Morgunblaðið - 26.08.2005, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 26.08.2005, Blaðsíða 24
24 FÖSTUDAGUR 26. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ MENNING Á tta sýningar verða á fjölunum hjá Leikfélagi Akureyrar í vetur, þar á meðal rokksöngleik- urinn Litla hryllings- búðin – sem verður viðamesta verk- efni vetrarins – gamanleikurinn Fullkomið brúð- kaup og nýtt rússneskt verk, Maríubjallan, sem sýnt verður í nýju leikrými LA, Húsinu. Leikárið ein- kennist af fjöl- breytni að sögn Magnúsar Geirs Þórðarsonar leik- hússtjóra sem stefnir á að laða enn fleiri áhorfendur á sýningar en á síðasta vetri. Aðsókn síðastliðinn vetur var ein sú mesta í sögu leik- hússins og sala árskorta margfald- aðist, ekki síst á meðal ungs fólks. 50. leikár Þráins! Fjórir nýir leikarar eru fastráðnir hjá LA í vetur; Álfrún Örnólfs- dóttir, Esther Thalia Casey, Guðjón Davíð Karlsson og Jóhannes Hauk- ur Jóhannesson. „Þetta er glæsilegur hópur sem við erum afar stolt af, enda hvert öðru hæfileikaríkara. Stefna LA er að fá til liðs við okkur unga leikara sem eru að stíga sín fyrstu skref og eru að springa af metnaði; leikara sem fá bitastæð hlutverk, vinna mikið og leggja allt í listina meðan þeir eru hér. Við erum þarna með slíka unga leikara sem slást í hópinn með Þráni Karlssyni sem er að hefja sitt 50. leikár!“ sagði Magnús Geir við Morgunblaðið. Fastráðnir leikarar eru sem sagt fimm hjá LA nú. „Guðjón og Jó- hannes voru báðir að útskrifast en eru engu að síður reyndir; hafa ver- ið með í nokkrum söngleikjum síð- ustu ár og leikið frá blautu barns- beini,“ segir leikhússtjórinn. Þær Álfrún og Esther Thalia eru ungar að árum en hafa verið áberandi í ís- lensku leikhúsi síðustu ár. Fjórmenningarnir eru ráðnir til LA í eitt ár „í beinu framhaldi af stefnubreytingu og uppstokkun sem átti sér stað fyrir síðasta leikár, þegar ákveðið var að ráða fastan hóp að félaginu eitt ár í senn og blanda saman við vel valda laus- ráðna leikara.“ Að ári verða svo enn nýir leikarar hjá félaginu, en með þessu móti vill Magnús Geir bjóða leikhúsgestum upp á fjölbreytni og nýtt blóð á hverju ári. Gaman og alvara Hann segir hið nýja fyrirkomulag hafa mælst vel fyrir. „Við fengum mjög jákvæð viðbrögð við leikárinu í heild, ekki síst á einmitt þetta, að fleiri komu að starfinu en áður og svo verður áfram, enda bjóðum við upp á sýningar í vetur í samstarfi við Þjóðleikhúsið, Borgarleikhúsið, Íslensku óperuna og frjálsan leik- hóp. Það sem við bjóðum upp á í vetur er kraftmikið leikhús fyrir áhorfendur.“ Fyrsta sýning vetrarins verður Pakkið á móti í leikstjórn Agnars Jóns Egilssonar. Verkið var frum- sýnt í vor og verður tekið upp að nýju nú í september. „Verkið vakti mikla athygli á sínum tíma og manni fannst það standa nærri fréttum líðandi stundar, en eftir sprengjuárásirnar í London 7. júlí hefur það færst enn nær okkur. Fólk stendur upp frá sjónvarps- fréttunum og fer inn í leikhús og þar heldur sama umfjöllunin áfram en að sjálfsögðu undir allt öðrum formerkjum. Áhorfandinn sér þessi mál þannig frá öðru sjónarhorni en hann er vanur. Þetta er merkilegt verk sem hlotið hefur fjölda verð- launa en verður enn merkilegra nú en áður, að mínu mati, vegna sam- hengis hlutanna,“ segir leik- hússtjórinn. „Að lesa viðtal við frænda unga mannsins sem sprengdi strætisvagn í London er eins og að hlusta á lýsingu á aðal- persónunni í verkinu.