Morgunblaðið - 26.08.2005, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 26.08.2005, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. ÁGÚST 2005 37 MINNINGAR staklega skemmtilegur og prúður maður, og vinskapur hans gaf mér mikið. Sérstaklega eru minnisstæðar allar sögurnar sem hann sagði af for- feðrum mínum og fólkinu í sveitinni, en Stefán var mjög skemmtilegur sögumaður og mikill húmoristi. Eng- um hef ég kynnst með fallegra bros en Stefán, kómískt og kankvíst. Við æfðum saman eftirhermur, á hverjum einasta degi daglangt við vinnuna. Hann var mikil og góð eftirherma, og enginn í sveitinni slapp undan þeim hæfileika hans. Stefán var mér fyrir- mynd í einu og öllu. Mér þótti hann svo duglegur, sterkur og hæfileika- ríkur að ég vildi allt á mig leggja til að verða eins og hann. Ég stend mig enn að því á gangi úti í náttúrunni að labba að hrossaskít og sparka í hann til að dreifa honum, eins og Stefán gerði með sinni sérstöku tækni. Stef- án kenndi mér vel inn á lífið, ekki síst hvernig menn þyrftu að vinna fyrir sér og leggja fyrir. Ég gleymi því ekki eftir fyrsta sumarið í Skipanesi þegar við kvödd- umst í gamla eldhúsinu, en þá grétu bæði maður og strákur á kveðju- stundinni. Það hafði verið lagt til með mér allt sumarið, en hann sýndi mér þessa aura og sagðist mundu leggja þá inn í Landsbankann á Akranesi fyrir mig. Svo hélt hann utan um þetta og allt kaup fyrir skipavinnuna sem við fórum í niður á Akranes fór inn á þessa sömu bankabók. Þar lærði ég mikilvæga lexíu, því að þegar ég þurfti svo að fjármagna nám fyrir austan fjall sem unglingur komu þessir peningar að góðum notum. Ég hafði átt nokkrar kindur í Skipanesi og arðurinn af þeim var lagður inn jafnóðum á meðan ég vann við heyskap og hirðingar. Eitt sinn kom ég í heimsókn sem unglingur og spurði hvort ekki hefði verið lagt inn af lömbunum þá um haustið. Þá svaraði sá gamli: „Þeir fá engan arð sem ekki annast og hirða um skepn- urnar. Það verður að vinna fyrir arð- inum.“ Stefán hafði ekki farið af bæ í ára- tugi þegar við félagarnir tókum okkur upp eitt sumarið og fórum með rútu norður að Lómatjörn í Höfðahverfi, þar sem móðir mín var ráðskona hjá Sverri bónda. Þá þótti mér merkilegt að sjá Stefán vin minn í jakkafötum og með sjópoka með nauðsynjum. Stefán var líklega með sterkari mönn- um og eitt sinn í þessari ferð komu þeir að Grund, Sverrir og Stefán, en þar var belja sem var lögst í básinn sem þótti ekki gott. Allan næsta vetur var mikið talað um þennan mann að sunnan, sem bretti upp jakkaermarn- ar og lyfti kúnni upp á lappirnar einn og óstuddur, svo að hún stóð eftir það. Stefán var sérstakur að því leytinu að hann ók ekki vélknúnum ökutækj- um, hvorki dráttarvélum né öðru. Hann fór heldur aldrei á hestbak, þótt yfirleitt væri riðið út á hverju kvöldi í Skipanesi. Ég kom honum þó einu sinni á bak. Þá var ég við vinnu inni í Höfn í tvo daga, en þaðan átti Stefán hestinn Væng, sem var gjarn á að strjúka þangað inn eftir. Stefán kom til að líta eftir hvernig mér gengi, en líka til að sækja klárinn sem þangað var kominn. Ég reyndi að fá karlinn til að ríða klárnum heim, því að sjálfur þurfti ég að keyra traktorinn, en hann tók það ekki í mál, fyrr en við vorum komnir í hvarf frá Höfn. Þá steig hann á bak og reið klárnum