvagn- inn, og fórum með foreldrum okkar í bíltúr inn í hvalstöð. Oft lét afi vita ef von var á hvalbátunum svo við gætum fylgst með þegar þessar ógnarstóru skepnur voru dregnar á land. Á plan- inu í hvalstöðinni ríkti ótrúleg stemmning. Þar var oft margt um manninn, hróp og köll, ískur í tog- vírum og auðvitað lyktin alveg ógleymanleg. Þarna var afi í essinu sínu, stór og sterkbyggður og þrátt fyrir að vera farin að eldast gaf hann yngri mönnum ekkert eftir hvað vinnusemi snerti. Í hvalstöðinni vann afi þar til hvalveiðum var hætt og stöðinni lokað, hann var þá að nálgast áttrætt. Þegar afi hætti störfum á almenn- um vinnumarkaði má segja að hann hafi tileinkað sér nýjan starfsvett- vang. Hann lét nefnilega ekki sitt eftir liggja við heimilisstörfin. Og þó fæstir karlmenn af hans kynslóð kæmu ná- lægt heimilisstörfum gerði afi það með miklum sóma. Hann þvoði upp, skúraði og undir nákvæmri leiðsögn ömmu straujaði hann alveg listavel. Afi hélt alltaf andlegri heilsu, hann fylgdist vel með öllu sínu fólki og var umhugað um að allir væru við góða heilsu. Sjálfur var hann orðinn fóta- lúinn og hjartað farið að þreytast. Með virðingu og þökk kveð ég afa minn. Hann var hógvær, lítillátur og traustur sem klettur. Hafðu hjartans þökk fyrir allt. Ólína Ingibjörg. Nú er hann Stefán vinur minn frá Skipanesi farinn yfir móðuna miklu. Ekki lét hann Ólínu sína bíða lengi eftir sér, hún dó rétt fyrir jól í fyrra og hann nú á síðsumardögum. Þessara vina minna er sárt saknað. Ég minnist oft stundanna sem ég átti sem strák- ur í Skipanesi enda var Stefán maður sem ég bar ótakmarkaða virðingu fyr- ir og varð mikill félagi minn um leið og ég kom að Skipanesi níu ára gam- all, fyrir um 45 árum. Þar tókst ótrú- leg vinátta milli drengs og manns á miðjum aldri, og engum hef ég kynnst sem gengið hefur með slíkum hætti inn í hjartað á mér og situr þar eins djúpt. Ég á bara góðar og fallegar minningar um Stefán, sem var ein- STEFÁN GUNNARSSON Frænka okkar, BJÖRG SÍMONARDÓTTIR, áður til heimilis á Víðimel 53, andaðist á Hrafnistu í Hafnarfirði mánudaginn 22. ágúst. Útförin verður gerð frá Fossvogskirkju mánu- daginn 29. ágúst kl. 15.00. Fyrir hönd ættingja, Bernótus Kristjánsson. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, lang- amma og langalangamma, SNJÓLAUG MAGNEA BJARNADÓTTIR, Þelamörk 54, Hveragerði, sem lést á hjúkrunarheimilinu Ási, Hveragerði, sunnudaginn 21. ágúst, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju í dag, föstudaginn 26. ágúst, kl. 11.00. Magnús Kr. Guðmundsson, Guðrún Reynisdóttir, Gyða Ó. Guðmundsdóttir, Kolbeinn Kristinsson, Bjarni R. Guðmundsson, Brynja Sveinsdóttir, Ragnheiður Guðmundsdóttir, Lars D. Nielsen, Sveinn H. Guðmundsson, Erna Þórðardóttir, Hildur Rebekka Guðmundsdóttir, ömmubörn, langömmubörn og langalangömmubörn. Móðir okkar, GUÐRÚN JÓNA DAGBJARTSDÓTTIR, Brekku, Núpasveit, andaðist á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri að morgni þriðjudagsins 23. ágúst. Útförin fer fram frá Snartastaðakirkju laugar- daginn 27. ágúst klukkan 13.30. Inga Þórhildur Ingimundardóttir, Baldvin H. Sigurðsson, Jón Ingimundarson, Björg Guðmundsdóttir, Rafn Ingimundarson, Elín Alma Artúrsdóttir, Magnús Ingimundarson, Stefanía Gísladóttir, Guðmundur Ingimundarson, Unnur Benediktsdóttir, Dagbjartur Bogi Ingimundarson, Guðbjörg Ingimundardóttir, Páll Sveinsson og barnabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐBJÖRG OLSEN, dvalarheimilinu Grund, lést á Landspítalanum við Hringbraut miðviku- daginn 24. ágúst. Hildur Jóhannsdóttir, Jón B. Skúlason, Dóra Skúladóttir, Sigríður Skúladóttir, Unnur Skúladóttir, Elínborg Skúladóttir, Daníel H. Skúlason, makar, barnabörn og barnabarnabörn. Eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, BRYNDÍS INGVARSDÓTTIR, Sólvangi, Hafnarfirði, áður Móabarði 22b, Hafnarfirði, lést að morgni fimmtudagsins 25. ágúst. Jarðarförin verður auglýst síðar. Guðmundur Rúnar Guðmundsson, Valgerður Guðmundsdóttir, Hjálmar Árnason, Guðmundur Rúnar Guðmundsson, Vilborg Sverrisdóttir, Ingvar Guðmundsson, Rut Brynjarsdóttir og barnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.