Morgunblaðið - 26.08.2005, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 26.08.2005, Blaðsíða 30
30 FÖSTUDAGUR 26. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Æ i, skelfing geta Íslendingar verið miklar pempíur. Væl- andi og skæl- andi yfir fólki sem kann að mót- mæla af krafti eins og þeim sé eitthvað málefni hjartans mál. Hversu oft hefur maður ekki heyrt Íslendinga tala ólundarlega um hækkanir bensínverðs og bölva svo landanum fyrir að hafa ekki þann dug í sér að mótmæla eins og Frakkar? –hella svínaskít á tröpp- ur þinghúsa og sprauta mjólk á valdhafana. Svo þegar þetta fólk kemur hingað og vill sýna Íslend- ingum hvernig á að vekja athygli á hlutunum og ögra valdhöfunum, þá loka allir sínum dyrum, dauð- hræddir við bullurnar sem standa yfir okkur með yfirlætissvip og tauta í barm sér: „Svona gerir mað- ur bara ekki... Þetta eru ekki mannasiðir.“ Og svo furðum við okkur á því að hér hafi verið töluð danska á sunnudögum „hér í dentíð.“ „Þið umhverfisverndarsinnar hafið ekkert vit á hagfræði. Af hverju eruð þið að reyna að þykjast hafa eitthvað vit á hagfræði? Það er nú bara bjánaskapur,“ segja menn gjarnan í yfirlætisfullum tón. Þrátt fyrir að eiga að baki nokkra hagfræðiáfanga á mennta- og há- skólastigi var maður víst ekki gjaldgengur með skýringar sínar á því hversu lítið raungildi stóriðjan hefur. Umhverfisverndarsinnar kunna víst ekkert í hagfræði og hagfræðin kann ekkert í umhverfisvernd. Þetta er hlutur sem margir vildu að við tryðum skilyrðislaust. En það er bara sem betur fer ekki svo. Að umhverfisvernd hníga sterk hagfræðileg rök. Greiningardeild KB-banka hefur nýverið gefið út skilmerkilega úttekt þar sem stór- iðjustefnan er gagnrýnd ítarlega, málefnalega og hagfræðilega. Þeir hjá KB-banka hafa komist að því að það er sóun að virkja árn- ar okkar fyrir áliðnaðinn, sér- staklega á því verði sem við erum að selja raforkuna okkar. Forvitnir geta lesið hana ef þeir fara á tengil- inn hér að neðan. Ég hef aldrei verið á móti virkj- unum í sjálfu sér. Ég hef hins veg- ar verið á móti sóun og tilgangs- lausum fórnum. Ef við ætlum að fórna landinu okkar, þá gerum við það fyrir raunverulegan ágóða, eitthvað sem enginn deilir um. Raunveruleg verðmæti, en ekki eitthvað grín. Mér hefur verið hótað ýmsu vegna orða minna um stór- iðjustefnuna. Austfirðingar frænd- ur mínir sögðu mig ekki hafa neitt um þetta mál að segja, enda byggi ég ekki fyrir austan, ég væri ekki Austfirðingur. Hvað sem um þau rök er að segja verð ég að játa að ég bý ekki fyrir austan, þó ég hafi haft áhuga á búsetu þar fyrir nokkrum árum, áður en virkjana- farganið fór í gang. En nú er stór- iðjumóðursýkin komin í fullan gang. Nú á að virkja hverja ein- ustu á sem lekur af hálendinu til að byggja upp stóriðju með vafasöm- um hagnaðarvonum og neikvæð- um áhrifum á aðrar útflutnings- greinar. Nú á að virkja í Skagafirðinum. Mínum firði. Þar sem ég er uppalinn og mínar rætur liggja. Það á að fórna möguleikum í uppbyggingu á ferðaþjónustu á svæðinu fyrir gróða erlendra aðila sem hafa engan áhuga á lífinu þarna fyrir norðan. Dæmigert fyrir hugsanagang stóriðjumóðursýkinnar er það sem er að gerast í Hafnarfirði núna. Stórfyrirtækið Alcan vill afnema lýðræðislegan rétt íbúanna til at- kvæðagreiðslu um meiriháttar skipulagsmál vegna þess að þeir eru búnir að eyða 500 milljónum í undirbúning. Stór hluti þess fjár- magns fór í landkaup sem þeir geta vel rift. Haukur Már Helgason heim- spekingur og meðlimur í Reykja- víkurakademíunni skrifaði frá- bæra grein hér í Morgunblaðið á sunnudaginn (bls. 37). Fyrir þá sem ekki hafa aðgang að sunnu- dagsmorgunblaðinu langar mig að birta, með leyfi Hauks, eftirfarandi tilvitnun í þessa frábæru grein: „Eftir að önnur kerfi lögðu upp laupana er nú eitt kerfi í þann mund að sölsa undir sig veröld manna eins og hún leggur sig, yf- irleitt nefnt kapítalismi. Það felur einkum í sér að skiptagildi hluta og fyrirbæra í heiminum er gert hærra undir höfði en raungildi nokkurs í lífi manneskju. Enda er skiptagildið þægilegra en raun- gildi, að því leyti að það má mæla og því má safna.