“ Hann tekur annað dæmi: Morð lögreglu á saklausum vegfaranda í London á dögunum speglar atburði í leikritinu á skuggalegan hátt! „Þetta er verk fyrir fólk sem vill láta hreyfa við sér og spyrja krefj- andi spurninga. Grunntónninn er svartur en samt er mikill húmor í verkinu.“ Önnur sýning LA á leikárinu verður gamanleikurinn Fullkomið brúðkaup eftir Robin Hawdon í leikstjórn Magnúsar Geirs, þar sem aldeilis kveður við annan tón. „Þetta er drepfyndið verk þar sem er að finna öll element farsans; margar hurðir, misskilning, ást, framhjá- hald, mann á nærbuxunum og allt í steik! Þetta er nýtt verk, hraðinn ótrúlegur þannig að áhorfendur mega varla blikka án þess að missa af einhverju...“ Verkið er breskt og Magnús Geir segir það í svipuðum anda og rómantísku gamanmynd- irnar Four Weddings and a Funer- al, Notting Hill, About a Boy og Love Actually. „Höfundur leikrits- ins er sá hinn sami og skrifaði leik- gerðina að Sex í sveit, vinsælustu sýningu sem sett hefur verið upp í Borgarleikhúsinu.“ Hryllingsbúð og Maríubjalla Viðamesta sýning vetrarins hjá LA verður söngleikurinn Litla hryllingsbúðin, sem Magnús Geir leikstýrir einnig sjálfur. „Þetta er frekar nýr söngleikur, 25 ára, en er orðinn algjörlega sígildur. Það eru ekki margir rokksöngleikir settir upp aftur og aftur en þetta er einn þeirra. Tónlistin er grípandi og rokkuð, í verkinu eru ótrúlega skýr- ar og litríkar persónur sem okkur er ekki sama um og sagan er skemmtileg. Umfjöllunarefnið á líka vel við í dag enda vilja margir meina að græðgisvæðing hafi átt sér stað í þjóðfélaginu. “ Magnús Geir segir þetta stórsýn- ingu vetrarins. „Það verður ekkert til sparað og mikið lagt í uppsetn- inguna. Í sýningunni verður stór hópur leikara, tónlistarmanna og dansara. Það verður gaman að sjá rokkmúsík lyfta þakinu af gamla Samkomuhúsinu; söngleikir eru sprottnir af gömlum B-myndum sem maður getur ímyndað sér að hafi verið sýndar í þessu húsi. Ég held því að sýningin muni falla vel inn í húsið.“ Sýningin Ólíver! dró að fjölda ut- anbæjarmanna síðastliðinn vetur og Magnús Geir gerir sér vonir um að Litla hryllingsbúðin hafi sams kon- ar aðdráttarafl. „Við gerum okkur vonir um að fólk flykkist í leik- húsferðir norður yfir heiðar. Verkið er að sumu leyti svipað og Ólíver!, líka verk fyrir alla fjölskylduna, þótt tónlistin sé vissulega allt öðru- vísi.“ Magnús vill ekki upplýsa hverjir fara með aðalhlutverk í Litlu hryll- ingsbúðinni enda ekki búið að ganga endanlega frá öllum ráðn- ingum. „Ég get þó fullyrt að leik- arahópurinn verður glæsilegur.