alveg upp undir Fiskilæk, en þar fór hann af baki svo að ekki sæist þaðan að hann væri á hestbaki. Svo teymdi hann hestinn heim að Skipanesi. Þegar við vorum í skipavinnu á Akranesi vorum við í fríu fæði og Stefán benti mér á að snæða nú vel, því að það væri góð launauppbót að gera sér gott af mat sem ekki þyrfti að borga fyrir. Þetta hef ég haft í huga alla tíð síðan og reynt að hafa að reglu. Það var stundum erfitt að heim- sækja Stefán hin seinni árin þar sem hann var mikið til rúmliggjandi. Þó var ánægjulegt þegar ég kom til hans ekki alls fyrir löngu á kaffitíma og hann sat frammi. Við drukkum saman kaffi og allan tímann lék um varir hans þetta kankvísa bros sem lýsti hjartalagi hans betur en allt annað. Vináttan við þau Ólínu og það sem þau kenndu mér var mikilvægasta veganesti mitt inn í lífið. Fyrir það vil ég þakka af öllu hjarta þegar nú skilj- ast leiðir. Bjarni Geir. Börn finna fljótt hvað að þeim snýr. Fyrir margt löngu er ég var telpu- korn heima á Læk var haldinn þar fjölmennur fundur. Ég mun hafa komið himinlifandi til móður minnar og tilkynnt að ég væri „búin að finna hann Stebba minn í Skipanesi.“ Snar- aðist síðan til Stefáns, gerði honum ljóst að ég vildi setjast í fang hans og var svo sofnuð er að var gáð. Stefán í Skipanesi munaði ekki um að hafa barn í fanginu, enda myndarlegur maður með stórar hendur, og úr aug- unum skein hlýleg glettni. Við fráfall hans rifjast upp minningar um góðan nágranna, mann sem var trúr orðun- um „vinnan göfgar manninn“. Hann var viljugur að gera sveitungum sín- um greiða og taldi það ekki eftir sér ef hann var beðinn bónar. Honum var umhugað um líðan annarra og spurði þá gjarnan hvort ekki væru „allir frískir og annað soddan“. Börn og unglingar löðuðust að Stefáni. Þau fundu að í honum gátu þau eignast góðan vin og verndara. Við mæðgurnar kveðjum kæran ná- granna, þökkum gott og traust ná- grenni frá þeim tíma er lönd okkar lágu saman og skemmtileg kynni alla tíð. Vertu í guðs hendur falinn, gamli vinur. Ásdís Einarsdóttir. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, STEFÁN GUNNARSSON frá Skipanesi, verður jarðsunginn frá Akraneskirkju í dag, föstu- daginn 26. ágúst, klukkan 14.00. Sigurbjörg Kristjánsdóttir, Ármann Stefánsson, Ingibjörg Valdimarsdóttir, Svandís Stefánsdóttir, Jóhanna Stefánsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, NÍNA KRISTBJÖRG GUÐMUNDSDÓTTIR, Kjalarsíðu 14b, Akureyri, sem lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri mánudaginn 22. ágúst sl., verður jarðsungin frá Glerárkirkju þriðjudaginn 30. ágúst kl. 14.00. Áslaug, Elísabet, Henríetta, Davíð og Ægir Kristinsbörn og aðrir aðstandendur. Hjartans þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur hlýhug og samúð vegna fráfalls eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, BRYNJÚLFS SIGURÐSSONAR, Boðagerði 12, Kópaskeri, sem jarðsunginn var hinn 12. ágúst síðastliðinn. Ingiríður Árnadóttir, Ragnheiður Regína Brynjúlfsdóttir, Jón Maggi Óskarsson, Hulda Kristín Brynjúlfsdóttir, Sigurður Brynjúlfsson, Anna María Karlsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, dóttir, tengdadóttir og amma, GUÐNÝ (Nína) JÓHANNESDÓTTIR, Einhamri, áður Jörundarholti 26, Akranesi, lést á Sjúkrahúsi Akraness mánudaginn 22. ágúst sl. Útför hennar verður gerð frá Akraneskirkju þriðjudaginn 30. ágúst kl. 14.00. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Krabbameinsfélagið. Hjörleifur Jónsson, Jóhanna Lilja Hjörleifsdóttir, Elvar Trausti Guðmundsson, Lísbet Fjóla Hjörleifsdóttir, Gunnar Sigurðsson, Guðrún Hjörleifsdóttir, Hilmar Ægir Ólafsson, Fjóla Guðbjarnardóttir, Lilja Helgadóttir og barnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, HÉÐINN JÓNSSON skipstjóri, Mýrum 14, Patreksfirði, andaðist mánudaginn 22. ágúst. Útförin fer fram frá Patreksfjarðarkirkju þriðju- daginn 30. ágúst kl. 14.00. Guðrún Jónsdóttir, Elín Magnea Héðinsdóttir, Bolli Ólafsson, Jón Már Héðinsson, Rósa Líney Sigursveinsdóttir, Inga Mirjam Héðinsdóttir, Kristján Hermannsson, Jóhannes Héðinsson, Styrgerður Fjeldsted, Freyr Héðinsson, Steinunn Finnbogadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Lokað verður milli kl. 12.30 og 15.00 í dag, föstudag, vegna jarðarfarar GUÐMUNDAR HELGASONAR. Málning hf., Dalvegi 18. Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, MAGNÚSAR B.G. GUÐMUNDSSONAR frá Kljá, Helgafellssveit. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki St. Franc- iskusspítalans í Stykkishólmi og Sjúkrahússins á Akranesi. Halldóra Þórðardóttir, Kristján B. Magnússon, Sólrún U. Júlíusdóttir, Ingibjörg Magnúsdóttir, Sigfús Axfjörð, Þórður S. Magnússon, Halldóra B. Ragnarsdóttir, Guðmundur K. Magnússon, Þorbjörg H. Hannesdóttir, Dagbjört Magnúsdóttir, Jakob V. Guðmundsson, Þröstur Magnússon, Guðmunda J. Hermannsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og bróður, EINARS ODDGEIRSSONAR, Heiðvangi 16, Hafnarfirði. Valgerður Kristín Brand, Hlín Einarsdóttir, Sigurður Þórðarson, Malín Brand, Alvin Sigurðsson og systur. Morgunblaðið birtir minningar- greinar alla útgáfudagana. Skil Minningargreinar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðs- ins: mbl.is (smellt á reitinn Morg- unblaðið í fliparöndinni – þá birt- ist valkosturinn „Senda inn minningar/afmæli“ ásamt frekari upplýsingum). Skilafrestur Ef birta á minning- argrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birting- ardegi. Þar sem pláss er tak- markað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd Minningargreinar séu ekki lengri en 2.000 slög (stafir með bilum - mælt í Tools/Word Count). Ekki er unnt að senda lengri grein. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og votta þeim sem kvaddur er virðingu sína án þess að það sé gert með langri grein. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Formáli Minningargreinum fylgir formáli, sem nánustu aðstand- endur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, fæddist, hvar og hvenær hann lést, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin fer fram og klukkan hvað athöfnin hefst. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minning- argreinunum. Undirskrift Minningargreinahöf- undar eru beðnir að hafa skírn- arnöfn sín en ekki stuttnefni und- ir greinunum. Myndir Ef mynd hefur birst í til- kynningu er hún sjálfkrafa notuð með minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd er ráðlegt að senda hana á myndamóttöku: pix@mbl.is og láta umsjónarmenn minningar- greina vita. Minningargreinar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.