“ Þessi orð Hauks draga saman mikilvægan sannleik. Við sjáum þetta alls staðar. Hversu lítið er ekki gert úr mannlegum tilfinn- ingum og reisn í raunveruleika- þáttum eins og Bachelor, Big brother og Survivor? Hversu lítið er ekki gert úr verðmætamati okk- ar á hverjum degi með því að meta allt til fjár? Við sættum okkur við að fötin okkar séu framleidd í þrælakistum af því þau eru ódýr- ari, með þeirri hallærislegu afsök- un að annars hefði fólkið ekkert annað að gera. Mun íslenskt samfélag virkilega ekki vaxa áfram þó við gefum ekki erlendum álfyrirtækjum okkar dýrmætustu auðlindir á silfurfati? KB-bankamenn eru á því að við höfum haldið uppi hagvexti í 120 ár og höldum því áfram, með eða án stóriðju. En hvað vita þeir sosum? Nýlega birtu íslenskir fjölmiðlar stolta tilkynningu Alcoa um að nýj- ustu þoturnar frá stórum flug- vélaframleiðendum yrðu búnar til úr alvöru íslensku Alcoa áli. Það sem alveg gleymdist að tilkynna var að magn áls í þotum fer hríð- minnkandi. Þess í stað eru nú komnar kolefnistrefjar og ýmiss konar plastblöndur, léttari og sterkari en ál. Og hversu mikið ál fer í allan flugflota Airbus og Boeing? Varla 340.000 tonn á ári? Nei, það magn fer í áldósir sem Vesturlandabúar henda á götuna með stolti. Uppreisn æru? KB-bankamenn eru á því að við höfum haldið uppi hagvexti í 120 ár og höldum því áfram, með eða án stóriðju. En hvað vita þeir sosum? VIÐHORF Eftir Svavar Knút Kristinsson svavar@mbl.is TENGLAR ................................................. http://www.kbbanki.is/lisalib/ getfile.aspx?itemid=4404 ✝ Sigrún EddaJónasdóttir fæddist á Akureyri 11. október 1966. Hún lést 19. ágúst síðastliðinn. For- eldrar Sigrúnar eru Jónas Aðalsteinsson, f. 21. júní 1928 og Þrúður Gunnars- dóttir, f. 2. janúar 1930. Syskini Sig- rúnar eru Einar Ólafur, f. 19. mars 1953, Sævar Rafn, f. 17. apríl 1954, Ás- geir Sigurður, f. 11. júní 1955 d. 8. mars 1992, Gunnar Kristján, f. 12. nóvember 1956, Sigríður Ósk, f. 25. september 1958, Anna Jóna, f. 14. september 1959, og Gauja, f. 1. febrúar 1961. Börn Sigrúnar er Lena Rut Ingv- arsdóttir Olsen, f. 23. ágúst 1983, Hrannar Hólm Sigrúnarson, f. 17. desember 1985, Heiður Lilja Sigurð- ardóttir, f. 4. ágúst 1987, og Sigmar Þór Ármannsson, f. 21. ágúst 1991. Útför Sigrúnar fer fram frá Glerárkirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 14. Mig dreymdi mikinn draum: Ég stóð með Drottni háum tindi á og horfði yfir lífs míns leið hann lét mig hvert mitt fótspor sjá. Þau blöstu við. Þá brosti hann “Mitt barn“, hann mælti „sérðu þar, ég gekk með þér og gætti þín, í gleði og sorg ég hjá þér var“. Þá sá ég fótspor frelsarans svo fast við mig á langri braut. Nú gat ég séð, hvað var mín vörn í voða, freistni, raun og þraut. En annað sá ég síðan brátt: Á sumum stöðum blasti við, að sporin voru aðeins ein. – Gekk enginn þá við mína hlið ? Hann las minn hug. Hann leit til mín og lét mig horfa í augu sér: „þá varstu sjúkur blessað barn, þá bar ég þig á herðum mér. (Þýð. Sigurbjörn Einarsson.) Elsku hjartans mamma, hversu óraunverulegt getur lífið orðið. Í hjörtum okkar hvíla svo mörg orð, svo margar minningar, svo margar spurningar. Þú sem varst svo