“ Rússneska leikritið Maríubjallan verður svo frumsýnt í mars, í nýju rými Leikfélagsins, Húsinu við Hafnarstræti, sem margir muna eftir sem Dynheimum. Frístundaað- staða unglinga flyst nú annað og LA fær húsið til umráða. „Þetta er nýlegt verk sem ég kol- féll fyrir þegar ég las það fyrst fyrir einu og hálfu ári þegar það var frumsýnt í London og við tryggðum okkur sýningarréttinn fljótlega,“ segir Magnús Geir. Verkið er, að sögn Magnúsar, mjög átakamikið og lýsir lífi fólks sem býr í hörðum heimi. „Innan þessa harða heims leynist samt sem áður allt litróf tilfinninganna, og í verkinu er heilmikil von og ást. Þetta er saga af ungu fólki, sögð af ungu fólki, höfundurinn er ungur og leikstjórinn líka.“ Sá er Jón Páll Eyjólfsson „og ég er sannfærður um að hann á eftir að gera frábæra hluti með þetta verk. Hann var til- nefndur til menningarverðlauna DV í fyrravetur og gagnrýnandi Morg- unblaðsins sagði hann mann ársins í íslensku leikhúsi. Hann er að mínu mati einn mest spennandi leikstjóri sem komið hefur fram hér í mörg ár.“ Höfundur verksins, Vassily Sig- arev, er af kynslóð ungra leikskálda frá Rússlandi sem vakið hafa mikla athygli hin síðari ár. „Þetta er nýj- asta verk hans og það besta að mínu mati,“ segir Magnús Geir, en annað verk Sigarevs, Svört mjólk, var sýnt í Þjóðleikhúsinu. „Maríubjallan sver sig í ætt við leikritið Kæra Jelena, sem sýnt var í Þjóðleikhúsinu á sín- um tíma, Stjörnur á morgunhimni og Fegurðardrottningin frá Línakri sem Leikfélag Reykjavíkur sýndi fyrir nokkrum árum. Þetta er leik- rit sem snertir okkur í hjartastað og fær okkur til að standa á öndinni.“ Maríubjallan er samstarfsverk- efni LA og leiklistardeildar Listahá- skólans. „Þaðan koma tveir leiklist- arnemar sem útskrifast í vor og verða í leikarahópnum. Þá kynnum við því tvo glænýja leikara sem spennandi verður að fylgjast með.“ Þrjár gestasýningar Þá er ónefnd sýningin Ausa Steinberg eftir Lee Hall í leikstjórn Maríu Reyndal. „Þetta er falleg og vönduð leikhúsperla sem vakti mikla hrifningu þegar hún var sýnd á Akureyri og í Reykjavík í fyrra- vetur,“ segir Magnús Geir. Ilmur Kristjánsdóttir var tilnefnd til ís- lensku leiklistarverðlaunanna, Grímunnar, fyrir frammistöðu sína í verkinu. Fáeinar sýningar verða á verkinu á Akureyri í janúar. Boðið verður upp á þrjár gestasýningar hjá LA í vetur. Í fyrsta lagi Belg- íska Kongó eftir Braga Ólafsson í leikstjórn Stefáns Jónssonar, þar sem Eggert Þorleifsson fer á kost- um. Hann hlaut einmitt Grímuna fyrir hlutverk gamallar konu í leik- ritinu. Verkið verður sýnt 30. sept- ember og 1. október. Í nóvember verður sett saman dagskrá úr sýn- ingunni Edith Piaf eftir Sigurð Pálsson í leikstjórn Hilmars Jóns- sonar. Brynhildur Guðjónsdóttir túlkar Piaf. Í desember verður svo leikhóp- urinn Á senunni á ferðinni með Æv- intýrið um Augastein eftir Felix Bergsson í leikstjórn Kolbrúnar Halldórsdóttur. „Desember er yf- irleitt dauður leikhústími, en nú er til valið að fjölskyldur komi saman í aðdraganda jólanna til þess að sjá þetta fallega ævintýri sem fjallar um það hvernig gömlu, hrekkjóttu jólasveinarnir urðu að þeim gjaf- mildu öðlingum í rauðu búningunum sem þeir eru í dag.