Morgunblaðið - 26.08.2005, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 26.08.2005, Blaðsíða 40
40 FÖSTUDAGUR 26. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Haraldur Stein-þórsson fæddist á Akureyri 1. des- ember 1925. Hann andaðist á Landspít- alanum – háskóla- sjúkrahúsi 16. ágúst síðastliðinn. For- eldrar hans voru hjónin Steinþór Guðmundsson, skólastjóri og kenn- ari, f. 1. desember 1890, d. 8. febrúar 1973, og Ingibjörg Benediktsdóttir, skáldkona og kennari, f. 11. ágúst 1885, d. 9. október 1953. Systkini Haraldar eru, Svanhildur, ritari, f. 7.8. 1919, d. 24.4. 1981; Ásdís, kennari, f. 10.12. 1920, d. 5.12. 2000, og Böðvar, bryti, f. 20.2. 1922, d. 6.1. 1975. Haraldur kvæntist 1. desember 1948 Þóru Sigríði Þórðardóttur frá Ísafirði, f. 24.5. 1926. Foreldrar hennar voru Þórður Guðjón Jóns- son múrarameistari, f. 29.5. 1893, d. 11.8. 1977 og Elín Sigríður Jóns- dóttir ljósmóðir, f. 1.4. 1887, d. 13.7. 1973. Börn Haraldar og Þóru eru: 1) Steinþór, f. 28.2. 1950, maki Guðríður Haraldsdóttir, f. 17.2. 1951, börn þeirra eru Haraldur, f. 25.6. 1982; Hrafnhildur, 21.8. 1984; 1973, fyrst við Gagnfræðaskóla Ísafjarðar, þá Gagnfræðaskólann við Vonarstræti og loks Hagaskóla í Reykjavík. Hann starfaði lengi innan samtaka kennara og Banda- lags starfsmanna ríkis og bæja, varð annar varaformaður BSRB 1962 og síðar einnig framkvæmda- stjóri uns hann lét af störfum árið 1985. Starfsævi sinni lauk Harald- ur á Tryggingastofnun ríkisins, þar sem hann vann við endurskoð- un lífeyrisgreiðslna. Haraldur var bæjarfulltrúi og bæjarráðsmaður Sósíalistaflokks- ins á Ísafirði 1950 til 1954 og gegndi ýmsum trúnaðarstörfum fyrir Sósíalistaflokkinn og síðar Alþýðubandalagið. Þar á meðal var hann forseti Æskulýðsfylking- arinnar í tvö ár. Auk stjórnmálastarfa var Har- aldur virkur innan íþróttahreyf- ingarinnar og gegndi formennsku í Knattspyrnufélaginu Fram 1955 til 1960. Hann var einnig um tíma for- maður Knattspyrnufélagsins Vestra og Íþróttabandalags Ísa- fjarðar. Fyrir störf sín að íþrótta- málum hlaut hann gullmerki ÍSÍ og KSÍ. Haraldur tók sæti í stjórn Lands- samtaka hjartasjúklinga (nú Hjartaheilla) árið 1985 og sat þar í ellefu ár. Þar beitti hann sér sér- staklega fyrir stofnun HL-stöðvar- innar, endurhæfingarstöðvar fyrir hjarta- og lungnasjúklinga. Haraldur verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Guðmundur Þórir, f. 24.5. 1986; Birgir Steinn, f. 20.1. 1988; Böðvar f. 27.10. 1990, og Þórður Kári, f. 7.3. 1993. 2) Ólafur, f. 15.3. 1952, maki Ragnheiður Ragnars- dóttir, f. 20.4. 1957, dætur þeirra eru a) Jórunn María, f. 18.12. 1976, maki Kristján Ingi Hjörv- arsson, f. 7.7. 1974, börn þeirra Hjörvar Óli, f. 24.8. 2002, og Elinóra Ýr, f. 30.4. 2004, og b) Bergrós Fríða, f. 1.5. 1980, maki Daníel Sigurðsson Glad, f. 2.4. 1981, dóttir þeirra Miriam Arna, f. 28.4. 2002. 3) Ingibjörg, f. 31.12. 1953, maki Páll Stefánsson, f. 11.6. 1952, börn þeirra eru a) Stefán, f. 8.4. 1975, maki Steinunn Þóra Árnadóttir, f. 18.9. 1977, dóttir þeirra Ólína, f. 23.4. 2005, og b) Þóra, f. 18.7. 1980. 4) Elín, f. 2.7. 1956, maki Theodór Júlíus Sólons- son, f. 16.10. 1954. Þau skildu. Börn þeirra eru Haraldur, f. 23.8. 1980, Margrét, f. 30.10. 1984, og Magnús, f. 21.5. 