falleg, yndisleg, góð við alla, hæfileikarík, gjafmild, áttir svo margt að gefa. Allt það sem þú kenndir okkur, að halda utan um hvort annað, fara ekki að sofa ósátt hvort við annað og svo margt annað sem við gætum skrifað hér en við geymum í hjört- um okkar og rifjum reglulega upp saman elsku mamma okkar. Við elskum þig svo heitt og mikið. Faðmur þinn var alltaf opinn og hlýr, hláturinn svo einlægur, beint frá hjartanu. Allt sem þú gerðir var beint frá hjartanu. Alla þína ást gafstu okkur og meira til. Það leið ekki sá dagur að þú tókst ekki utan um okkur og sagðir okkur hvað þú elskaðir okkur mikið. Við elskum þig líka meira en allt og hjörtu okk- ar gráta af söknuði. En við trúum því að tekið hafi verið á móti þér með fallegum söng, því þú hafðir svo mikið dálæti af fallegri tónlist, og þú sért í öruggum guðshöndum núna. Við trúum því að þú sért núna á þeim stað sem þér líður vel á. Við vitum að þú heldur yfir okkur verndarhendi og við munum aldrei ganga ein á þessari lífsbraut. Mundu svo elsku mamma að við elskum þig, við vildum óska að við gætum fengið að njóta fleiri stunda með þér en minningin lifir og þú lif- ir í okkur hvern einasta dag. Þú ert í guðshöndum elsku mamma. Við trúum því að þú vaknir með sól að morgni og nýr bjartur dagur renni upp fyrir þig , þér líði betur. Hvíl í frið elsku hjartans mamma okkar, við elskum þig heitar en orð geta tjáð. Ég aldrei hef lofað að brautin sé bein, né blómstígar gullskrýddir alla leið heim. Ég get ekki lofað þér gleði án sorgar, á göngu til himinsins helgu borgar. En ég hefi lofað þér aðstoð og styrk, og alltaf þér birtu þó leiðin sér myrk. Mitt ljúfasta barn ég lofað þér hef, að leiða þig sjálfur hvert einasta skref. (Höf. ók.) Þín börn, Sigmar Þór, Heiður Lilja, Hrannar Hólm og Lena Rut. Drottinn kallaði á lítinn engil. Barnið mitt, ég ætla að senda þig niður til mann- anna með lítið fræ sem þú átt að gróð- ursetja í hjörtu þeirra. Lítill engill gjörði sem Drottinn bauð. Af litla fræinu óx lítil grein með þrem rósum. Við neðstu rósina sagði Drottinn: „Þú átt að heita Trú, vertu ekki hrygg þó þú sért neðst á greininni, því þú munt vaxa og treystu mér.“ Við miðrósina sagði hann: „Þú skalt heita Von, sem er sálin sem ég gef mönnunum sem koma aftur til mín.“ Við efstu rósina sagði Drottinn: „Þú skalt heita Kærleikur, sem er elska mín til mannanna og það er ósk mín að hún breiðist út á meðal þeirra og til mín.“ (Höf. ók.) Anna systir og fjölskylda. SIGRÚN EDDA JÓNASDÓTTIR ✝ GuðmundurHelgason fædd- ist í Reykjavík hinn 10. ágúst 1929. Hann lést á heimili sínu í Kópavogi að morgni 19. ágúst síðastliðinn. For- eldrar hans voru Helgi Benediktsson, skipstjóri og kaup- maður, f. 29. okt. 1893, d. 12. des. 1975, og Jónína María Pétursdóttir, húsfreyja, f. 11. júní 1905, d. 31. mars 1985. Systkini Guðmundar voru Benedikt, f. 1923, d. 1979, Guðmundur Ey- berg, f. 1924, d. 1979, Birna, f. 1927, Pétur Geir, f. 1932, Lúðvíg Thorberg, f. 1936, og Sigríður, f. 1941. Guðmundur kvæntist hinn 7. nóvember 1953 eftirlifandi eigin- konu sinni, Jóhönnu Sigurbjörgu Markúsdóttur, f. 11. maí 1930. Foreldrar hennar voru Markús Sigurðsson bóndi í Kópavogi, f. 27. mars 1895, d. 21. febrúar 1977, geir Guðjónsson, f. 9. des. 1982, c) Heiða Hrönn, f. 12. mars 1993. 4) Berglind, deildarstjóri, f. 27. júlí 1969, unnusti Sigurður Björnsson rekstrarráðgjafi, f. 8. feb. 1968. Guðmundur fæddist og ólst upp í Reykjavík en átti ættir sínar að rekja til Ísafjarðar. 