Morgunblaðið - 26.08.2005, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 26.08.2005, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. ÁGÚST 2005 49 MENNING Tímaritið Lifun fylgir Morgunblaðinu á morgun fyrir fagurkera á öllum aldri lifun 1 lifun tímarit um heinili og lífsstíl - 06 2005 hlýlegt haust ljós í rökkrinu þök með hlutverk hönnun í hávegum á mótum tvennra tíma uppskerutíð í eldhúsinu himnesk bláberjaterta SEGJA má að árlegur viðburður verði til á Skógum nú um helgina en þá verður haldin öðru sinni djasshátíðin Jazz undir fjöllum. Sigurður Flosason er einn af umsjónarmönnum hátíðarinnar: „Það sem er ekki hvað síst skemmtilegt við hátíðina er að núna er hún að verða árlegur við- burður. Við héldum hana fyrst í fyrra og gekk það frábærlega. Á fjórða hundrað manns mættu og varð gífurlega skemmtileg stemn- ing.“ Dagskráin stendur á laugardag og sunnudag og haldnir verða þrennir tónleikar með einvalaliði íslenskra djasstónlistarmanna: „Við Íslendingar eigum svo mikið af fínum djassleikurum. Japanskur tónlistarfræðingur, sem hafði kannað íslenskt tónlistarlíf, hélt því fram við mig að mikið væri af fínum tónlistarmönnum í íslensku poppi og klassík en hlutfallslega væri langmest af frábærum djass- leikurum á Íslandi. Ég sel það ekki dýrara en ég keypti það, en ég held það sé sannleikskorn í því: við höfum mjög háan gæðastand- ard. Það má segja við séum með úrtak af landsliðinu hjá okkur í ár.“ Stórskotalið djassheimsins Þeir sem spila á Skógum um helgina verða Björn Thoroddsen gítarleikari, Gunnar Gunnarsson orgelleikari, Matthías Hemstock trommuleikari, Ómar Guðjónsson gítarleikari, Óskar Guðjónsson saxófónleikari, Pétur Grétarsson trommu- og slagverksleikari, Sig- urður Flosason saxófónleikari og Tómas R. Einarsson kontrabassa- leikari. Skógar eru landsmönnum vel kunnir fyrir fegurð, segir Sig- urður: „En ekki hefur verið haldin nein sambærileg tónlistarhátíð í þessu sveitarfélagi. Það þótti til- valið að slá tvær flugur í einu höggi: vekja athygli á þessum fal- lega stað og leyfa gestum og heimamönnum að heyra skemmti- lega tónlist.“ Sigurður segir að haft hafi verið að leiðarljósi að hafa dagskrána aðgengilega og létta og er miða- verði stillt mjög í hóf. Síðdegistón- leikar sem haldnir verða í Byggða- safninu á Skógum á laugardegi og sunnudegi kl. 15 kosta t.d. ekki annað en aðgangsmiða að safninu. Á laugardag kl. 21 eru síðan tón- leikar í Fossbúð og aðgangseyrir sömuleiðis hófstilltur. Á laugardagskvöld verður kvöldverður í boði í félagsheim- ilinu og segir Sigurður aldrei að vita nema þar bresti á músík óundirbúið. „Það er um að gera fyrir tjald- vagnaóða Íslendinga að stefna suður þennan fína malbikaða veg. Hér er nóg pláss, Hótel Skógar opið og allir velkomnir.“ Tónlist | Djasshátíðin Jazz undir fjöllum haldin öðru sinni á Skógum Erum með úrtak úr landsliðinu Havanaband Tómasar R. Einarssonar verður meðal gesta á hátíðinni á Skógum. Björn Thoroddsen gítarleikari. Eftir Ásgeir Ingvarsson asgeiri@mbl.is RITHÖFUNDURINN og ljóð- skáldið Sjón, handhafi Bókmennta- verðlauna Norðurlandaráðs árið 2005, er nýkominn frá Helsinki í Finnlandi en þar var hann í tilefni af útgáfu skáldsögu sinnar Skugga- Baldurs á finnsku. Að sögn Sjóns hefur skáldsagan fengið góða dóma og er mikill áhugi fyrir henni þar í landi. „Ég kom einnig fram á árlegri ljóðahátíð sem haldin er í tengslum við Listahátíð í Hels- inki en hún er fastur punktur í menningarlífi Finna,“ sagði Sjón. Nýlega var Skugga-Baldur einnig gefinn út á norsku af bókaforlaginu Tiden, sem einbeitir sér að útgáfu verka eftir unga höfunda, en áður hefur bók Sjóns, Augu þín sáu mig, verið gefin út í Noregi. Hinn 16. september næstkomandi verður frumsýnt dansverkið Rökk- urglóð (Hämärän Hohde) eftir finnska danshöfundinn Tetri Kek- oni, við tónlist júgóslavneska tón- skáldsins Jovanka Trbojevic. Í verkinu, sem er 50 mínútur að lengd, er fléttað saman tónlist Trbojevic og texta eftir Sjón. „Ég hitti þá sem að sýningunni koma fyrst í október á síðasta ári og kláraði minn hlut í vor en textann las ég inn á band sem spilað er af í sýn- ingunni,“ útskýrir hann. Það er Avanti-kvartettinn sem flytur tónlistina í Rökkurglóðum. Verkið verður sýnt út september í Stoa, menningarmiðstöð Helsinki en einnig er verið að skipuleggja ferða- lag með það um heiminn. Sjón er nú staddur í Visby í Got- landi á alþjóðlegri ljóðlistarhátíð. Sjón á ferð og flugi Sjón
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.