1986. Haraldur lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1944 og starfaði sem kennari frá 1948 til Jarðnesku lífi afa míns, Haraldar Steinþórssonar, er lokið. Eftir mikla baráttu síðustu dagana laut hann loks í gras enda var nærveru hans óskað á öðrum stað. Góð- mennska, metnaður og lífsseigla eru orð sem lýstu persónuleika hans best. Afi var maður fólksins og lét í sér heyra í baráttu fyrir það. Kennari af Guðs náð og var alltaf í hlutverki hins mikla upp- fræðara. Það sem afi ávann í lífinu gefur enn þann dag í dag gott af sér og mun gera um ókomna tíð. Þau afi og Þóra amma voru eitt alla tíð og eiga fjölskyldu sem stolt getur rakið rætur til Ísafjarðar. Afi fæddist samt í innbænum á Ak- ureyri, af húnvetnskum og tálkn- firskum ættum. Það var fátt annað sem skipti afa meira máli en fjöl- skylda hans. Í kjölfar eftirfylgni afa í því sem var að gerast í kringum okkur leið aldrei sú stund sem ekki mátti skeggræða málin við hann. Það var vart flautaður á Fram-leik- ur svo að hann mætti ekki og styddi þá bláu. Afi vildi Frömurum allt hið besta á vellinum en hægt var að tí- falda þann stuðning þegar að því kom að styðja við gengi afkomenda sinna í lífinu. Það voru forréttindi að fá að kynnast honum. Þetta kvæði orti langamma mín til barnsins sem fæddist 1.12. 1925: Hve ert þú glaður, óskasonur minn. Nú óskastund á mamma í þetta sinn, því enginn gæti af ástúð fagnað þér, né unnað heitar fyrsta desember. (Ingibjörg Benediktsdóttir.) Í raun getum við hin sagt að engu sé jafngleðilegt að fagna og að hafa mátt njóta samvista við Harra afa. Elsku afi. Það hlaut að koma að kveðju- stund. Ég mun seint gleyma stuðn- ingi þínum og áhuga við allt í lífinu þau ár sem ég fékk að vera með þér. Hvort sem það var í skólanum, íþróttum eða vinnunni þá var hann ómetanlegur og mun aldrei gleym- ast. Ég veit að þú munt halda hon- um áfram þar sem þú ert núna. Ég segi það sama og ég sagði við þig daginn áður en þú kvaddir mig: Ég mun standa mig, afi, fyrir þig. Ég trúi því að þú munir alltaf vera hjá okkur og kynna þér málin. Sjáumst síðar. Þinn vinur og barnabarn Guðmundur Þórir Steinþórsson. Elsku afi. Undanfarnir dagar hafa verið ruglingslegir. Við sem eftir sitjum erum að reyna að venjast því að þú sért ekki á Neshaganum þegar við komum eða hringjum, að þú komir ekki í heimsókn, segir okkur sögur frá liðinni tíð, spyrjir um og sinnir langafabörnunum, lesir blöðin og segir okkur hvað helst sé að frétta af heimsmálunum og frændgarðin- um. Það er svo skrítið að eiga ekki eftir að heyra rödd þína og njóta þinnar hlýju og notalegu nærveru. Þú hefur að svo mörgu leyti verið fastur og óhagganlegur póstur í lífi mínu og okkar allra. Laugardags- kvöldin ykkar ömmu voru alveg einstök, en þá komu allir sem höfðu aðstöðu til á Neshagann, borðuðu kvöldmat, horfðu á Spaugstofuna, lásu blöðin, ræddu málin og við krakkarnir í ýmsum leikjum eftir aldri. Oftar en ekki náði röðin í eft- irmatinn fram á gang, en í eldhús- inu varst þú að skenkja ísinn – enda marga munna að metta því við vorum oft um og yfir tuttugu tals- ins. Ég hef ekki tölu á því hvað ég gisti oft í forstofuherberginu um helgar, ýmist ein, með vinkonum mínum eða fjölskyldunni. Við áttum oft notalega stund á morgnana, þegar þú varst búinn að færa ömmu morgunmatinn og blöðin í rúmið og vekja mig á umsömdum tíma. Þá spjölluðum við um heima og geima áður en verkefni dagsins tóku við, en oftar en ekki þýddi það að þú skutlaðist með mig bæinn á enda, takk fyrir það. Þið amma voruð frábærlega dug- leg að ferðast, hvort sem það var innanlands eða utan, heimsálfurnar eru nokkrar og löndin fylla fleiri tugi sem þið hafið heimsótt