“ Kraftur Verkefni vetrarins eru öll nýleg. „Við viljum vera með kraftmikið fólk og sýna nútímaverk. Leiksýn- ingar okkar eiga að hreyfa við fólki; fá það til að hlæja og gráta. Kjarn- inn í starfsemi okkar í vetur eru glæsilegar eigin sýningar og mjög góðar gestasýningar,“ segir Magn- ús Geir. Hann segir aðsókn sjaldan hafa verið meiri hjá LA en á síðasta leik- ári „en stór hluti aukningarinnar er til kominn vegna viðleitni leikhúss- ins til að laða að áhorfendur, ekki síst yngri kynslóðina. Ungu fólki býðst í vetur, eins og í fyrra, að kaupa áskriftarkort á hálfvirði í boði Landsbanka Íslands. Þannig geta þeir sem eru 25 ára og yngri eignast fast sæti í allan vetur á bíó- verði en öðrum bjóðast auðvitað einnig áskriftarkort á góðum kjör- um.“ Magnús Geir segir það stórt menningarpólitískt mál að gefa ungu fólki kost á því að koma í leik- hús á verði sem það ræður við. „Það var ánægjulegt hve margt ungt fólk kom í leikhúsið í fyrravetur og ekki bara á „unglingasýningu“ heldur nokkrum sinnum yfir veturinn og kynntist þannig ólíkum verkum.“ Sýningafyrirkomulag verður það sama og síðasta vetur; það byggist á því að hvert verk er sýnt oft með stuttu millibili í stuttan tíma. „Þá er aðeins eitt verk á fjölunum í einu en það hefur fjölda kosta í för með sér, bæði í listrænu og rekstrarlegu til- liti.“ Margvísleg starfsemi LA tók á síðasta ári upp samstarf við grunnskólana á Akureyri um valgreinakennslu í leiklist fyrir nemendur í 8. og 9. bekk. „Tilraunin heppnaðist afar vel og verður fram- hald á í vetur. Nemendur koma vikulega í heilt misseri og kynnast lífinu í leikhúsinu,“ sagði Magnús Geir og upplýsti ennfremur að einn- ig verði staðið fyrir opnum leiklist- arnámskeiðum og völdum árgöng- um boðið í heimsókn í leikhúsið. Í vetur verður líka efnt til leik- lestra á nýjum leikritum. „Mark- miðið er að kynna áhorfendum ný leikrit en einnig að „prufukeyra“ leikrit sem leikhúsið er með til skoðunar fyrir næsta vetur.“ Áhorf- endur verða hvattir til þess að segja skoðun sína og hafa þannig áhrif á verkefnaval félagsins fyrir komandi misseri. Meðal verk sem stendur til að lesa er nýtt verk eftir Sigtrygg Magnason og Hr. Kolpert eftir Dav- id Gieselmann. LA er eina atvinnuleikhúsið utan höfuðborgarsvæðisins. Það er rekið með stuðningi Akureyrarbæjar á grunni samstarfssamnings við ríkið um reynslusveitarfélag. „Með því fjármagni og samstarfi okkar við fjölda fyrirtækja – sem ég kalla máttarstólpa – tekst okkur að bjóða upp á jafn glæsilega dagskrá og raun ber vitni,“ segir Magnús Geir Þórðarson. „Leikhús fyrir áhorfendur“ Morgunblaðið/Kristján Söngleikurinn Óliver! vakti lukku á sviðinu hjá LA í fyrravetur. Magnús Geir vonar að Litla hryllingsbúðin geri slíkt hið sama. Á myndinni eru Gunnar Örn Stephensen og Ólafur Egill Egilsson í hlutverkum Ólivers og Fagíns. skapti@mbl.is Starf Leikfélags Akureyrar einkennist af fjölbreytni í vetur, að sögn leikhús- stjórans. Skapti Hallgrímsson ræddi við Magnús Geir Þórðarson um vetrar- starfið framundan. Magnús Geir Þórðarson Leikhús | Litla hryllingsbúðin er viðamesta verkefni LA í vetur en átta sýningar verða á fjölunum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.