1961 flutti hann í Kópavog og bjó þar ætíð síðan. Guðmundur lærði málaraiðn hjá Herði og Kjartani hf. 1947– 1951. Hann lauk prófi frá Iðnskól- anum í Reykjavík og sveinsprófi 1951. Meistarabréf fékk hann 1957. Að námi loknu starfaði Guð- mundur um nokkurra ára skeið hjá lærimeisturum sínum. Frá 1970 var hann sjálfstætt starfandi málarameistari og síðustu starfs- árin rak hann fyrirtækið G. Helgason ehf. Hann tók virkan þátt í starfi Málarameistarafélgsins og gegndi þar ýmsum trúnaðarstörfum. Guðmundur var virkur félagi í Lionsklúbbnum Muninn í Kópa- vogi um 30 ára skeið. Í gegnum þann félagsskap vann hann að þeim málefnum sem voru honum kær þ.e. skátafélagið Kópar og hjúkrunarheimilið Sunnuhlíð. Útför Guðmundar fer fram frá Digraneskirkju í Kópavogi í dag og hefst athöfnin klukkan 13. og Guðlaug Einars- dóttir, húsfreyja, f. 26. nóv. 1886, d. 10. okt. 1971. Börn Guð- mundar og Jóhönnu eru: 1) Aldís, kennari í Kópavogi, f. 8. feb. 1954, maki Bjarni Þormóðsson, málari, f. 10. feb. 1952. Þeirra börn eru a) Andrés, f. 2. nóv. 1976, unnusta Jenný Erla Jónsdóttir, f. 23. sept. 1976, eiga þau þrjú börn. b) Guð- mundur, f. 23. febrúar 1979, unn- usta Ágústa Alda Traustadóttir, f. 15. apríl 1976. 2) Gerður, leik- skólaráðgjafi í Kópavogi, f. 24. des. 1956, maki Óskar Þorbergs- son, trésmiður, f. 21. okt. 1962. Þeirra börn eru Daníel, f. 20. jan. 1999, og Andri, f. 22. apríl 2001. 3) Már, málarameistari í Kópa- vogi, f. 1. nóv. 1961, maki Björg Sigmundsdóttir, f. 10. jan. 1960. Börn þeirra eru a) Sigmundur Einar, f. 10. nóv. 1983, b) Jóhanna Björg, f. 19. feb. 1986, unnusti Ás- Kallið er komið, tengdafaðir minn Guðmundur Helgason málarameist- ari er fallinn frá 76 ára og níu dögum betur eftir langvarandi veikindi. Lengi vel virtist hann ekki svo veik- ur, fyrr en síðustu vikur og daga því hann bar sig ávallt svo vel. ,,Ég var heppinn,“ sagði hann. Guðmundur var hraustur fyrir, með þó nokkra þrjósku í farteskinu sem fleytti honum áfram til að ljúka ákveðnum verkefnum, áður en yfir lyki. Margs er að minnast, fjölskyldan, vinnan, áhugamálin. Guðmundur var ávallt hress og léttur í lund, hrókur alls fagnaðar, innan fjölskyldunnar eða á mannamótum. Hann lá ekkert á skoðunum sínum um menn og mál- efni og voru því oft fjörugar umræður þar sem hann var á ferð. Þau hjónin bjuggu við Nýbýlaveg sem síðar varð Grænatún í rúm 40 ár, í túninu heima við Grænuhlíð sem var sveitabýli tengdaforeldra hans. Þar ólust börnin fjögur upp og með tíð og tíma breyttist svæðið úr sveit í borg. Það var oft fjör og glatt á hjalla er fjölskyldan stækkaði og kom saman. Guðmundur var mikill matmaður og fannst allur matur góður og þótti gaman að bjóða fólkinu sínu í afmæli, skötuveislur, jólaboð og grillveislur úti við pottinn og garðhúsið. Hann var traustur og góður fjöl- skyldu sinni, hjálpfús og boðinn og búinn að aðstoða sitt fólk. Hann fylgdist vel með okkur öllum fram á síðustu stundu. Hann hafði gaman af að spila, heima og að heiman. Bridge spilaði hann í mörg ár með sínum spilafélög- um og þau hjónin fóru oft og iðulega á spilakvöld. Guðmundur rak sitt málarafyrir- tæki í um 30 ár. Sjálfur var hann harður af sér, kappsamur og vinnu- samur. Þekkti ekki annað. Hver man ekki eftir honum á skyrtunni ber nið- ur á bringu þegar allra veðra var von. Aldrei kalt og alltaf nóg að gera. Á þessum árum hafa verkefnin verið margvísleg og margir komið að. Allt frá bátum og tönkum til hefð- bundinnar málningarvinnu um allt land. Hann hafði mikinn áhuga á að mála stál og fór þar fyrir hópi manna í þeim efnum. Það var engin logn- molla í kringum hann í vinnunni. Verkefnin mörg og ærin. Það var ótrúlegt oft á tíðum hvernig hann gat lempað verkin áfram. Það eru til margar sögur um bjartsýnina í þeim GUÐMUNDUR HELGASON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.