í góðum hópi ferðafélaga. Þú varst yfirleitt búinn að skipuleggja næstu ferð áð- ur en búið var að taka upp úr tösk- unum frá þeirri síðustu. Við syst- urnar nutum góðs af og fengum þjóðbúningadúkku í hvert skipti sem þið heimsóttuð nýtt land. Þið hafið líka verið dugleg að heimsækja okkur á Akranes og núna síðast í Borgarnes. Ferðirnar hafa verið margar með Sæmundi undanfarin ár til að hitta okkur og langafa- og langömmubörnin, hvort sem tilefnið hefur verið afmæli eða einfaldlega gott veður á pallinum. Sameiginlegu ferðirnar okkar á Hofí í Skagafirði eru með þeim dýr- mætari í minningabankanum, t.a.m. „jeppaferðin“ síðastliðið haust þeg- ar við fórum yfir í Austurdal og þrömmuðum á brúnni með beljandi Jökulsána langt fyrir neðan okkur. Það er misjafnt hvað fólk þarf að þola þegar að heilsunni kemur. Öll- um þínum veikindum tókst þú af óhemju miklu æðruleysi og skyn- semi. Ég veit ekki hversu oft ég hef sagt fólki með stolti frá hetjulegri endurhæfingu þinni og þolinmæði eftir að þú lamaðist hægra megin tæplega sjötugur og varst farinn að ganga og skrifa með hægri hendi fyrr en varði. Hélst þér við með daglegum sundferðum, tíðum gönguferðum og öðrum æfingum. Það var svo ofsalega erfitt fyrir okkur öll að vera í útlöndum og fá fréttir um versnandi heilsufar þitt en jafnframt léttir að geta setið hjá þér síðustu stundirnar í þessu jarð- neska lífi. Missir ömmu er mestur og megi góður guð styðja hana og styrkja í sorginni sem og aðra sem eiga um sárt að binda. Mínar innilegustu þakkir fyrir samfylgdina síðustu tuttugu og átta árin. Þín Jórunn. Síðla sumars 1999 hringdi afi í mig og spurði hvort ég gæti skotist með hann í bíltúr. Áfangastaðurinn var Fram-völlurinn, þar sem meist- araflokkurinn var á æfingu. Gengi Framliðsins hafði verið brösótt, eins og svo oft áður á síðustu miss- erum og falldraugurinn var skammt undan. Stuðningsmennirn- ir voru margir hverjir hnípnir og taugaveiklaðir, en létu sér nægja að tuða hver í sínu horni. Haraldur Steinþórsson var ekki slíkur maður. Þó hann væri á átt- ræðisaldri, gengi við staf og kæmist hægt yfir eftir slæmt heilablóðfall, var hugsun hans skýr. Hann spurði sig því hvernig hann gæti orðið að liði. Hann hringdi í Ásgeir Elíasson þjálfara og boðaði komu sína á næstu æfingu. Þar reyndi hann að stappa stálinu í leikmennina og sagði þeim að þótt illa gengi núna, ættu þeir miklu meira inni. Hvort sem ræðunni var þar einni fyrir að þakka björguðu Framarar sér frá falli í lokaumferðinni og endurtóku raunar leikinn næstu fimm ár þar á eftir. Þeir áttu nefnilega meira inni. Þessi saga lýsir afa býsna vel. Frá barnsaldri til æviloka tók hann þátt í að bæta heiminn með því að hafa áhrif á samfélagið í samstarfi við annað fólk. Það er vart vinnandi vegur að reyna að telja upp öll þau félög og samtök sem Haraldur Steinþórsson starfaði innan. Áhugamálin voru margvísleg: verkalýðsbarátta, íþróttastarf og störf að heilbrigðismálum. Á öllum þessum sviðum bar hann gæfu til að starfa með góðu fólki, enda tók afi aldrei að sér forystustörf í fé- lagasamtökum án þess að skila af sér öflugra og betra búi. Þeirri bullkenningu er stundum haldið á lofti af hagfræðingum að heimurinn sé knúinn áfram af græðgi og voninni um hagnað, frægð og frama. Samkvæmt þessum fræðum er það eðli mannsins að hugsa bara um eigin ábata og stundarhagsmuni. Veruleikinn er hins vegar sá að þeir einir geta bætt og breytt heiminum sem gera það af óeigingjörnum hvötum í þeirri vissu að við öðlumst betra samfélag með félagslegum vinnubrögðum og þeirri sannfæringu að náunginn eigi alltaf meira inni. Afi var slíkur mað- ur. Stefán Pálsson. Elsku afi, mig langar að minnast þín með örfáum orðum. Það er svo margt sem mig langar að segja en ég á svo erfitt með að koma orðum að. Það eru svo ótal margar góðar minningar sem tengjast þér og ömmu. Allar stundirnar á Neshag- anum, hvort sem það var með pabba og mömmu eða þegar ég var ein á ferð og fékk að gista. Það var svo notalegt að eiga alltaf vísan stað hjá ykkur og geta bara dottið inn þegar þannig stóð á. Það þurfti aldrei að gera neinar ráðstafanir eða láta vita með löngum fyrirvara – ég fann að ég var alltaf velkomin. Laugardagskvöldin á Neshagan- um voru einstök, þá borðaði öll stór- fjölskyldan saman. Eftir matinn söfnuðumst við barnabörnin upp í rúmið ykkar og horfðum á sjónvarp- ið. Það var stundum ansi þröngt því við gátum verið 8–10 í einu. Mér er líka minnisstætt þegar við vorum saman á jólunum og tréð bókstaf- lega týndist í pakkaflóðinu því við vorum svo mörg en tréð reyndar líka frekar lítið. Þið amma voruð mjög dugleg að ferðast og fóruð víða. Ég var ekki gömul þegar þið gáfuð mér fyrstu þjóðbúningadúkkuna en nú á ég stórt safn, sem mun minna mig á ykkur og öll ferðalögin ykkar. Undanfarin ár hef ég búið erlend- is og ekki getað heimsótt ykkur eins oft og ég hefði viljað. En það var samt notalegt að vita til þess að þú fórst alltaf á netið og fylgdist með okkur litlu fjölskyldunni á heimasíð- unni. Ótrúlegt en satt þá eru ekki mörg ár síðan við tvö spjölluðum saman á msn-inu, þú orðinn tæplega áttræður. Ég man líka þegar við fjögur spjölluðum saman á msn-inu, þ.e. mamma og pabbi í Englandi, þú heima á Neshaganum og ég og Jór- unn systir á sitthvorum staðnum. Þú áttir nú kannski svolítið erfitt með að pikka eins hratt og við hin, því þú gast bara notað aðra hönd- ina. Það sem ég sakna allra mest er að fá aldrei að heyra sérstöku röddina þína og hláturinn þinn. Mér fannst líka rosalega erfitt geta ekki komið til þín á spítalann eftir að þú veikt- ist. Mig langaði til að segja þér svo margt, en nú er ég sannfærð um að þú veist þetta allt saman. Þú munt alltaf eiga sérstakan stað í hjarta mínu og ég er þakklát fyrir að hafa átt þig sem afa. Þó þú sért farinn frá okkur þá veit ég að þér líður vel og þú munt fylgjast áfram með okk- ur eins og þú hefur alltaf gert. Ég bið og vona að Guð gefi ömmu styrk til að takast á við hennar miklu sorg og breyttar aðstæður. Þín Bergrós. Harri frændi hefur alla tíð verið mér mikilvæg og nálæg persóna. Hann var móðurbróðir minn, yngst- ur fjögurra systkina og átján ára þegar ég fæddist. Þrátt fyrir það var hann aðeins fimm árum síðar kominn í foreldrahlutverk gagnvart mér þegar ég var fyrst send til sum- ardvalar á Ísafirði hjá honum og hans góðu konu Þóru Siggu. Mörg næstu ár var ég send á vorin með Katalínuflugbátnum vestur og dvaldi sumarlangt, ýmist á Pólgöt- unni eða í Tunguskógi. Mér er minnisstæð dvölin í Tunguskógi þar sem ekki voru hafðar áhyggjur af smámunum eins og útiveru fram eftir kvöldum eða hvort við krakk- arnir fengjum okkur kaffisopa frek- ar en mjólk að drekka. Einnig minn- ist ég skemmtilegra eftirmiðdaga í sólinni í bakgarðinum á Pólgötunni þegar Harri las upphátt fyrir Þóru úr nýútkomnum bókum Kiljans. Á kvöldin las hann síðan með ekki minni tilþrifum og ánægju upp úr dönskum Andrésblöðum fyrir okkur krakkana og þýddi og staðfærði textann jafnóðum. Á þessum árum fæddust börn Harra og Þóru og við höfum æ síðan verið bundin systk- inaböndum. Þegar Harri flutti suð- ur með fjölskylduna bjuggum við löngum í sama húsi, fjölskylduhús- inu á Neshaga 10, þar sem elsta dóttir mín hefur reyndar búið síð- ustu árin í nábýli við Harra og Þóru. Ég kynntist síðar frábærum kennsluhæfileikum Harra, bæði í landsprófsbekknum, eins og mörg ungmenni sem þangað fóru, en ekki síður í einkakennslu. Þannig leiddi hann mig á örfáum eftirmiðdögum gegnum allt námsefni þriðja bekkj- ar MR í bókfærslu þegar ég las þann bekk utanskóla. Harri frændi var alltaf óhræddur við að prófa nýja hluti og þannig tók hann sig til fremur fullorðinn og lærði á bíl og skellti sér þá beint í langferð austur á land. Hann var ólatur að fara með ættingja sína í bílferðir og naut ég góðs af því þegar ég vann að gagna- öflun fyrir lokaprófsritgerð mína í Háskólanum. Orlofsbyggð BSRB í Munaðarnesi var óskabarn Harra og hann lagði fram ómælda vinnu við uppbyggingu hennar og ók um hverja helgi þangað til að fylgjast með framkvæmdunum og sjá til þess að allt gengi upp. Á ég ánægju- legar minningar frá helgarferð þangað með þeim Þóru á þeim tíma. Harri frændi varð fljótt höfuð fjölskyldunnar þó hann væri yngst- ur systkina sinna. Leituðu þau og afi til hans með mörg verkefni og vandamál og hann tók á sínar herðar ýmsar erfiðar skyldur þrátt fyrir að hann ynni alla tíð tvöfalda vinnu og væri jafnframt á kafi í fé- lagsmálum. Þrátt fyrir heilsubrest á síðustu árum var Harri alltaf önnum kafinn við einhver verkefni. Hann lærði á tölvu og skiptist á tölvuskeytum við barnabörnin og fylgdist með blogg- síðum. Það var aðdáunarvert að fylgjast með hvernig hann æðrulaus tókst á við erfið áföll, tók þeim sem áskorun og lagaði sig að nýjum að- stæðum. Mig langar að leiðarlokum að þakka elskulegum frænda mínum fyrir góða samfylgd og bið Þóru, börnum þeirra og niðjum blessunar. Hrefna Kristmannsdóttir. Okkur brá þegar við heyrðum af alvarlegum veikindum Harra og síð- ar andláti hans. Hann var að vísu búinn að eiga við ýmis veikindi að stríða í langan tíma en þetta var sárt. Harri var maðurinn hennar Þóru Siggu, æskuvinkonu mömmu frá Ísafirði. Mikill vinskapur var milli þeirra og foreldra okkar, þau fóru saman í leikhús um árabil og ferðuðust einnig saman innan- og utanlands. Þegar ég var 10 ára fékk ég að fara með mömmu og pabba, Þóru og Harra til Mallorka og var það mikið ævintýri. Mér er það minnisstætt þegar ég borðaði óvart skemmdan ávöxt, þá lét Harri mig fá 1 lítra kók í gleri og sagði mér að drekka, helst allt til að ég fengi ekki í magann. Harri kenndi mér líka að spila mínígolf á Mallorka. Hann var barngóður og skemmtilegur maður. Ég minnist líka sumardvalanna í Munaðarnesi í gamla daga en þar var Harri ávallt hrókur alls fagn- aðar og skemmtilegi hláturinn hennar Þóru Siggu ómaði um allt. Nú er skarð fyrir skildi. Fyrir hönd móður okkar og systkina vil ég senda Þóru Siggu, börnum hennar og öðrum ættingj- um okkar innilegustu samúðar- kveðjur og bið Guð að blessa þau. Borghildur Stephensen. HARALDUR STEINÞÓRSSON  Fleiri minningargreinar um Har- ald Steinþórsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Höfundar eru: Ögmundur Jón- asson, Knattspyrnufélagið Fram, Vilhjálmur B. Vilhjálmsson, Ásgeir Þór Árnason, Guðmundur Árnason, Alfreð Þorsteinsson og Hrafn Magnússon.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.